Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 17
Bob Dylan í Laugardalshöll - Bubbi Morthens hafði það erfiða hlutverk að hita upp, en bar svo mikla virðingu fyrir stjörnunni aö manni fannst
stóð þó fyrir sínu, þrátt fyrir óstýriláta strengi (gítarnum. Ljósmyndina tók Páll Stefánsson.
Sumir fúlir, aðrir glaðir,
hann halda aftur af sér - Bubbi
Þá er að baki hér á skeri kons-
ertinn með frægasta rokkskáldi
allra tíma. Konsertinn sem fyrir-
fram var næstum dauðadæmdur
vegna meints fúllyndis goðsins
mikla... eins og menn vildu slá á
hrikalega eftirvæntingu sína,
með því að vera við hinu versta
búnir, til að verða nú ekki fyrir
vonbrigðum - því að þrátt fyrir
allt vita víst alhörðustu Dylan-
aðdáendur að ekki er fyrir jarð-
neska veru að standa undir þeim
átrúnaði sem Bob hinn ungi skóp
sér fyrir um aldarfjórðungi þegar
hann söng ógnandi The times
they are a-changin', ásakandi
Masters of war og spámannslega
A hard rain's gonna fall. Það er
nefnilega svo að fyrir 68-
kynslóðinni var Bob Dylan núm-
ereittreitt,ungtþjóðfélagsskáld,
sem flutti sín Ijóð á þann smarta
hátt að kyrja þau við kassagítar-
undirleik. Síðan hallaðist hann
að rokkinu og á fimmtu plötunni
sinni, Bringing it all back home,
flutti hann helminginn af lögun-
um með rokkhljómsveit. Þetta
var 1965, tveim árum eftir að
hann hafði einn síns liðs slegið í
gegn á Newport þjóðlagahátíð-
inni. Hann kom fram á þessari
sömu hátíð með rokkhljómsveit,
The Paul Butterfield Blues
Band, í júlí 1965, og mætti þá
bauli og púi hneykslaðra
áheyrenda, sem vildu fá sinn rót-
tæka ljóðasöng með friðsælum
gítarslætti. Tuttugu og fimm
árum síðar í Laugardalshöllinni á
íslandi held ég að sumum hafi
verið svipað innanbrjósts og gest-
um á Newport hátíðinni þarna í
denn, nema hvað maður fer ekki
að púa á mann sem er búinn að
verá í guðatölu í aldarfjórðung,
jafnvel þótt hann bjóði upp á
óheflað rokkband sem sker innan
hlustir manns... hann á nú virð-
ingu skilda fyrir gamla daga.
Enda kom líka ágætis kassagít-
arkafli á eftir rokkaða upphafinu,
sem hófst á Subterranean homes-
ick blues, sem er fínt rokklag-en
það verður að segjast eins og er,
að sándið var vont fyrsta raf-
magnaða kaflann - eins og ekki
hefði verið búið að prufukeyra
það í tónlistaróvinveittu húsinu.
Gítarar voru yfirgnæfandi, og
söngurinn, sem allir komu til að
heyra, of lágvær. Eftir þessa
bröttu byrjun var huggulegt að
heyra gömlu uppáhalds Dylan-
lögin úr kassagíturum, kontra-
bassa og nefmæltum barka
meistarans... sem reyndar fór á
stundum nokkuð óreglulega með
textann miðað við hrynjandi
laga, þannig að vart var fyrir
nema vana bakraddasöngvara að
syngja með honum - enda var
lítið samband á milli sviðs og sal-
ar. Fólk klappaði að vísu vel fyrir
hverju lagi, en þarna upplifði ég í
fyrsta skipti að klapp fengi ekki
að njóta sín... hitt er oftar á slík-
um samkundum að manni finnist
fólk heldur langdregið í fagnað-
arlátunum.
Þeir Bob og félagar hans þrír
(gítarleikari, trommari og bassa-
leikari) keyrðu sem sagt pró-
grammið í gegn þannig að varla
slitnaði tónninn á milli laganna -
ekkert gauf á sviðinu eins og er
kannske regla fremur en undan-
tekning hérlendis. Og lagalistinn
var meiriháttar á mælikvarða 68-
kynslóðarinnar - mestan part
þekkt lög frá 7. áratugnum og
bara 3 lög af nýju plötunni. Sem.
sagt draumaprógram, en margt
flutt öðruvísi en á stúdíóplöt-
unum - en Dylan er reyndar fræg-
ur fyrir að bregða sífellt af frá
upphaflegum útsetningum,
þannig að slíkt ætti ekki að vera
fréttnæmt. Sama er að segja um
framkomu mannsins sjálfs - ég
skil í raun ekki allt þetta tal um
hans „meinta" fúllyndi - hefur
það ekki verið alkunna allt frá
fyrstu skrefum Dylans á leið til
sinnar ómannlegu frægðar, að
maðurinn er mannafælið
meinhorn, og hefur aldrei verið
þekktur fyrir huggulegt stofu-
spjall, nema þá kannske í eigin
hýbýlum?
Undirrituð er svo heppin að
hafa aldrei hrifist af Dylan sem
persónu, en ég viðurkenni að
hafa grátið baráttutárum með
sumum lögum hans, reyndar ófá-
um... þannig að ég skemmti mér
bara ágætlega og stundum rúm-
lega það við söng og misþægi-
legan leik þeirra félaga á mið-
vikudagskvöldið - hafði reyndar
líka gaman af síðari rokkköflu-
num.
Ég er þó viss um að ég og allir
hinir hefðu fengið meira út úr
komu þessa óviðjafnanlega
manns við aðrar kringumstæður-
hvernig á fólk að „ffla" sig á
hörku-rokktónleikum sitjandi á
stólum í löngum röðum í kol-
svörtum geymi (allir gluggar
Hallarinnar byrgðir og vond lýs-
ing á sviði).
En við höfum ekki í annað
betra hús að venda, og ég vexð
bara að segja, að ég er ánægð yfir
að Dylan kom þótt fáir hafi séð
framan í hann og hann ekki sigr-
að, ef marka má mál nokkurra
heldur vonsvikinna 68-kynslóðar
manna sem ég hef hitt. En þrátt
fyrir misjafnt álit manna á
frammistöðu Dylans í Laugar-
dalshöll held ég að við verðum
áfram að muna og meta að Dylan
kveikti í þessari margumræddu
kynslóð baráttuneista, sem hefur
að vísu orðið að mismiklu báli £
hverjum og einum... en tíðarand-
inn er líka annar nú og við sem
urðum þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera ung á breytingartímum 7.
áratugarins verðum að telja það
ómögulegt að verða fyrir sömu
hughrifum nú og þá - við höfum
of mörg ofþreyst á hugsjónasvið-
inu og getum ekki ætlast til að
Bob komi okkur aftur þar til
bjargar. En það er gott til þess að
vita, að enn er Bob ekki þurraus-
inn þar sem hann hefur alltaf ver-
ið sterkastur - á plötum, þar sem
maður getur pælt í textunum og
fílað sig heima hjá sér með sína
gömlu hetju fyrir hugskots-
sjónum 7. áratugarins. Hann
lengi lifi.
Föstudagur 29. júní 1990 NÝTT HELGARBLAD - SÍÐA 17