Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 21
Fyrir skömmu gaf gleðisveitin Risaeðlan út sína fyrstu breið- skífu „Frægð og steingerving- a”. Risaeðlan hefur um árabil verið í hópi mest áberandi hljómleikasveita og nýtur mikilli vinsælda hjá þeim sem rífa sig upp frá hversdagsins amstri og skella sér á tónleika. Útvarps- stöðvar hafa hins vegar verið hikandi við að leika lög sveitar- innar en nú lítur út fyrir að Risa- eðlan ætli að taka stöðvamará „Garðar Hólm”-bragði. Dóra Wonder segir að hljómsveitin hafi komist að því að hún megi á engan hátt draga úr góðum umsögnum eriendra tónlistar- tímarita, hógværðin skili engu. Og það er ekki ofsögum sagt að Risaeðlunni hefúr verið vel tekið í útlöndum. Munurinn á Risaeðlunni og Garðari Hólm Halldórs Laxness er hins vegar sá að Risaeðlan hefur vissulega haldið tónleika heima og að heiman og alls staðar vakið at- hygli fyrir sérstaka tónlist sína og leikgleði. Ritstjóri New Musical Express hreifst svo af Risaeðl- unni þegar hann sá hana í Banda- ríkjunum í fyrra, að hann kom sjálfur hingað til iands fyrir skömmu og tók viðtal við hljóm- sveitina sem birtist á næstunni í blaðinu. Þau Dóra Wonder, Siggi, Tóti, Magga Stína og ívar leggja mikið undir, því þau kosta sig sjálf til Bandaríkjanna í næsta mánuði, þar sem þau ætla að halda 11-15 tónleika á austur- ströndinni. Platan þeirra er nefni- lega gefin út jafnt á Islandi, í Bandarikjunum og i Bretlandi. Dómar sem birst hafa um nýju plötuna hafa verið svo jákvæðir, að Dóra segir engu líkara en plötudómurum hafi verið mútað, þó hún efist um að Asmundur Jónsson útgefandi þeirra hafi bol- magn til þess. Tvö ár og tveir dagar Þjóðviljinn hitti Þau Dóru Wonder, Sigga og Ivar að máli og spurði þau fyrst hvort efnið á Frægð og steingervingum væri allt ný samið. „Efnið er samið á tveggja ára tímabili. Elstu lögin eru tveggja ára gömul, en nýjustu lögin urðu til tveimur dögum áður en upp- tökur hófust,” sagði Dóra. Hún bætti því síðan við að textamir lytu öðmm lögmálum en lögin. Þeir hefðu allir orðið til í hljóð- verinu á meðan upptökur fóru fram. Hún sagði textana kannski ekki líta út fyrir að vera bitastæð- ir, en það mætti finna eitt og ann- að í þcim þegar þeir væm vand- lega skoðaðir. „Lögin ganga í gegnum mikla síu hjá okkur, við emm mjög gagnrýnin á þau og tökum nærri okkur ef við spilum eitthvað sem okkur þykir ekki nógu gott. Við emm ekki eins gagnrýnin á text- ana,” segir Dóra. Hún og Magga Stína, sem leika á saxafón og fiðlu, hugsa sinn leik eins og dúett, að sögn Dóm. Söngurinn komi alltaf síðast á fæðingarferli hvers lags fyrir sig. Þau Siggi gítarleikari og Dóra segja hljómsveitina lengi að semja sín lög og Siggi segir hljómsveitina reyndar lata við að koma sér á æfingar. Þau em líka fiest orðin fjölskyldufólk og em sammála um að það breyti nokk- uð aðstæðum. „Það er ekki hægt að vera blankur í langan tíma þeg- ar maður er með bam,” segir Dóra. „Það verða að vera til aurar fyrir bamamat og pappírsbleyj- um,” segir Siggi, ábúðarfúllur. Eitt vinsælasta lag Risaeðl- unnar, „ívar Bongó”, minnir ó- neitanlega á bassaleikara syeitar- innar, ívar Ragnarsson. „Ég hef aldrei fengið það á hreint hver er poppplata, sögöu þau Siggi, ig Ivar um fyrstu breiöskífu Risa- „Frægö og steingervinga”. Kristinn. Mútur, frægö góðu lífi í lögunum þegar komið er inn í hljóðver? „Það er alltaf mikið Qör í stúdíóinu,” segir Dóra. „Við tök- um mikið upp læf og margar vit- leysumar fengu að gossa,” sagði Ivar. Þau sögðust fyrst hafa reynt að spila eftir taktmæli, en það hefði ekki gengið. Sveiflan skil- aði sér betur með því að taka lög- in sem mest upp eins og verið væri að spila á tónleikum. Hvað kostar frægðarlykillinn? Þegar Risaeðlan gaf út 12” plötu sína í fýrra, vom viðtökum- ar mjög góðar í bresku tónlistar- pressunni og NME kaus hana smáskífu vikunnar. Dreifingin á plötunni brást aftur á móti alger- lega og segja þau Siggi, Dóra og ívar um 400 eintök af plötunni vera týnd á lager One Litle Indi- an. I einum dómi um smáskífúna sagði eitthvað á þá leið að fyrir Risaeðluna væri það aðeins spuming um að setja lykilinn í skrána og frægðin blasti við. „Við erum ekki með lykilinn og finnum ekki skrána,” sagði Siggi, þegar blaðamaður rifjar þessi ummæli upp. „Kannski kostar lykillinn eitthvað og við eigum ekki fyrir honum. Kannski em líka tvennar dyr og við veljum vitlaust og kannski ákveðum við að fiytja upp í sveit og gerast bændur eða fara í viðskipta- fræði,” svarar Dóra eins og ann- ars hugar. ívar virðist ekki hafa mikið álit á bresku prcssunni því hann segir að ef breska tónlistarpressan fullyrði eitthvað, sé nærri ömggt að það sé alger della. Dóra virðist hafa hug á að breyla ímynd hljómsveitarinnar. „Við emm að reyna að koma á nýrri Bjögga Halldórs dellu,” steingervingar Risaeðlan gefur út plötu á Islandi, í Bandaríkjunum og Bretlandi Hér er Risaeðlan öll, ( efri röð frá vinstri em Siggi gltarieikari og Dóra saxa- fónleikari og söngkona, í neðri röð frá vinstri em Tvar bassaleikari, Magga Stina fiðluleikari og söngkona og Tóti trommari. Mynd: Remy Fenzy. ívar Bongó er, en held að þetta sé persónuleg árás á mig,” sagði Ivar. „En Dóra sagði hana og Möggu Stínu vera með það á hreinu hver ívar er. Það er síðan annað mál hvort hann vill gangast við því. Við emm að gera honum grikk með þessu.” Lög Risaeðlunnar verða öll til í samvinnu allra í hljómsveitinni. Það er alger undantekning ef ein- hver einn kemur með „frasa”, eins og Dóra orðar það, og segir: „Ég er með hugmynd”. Þær Dóra og Magga Stína em þó óneitan- lega mest áberandi á tónleikum hljómsveitarinnar fyrir sérstætt samspil þeirra á saxafón og fiðlu. Dóra segir að sjálfsagt skyggi það eitthvað á strákana en segir að þegar fólk hætti að horfa og byrji að hlusta, fái strákamir ömgglega verðskuldaða athygli. Þó Risaeðlan sé að gefa út sína fyrstu breiðskífu, er hljóm- sveitin ekki ný af nálinni. Risa- eðlan kom fyrst fram á tónleikum sem kölluðust „Litróf’ og vom haldnir í Zafarí árið 1984. Þá vom fjórir meðlimir í Risaeðlunni og trommuheilinn sá fimmti. Magga Stína bættist síðan í hópinn með fiðluna og í nóvember 1987 bætt- ist Tóti trommari í hópinn fyrir tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Magga Ömólfs yfir- gaf Risaeðluna síðan í maí 1988 og gekk til liðs við Sykurmolana. „Síðan höfum við verið fimm stórstimi,” sagði Siggi. Ivar sagði annars margar út- gáfur vera til af sögu hljómsveit- arinnar. En féllst síðan á það með Dóm og Sigga að þetta væri nýjasta, stysta og sjálfsagt þægi- legasta útgáfan. Risaeðlan er mjög fjörug á tónleikuin. Er ekki erfitt að halda segir hún hróðug og bendir á brotna framtönn. „Ég er nýbúin að bijóta hana og það verður þá merki um að við séum orðin fræg þegar litlir strákar fara að brjóta í sér framtönn, eins og lillar stelpur gerðu forðum vegna Bjögga,” segir hún og lítur út fýrir að vera nokkuð bjartsýn. Kannski að brotna tönnin hennar Dóm sé merki frá örlög- unum um frægð og frama Risa- eðlunnar, eða eigum við að segja Frægð og steingervinga? Kafii- bollamir em tæmdir og litli snáð- inn hennar Dóm kallar á athygli mömmu sinnar. Á leiðinni út af Hótel Borg spyr ég hver kosti ferð Risaeðlunnar til Bandarikjanna. „Við gemm það sjálf, þetta kostar um eina milljón,” segir Dóra sallaróleg. „Þess vegna höldum við svona marga tón- leika, til að fá upp í kostnaðinn. Við vonum að fólk sjái aumur á okkur og kaupi plöluna þegar við ráðumst á það á kaffihúsum til að selja því plötuna,” segir hún og hverfur út um vinduhurðina á Borginni með snáð .nn í fanginu. -hmp Föstudagur 29. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.