Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 28
Enn vegur Tanner að svissneskri þjóðarsál
Svarti sauðurinn í svissneskri kvikmyndagerð kominn á kreik eina ferðina enn
í nýrri kvikmynd, „Konan á
Rósahæö" (La femme de Rose
Hil) heldur svissneski kvikmynd-
ageröarmaöurinn Allain Tanner,
sem íslenskum kvikmyndaá-
hugamönnum hefur talsvert ver-
ið kynntur, uppteknum hætti og
heggur eina ferðina enn nærri
smásálarskap landa sinna. Líkt
og í fyrri myndum gerir Tanner að
yrkisefni stöðu fólks sem ér utan-
garðs í samfélaginu vegna þess
að það lendir einhverra hluta
vegna upp á kant við þann af-
markaða ramma sem almenn-
ingsálitið setur því.
í „Konunni frá Rósahæð" segir
frá ungri stúlku, Júlíu sem er frá
eyju í Indlandshafi og komin er til
Sviss til að giftast svissneskum
bónda, Marcel að nafni. Marcel,
sem er lítt veraldarvandur og
forpokaður piparkarl, hafði
fastnað sér stúlkuna í gegnum
„vörulista“ hjónabandsmiðlun-
ar. Einn kaldan febrúardag er hin
væntanlega brúður komin til
framandi lands, gegnköld klædd
þunnum regnfrakka, umkomu-
laus og óumræðanlega svört á
hörund.
Eftir viku kynni ganga skötu-
hjúin í það heilaga, en hjóna-
bandssælan endist skammt.
Væntingar þeirra hvors til annars
eru af ólíkum toga. Bóndinn gerir
þær kröfur til eiginkonunnar að
hún gangi möglunarlaust í bú-
verkin með honum, en hún hafði
lifað í þeirri von að sér byðist ást-
ríkur eiginmaður.
Við fyrsta tækifæri sem býðst,
hleypur stúlkán til sonar helsta
atvinnurekandans í næsta þorpi, í
þeirri von að losna úr viðjum
bóndans. Þar með er fjandinn
laus og sögupersónum eru búin
örlög sem þau fá ekki ráðið við.
Allain Tanner segir að hann
hafi fengið hugmyndina að efni
myndarinnar þegar hann rakst
eitt sin á svarta stúlku í smáþorpi í
Ást í kulda og trekki: Júlía, sem leikin er af Marie Gaydu, komin til
framandi lands, umkomulaus og svört á hörund. Úr nýrri mynd Alain
Tanners.
Sviss. Tanner neitar því þó að
myndin fjalli eingöngu um kyn-
þáttahyggju, andstæðurnar svart
og hvítt, dyggð og löst. Þeim sem
koma frá eylöndum og hafa alist
upp við sjávarsíðuna er hætt við,
segir Tanner, að finnast að þeim
þrengt f jafn innilokuðu landi og
Sviss er.
Fullsnemmt er að segja til um
það hvaða dóm landar Tanners,
Svisslendingar, eiga eftir að
kveða upp um myndina og efni
hennar. Ef að líkum lætur kemur
myndin við kaunin á svissnesku
smásálinni, sem er svo oft ein-
kennandi fyrir smáríki sem þrá
það heitast að hljóta viðurkenn-
ingu í samfélagi stórþjóða.
Og nú er bara að bíða og sjá til
hvort nafni Tanners verði haldið
hátt á lofti á næsta ári, en þá
minnast Svisslendingar þess að
700 ár eru liðin frá því að grunn-
urinn var lagður að sambandi
hinna svissnesku kantóna. Án efa
munu Svisslendingar láta
heimsbyggðina vita af því að
andans jöfrar á borð við Rousse-
au, Zwingli, Calvin og Pestalozzi
voru frá Sviss. En vafamál er
hvort nafn Tanners verði þar á
meðal European/-rk
Poppstjama á forsetastóli
Zambíuforseti fetar áður ókunna stigu
Kenneth Kaunda, forseti
Zambíu, er ekki við eina fjölina
felldur. Karlinn sem kominn er
hátt á sjötugsaldur, söng nýlega
inn á sína fyrstu hljómpötu.
Platan sem er 12 tommur og
nefnist Andi Zambíu, hefur m.a.
að geyma eitt frumsamið lag eftir
hinn eldfjöruga forseta. Lagið
sem hann kvu hafa mikið dálæti á
og syngur oft í mannfögnuðum,
var á sínum tíma einkennissöng-
ur sjálfstæðissinna í landi þar. Ut-
lagt upp á íslensku, hljómar heiti
lagsins kunnuglega í eyrum: „Slá
þú hjartans hörpustrengi".
Útgáfa hljómplötunnar er lið-
ur í söfnunarátaki til styrktar
uppbyggingu á íþróttaaðstöðu
fyrir fatlaða í höfuðborg Zambíu,
Lusaka.
Söfnuninni var ýtt úr vör með
heilmiklum hljómleikum sem
haldnir voru í Lusaka. Á meðal
þeirra sem þar komu fram var
forsetinn og menningarmálaráð-
herra Zambíu, Lazarus Tembo.
Peir félagar léku þar og sungu
fyrir eina 50.000 áhorfendur.
Þess má að lokum geta fyrir
popptónlistaráhugamenn að
hljómplata Kaunda er nú komin í
alþjóðlega dreifingu og ætti
mönnum fljótlega ekki að verða
neitt að vanbúnaði við að huga að
plötunni í næstu hljómplötuversl-
un. South/-rk
Kaunda Zambíuforseti slær á
létta eða öllu heldur rétta
strengi á tónleikum.
Nýjung!
BONDABRIE
lítill ostur með sterk áhrif
MUNDU EFTIR OSTINUM