Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 25
LAUGARÁSBÍÓ Allltaf (Always) Leikstjóri: Steven Spielberg Handrit: Jerry Belson Kvikmyndataka: Mikael Salomon Aðalleikarar: Richard Dreyfuss, Holly Hunter, John Goodman 1944 var gerð mynd með Spencer Tracy í aðalhlutverki sem hét „ A guy named Joe“. Hún var um flugmann í stríðinu sem deyr en kemur aftur (sem draugur) til að hjálpa kærustunni sinni að ná í nýjan mann. Konur voru jú alltaf að missa mennina sína á þessum tímum og það var eflaust huggun fyrir sumar að geta ímyndað sér dána kærasta í draugalíki þegar allt var á bömm- er. Spielberg hefur sagt að þetta sé ein af hans uppáhaldsmyndum og hann hafi alltaf langað til að endurgera hana. og hann lætur ekki sitja við orðin tóm. Alltaf gerist samt ekki í stríðinu heldur í nútímanum. Dreyfuss leikur glæfralegan flugmann sem slekkur skógarelda einhversstað- ar í Bandaríkjunum og deyr með bros á vör í miðjum eldsvoða. Þetta er alveg sérstaklega sorg- legt af því hann var búinn að lofa konu sinni (Holly Hunter) og vini (John Goodman - maðurinn Einum of hennar Roseanne) að hætta að slökkva elda og fara að kenna það í staðinn. Dreyfuss fær held- ur ekki að vera dáinn í friði. Audrey Hepburn, sem er engill í hvítum trimmgalla, sendir hann (sem draug) aftur til jarðar til að kenna ungum flugmanni (Brad Johnson) að fljúga. Ungi flug- maðurinn kynnist ekkjunni og Dreyfuss þarf að leiðbeina hon- um við fleira en flugið áður en yfir lýkur. Að ásaka Spielberg um væmni væri eins og að ásaka Spaugstof- una um að vera fyndnir. Myndin þrýstir á tárakirtlana frá byrjun til enda og hún er rúmlega tveggja tíma löng. Bara þessi sí- fellda endurtekning á gamla Platterslaginu, Smoke gets in your eyes, er nóg til að kreista fram nokkur tár. Spielberg er náttúrlega reyndastur í að gera spennu- myndir á borð við Indiana Jones og þar standa honum fáir á sporði, og mér fannst flugsatriðin í Alltaf bera af, því þar er hann að gera nokkuð sem hann kann mjög vel. En afgangurinn af myndinni er eiginlega... einum of! Einum of margar nærmyndir af tárvotum andlitum osfrv. Þó er seinni hlutinn að mörgu leyti skárri en fyrri hlutinn, Dreyfuss sem draugur er meira sannfærandi en Dreyfuss í hlut- verki hins glannalega flugmanns (það er svona týpískt John Wa- yne hlutverk). Hunter og Good- man eru væmin og fyndin í bland, en mér finnst að það hefði mátt blanda öðruvísi, þ.e. leggja meiri áherslu á fyndnina. Myndataka, tónlist og öll tæknileg atriði eru náttúrlega óaðfinnanleg. Spielberg er alveg einstakur handverksmaður. Spurningin er hvort hann er lista- maður líka. TJALDIÐ HÁSKÓLABÍÓ Vinstri fóturinn**** (My left foot) Algjörlega yndisleg mynd sem maöur get- ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar óður til líkamshluta. Daniel Day Lewis sýnir fyrir manni í hlutverki Christy Brown að vinstri fótur er allt sem maður þarf til að vera sjarmerandi og sexý. SIF Shirley Valentine*.** Pauline Collins fer á kostum sem Shirley Valentine (Þetta er klisja en það er alveg satt). Shirley er kona sem talar við eldhús- vegginn sinn, af því allir aðrir í kringum hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún líka við stein en hann skilur hana ekki af því hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd um konu sem er dálítið galin og skammast sín ekkert fyrir það. SIF Cinema Paradiso*.*** (Paradísarbíóið) Það er I rauninni fáránlegt að vera að gefa svona mynd stjörnur, því hún er langt yfir alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að- eins gerð einu sinni og þessvegna má eng- inn sem hefur hið minnsta gaman af kvik- myndum missa af henni. SIF Siðanefnd lögreglunnar .641/2 (Internal affairs) Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia sem fá þessar stjörnur. Þeir eru báðir góð- ir, allt of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er mengað af kvenfyrirlitningu. SIF Látum'ða flakka** (Let it ride) Þægileg gamanmynd með hnittnum til- svörum og góðum leik hjá aðalleikurunum, Dreyfuss og Garr. BÍÓBORGIN Kynlíf, lygi og myndbönd**** (Sex, lies and videotape) Þetta er óvenjuleg mynd um venjulegt fólk sem talar saman og sefur saman sitt á hvað. Það er ógerlegt að útskýra hvað það er sem gerir það að verkum að maður vill ekki fara heim þegar myndin er búin. En svoleiðis er það nú samt. Drífið ykkur. SIF STJÖRNUBÍÓ Stálblóm*** (Steel magnolias) Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman- mynd allra tíma" eins og stendur í auglýs- ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg mynd um líf sex vinkvenna í smábæ. En lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo aö þið skuluð taka einn vasaklút með. SIF LAUGARÁSBÍÓ Hjartaskipti*1/^ (Heart Condition) Ósköp slappur tryllir með Bob Hoskins I hlutverki lögreglumanns sem fær hjarta úr svertingja (sem hann hatar) þegar hans hættir að virka. Nokkrir góðir brandarar gera myndina ekki þess verða að sjá hana og manni dettur helst í hug að Hoskins sé þarna vegna einhverra mistaka. SIF Ekið með Daisy**** (Driving miss Daisy) Þetta er afar ótípísk Óskarsverðlauna- mynd, aðeins tveir aðalleikarar og þeir báðir komnir yfir sextugt. Þetta er hlý og manneskjuleg mynd sem fjallar um vináttu og kynþáttafordóma og það að eldast i rólegheitum. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, í samráði við íþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttasamband íslands halda íþróttadag Reykjavíkur 30. júní n.k. Ákveðið er að halda daginn í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ, en hún stendur yfir frá 28. júní - 1. júlí. Það sem boðið verður uppá verður m.a.: I VESTUBÆJARLAUG, LAUGARDALSLAUG, SUNDHÖLLINNI og BREIÐHOLTS- LAUG verður opið frá kl. 7.30-17.30. Enginn aðgangseyrir er og jafnframt leiðsögn í SKOKKI og SUNDI. BARNALEIKTÆKI eru við Laugardalslaug frá kl. 13 -17. í öllum laugunum verða flotleikföng fyrir börn. HJÓLABRETTAPALLAR verða við Seljaskóla, Ársel og Grandaskóla. ( NAUTHÓLSVÍK verður almenningi boðin afnot af bátum siglingaklúbbsins ásamt leið- sögn frá kl. 13-17. ETENNISVELLIR VÍKINGS og við GERVI- GRASVÖLLINN í LAUGARDAL verða opnir almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-16. Leiðsögn í grunnatriðum tennisíþróttarinnar verður á sama tíma. KEILUSALURINN í ÖSKJUHLÍÐ verður með kennslu fyrir byrjendur frá kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis. GÖNGUFERÐ UM VIÐEY. Skipulagðar verða gönguferðir um Viðey, frá kl. 13-17, með vönum fararstjórum. Ferðir til og frá Viðey verða ókeypis. GOLFVÖLLURINN VIÐ KORPÚLFSSTAÐI verður opinn almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-17. Leiðsögn fyrir byrjendur verður á staðnum. SEGLBRETTI Á sama tíma verður boðin ókeypis kennsla í siglingu á SEGLBRETTUM sem lánuð eru á staðnum. Eins og sést á dagskránni er einkum lögð áhersla á fjölskylduíþróttir, enda verður mjög viðamikil íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga, á sama tíma á vegum ÍSÍ. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.