Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 16
Barist á götum Rimini. Fimmtíu manns á slysadeild sjúkrahússins, þar af ein sjötug kona meö axlarbrot. Bílar eyði- lagðir, búðargluggar brotnir, hótelherbergi lögð í rúst, sól- bekkir og sólhlífar á ströndinni eyðilögð og veitingastofan Rose & Crown lögð í rúst. Þetta gerðist hér i nágrenni Porto Verde í kjölfar sigurs ltalíu yfir Uruguay í fyrrakvöld. Atökin stóðu á milli breskra hooligana annars vegar ög ítalskra fótbolta- æringja hins vegar. Með virkri þátttöku lögreglunnar, sem beitti kylfum og táragasi. Meðal hinna. særðu voru 6 lögregluþjónar og sex Bretar. Atökin höfust eftir að fagnaðarlætin brutust út meðal " Itála vegna’ sigursins yfir Orugu- ay: bílar, óku um götumaf hlaðnir fagnandi fótboltaæringjum, sem veifuðu fánum, þcyttu bílflautur og lúöra og höföu hátt. Það þurfti ekki nema nokkur ögrandi við- brögð gagnvart Bretunum sem voru fyrir utan veitingastaðinn Rose & Crown og skyndilega flugu bjórglös og aðrir lausir munir yfir vegfarendur. Eflir þetta fór allt úr böndunum og strandgatan var logandi í óeirð- um. Verst var ástandið á Rose & Crown, þar sem lögreglan beitti táragasi. Lögreglan handtók 239 Breta, sem hafðir voru í haldi um Mondiali 90 nóttina og sendir heim í gærdag með sérstakri herflugvél í fylgd 60 lögregluþjóna. Þeir misstu af sigurleik Englands yfir Belgíu í gærkvöldi. Hatur á Bretum „Þeir meðhöndluðu okkur cins og kvikfénað,” sagði breskur kunningi fréttaritara, sem staddur var á Rose & Crown umrætt kvöld. Hann er starfsmaður breskrar ferðaskrifstofu, og sann- arlega enginn ofbeldisseggur. En hann var bitur út í itölsku lögrcgl- una, og sagði að víðbrögð hennar hefðu einkcnnst af ótta: hún hcfði tekið sér stöðu með ítölsku ær- ingjunum gegn þeim bresku í stað þess að skilja fylkingarnar að. Og hann var bitur út í fjölmiðlana, einkum staðarblöðin hér á strönd- inni, sem voru uppfull af rasisma gagnvart Bretum. Þar vantar hcldur ekki lýsingaroröin, þcgar fjallað er um „hina nýju barbara”: þeir eru illa klæddir og oflast ber- ir að ofan, þaktir ófrýnilegu húð- flúri, illa lyktandi með svitastork- inn hárlubba, og hring í eyrum. Það fer ekkert á milli máia, að þótt lýsingar af þcssu tagi kunni að eiga við nokkra cinstaklinga sem gista ströndina um þessar mundir, þá veróur hún að rasisma þegar hún er notuð sem alhæfing. Grátur og gnístran tanna Það verður einnig Ijósara með hverjum deginum sem líður af þessu margumQallaða heims- mcistaramóti, að knattspyma er fáum til gleði. Islenskir ferða- menn hér á ströndinni, sem fóru til Torino um síðustu hclgi til þess aö sjá leikinn á milli Brasilíu og Argentínu sögðu að átakanlegt hefði verið að sjá örvæntinguna sem greip brasilíönsku áhorfend- uma eftir ósigurinn: grátur og gnístran tanna. I Qölmiðlunum eru leikmenn og þjálfarar Brasil- íu, sem fyrir fáum dögum þóttu sigurstranglegar hetjur, dregnir niður í svaðið eins og ótíndir af- brotamcnn. Og sögusagnir eru komnar á kreik um bylgju sjálfs- víga í Brasilíu, þar sem kamival- stemmningin langþráða breyttist í þjóðarsorg. Sænsku leikmennimir yfir- gáfu Ítalíu á dögunum með leynd og skömm, og á. milli hollensku knattspymusnillinganna ganga nú gagnkvæmar ásakanir og iðmnar- yfirlýsignar í Qölmiðlum. Það er með ólíkindum að lesa umQöllun Qölmiðla um þetta mót, sem sum- ir héldu að væri bara Saklaus leik- ur að bolta. Af þcssari umQöllun má ráða, að heimsmeistaramótið gcngur ekki út á lcikinn um bolt- ann, heldur um eins konar baráltu á milli góðs og ills, þar sem hctjur vcrða að skúrkum og skúrkar að hetjum á cinu augabragði. Þetta tckur síðan á sig óhugnanlega mynd rasisma og ómenningar eins og sjá má á leikvöngunum, þar scm ljólar lýsingar á breskum eða þýskum fólboltaæringjum cru heimfærðar upp á heilar þjóðir. Gagnrýnin kæfð í sigurvímu Knattspyrnuæðið verður líka til þess að svipta menn allri dóm- greind. Þannig hefur sigurganga Ítalíu til þessa kæft allar gagnrýn- israddir um framkvæmd mótsins og þann gífurlega kostnað sem það hefur haft í for með sér. Þótt bersýnilegt sé, að mikilvægir áætlaðir tekjuliðir hafi brugðist og að allt umstangið hafi til dæm- is bitnað harkalega á ferðamanna- þjónustunni þvert ofan í allar spár, þá er varia á það minnst cnn- þá, nema af einstaka sérvitring- um. Hvað þá að spumingar séu settar fram um það hvort þeim tíu þúsund miljörðum líra (500 milj- örðum kr.) sem varið var til undir- búnings og framkvæmdar móts- ins, hafi verið skynsamlega varið. Það blasir hins vegar við, að hér var margt unnið af fyrirhyggju- leysi í anda þeirrar átaksstemmn- ingar, sem vel er þekkt heima á Islandi. Ymsar framkvæmdir, sem kannski voru löngu tímabær- ar voru framkvæmdar á 2-3 árum með þeim framkvæmdahraða sem gengur þyert á alla hagsýni og fyrirhyggju. Hinar sérstöku aðstæður gera það að verkum að ekki þarf að halda utan um bók- haldið, og verktakar og umboðs- aðilar maka krókinn. Atök í flug- stöðvarbyggingum og ráðhús- byggingum á Islandi verða létt- væg í samanburði við það sem- hér hefur gerst. En það skiptir ekki máli á meðan lánið leikur við ítalska liðið. Séð frá ítölsku sjón- arhomi getur þetta ekki endað nema með skelfingu, hvemig sem mótinu annars Iyktar. Sú eftir- vænting sem búið er að magna upp margfaldast við hvem sigur úr þessu. Vinni ítalska liðið alla lcikina og verði heimsmeistari vcrður endanlega strikað yfir alla reikninga og alla dómgreind og liðsmcnn landsliðsins settir á þann goðastall, sem engum manni er hollur, og hrifningaræð- ið mun auðveldlega breytast í þann hroka sem lítillækkar hvem mann. Verði einhverjum liðs- manni á mistök, sem kosta mun ósigur í mótinu, þá má búast við opinberri aftöku og timburmönn- um hliðstæðum þeim sem Brasil- íumcnn ganga nú í gegnum. Geð- sveifiur af þessu tagi, sem heltaka heilar þjóðir, eru í rauninni hætlu- leg ógnun við alla mannlega skynsemi. Knattspyman sem íþrótt skiptir ekki máli í þessu sambandi, enda hefur það sýnt sig í mótinu til þessa að hér er það mest hending sem ræður úrslit- um. Þegar leikurinn um boltann snýst upp í baráttu góðs og ills endar hann einungis með skelf- ingu. Eftir að keppni lýkur á HM um næstu helgi veröur grassvörðurinn á þessum glæsilega velli í Róm seldur hæstbjóðendum, torfu fyrir torfu. Hægt verður að kaupa torfumar í fermetratali og væri kannski ekki úr vegi fyrir stjómendur Laugardalsvallar að ná sér í nokkra fermetra og athuga hvort þeir nægi til að koma vellinum í það horf sem sæmir helsta knattspymuvelli þjóðarinnar. Grasþökur til sölu En þótt heimsmeistaramótið í knattspymu verði þannig til þess að svipta heilar þjóðir dóm- greindinni, þá em alltaf til ein- staklingar sem kunna að notfæra sér ástandið. Dæmi um sjálfs- bjargarviðleitni af þess tagi er ekki síst að finna í þeirri miklu sölumennsku sem fylgir mótinu. Meðal þess sem útsjónarsamir uppfinningamenn hafa framleitt fyrir mótið em þrýstiloftskútar með lúðri til þess að frámleiða há- vaða. Kútar þessir em nú seldir víða á götuhornum og taldir ó- missandi af fótboltaæringjum. Þessir nútíma hrossabrestir voru seldir í stómm stíl fyrir utan í- þróttaleikvanginn í Torinó um síðustu helgi. Eigendur fengu þó ekki að halda þeim lengi, því þeir vom gerðir upptækir við inngang- inn. Þar mynduðust Qallháir haugar af þessari snjöllu uppfinn- ingu, sem síðan mátti endurselja fyrir næsta leik. Og að síðustu þetta: Þótt spár glaðbeittra ferða- málafrömuða um komu 600 þús- und ferðamanna frá Bandaríkjun- um og Japan til Rómar í tilefni mótsins hafi algerlega brugðist, og Qöldi ferðamanna sé nú þar undir meðaltali, þá hafa forstöðu- menn heimsmeistaramótsins ekki dáið ráðalausir: hinn heilagi gras- völlur Olympíuleikvangsins, sem vökvaður hefur verið með svita, blóði og támm knattspymuguð- anna síðustu vikumar, verður til sölu eftir mótið. Hægt verður að kaupa torfur af grasinu í fermetra- tali á því markaðsverði sem hæfir heilögum sverði, og er eftirspum- in sögð langt umfram framboð. 27. júní Frá Ólafi Gíslasyni fréttarítara Þjóðviljans í Porto Verde 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.