Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 6
Þetta geröist líka... Ný stjóm í Tékkó Ný rikisstjóm tók við völdum í Tékkóslóvakíu í fyrradag og hafa Borgaravettvangur og bandamenn hans i Sióvakíu, Almenningur gegn ofbeidi, níu ráðherra af ió ails. Kristilegir demókratar i Slóvakíu hafa einn ráðherra og scx ráðherrar eru utanílokka. Sex ráðherranna eru fyrrverandi félagar í kommúnísta- flokki landsins, þeirra á meðal Mari- an Caifa, forsætisráðherra. Alexand- er Dubcek, leiðtogi á Pragvori, var endurkjörinn þingforsetí er hið ný- kjöma þing, hið fyrsta þarlendis síð- an 1946 scm kosið var á í iýðræðis- legum kosningum, kom saman. Fleira fólk MannQöldafræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa reiknað út að mannkyninu muni fjöiga um 60 af hundraði fram til ársins 2025, eða upp í 8,5 miijaröa. Nú ermannfóikið um það bii 5,3 miljarðar taisins, Samkvæmt þessum heimildum fjölg- arþvi nú um i,7 afhundraði á ári. 20 daga á björgunarfleka 19. þ.m. skoiaði upp á strönd einnar Tangaeyja, norðausíur af Bis- markseyjum, björgunarfleka með 42 ára gamaili konu ffá Nýju Kaiedóníu, Claudinc Pare að nafni. Hún haíði lagt af stað frá Noumea, höfuðborg Nýju Kaiedónfu, 24. mai s.I. á 10 metra iöngum skemmtibáti og ætfað til Tókíó, en báturinn sökk í óveðri sex dögum slðar. Claudíne komst á fleka og var á honum í 20 daga, áður en hún komst til manna. Hún var þá máttfarin mjög, en taiið er iíklegt að hún verði ekki lengi að ná scr. Tanga- eyjarhcyra til Papúu-Nýju Gíneu. Hnuplaöi fæóingarvottorði de Gaulle Paulette Duriez, 51 árs gömul og opinber starfsmaður, var f vikunni dæmd tii ijögurra mánaða fangefsis- vistar skilorðsbundið fyrir að taka ó- frjáfsri hendi fæðingarvottorð Chari- es de Gaulle hershöfóingja og síðar forseta, sem er þjóðhetja Frakka um- fram alla aðra menn á þessari öld. Sjálf bar Paulette það frarn sér tii vamar að hún heföi ekki ætlað að eigna sér biaðið, hcldur hefóí hún óttast að það kynni að glaíast við um- stang er fylgir viðgerðum á húsnæðí hagstofu borgarinnar Lille, þar scm vottorðið er varðveitt. Hvarf volt- orðsins komst upp er embættismenn nokkrir vitjuðu þess tii að hafa það með á sýningu, sem opnuð veröur þar í borg af tileftú 100 ára afmælis de Gaulle. Hann fæddist sem sé í Liile 22. nóv. 1890. Vilja komast í siöaö samfélag Um 200 piltar á aidrinum 13-20 ára hafa skrifað borgarstjóranum I Medeiiin í Kóiombíu bréf og farið fram á hjáip tíl að aðlagast samfélagi siðaðra manna, eins og borgarstjór- inn orðar það. Áð sögn borgarstjór- ans, sem Omar Fiorez Velez heitir, eru þeir flestir eða aiiir leigumorð- ingjar i þjónustu kókainhringanna, sem gert hafa garðinn alræmdan þar í borg. Margir siikra pilta eru úr fá- tækrahverfum, þar sem glæpa- mennska er vænlegasta ieíðin til að komast áfram í lífínu, en að vísu ekki áhætíulaus, því aó flestir drengja þessara verða skammlffir. Beðið um brúöur Íranskír hjálparstarfsmenn hafa beðíð um leikföng handa bömum, sem lifðu af jarðskjálftann mikla þar- lendis 21. þ.m. cn misstu mörg flesta eða alla aðstandcndur og alH sem þau höfóu átt. Mörg þúsund þcirra eru slösuð. „Brúða eða annað leikfang gæti kannski laðað fram dauft bros í andlit þessara barna, sem misst hafa foreldra sína og systkíni og jafnvei brúðumar sínar,” sagði hjálparstarfs- maður einn. Sundrast Kanada? Ágreiningur ensku- og frönskumælandi manna er með mesta móti, svo og milli fjölmennari og fámennari fylkja og einstakra fylkja og sambandsstjórnar Mulroney og fjölskylda fagna kosningasigrinum 1988 - nú er komið annað hljóð í strokkinn. Aleið sinni til Washington um s.l. mánaðamót kom Gorbat- sjov Sovétríkjaforseti við í Kana- da og heilsaði upp á forsætisráð- herrann þar, Brian Mulroney. Þeir hafa væntanlega getað ræðst við af skilningi og samúð, því að ýmislegt eiga þeir sameiginlegt hvað vandamálum viðvíkur. Þar er helst að báðir eiga það yfir höfði sér að ríki þeirra splundrist í tvö eða fieiri smærri. í Kanada veldur þessu einkum urgur milli ensku- og frönsku- mælandi landsmanna, næstum jafngamall byggð fólks af evr- ópskum stofni þarlendis. Frakkar hófu að nema þar land á fyrstu árum 17. aldar og 1763 komust byggðir þeirra þar undir yfirráð Breta, eftir stríð Bretlands og Frakklands sem fyrrnefnda ríkið vann. Enskt landnám var lítið á þeim svæðum fyrr en margir þeirra Bandaríkjamanna, sem barist höfðu með Bretum í bandaríska sjálfstæðisstríðinu, flýðu norður að því striði töpuðu. Frönsku landnemarnir og afkom- endur þeirra, flestir rammkaþ- ólskir, voru óhressir með að hafa lent undir yfirráðum Breta af mótmælendatrú og ekki bætti úr skák að þeirra mati að fyrstu enskumælandi Kanadamennirnir voru einkar hollir konungi sínum og biskupakirkju hans og stoltir af því; töldu sig t.d. gjarnan merkilegra fólk en ættbræður sína sunnan landamæra, sem þeir litu á sem uppreisnarmenn og byltingarseggi. Ótti við Bandaríkin Alla tíð síðan hafa ensku- og frönskumælandi menn goldið varhuga hvorir við öðrum og á síðustu áratugum hefur stjórnmálaflokkur einn í Que- bec, fylki þar sem frönskumæl- andi menn eru um 83 af hundraði íbúa, beitt sér fyrir því meira eða minna ákveðið að fylkið verði sjálfstætt ríki. Fleira hefur stuðlað að því að kanadísk þjóðerniskennd er ívið lausari í sér en sú bandaríska. Kanadísku fylkin (provinces), tíu talsins, hafa heldur meiri sjálf- stjórn en bandarísku ríkin (stat- es) og hafa eða telja sig hafa nokkuð mismunandi hagsmuna að gæta. Meginástæðan til að Kanada varð sameinað ríki og samveldisland, sem ekki varð fyrr en 1867, var ótti (og hann ekki ástæðulaus) við að Banda- ríkjamenn hefðu í hyggju að þenja ríki sitt út norður á bóginn. Það varð svo upphafið að breska samveldinu, því að eftir að Kana- da var orðið til sem samveldis- land vaknaði áhugi fyrir því sama í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku. Einingarbarátta Mulroneys Úr samheldni Kanadamanna dregur viss ágreiningur milli ann- arsvegar Quebec og Ontario, fjölmennasta fylkisins, og fá- mennari fylkja hinsvegar. I Ont- ario og Quebec búa um 16 milj- ónir af um 26 miljónum lands- manna. í fámennari fylkjum finnst mörgum að stóru fylkin tvö ráði alltof miklu um stjóm lands- ins. Deilur út frá téðum ágreinings- efnum hafa færst í aukana á ní- unda áratugnum vegna þess að Quebecmenn neituðu að sam- þykkja fyrir sitt leyti stjórnar- skrána frá 1982, nema því aðeins að inn í hana yrði bætt greinum sem tryggðu nægilega að þeirra mati að sérstaða þeirra sem þjóð- Klofningur í pólsku Samstöðu Walesa stefnir á forsetastól og deilur aukast milli hans og fyrri baráttufélaga hans Samstaða var upphaflega verkalýðssamband, varð fljótlega breiðfylking andstöðu gegn kommúnistastjórn Póllands og er nú ofan á það stjórnmála- flokkur sem hefur forustu um stjórn landsins. Það var fyrst og fremst andstaðan við stjórn og al- ræðisvald kommúnista, sem hélt Samstöðu saman. í henni eru samankomnir menn með ýmis- konar viðhorf og skoðanir, enda fór það svo að samstaðan entist ekki lengi eftir að sigur hafði náðst í baráttunni við erkiand- stæðinginn. Enn sá valdamesti Frá þvf í verkföllunum fyrir áratug, er Samstaða kom til sög- unnar, hefur Lech Walesa notið meiri virðingar en nokkur annar Pólverji, innanlands sem utan, nema þá ef vera skyldi Jóhannes Páll páfi. Frá því að kommúnistar urðu að láta af völdum hefur hann verið valdamestur manna í landinu. Hann réði mestu um myndun núverandi ríkisstjórnar, meðal annars því að Tadeusz Mazowiecki varð forsætisráð- herra. Hann fékk Pólverja einnig til að sættast á að Wojciech Jaruz- elski, oddviti andstæðinga Sam- stöðu síðan 1981, yrði forseti áfram. Walesa er sennilega enn valda- mesti maður landsins í raun, en eigi að síður hefur dregið úr áhrif- um hans. Ýmsir, ekki síst fyrrver- andi andófsmenn, láta að því liggja að hann hafi ekki fellt sig við að valdið hefur að nokkru færst frá skrifstofu hans í Gdansk til stofnana hins nýtilkomna þing- ræðisríkis. Þetta hefur leitt til klofnings í Samstöðu. Helstu andstæðingar Watesa þar eru menntamenn eins og Michnik, Bronislaw Geremek, Jacek Kur- on og kvikmyndahöfundurinn Andrzej Wajda. Þeir eru ein- dregnir stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar, en hana eru Wa- lesa og stuðningsmenn hans ekki fyllilega ánægðir með. Atlaga gegn lýðræði? Ráðstafanir stjórnarinnar í efnahagsmálum valda verka- mönnum kjararýrnun. Walesa taldi járnbrautastarfsmenn ekki alls fyrir löngu á að láta af verk- falli, en jafnframt gefur hann til kynna að hann telji kröfur verka- manna réttmætar og varar stjórn- ina við því að reyna frekar á þol- inmæði þeirra. Hann hefur og látið ótvírætt í ljós að hann vilji verða forseti hið snarasta. Per- sónulegur metnaður og gremja út af minnkandi áhrifum veldur trú- lega einhverju þar um, en kann- ski einnig það að Walesa telji að víðtæk verkföll séu yfirvofandi. Hann gerir sér líklega vonir um að með virðingu og vald forseta- embættisins á bakvið sig geti hann komið í veg fyrir stórfelld átök milli verkamanna og ríkis- valds. Stuðningsmenn hans, sem flestir eru í verkalýðsarmi Sam- stöðu, krefjast þess að kommún- istum sé vikið úr stjórn og stjórn- sýslu og að tekin sé upp harðari afstaða gagnvart Sovétríkjunum. Til þess að koma þjóðarbú- skapnum á réttan kjöl er Walesa jafnvel sagður hafa í huga að auka forsetavaldið til bráða- birgða og stjórna að nokkru með tilskipunum. Andstæðingar hans segja að í slíku hljóti að felast atlaga gegn lýðræðinu. Með því að höfða til andúðar- innar á Rússum og kommúnist- um og þar með þjóðerniskennd- arinnar, sem miklu skiptir í hug- arfari Pólverja, gæti Walesa ef til vill fengið almenning til að sætta sig við þrengingar og sameinast að baki forseta og ríkisstjórn. En Mazowiecki, Michnik og fleirum líst síst af öllu á þetta. Þeir vilja forðast að samskiptin versni við Sovétríkin, þar sem margt er í óvissu og rússnesk þjóðernis- hyggja m.a. í vexti. Einnig óttast þeir að fyrirætlanir Walesa og stuðningsmanna hans geti leitt til þess að lýðræðið nýfengna gangi úr sér og við taki valdsmennsku- stjórn sem efli sig með lýðskrumi, kaþólsku af þröngsýnna tagi og þjóðernishyggju samfara andúð á útlendingum. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.