Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 11
Þrjú ný Lærdómsrit Út eru komin þrjú ný Lærdóms- rit frá Bókmenntafélaginu. Fyrst má nefna Sögu tímanseftir Step- hen W. Hawking. Þýðandi er Guðmundur Arnlaugsson fyrrum rektor og henni fylgir inngangur eftir Lárus Thorlacius eðlis- fræðing. Annað ritið er Mann- gerðir eftir Þeófrastos. Þýðandi er Gottskálk Þór Jensson B.A. og ritar hann jafnframt inngang og skýringar. Loks er það Lol heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam í þýðingu Þrastar Ás- mundssonar og Arthúrs Björ- gvins Bollasonar sem einnig ritar inngang. Með útkomu þessara rita eru Lærdómsrit Bók- menntafélagsins orðin 26 að tölu, en útgáfa þeirra hófst árið 1970. Saga tímans Höfundur Sögu tímans, Step- hen Hawking, hefur á undan- förnum árum leitt rannsóknir í heimsfræði við Cambridgehá- skóla. Rannsóknir hans hafa meðal annars beinst að upphafi alheims í miklahvelli og endalok- um stjarna þegar þær hrynja undan eigin þyngd í svokölluð svarthol. í Sögu tímans leitar hanr kenn- ingar sem gæti fellt saman atstæð- iskenninguna og skammtafræð- ina sem lýsir hegðun öreinda. Hann útlistar skilmerkilega helstu atriði þessara tveggja höfuðkenninga í eðlisfræði tutt- ugustu aldar og skýrir hvers vegna þær eru ósamrýmanlegar nema gerðar séu . ákveðnar breytingar á þeim. Tilgátur Hawkings fela í sér að tíminn eigi sér takmörk og stærð alheimsins sé endanleg. Tímarúmið telur hann að myndi samfellu sem eru takmörkuð að stærð svipað og yfirborð jarðar, sem er endanlegt að flatarmáli en á sér þó enga jaðra. Manngerðir Þeófrastos (um 372-287 f.Kr.) var grískur heimspekingur sem stundaði nám í Akademíu Plat- óns og var handgenginn Aristóte- lesi. Fátt eitt hefur varðveist af ritum Þeófrastosar. Mann- gerðirer lýsing á þrjátíu mismun- andi „sérkennum í siðum manna“ sem ekki geta talist til fyrirmynd- ar. í örstuttum greinum er útlist- að hvað einkennir ólíkindatólið, smjaðrarann, blaðrarann, óþokkann, dindilmennið, smásá- lina og svo framvegis. Þessi bók Þeófrajtosar varðveittist með ' ævintýra- legum hætti fram á seinni aldir og naut slíkra vinsælda á 17. og 18. öld að upp spratt bók- menntastefna í Englandi og Fra- kklandi þar sem menn reyndu að lýsa manngerðum í stíl Þeófra- stosar. Lof heimskunnar Erasmus frá Rottérdam (1469- 1536) var einn merkasti fræði- maður á sinni tíð. Lof heimskúnnar er skopá- deila þar sem heimskan kveður sér hljóðs og rekur hvernig mennirnir og jafnvel guðirnir megi þakka henni allt það sem einhvers er virði. Hún rekur skil- merkilega hvernig hún birtist á öllum sviðum mannlífsins og út- málar hlutskipti heimskingjanna sem hið vænsta hnoss en líf vitr- ingannasempíslargöngu. f>ess má geta að árið 1988 kom út Lær- dómsritið Lof lyginnar eftir Þor- leif Halldórsson sem var samin í upphafi 18. aldar undir áhrifum frá bók Erasmusar. Lesendur gætu haft gaman af að kynna sér þessar ádeilur saman. Erasmus frá Rotterdam við skrifpúltið. Helgarveðrið 0 ’ 12o 0 15 % 16° 0 18° 0 Veðrið á laugardag og sunnudag: Fremur hæg NV-átt. Þokusúld vlö norðurströndina, en þurrt og víða léttskýjað annars staðar. Svalt veður norðan- og norðvestanlands, en sæmilega hlýtt að deginum um sunnan og suðaustanvert landið. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS p*> “ o III I1.FL.B1985 w 10°, Hinn 10. júlí 1990 er ellefti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteinaríkissjóðsmeðvaxtamiðum í 1.A.B.1985. Gegnframvísun vaxtamiðanr. 11 verðurfráog með 10.júlí nk. greittsem hérsegir: 14°0 Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 476,45 Vaxtamiði með 10.000,-kr. skírteini kr. 952,90 Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini kr. 9.529,50 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. janúar 1990 til 10. júlí 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2905 hinn 1. júlí 1990. Athygli skal vakin á því að inniausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 11 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1990. Reykjavík, 29. júní 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS 9 / /19 Í9 Ódýr hádegismatur alla virka daga frá kl. 12—2. 1. Hamborgari dagsins m/frönskum og salati kr. 540 2. Samloka dagsins m/frönskum og salati kr. 445 3. Kjötréttur kr. 630 4. Fiskréttur kr. 630 Súpa fylgir. Elskum alla þjónum öllum s. 689888 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS Í1.FLB1986 Hinn 10. júlí 1990 erníundifastigjalddagivaxtamiðaverðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegnframvísun vaxtamiða nr. 9 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hérsegir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 4.259,55 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. janúar 1990 til 10. júlí 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2905 hinn Ljúlí nk. Athygli skai vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 9 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefsthinn 10.júlí 1990. Reykjavík, 29. júní 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.