Þjóðviljinn - 13.07.1990, Síða 6
Hafði þrjá
fyrir sig
Maður nokkur ruddist á sunn-
udaginn inn í íbúð í Castellamare
di Stabia, skammt suður af Nap-
ólí, og skaut til bana föður hús-
ráðanda og tvo kunningja hans,
sem sátu þar og horfðu á loka-
leikinn í heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu. Húsráðandi,
sem Alfonso Scignano heitir,
brást við hart og skaut til bana
árásarmanninn, sem var grímu-
klæddur. Sá var að sögn lögreglu
útsendari mafíuættkvíslar í Nap-
ólí, sem berst við annan slíkan
ættleg, er Scignano veitir for-
stöðu, um ráð yfir viðskiptum
með eiturlyf þar um slóðir. Talið
er að flugumaðurinn hafi verið
sendur til höfuðs Scignano.
Atvinnuleysi í
Atvinnuleysi í Evrópubanda-
laginu (Grikkland ekki talið
með) var um 8,6% í maí, rúmlega
hálfu prósenti minna en á sama
tíma s.l. ár en álíka mikið og um
s.I. áramót. Mestu atvinnuleysis-
lönd bandalagsins eru sem fyrr
írland (16,6%) og Spánn
(15,8%) en best er ástandið í at-
vinnumálum í Lúxembúrg (1,7%
atvinnuleysi) og er það einnig á
sömu lund og verið hefur. Frá því
í maí 1989 hefur heldur dregið úr
atvinnuleysi í öllum EB-löndum
nema ftalíu (þar sem það hefur
aukist), hvergi þó að stórum
mun.
Kólumbus
hinn nýi
Gaddafi Líbýuleiðtogi hélt því
fram í ræðu um s.l. helgi að hug-
myndir hans hefðu komið af stað
flestu af því markverðasta, sem
gerst hefur í heiminum upp á síð-
kastið, þ.á m. opnun Berlínar-
múrs og sameiningu Þýskalands,
sem og lýðræðisbyltingunni í
Austur-Evrópu, ólgu í Kína og
víðar. Sagði Gaddafi að þegar
Grænabók, rit það er inniheldur
hugmyndafræði hans, var út
komin, hafi alþýðunni um allan
heim fýrst orðið ljóst að hún gæti
tekið völdin, sem auðvitað væri
það sem hún vildi helst.
Gaddafi og hans menn halda
því fram að í Líbýu stjórni alþýð-
an, en hvorki stjórnmálamenn
eða -flokkar. Líbýski leiðtoginn
líkti sjálfum sér í ræðunni við
Kólumbus (þann er fann Amer-
íku), sem flestir hefðu kallað vit-
lausan, en hefði þó opnað miljón-
um manna nýjan heim.
Reyktu
hrossatað
Tveir evrópskir ferðamenn
voru í s.l. viku teknir fastir á golf-
velli í Cannonvale, norðan til í
Queenslandi, Ástralíu, grunaðir
um að reykja marijúana. Þeim
var sleppt er rannsókn hafði leitt í
ljós að það sem þeir voru að
reykja var hrossatað. Gáfu þeir
þá skýringu að þeir hefðu ekki
haft neitt annað að reykja. Lög-
reglustjórinn í sveitinni lét í ljós
áhuga á því hvað hluteigandi
hross hefði étið.
Kókaín á snuð
Margarita Duarte, 28 ára
gömul móðir í Huelva, Andalús-
íu, var fyrr í vikunni dæmd til átta
ára fangelsisvistar fyrir að gefa
átta mánaða gömlum syni sínum
kókaín á snuðið. Drengurinn var
þjáður af völdum kviðslits og grét
stöðugt, þar til móðir hans róaði
hann á þann hátt sem frá hefur
verið greint. En nærri lá að það
riði barninu að fullu. Móðirin fór
með það á sjúkrahús, þar sem lífi
þess var bjargað, og fundust þá
eftirstöðvar af kókaíni í blóðsýni.
Enn hafði Gorbatsjov betur
Kjör ívashkos í stöðu aðstoðaraðalritara er mikill ósigurfyrir harð-
snúnustu íhaldsmenn kommúnistaflokksins. Ólíklegt ersamtaðþað
hindri að margir róttækra félaga flokksins gangi úr honum
þing Kommúnistaflokks
■ Sovétríkjanna var það
fyrsta af þingum hans frá því
snemma á þriðja áratug þar sem
menn skiptust í fylkingar, enda
varð það stormasamt. Á því
héldu íhaldsmenn (sem segjast
vera hinir einu og sönnu merkis-
berar marxlenínisma þarlendis
og eru í fréttaskeytum heim-
spressunnar kallaðir hægrimenn)
áfram gagnsókn þeirri harð-
skeyttri gegn stjórn Gorbatsjovs
og perestrojku, sem hófst á stofn-
þingi Kommúnistaflokks Rúss-
lands ekki alls fyrir löngu. Sumir
spáðu að niðurstöður þingsins
yrðu alvariegur ósigur fyrir Gor-
batsjov, að hann yrði að gefa eftir
fyrir kröfum íhaldsmanna með
þeim afleiðingum að stefnu
stjórnar hans yrði hnekkt, að
flokkurinn klofnaði, að Gorbat-
sjov yrði jafnvel sjálfur felldur úr
stöðu aðalritara með þeim afleið-
ingum að hann missti tökin á
flokknum.
í lok þingsins verður hinsvegar
ekki annað séð í fljótu bragði en
að dráttarvélarstjórasonurinn
hnellni frá Stavropolfylki hafi
enn einu sinni ívið betur haft en
allir hans andstæðingar. Þykir sá
sigur hans mestur á þinginu að
honum tókst að koma í veg fyrir
að leiðtogi íhaldsmanna, Jegor
Lígatsjov, yrði kjörinn aðstoðar-
aðalritari flokksins. Það er ný
staða, ein af afleiðingum um-
skiptanna þarlendis á stjómartíð
Gorbatsjovs. Á þeim tíma hafa
völdin færst að stórum hluta frá
kommúnistaflokki til rikis, so-
véska forsetaembættið, sem áður
var nánast valdalaust, er nú orðið
valdamikið og því erfíðleikum
bundið fyrir einn og sama mann-
inn að gegna því og flokksaðalrit-
araembættinu í einu. Ætlast er
því til að aðstoðaraðalritarinn nýi
hafi yfirumsjón með starfsemi
flokksins að miklu eða mestu
leyti hversdagslega.
Jeltsín úr flokknum
Með því að koma Lígatsjov í þá
stöðu hefðu íhaldsmenn í flokkn-
Gorbatsjov - aðeins varnarsigur?
um öðlast möguleika á að leggja
stórauknar hindranir í veg stjóm-
ar Gorbatsjovs viðvíkjandi fram-
kvæmd efnahagsmálastefnu
hans, stefnu hans um afvopnun
og samráð við Vestrið, sam-
skiptum við róttæk öfl innan og
utan flokks og við sovétlýðveld-
in.
Sumir hallast að vísu að því að
sigur Gorbatsjovs á Lígatsjov
hafi verið vamarsigur. Fram-
bjóðandinn sem Gorbatsjov
studdi til aðstoðaraðalritaraemb-
ættisins og var kjörinn með 3109
atkvæðum gegn 776 sem Lígat-
sjov fékk er Vladímír fvashko,
fráfarandi forseti Úkraínu, skil-
greindur sem hófsamur eða til-
tölulega frjálslyndur íhaldsmað-
ur. Að einhverra sögn, sem hann
segjast þekkja, er hann rólyndari
maður og tækifærissinnaðri en
Lígatsjov. Með því að tefla ívas-
hko fram hefur Gorbatsjov tekist
að lempa frá Lígatsjov marga til
þess að gera frjálslynda íhalds-
menn. Róttækir þingfulltrúar
höfðu ekki farið leynt með að
þeir hygðust ganga úr flokknum
ef gangur mála á þinginu yrði að
mestu að vild íhaldsmanna.
Sumir þeirra urðu það fegnir við
fall Lígatsjovs að þeir sögðust
vera hættir við það, en svo er ekki
um alla. T.d. var því spáð í gær að
Lýðræðisfylkingin, róttæk
samtök sem vom ekki sterk á
þinginu en eru að eigin sögn
a.m.k. fylgismikil meðal
óbreyttra flokksmanna, muni
næstu daga segja skilið við flokk-
inn. Og í gær lýsti Boris Jeltsín,
Rússlandsforseti því yfir á flokks-
þinginu að hann hefði ákveðið að
ganga úr flokknum, á þeim for-
sendum að hann yrði sem forseti
að hafa hliðsjón af vilja allrar al-
þýðu. Horfur eru á að margir láti
hvetjast af því fordæmi til að gera
slíkt hið sama. Þingheim setti
hljóðan.
Reynt að mýkja
Úkraínumenn
Margir þeirra róttæku vilja að
kommúnistaflokkurinn sætti sig
við að verða eins og hver annar
stjórnmálaflokkur í þingræðis-
ríki, að hann sleppi tökum sínum
af hemum, vinnustöðum, leyni-
þjónustunni. Samþykktir um
þessi atriði á þinginu voru þeim
róttæku ekki í vil. Þar að auki er
ívashko ekki vinsæll í þeirra hóp-
um, enda þótt mörgum þeirra
þyki hann sæmilegur í saman-
burði við Lígatsjov.
ívashko er ári yngri en Gorbat-
sjov, fæddur í Poltava 1932.
Hann gekk ekki í kommúnistafl-
okkinn fyrr en 1960, þá kominn
undir þrítugt. Þremur árum áður
hafði hann útskrifast úr Náma-
graftarstofnuninni í Kharkov.
Menntun hans er þannig á sviði
tæknivísinda. Hann komst ekki í
efstu raðir flokksins fyrr en 1987,
er hann varð leiðtogi deildar hans
í Dnépropetrovsk, sem Brezhnev
hafði mikinn stuðning af á sínum
tíma. S.l. ár tók hann við aðalrit-
arastöðu flokksins í Úkraínu af
Vladímír Sjerbítskíj, sem sagður
var harður andstæðingur perest-
rojku, en sagði af sér þeirri stöðu
snemma í ár til að taka við emb-
ætti sem forseti Úkraínu. Af því
embætti hefur hann nú látið til að
taka við stöðunni sem flokks-
þingið kaus hann í.
Ljóst virðist að ívashko eigi
frama sinn að miklu leyti að
þakka umskiptum Gorbatsjov-
tímans og hann segist vera ein-
dreginn stuðningsmaður perest-
rojku. Með upphafningu hans á
flokksþinginu hefur Gorbatsjov
öðrum þræði hugsað sér að
mýkja Úkraínumenn, aðra fjöl-
mennustu þjóð Sovétríkjanna,
þar sem öflug þjóðemishreyfing,
Rukh, er í gangi. Það tekst kann-
ski að einhverju marki, en á hinn
bóginn fer því fjarri að lvashko sé
vinsæll meðal þjóðemissinnaðra,
frjálslyndra og róttækra landa
sinna, sem líta á hann sem hvern
annan forkólf íhaldsmanna.
Það sem ekki má segja
Talsverður hvellur varð í Evr-
ópubandalaginu í gær er
Nicholas Ridley, iðnaðar- og við-
skiptamálaráðherra Bretlands,
i'ór um bandalag þetta og Þjóð-
verja nokkuð óvenjulegum orð-
um, miðað við það sem þesshátt-
ar framámenn eru vanir að láta
frá sér fara opinberlega. Sagði
ráðherrann Þjóðverja ekki ætla
sér neitt minna en að ieggja undir
sig Evrópu alla og kvaðst ekki sjá
að neitt verra hefði verið að gefa
sig Adolfi Hitler á vald en að láta
fullveldi sitt Evrópubandalaginu í
hendur.
Þetta og fleira lét Ridley hafa
eftir sér í viðtali við hægrisinnað
tímarit breskt, Spectator, sem
kom út í gær. Þar er vikið að
heimsókn Ottos Pöhl, forseta
stjórnar aðalbanka Vestur-
Þýskalands, Bundesbank, til
Bretlands þeirra erinda að hvetja
til sameiningar gjaldmiðla að-
ildarríkja Evrópubandalagsins.
„Þetta er ekkert nema þýskir
glæfrar með það fyrir augum að
leggja undir sig Evrópu alla,“
sagði Ridley. „Það
verður að stöðva."
AÐUTAN
Um stofnanir Evrópubandal-
agsins hafði ráðherann þetta að
segja í viðtalinu: „Ég verð agn-
dofa er ég virði fyrir mér stofnan-
ir þær, sem stungið er upp á að
fullveldið (ríkja Evrópubanda-
lagsins) sé afhent.“ Og þá 17
menn, sem sitja í framkvæmda-
stjórn bandalagsins, kallaði hann
„úrgangsstjórnmálamenn sem
ekki standa neinum reiknings-
skap ráðsmennsku sinnar". Ri-
dley kvaðst að vísu geta fallist á
afsal fullveldis, „en ekki í hendur
þessu gengi. Við hefðum þá alveg
eins getað afhent það Adolfi Hitl-
er, í hreinskilni sagt.“
Spyrillinn í viðtalinu lét að því
liggja að Helmut Kohl væri að
öllu athuguðu skárri en Hitler,
„varla fer hann að kasta á okkur
sprengjum." Ridley svaraði: „Ég
er ekki viss um nema ég vildi
heldur... loftvarnabyrgin og
möguleika á að greiða högg á
móti, heldur en að vera einfald-
lega yfirtekinn... í krafti efna-
hagsmála.“
Dagur
Þorleifsson
Frakkar sluppu ekki heldur.
Um þá sagði Ridley að þeir hegð-
uðu sér „eins og kjölturakkar
Þjóðverja. Það er gersamlega
óþolandi."
í Þýskalandi ollu þessi ummæli
reiði og hneykslun, Frökkum
stendur varla á sama heldur og
fyrir stjórn Margaretar Thatcher
er þetta ekki þægilegt. Otto
Lambsdorff, leiðtogi frjálsdem-
ókrata sem eru í stjórn í Vest-
ur-Þýskalandi, sagði: „Annað-
hvort var hann drukkinn þegar
viðtalið var tekið eða þá að hann
hefur ekki komist yfir það að
England tapaði fyrir Þjóðverjum
í heimsmeistarakeppninni (í
knattspyrnu).“ Þingmaður sama
flokks kvað Ridiey ekki vera
neinn „gentleman", sem er alvar-
leg ásökun þegar breskur hefðar-
maður á f hlut. (Ridley er sonur
vísigreifa.) Enn aðrir voru ívið
þungorðari, en fleiri tóku þessu
með stillingu, þeirra á meðal
Pöhl, staddur í Austur-Berlín á
fyrsta fundi stjórnar Bundesbank
í Austur-Þýskalandi. Hann hefur
trúlega talið sig hafa um mikil-
vægara mál að hugsa, þar sem er
samruni fjármála og atvinnulífs
þýsku ríkjanna.
Ridley, sem í gær var staddur í
Ungverjalandi, var fljótur að
taka áðurgreind ummæli aftur og
kvaðst iðrast þess að hafa látið
þau sér um munn fara. Og Marg-
aret Thatcher flýtti sér að lýsa því
yfir, að ummæli hans túlkuðu á
engan hátt viðhorf bresku stjórn-
arinnar. Talsmenn Verkamann-
aflokksins, helsta flokksins í
stjórnarandstöðu þar, létu ekki
dragast stundinni Iengur að hag-
nýta sér þetta til að greiða atlögu
að Thatcher og kröfðust þess að
Ridley yrði vikið úr ráðherra-
embætti. Sumir þingmenn
íhaldsflokksins létu í ljós að þeim
væri ekki skemmt.
Skoöanabróöir
Thatcher
Trúlegast er að þetta verði
jafnað, en einhverjar geta eftir-
hreyturnar samt orðið. Fyrirsögn
viðtalsins í Spectator er: „Að
segja það sem ekki má segja um
Þjóðverja“. Ridley er náinn sam-
starfsmaður Thatcher og
skoðanabróðir hennar um flest,
að sögn. Og það hefur ekki farið
leynt að talsverð spenna er milli
Bretlands annarsvegar og Frakk-
lands og Vestur-Þýskalands hins-
vegar um hve langt skuli gengið í
samruna Evrópubandalagsins og
hve fljótt. í þeim efnum vill
Thatcher fara að öllu hægar en
ráðamenn hinna rikjanna
tveggja. Hún er ófús að gefa eftir
meira af fullveldi Bretlands í
6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. júlí 1990