Þjóðviljinn - 13.07.1990, Side 16
Guðmundsson
Af annarri
afmælis-
hátíð
Seinna sögðu sumir að þarna
væri helvítis Rússunum rétt lýst.
Svona eru þessir djöflar.
Ekki nóg með að njósna- og
hneykslismál elti þá um allar
jarðir heldur tæla þeir til sín ung-
menni og espa gegn lögreglunni.
Þó vissu flestir að fyrirfram
datt engum í hug að sjálf afmælis-
hátíð Rússnesku byltingarinnar
ætti eftir að leysast upp í ólæti af
versta tagi.
Dansgólf Templarahallarinn-
ar, þar sem hátíðin fór fram, var
blóði drifið og alþakið glerbrot-
um. Borðdúkar voru rifnir og
gluggatjöid lágu á víð og dreif.
Rotaðir menn sáust rölta á milli
veggja.
Ur lögreglubílnum á planinu
var búið að rífa talstöðina en aft-
ur í honum sátu þrír máttvana
lögregluþjónar, gegnvotir af
vodka. Rauð blikkljósin vörpuðu
bjarma yfir anddyri hallarinnar.
Það hafði ekki skipt neinum
togum, þegar lögreglubíllinn
hemlaði á planinu til að skilja í
sundur tvo heildsala í áflogum
skaut villtum skrílnum upp eins-
og moldvörpum og réðist að bíln-
um.
Um leið teygði maður sig inn
um hliðarrúðuna og reif burt tal-
stöðina en ungmenni í hettuúlp-
um færðu lögregluþjónana í járn.
Þrír lögregluþjónar handjám-
aðir af trylltum skríl. Fregnin átti
eftir að berast um borgina.
Á meðan maðurinn sveiflaði
talstöðinni í kringum sig og sót-
drukkin ungmenni, meira að
segja tveir bindindismenn, gengu
berserksgang í roðaslegnu
myrkrinu frá sírenu bflsins voru
lögregluþjónarnir gjörsamlega
sambandslausir við stöðina og
vermdu sjálfir sætin í fanga-
geymslu bflsins.
Bindindismennirnir höfðu set-
ið í einu af hliðarherbergjum
Templarahallarinnar og spilað á
spil „þegar tvær fáklæddar stúlk-
ur birtust og byrluðu okkur
áfengi,“ einsog þeir sögðu síðar.
En auðvitað er fráleitt að sak-
ast við Rússana.
Hvað gátu sjálf afmælisbörnin
gert að því þó óboðnir gestir
skytu upp kollinum? Sjálfur
reyndi sendiherrann að hringja í
lögregluna, í von um liðsauka, en
vegna hins framandi raddhreims
taldi vaktstjórinn að um símaat
væri að ræða og skellti á.
Sendiherrann taidi því hyggi-
legast að hann og landar hans
hyrfu sem skjótast á braut.
Næg voru vandræðin fyrir.
Skömmu eftir að hann tók við
embætti var tveim háttsettum
sendiráðsstarfsmönnum vísað úr
landi eftir að þeir höfðu fengið
róttækan hafnarverkamann til að
dulbúa sig sem náttúrufræðing og
ljósmynda bandarísk hernaðar-
mannvirki.
Sendiráðsstarfsmennirnir af-
hentu hafnarverkamanninum
skrúfblýant með innbyggðri
myndavél; og hárkollu, anórak,
alpahúfu og gönguskó, en af því
þeir skildu eftir peninga á síma-
borðinu runnu á hafnarverka-
manninn tvær grímur og hann gaf
sig fram við lögreglustjórann í
borginni.
Sendiráðsstarfsmennirnir voru
handteknir á afviknum stað
skammt fyrir utan borgina. Fimm
lögregluþjónar, sem allir
leyndust í Moskvitchbifreið hafn-
arverkamannsins, gripu þá glóð-
volga.
Þá höfðu froskmenn úr
Grindavík fundið eldgamalt jám-
adrasl með rússneskum áletrun-
um í Hafravatni og sendiráðs-
starfsmaður verið staðinn að
verki við að dreifa myndum af
sovéskum geimförum meðal
barna í nágrenni sendiráðsins.
Það tók því enginn léttúðar-
bragur yfir sendiherranum þegar
hann ók burt með starfsliði sínu,
enda hafði afmælishátíðin, sem
enduð var í skelfingu, farið vel af
stað.
Matreiðslumenn, fimleika-
fólk, hljóðfæraleikarar og
skemmtikraftar víðs vegar úr So-
vétríkjunum streymdu að.
Jafnvel gamlar væringar
gleymdust. Blöðin kynntu sögu
Sovétríkjanna, þjóðsöngurinn
var leikinn í útvarpinu og sjón-
varpið sýndi mynd um allar fram-
farimar frá því í byltingunni.
Lygn streymir Don var uppseld
í bókabúðum.
Við eitt borð sátu ríkisstjórnin,
forsetinn og biskupinn, við annað
þingmenn úr öllum flokkum
ásamt flokksbroddum sem ekki
voru á þingi. Einnig mátti sjá sfld-
arsölumenn, verkalýðsleiðtoga,
heildsala með umboð fyrir vam-
ing frá sósíalísku ríkjunum, Þjóð-
dansafélagið, Sinfóníuhljóm-
sveitina, Lúðrasveit verkalýðs-
ins, konur frá góðgerðafélögum,
yfirmenn Pósts og síma, starfs-
fólk ráðuneyta og sendiráða. í
upphafi voru bornir fram for-
drykkir, léttvín með matnum,
koníak með kaffinu og síðan
ómælt vodka. Einn af æðstu
mönnum templara í landinu var
sannfærður sósíalisti og veitti
undanþágu frá skilmálum
hreyfingarinnar.
En svo skaut hinum óboðnu
gestum upp. Þess vegna var tal-
stöðin horfin og lögregluþjónarn-
ir jámaðar í bflnum, bindindis-
mennirnir dottnir í það og sendi-
herrann flúinn af hólmi. Spurn-
ingin er því: Hverjir voru þeir?
Fjölkyngitákn
á Kjarvalsstöðum
Nína Gautadóttir
opnar málverkasýn-
ingu á morgun
Ég er ekki galdranom, þótt ég
sé rauðhærð í þokkabót, segir
Nína Gautadóttir listamaður,
þegar blaðamaður Nýs Helgar-
blaðs spyr hana að því eftir að
hafa séð öll hin framandi fjöl-
kyngitákn sem eru viðfangsefni
sumra verka Nínu á sýningunni á
Kjarvalsstöðum sem opnar á
morgun.
Táknin eru öll jákvæð til vern-
dar og til góðs segir Nína. Tveir
titlar mynda með íslensku rúna-
letri eru t.d.: Þú munt eigi í sjó
farast og Þú munt eigi í hel frjósa.
Boðskapur mynda minna er allur
jákvæður, inntakið er að bæta
heiminn.
Egypskt stafróf
Verkin á sýningunni er öll unn-
in á undanförnum tveimur árum,
og er uppspretta þeirra áhugi
Nínu á skrift og táknriti, en hún
notar rúnaletur, fornegypsku og
fjölkyngitákn í myndum sínum.
Titlar málverkanna eru margir
fornegypskar setningar, en ég
sótti tíma í því máli í tvö ár, segir
Nína. Hún segist að vísu hafa átt
von á einhverju allt öðru en þeirri
erfiðu og flóknu málfræði sem
beið hennar í náminu. Eftir að
hafa notað eigin tákn í nokkurn
tíma langaði hana að segja
eitthvað. Nína hafði séð fom eg-
ypskt letur sem hún hélt að væri
tákn, en kom svo í ljós að voru
hljóðstafir. Ein myndaröðin á
sýningunni er einmitt tuttugu og
fjórir egypskir hljóðstafir. Auk
þess notar Nína íslenskt rúna-
letur og fjölkyngitákn sem hún
kveðst hafa fundið í skruddu eftir
Skugga nokkurn. Þar tíundaði
höfundur ýmis fjölkyngitákn sem
hann hafði safnað víða, m.a. á
Vestfjörðum, auk þess fylgdu
galdrauppskriftir af ýmsu tagi.
Þær segist listakonan ekki hafa
prófað, en bókin var uppspretta
þeirra tákna sem hún síðan notar
í verkum sínum.
Skreytilist
hiröingja
Ferill Nínu er óvenjulegur,
Óður til þriggja skrifta er verkið að baki Nínu Gautadóttur listamanns.
íslensk, egypskt og grísk tákn eru meðal viðfangsefna Nínu á sýningu
hennar á Kjarvalsstöðum. Mynd:Jim Smart.
hún lauk hjúkrunarprófi frá
Hjúkrunarskóla íslands árið
1969, en ári seinna hélt hún til
Frakklands í listnám. Eftir nokk-
urra ára nám við Listaháskóla
Parísarborgar, stundaði Nína
framhaldsnám í höggmyndun við
sama skóla.
Að námi loknu segist Nína
hafa unnið í ýmis efni, m.a. óf
hún þykk veggteppi. Þegar hún
var í Afríku kynntist hún hirð-
ingjum í Níger, sem notuðu leður
mikið. Tjöldin voru gerð úr húð-
um, hnakkar, töskur og annað
leðurkyns var allt fagurlega
skreytt, og varð Iistkonan fyrir
áhrifum af því. Á sýningu sem
hún hélt nokkru síðar mátti sjá
þrívíddarverk úr leðri. Síðan seg-
ist hún hafa farið aftur að mála.
Spurð um íslensk áhrif í verk-
um hennar, svarar Nína því til að
heimurinn fari síminnkandi, og
erfitt sé að gera sér grein fyrir því
hvaðan áhrifin koma. Fyrir
nokkrum árum sögðu margir að
birtan, bláminn og litir verka
hennar væru mjög íslensk. Þótt
Nína búi og starfi í París, saknar
hún oft náttúrunnar hér, og það
hafi vissulega verið yndislegt að
koma heim í tærleikann að þessu
sinni.
Sýning Nínu í Vestursal Kjar-
valsstaða stendur til 15. ágúst, og
er opin daglega frá kl. 11-18.
BE
Listasafn Sigurjóns
Tvær fíólur
Sumartónleikarnir úti á Laugarnestanga halda áfram, næsta þriðju-
dagskvöld leika Gunhild Imhof-Hölscher og Hlíf Sigurjónsdóttir á
fiðlur
Næstkomandi þriðjudags-
kvöld kl. 20:30 leika þær Gunhild
Imhof-Hölscher og Hlíf Sigurj-
ónsdóttir dúetta fyrir fiðlur á
sumartónleikum Listasafns Sig-
urjóns Ólafssonar.
Á efnisskrá fiðluleikaranna
verður Sónata nr. 6 í D-dúr eftir
Jean-Marie Leclair, Svíta fyrir
tvær fiðlur eftir Grazyna Bacew-
icz og Dúó nr. 1 í G-dúr opus 116
eftir Johannes (Wenzeslaus)
Kalliwoda, auk þess leika þær
Tíu stutta dúetta eftir Luciano
Berio.
Gunhild Imhof-Hölscher ólst
upp í Þýskalandi, og nam í æsku
fiðluleik hjá föður sínum. Síðar
lærði hún hjá bróður sínum Ulf
Hölscher. Meðan á tónlistarnámi
hennar stóð hlaut hún þrívegis
fyrstu verðlaun í landskeppni
ungra tónlistarmanna (Jugend
musiziert) í Þýskalandi. Árið
1970 var hún valin leiðari fyrir
ríkishljómsveit ungra tónlistar-
manna. Tveimur árum síðar
hlaut hún styrk til náms í Banda-
ríkjunum við Julliard í New
York. Þar var hún undir hand-
leiðslu Ivans Galamians og Jos-
ephs Gingolds. Árið 1975 hlaut
hún síðan styrk á ný, að þessu
sinni frá Rheinland-Pfalz tii náms
í Parísarborg og vestan hafs.
Gundhild hefur unnið til verð-
launa í alþjóðlegri keppni tón-
listarmanna í Flórens, Vittorio
Gui, og komið víða fram í einleik
og samleik á sviði, og bæði í út-
varpi og sjónvarpi. Hún er nú bú-
sett í Sviss, þar sem hún starfar
sem einleikari og kennari.
Hlíf Sigurjónsdóttir er íslensk-
um tónleikagestum að góðu
kunn. Hún fór til framhaldsnáms
til Kanada og Bandaríkjanna í
fiðluleik. Síðan hún lauk námi
hefur hún starfað víða um heim,
m.a. í Þýskalandi og Sviss. Und-
anfarin ár hefur Hlíf verið búsett í
Reykjavík og tekið virkan þátt í
margs konar tónlistarflutningi,
auk þess kennir hún fiðluleik við
Tónskóla Sigursveins.
Tónleikarnir á þriðjudaginn
17. júlí hefjast að vanda kh 20:30.
í Listasafni Sigurjóns stendur
enn yfir sýning á andlitsmyndum
listamannsins. Safnið er opið um
helgar frá kl. 14-18, og öll kvöld
virka daga nema föstudaga kl. 20-
22.
16 SÍÐA - ’MÓÐVILJINN Föstudagur 13. júlí 1990