Þjóðviljinn - 31.08.1990, Side 8

Þjóðviljinn - 31.08.1990, Side 8
NÍTI þJÓDVILIINN Útgefandi: Útgáiufélag Þjóðviljans Afgreiðsla: w 68 13 33 Framkvaemdastjóri: Hailur Páll Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Auglýsingadeild: » 68 1310 - 6813 31 Símfax: 68 19 35 Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Verð: 150 krónur í lausasölu Útiit: Þröstur Haraldsson Auglýsíngasijóri: Steinar Harðareon Prentun: Oddl hf. Aðsetur: Síðumúla 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Mitterrand og sérsamningar við EB Það er gott og eðlilegt að menningarsamstarf sé ofarlega á baugi, þegar Frakklandsforseti kemur í heimsókn til íslands. Þótt Frakkar séu stórveldi, ekki síst í okkar augum, þá eiga þeir það sameiginlegt með okkur, að hafa áhyggjur af sérstöðu sinni, af sérleika sinnar menningar og velfamaði sinnar tungu. Báðar þjóðir hafa leynt og Ijóst áhyggjur af þeirri þróun til svokallaðs „heimsþorps” þar sem allir hafa verið bræddir upp og lagaðir að einhverri engilsaxneskri eða nánast bandarískri fyrirmynd. Um þá hluti hefur menningarráherra Frakka, Jack Lang, haft hörð orð sem sumir þeir sem framsæknastir þykjast hér á landi mundu vafalaust telja íhaldsmennsku, þjóðrembu og einangrunarhyggju ef íslendingur mælti. Mitterrand forseti kom inn á þessa hluti á blaðamannafundi í fyrradag. Hann ræddi um sér- stöðu íslendinga og lýsti fullum skilningi sínum á áhyggjum þeirra sem litist ekki á þá biiku sem einhverskonar aðild íslendinga að Evrópubanda- laginu væri. Hann talaði um sérstöðu okkar sem fiskveiðiþjóðar, um sérstöðu okkarsem fámennr- ar þjóðar sem þyrfti kannski að gangast undir meginreglu óheftra tilflutninga á fólki um Evrópu alla. Hann ræddi líka um menningarleg sérkenni og nátttúrulegt umhverfi. En það sem mestu varðar: Frakklandsforseti gerði fleira en fara ágætum almennum orðum um sérstöðu og sér- kenni smáþjóðar og hennar menningar. Hann dró af þeim skilningi sem hann lýsti á stöðu okk- ar þá ályktun, að skynsamlegast væri fyrir íslend- inga að gera sérsamning við Evrópubandalagið og væri Frakkland reiðubúið að styðja slíkan samning. Þessi ummæli hins franska gests eru hin merkilegustu. Ekki síst vegna þess að enn rætist hið fomkveðna: glöggt er gests augað. Mitt- errand mælir með framgöngu í tilvistarvanda smáþjóðar, sem gengur þvert á þáð sem stjóm- völd hér hafa verið að bauka að undanfömu og þá ekki síst utanríkisráðherra. Eins og kunnugt er hafa utanríkisráðherra og þeir sem á hans bandi eru vart viljað heyra á annað minnst en að íslend- ingar haldi sig sem rækilegast í EFTA-sporinu: m.ö.o. að það hafi allan forgang að ná sameigin- legum samningi EFTA- ríkja við Evrópubanda- lagið. Þeir hafa látið sem leiðin til sérsamninga væri alls ekki fær eins og á stendur. Og má vel vera að þeir hafi fengið að heyra eitthvað slíkt hjá skriffinnum í Bríissel og látið það ríma við eigin undirbúning í málum: En undirbúningurinn mið- ast allur við EFTA-lejðina - sem þýðir þá í reynd að Islendingar komast alls ekki inn á það svið sérsamnipgs við EB sem Frakklandsforseti var að lýsa sig reiðubúinn að styðja. Frakklandsfor- seti minntist á blaðamannafundinum einnig á EFTA-leiðina, en hann skipaði henni á eftir leið sérsamninga, en ekki á undan eins og hingað til hefur verið gert af þeim sem með mál fara af ís- lands hálfu. , / . I I Ýmsir aðilar hafa haldið uppi gagnrýni á trúna á EFTA7leiðina og varað við þeim þrengingum sem íslenskir hagsmunir og þjóðamauðsyn verfia fyrir á þeim' flóknu og um margt ófýrirsjáan- legu leið samræminga á fyrirvörum EFTA-ríkja se/n fyrirsjáanlegar voru. Það sakar ekki að minna'á það til dæmis, að síðasti landsfundur Al- þýðujíanjdalagsins lagði einmitt slíkar áherslur og mæljti með beinum samningaviðræðum við Evr- ópú/)an/lalagið. Ummæli Mitterrands Frakk- landsforseta eru um margt velkominn stuðningur við málflutning allra þeirra sem hafa andæft því bernska Evrópubráðlæti, sem hefur svo mjög setjt sinn svip á pólitíska umræðu hér á landi að íanfömu. M-ALIT 8 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.