Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 26
Hvað á að gera um helgina?
MYNDLISTIN
Árbæjarsafn, opiö alla daga nema
má kl. 10-18. Prentminjasýning í Mið-
húsi, kaffi í Dillonshúsi og Krambúö.
Djúpið, kjallara Hornsins, Sigríður
Ólafsdóttir opnar sýningu á lau kl. 16.
Opið alla daga frá kl. 11.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Guð-
björg Hjartardóttir, málverk, opið alla
daga kl. 14-18, til 10.7.
Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu-
múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og
olíumyndir, keramikverk og módel-
skartgripir, opið lau 10-14.
Hafnarborg, Toshikatsu Endoopnar
sýningu á lau kl. 14, opið alla daga
nema þri kl. 14-19, til 22.7.
Kjarvalsstaðlr, islensk höggmynda-
list 1900-1950 Opið daglega frá kl.
11-18. Til 8.7.
Listasafn Einars Jónssonar opið
alla daga nema má 13.30-16, högg-
myndagarðurinn alla daga 11-17.
Listasafn ASÍ, sýn. Grafíklist frá
Frakklandi. Opin virka daga kl. 16-19
og um helgar kl. 14-19, má lokað. Til
1.7.
Listasafn íslands, André Masson
1896-1987, opið um helgarkl. 12-22,
virka daga kl. 12-18. Til 15.7.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns.
Opið lau og su kl. 14-18, má, þri, mi
og fi kl. 20-22.
Menntamálaráðuneytið, Daníel
Magnússon sýnir fígúratívar og ge-
ómetrískar lágmyndir.
Minjasafn Akureyrar, Landnám í
Eyjafirði heiti sýningar sem opnar á
su. Opið daglega kl. 13:30-17, tll
15.9.1 Laxdalshúsi Ijósmyndasýning-
in Akureyri, opið daglega kl. 15-17.
Minjasafn Rafmagnsveitunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su
14-16.
Norræna húsið, kjallari og anddyri: á
lau kl. 15 opnuð sýning á verkum
Snorra Arinbjarnar. Opin 14-19 dag-
lega, til 26.8.
Reykholt, M-hátíð í Borgarfirði, opn-
uð sýning borgfirskra myndlistar-
manna á su kl. 16. Samsýning 19
listamanna. Opið daglega kl. 13-18,
til 6.8.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti 74, sumarsýning á olíu-
myndum og vatnslitamyndum. Opið
alla daga nema má kl. 13:30-16.
Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8
alla daga nema má kl. 11-16. Maður
og haf, sýning á 2. hæð, til 1.7.
LEIKLISTIN-
Leikfélag Reykjavíkur í leikför með
Sigríður Ólafsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Djúpinu við Hafnarstræti,
kjallara veitngastaðarins Hornsins, á laugardaginn kl. 16. Sýningin er opin á
opnunartímum Hornsins og stendur til 19. júlí.
Hf. Opið alla daga nema má kl. 14-
18.
Slunkaríki ísafirði, Sara Vilbergs
opnar á lau sýningu kl. -16, opið fi-su
16-18. Til 1.7.
Veitingahúsið 22, Laugavegi. Óskar
Thorarensen, Opið alla daga frá kl.
11-01, um helgar til kl. 03.
Þjóðminjasafnið, opið 15.5-15.9
Sigrúni Astrósu, í kvöld á Seyðisfirði,
á lau á Reyðarfirði, su Neskaupstað,
og má Mánagarði.
í gegnum grínmúrinn og Leitin að
léttustu lundinni, Spaugstofumenn á
ferð um landið. í kvöld og lau Akur-
eyri, su Húsavík og má Raufarhöfn.
Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói Tjarn-
argötu 10E, Light Nights, í kvöld, lau
og su kl. 21.
Mynd: Jim Smart
Hanna María Karlsdóttir
leikstjóri
Ég er að vinna um helgina, af því að ég er á leikferð með Sigrúnu
Ástrósu, sem ég leikstýri. Við sýnum á Seyðisfirði föstudag, Reyðar-
firði laugardag, Norðfirði sunnudag og Höfn á mánudag. Mér hefur
þótt afar slæmt að hafa ekki haft tækifæri til að taka upp stuttbuxurnar
sem ég hafði með mér, en hér er snjór í öllum fjöllum. Það snjóaði
tvisvar á okkur á leiðinni frá Raufarhöfn til Vopnafjarðar og það var
ósköp dapurlegt að sjá litlu lömbin með snjóskafla á bakinu.
HITT OG ÞETTA
Hana-nú í Kópavogi, samvera og
súrefni á morgun lau, lagt af stað frá
Digranesvegi 12 kl.10. Komum sam-
an upp úr hálftíu og drekkum mola-
kaffi. Púttvöllurinn á Rútstúni öllum
opinn.
Félag eldri borgara, Göngu-Hrólfur
hittast á morgun lau kl. 10 að Nóatúni
17. Opið hús Goðheimum á su frá kl.
14. Dansleikur hefst kl. 20.
Útivist, Hellaferð í Flóka, lau kl. 13,
komið m/hanska og Ijós. Esja, kl.
10:30, pylsugrill. Fjölskylduferð í Blik-
dal, kl. 13, pylsugrill.
Ferðafélag íslands, Hekla, lau kl.
08,8 klst. ganga. Verð kr. 1800. Þórs-
mörk, su kl. 08, kr. 2000. Gjábakki-
Laugarvatnshellir, su kl. 13, kr. 1000
(afmælisganga 7 ferð). Brottför frá
BS(, austanmegin, farmiðar v/bíl, frítt
f/börn m/fullorðnum. f kvöld lagt af
stað í Þórsmörk kl. 20. Lengri ferðir
hefjast margar 4.7. uppl á skrifstofu.
Húsdýragarðurinn í Laugardal,
dagskrá á lau: Opnað kl. 10, selum
gefið, hreindýr teymd um svæðið,
hestar járnaðir, kýr mjólkaðar og
margt fleira. Lokað kl. 18.
Almenna mótið í Vatnaskógi, 29-1.7
mótið Drottinn er í nánd. Bílferð frá
BSÍ í kvöld kl. 18:30. Uppl. í síma
678899.
Norræna húsið, dagskrá á vegum
MFA á su, da og ísl þjóðdansahópar
kl. 16, og opnun sýningar á tré-
skurðarmyndum í bókasafni kl. 15
sem stendur til fi. Su kl. 20 Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur talar
um ísl þjóðlíf og menningu.
Voyager II
brátt kvaddur
ÚR RÍKI R ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR
NÁTTÚRUNNAR 16
NEPTUNUS
Iskristallaský
(úr frosnum --------~T“
lofttegundum)
lóustraumar'
(vindar)
Vökvi .
(vatn?)
Bráðinn
bergkjarni
Vetni,
helium,
metan ofl.
25 þús. km.
ÞJÓOVILJINN I ÓHT
Einfaldaö þversniö af gasplánetunni Neptúnusi
Eitt helsta afrek bandarískra
geimvísindamanna er hönnun og
geimför könnunnarfaranna
Voyagers I og Voyagers II. Meö
þeim hefur tekist að afla Ijós-
mynda og gagna einkum fra ytri
reikistjörnunum fjórum, Júpíter,
Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi
og sérkennilegum tunglum þeirra
sem samtals skipta fáeinum
tugum. Nú hafa Ferðalangarnir
báðir lokið myndaleiðöngrunum
um sólkerfið og stefna út úr því, út
í buskann, og hætta smám sam-
an að senda upplýsingar „heim“
því rafafl skortir.
Lokaverkefni Voyagers II
hvað reikistjörnur varðar, var að
mynda og afla gagna frá Neptún-
usi en sú pláneta sést vart með
berum augum vegna mikillar
fjarlægðar. Hún fannst með út-
reikningum og athugunum árið
1846. f sumar bárust stórmerkar
myndir frá Ferðalangi II úr um
það bil 5500 milljón kílómetra
fjarlægð af hinni stóru plánetu
(um 50 þús. km í þvermál; um
fjórum sinnum breiðari kúla en
jörðin). Neptúnus, sem er úr
bergi innst ber mjög þykkan blá-
leitan gashjúp aðallega úr vetni
og auk þess a.m.k. helíum og
metani.
Myndirnar voru skýrar og
sýndu bæði rendur í lofthjúpn-
um, skýjarákir úr ískristöllum og
hvíta eða dökka bletti sem eru
staðbundnir hvirflar í lofthjúpn-
um. Fimbulkuldi er í ystu lögum
hjúpsins, yfir 200 stiga frost, því
sólin er langt undan og stuttur
dagur (hnötturinn snýst einn
hring í kringum sjálfan sig á rúm-
um 16 klst.) bætir ekki úr. Djúpt
undir hjúpnum kann að vera
vökvi, hugsanlega vatn, en innst
er bergkjarni, að hluta bráðinn
eða jafnvel albráðinn.
Neptúnus ber a.m.k. fjóra
hringi utan um miðjan hnöttinn
(flestir kannast við miklu fleiri
hringi Satúrnusar) og rykhjúp
þar utan við. Svona hringir eru
oftast blanda af ísmolum og
bergbrotum en sumar einingarn-
ar geta verið stórar (tugir km í
þvermál) og eru þeir einkenni
allra gasplánetanna fjögurra.
Þá fundust sex ný tungl til við-
bótar við hin tvö þekktu (Nereid
og Tríton); öll eru þau smá eða
með þvermál frá 50 km upp í 400
km. Tríton reyndist afar áhuga-
verður; hann er álíka stór (2720
km þvermál) og tunglið okkar,
með glampandi frosið yfirborð
alsett alls konar myndunum sem
sumar sýna að jarðvirkni er ný-
leg. Undir ísbrynjunni er berg-
kjarni. íssléttur (vötn), pólhetta
úr ís, háir íshryggir og dálítill loft-
hjúpur úr nitri kom vísinda-
mönnum á óvart. En einkum
varð þeim starsýnt á svartar rákir
sem líktust strókum og dreifum
úr „goshverum" eða „gígum“.
Þarna kynni ís að hafa gufað upp
vegna upphitunar að neðan og
myndað staðbundin „ísgos“.
Vera má að Tríton líkist Plútó
en þá ystu reikistjörnu sólkerfis-
ins hafa menn ekki náð að ljós-
mynda enn. Sú hugmynd er á lofti
að Neptúnus hafi fangað Tríton í
fyrndinni sem reikistjörnu og er
bent á að Tríton hafi mikinn
brautarhalla og svo snýst hann
öfugt um móðurhnöttinn miðað
við önnur tungl Neptúnusar og
reyndar alls sólkerfisins.
Voyager II stefnir nú burt frá
Neptúnusi og út úr plani sólkerf-
isins með meira en 60.000 km
hraða á klukkustund. Eftir 25 ár
þagnar hann að fullu en hraði
hans verður þó ekki meiri en svo
að það tekur hann óratíma að
berast í nánd við önnur sólkerfi.
Og eins og í góðri vísindaskáld-
sögu má láta að því liggja að „kol-
legar“ jarðneskra vísindamanna
reki augun í hann í tækjum sínum
eftir 150.000 ár og slái upp stór-
frétt um að loksins hafi fundist
sönnun fyrir lífi í öðrum sólkerf-
um. Líkurnar eru sannarlega
hverfandi en þó meiri en engar.
Þær eru aukaumbun fyrir vel
unnin störf þeirra sem skópu
Ferðalangana báða og unnu úr
boðum þeirra.
26 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júní 1990