Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 19
ELGARMENNINGIN Toshikatsu Endo: Verk mín eru hvorki austræn né vestræn, heldur mannleg Japanski nýiistamaðurinn Tos- hikatsu Endo við eitt verkanna á sýningunni. Trjádnjmbamir tjöru- bomu mynda hring, sem er lista- manninum mjög hugleikið tákn. Suður í Hafnarfirði er hópur manna að setja upp verk Jap- anans Toshikatsu Endo í Hafn- arborg. Nokkrir menn kijúpa við tvo kolsvarta trjáboli sem eru reyrðir saman með snæri. Toshikatsu Endo gefur fyrir- mæli á japönsku og Kristín Is- leifsdóttir listamaður túlkar fýrir mannskapinn. Það er greini- lega mikil nákvæmnisvinna að setja upp verkin, til þess notar listamaðurinn hallamál, snæri og krítar. Hann rissar á blað leiðbeiningar fyrir aðstoðar- menn og Kristín snarar jafnóð- um japönskunni yfir á íslensku. Blaðamaður Nýs helgarblaðs hefur heppnina með sér, á vel undirbúinn blaðamannafúnd Hafnarborgar mætir enginn keppinautur, þeir eru á hlaupum um holt og hæðir á eftir drottn- ingu, og hann fær gott næði til að ræða við Toshikatsu Endo um list hans og verkin á sýningunni. Blaðamaður fær sér sæti milli listamannsins og Kristínar sem þýðir spumingar og svör. Höfuöskepnurnar Eg er orðinn leiður á því að vera skilgreindur sem austrænn eða vestrænn, það er ekki lengur gagnleg umræða. Eg er löngu hættur að hugsa á þeim nótum. A- hrif frá austri í vestri og öfugt eru löngu tilkomin og erfitt er að gera sér grein fyrir hvað kom fyrst og hvaðan nú á dögum, og mér þykir það ekki skipta máli, segir Tos- hikatsu Endo. Heimurinn hefur skroppið saman og áhrifin eru blönduð og hafa löngu skotið rótum. Endo segist ekki lengur eyða tíma í slíkar hugleiðingar, heldur hefúr hann snúið sér að hinu sammann- lega, og þeim efnum sem maður- inn hefur notað frá örófi alda. List mín er hvorki austræn né vestræn, hún er mannleg, segir listamaður- inn. I list hans koma sífellt fyrir sömu efnin og formin, hringurinn er honum hugleikinn, vatnið, eld- urinn, viðurinn og moldin. Hring- urinn er fyrsta formið sem maður- inn hefur meðvitað skapað. A mikilvægum stundum í öllum þjóðfélögum skiptir hringurinn miklu máli. Hringurinn er áber- andi tákn í öllum menningarsam- félögum, í siðum og athöfnum þjóða. Efnismeðferð Toshikatsu Endo hefur tekið töluverðum breytingum. Hann hóf feril sinn á notkun ljósmyndatækni, teikning- um og gjömingum. Síðan gerðust verk hans huglægari og hann tók til við að nota vatnið og síðar eld- inn. Viðurinn og moldin koma einnig við sögu í verkum hans. Þessi efni telur Endo sín efni. Hann kærir sig eingöngu um að nota þau efni sem jörðin gefur af sér. Efni eins og vatn og eld, sem skipt hafa manninn máli frá upp- hafi siðmenningarinnar. Með því að nota þessi „frumefni” bindur það hugsunina og ég nota þau eins og frummaðurinn gerði, seg- ir Endo. Sköpun stemmninga Uppsetning verkanna á hveij- um stað getur verið vandasöm af því að hún skiptir meginmáli. Með staðsetningu er verkið Iagað að rýminu og listamaðurinn leit- ast við að skapa andrúmsloft og hughrif með verkinu og rýminu. Fyrst hófst Endo handa við að staðsetja verkin nokkum veginn, ákveða í hvaða vistarvemm safnsins hvert þeirra ætti að vera, síðan spáir hann meira í rýmið, og skapar stemmningar. Mikilvægt að jjau njóti sín á réttum stað. Nýjustu verk Endo em stórir trjádrumbar sem hann kveikir í úti í náttúmnni, úti í skógi eða niður við vatn. Þá athöfn sjá margir sem sérstakan gjöming og undrast að listamaðurinn kýs að vera einn við bmnann. Endo segir að hann líti á branann eins og hvem annan undirbúning og vinnu við verkið, listamenn sýna verk sín ekki fyrr en þau em full- sköpuð og það sama eigi við um hann. Auk þess segist hann ætíð vera hálfsmeykur þegar hann kveikir í viðnum og líður því best einn síns liðs. Það er alls engin djúp merking sem liggur að baki aðferðinni, segir hann. Dýpsta merking verksins liggur í hug- myndinni að baki. Þegar verkið er tilbúið fer rýmið að skipta máli og fagurfræðilegt gildi verksins í rýminu. Hvað nákvæmni við uppsetn- ingu verkanna varðar segir Endo að verkin á sýningunni myndi heild, konsept, eins og málverk sem kemur ákveðnum skilaboð- um eða áhrifum á framfæri. Allt hefur sína nákvæmu punkta, þótt viðkomandi hlutur sé grófur, þessir punktar verða þess vegna að vera hámákvæmir. Hugmyndin að baki sérhveiju verki breytist ekki í vinnslunni. Endo segist hugsa mikið um það sama aftur og aftur, gmnnhugs- unin breytist ekki, og er endurtek- in sí og æ. Sýninguna skipulagði Nor- ræna listamiðstöðin í Sveaborg í Finnlandi, og héðan fer hún til Henie-Onstad listamiðstöðvar- innar í Noregi. Fé til sýningarinn- ar lagði Sasakawa stofnunin í Japan til úr sérstökum sjóði til efl- ingar samvinnu milli Japans og Norðurlandanna. Listamaðurinn dvelur á landinu í vikutíma í boði Hafnarborgar, og verður við- staddur opnun sýningarinnar þar á morgun. Sýning Endos stendur til 22. júlí. Hafharborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-19. BE Hringurinn er sammannlegt tákn sem kemur fyrir í öllum menningar- samfélögum. Myndir Kristinn. Föstudagur 29. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.