Þjóðviljinn - 31.08.1990, Qupperneq 19
Forréttindin
hjá kommúnist-
um og hinum
Boris Jeltsin, sem nú er forseti
Rússlands og gagnrýnir Gorbat-
sjov fyrir hitt og þetta, er vinsæll
maður í sínu landi. Þær vinsældir
byggjast ekki síst á því, að þegar
hann sjálfúr fyrir fáeinum árum
var orðinn einn af þeim háttsettu,
þá lýsti hann stríði á hendur for-
réttindum. Hann hefur, m.a. í
sjálfsævisögu sem út hefur komið
á ensku, lýst ágætlega þvi forrétt-
indakerfi, sem nú hefur verið
saxað tölvert á þar eystra, m.a.
fyrir hans áhrif. Sérstökum
sjúkrahúsum, sérverslunum sem
útvega þeim háttsettu vaming
sem aðrir fá ekki eða verða að
kaupa á skelfilegu verði, heim-
sendingarþjónustu og fleiru. Þarf
enginn sem málið skoðar eða til
þekkir að efast um að mikil nauð-
syn var að skera upp herör gegn
öllu því siðspillandi sukki, sem
var þeim mun ömurlegra sem allt
gerðist þetta undir merkjum al-
þýðuvalda og kommúnisma.
Sumarhús eöa
ekki sumarhús
I umsögn um sjálfsævisögu
Jeltsins í bandaríska vikublaðinu
The Nation er hinsvegar vakin at-
hygli á einum galla i málflutningi
Jeltsins. Hann ásakar Raísu og
Mikhaíl Gorbatsjov fyrir það, að
þau búi í sumarhúsum glæstum
sem ríkið á. En hann hefði ekkert
á móti því að þau hjón ættu sér
einkasumarhús eins og efnað fólk
á Vesturlöndum. Hér kemur Jelts-
in upp um fáfræði sína, segir
greinarhöfundur: veit hann ekki
að George Bush, Mitterrand og
Margaret Thatcher nota líka sum-
arhús í eigu rikisins? (Mætti við
bæta að það fer að verða óhjá-
kvæmilegt í heimi þar sem mikið
lið þarf til að gæta öryggis helstu
áhrifamanna.) I annan stað má
spyija: er Jeltsin aðeins á móti
forréttindum til embættismanna,
en samþykkir hann hvaða lúxus
sem er ef hann er í einkarekstri?
Þetta er merkileg spuming og
kemur víða við sögu um þessar
mundir.
Upp komst um
Honecker
Þegar flokksræðið í Austur-
Þýskalandi hrundi kom það jafn-
vel Iífsreyndum mönnum á óvart,
hvilíkan laumulúxus oddvitar rík-
isins, Erich Honecker og fleiri,
höfðu leyft sér. Vikum saman
undruðust menn sumarhús þeirra
og veiðilendur og lífshætti sem
minntu einna helst á lénsherra á
fyrri tið. Menn vom að vonum
hneykslaðir mjög, og ekki síst
margir vinstri menn, sem héldu
kannski að Honecker karlinn,
sem slóst við nasista þegar hann
var ungur og sat víst ein tíu ár í
fangabúðum þeirra, hann hefði
ýmsar forsendur til að verða
öðmvísi valdsmaður en Ceau-
cescu eða þá Marcos á Filippseyj-
um (en furðu margt reyndist skylt
með fjölskylduveldi þessara
tveggja einræðisherra, þótt annar
lifði á yfírlýstum fjandskap við
kapítalisma en hinn á andkomm-
únisma).
Hneykslan yfir bílífi og fríð-
i n d u m
háttsettra
manna
Austur-Þýskalandi og öðrum rikj-
um sem kenndu sig við „raun-
verulegan sósíalisma” er eðlileg,
sjálfsögð og nauðsynleg. Ekki
síst þeim sem láta sér annt um
þær siðferðiskröfur sem ffá upp-
hafi hafa fylgt sósíalískri hreyf-
ingu. Glæpur ráðamanna í þess-
um löndum var tvöfaldur. Hann
var fólginn í því að nota pólitískt
vald til að tryggja sér allt annað
líf en þegnamir bjuggu við. Og
hann var líka fólginn í því, að
með þessu ffíðindajukki var enn
og aflur verið að draga allt niður í
svaðið sem við sósialisma var
kennt.
Svona eru allir
En hvað þá um hina sem horfa
á þessi mál frá hægri?
Þeir láta vitanlega uppi
hneykslun eins og aðrir. En sú
hneysklun er feginleik blandin.
Vegna þess að sumarhallir Ho-
neckers og hans nóta, þær eru
kærkomin réttlæting á þeim fríð-
indum sem hægri-
menn af mörgu
sauðahúsi telja
sjálfsögð og eðlileg
Arni
Bergmann
hjá sér. Eins og menn vita er kap-
ítalisminn duglegur að ffamleiða
allt mögulegt, nema hvað hann
framleiðir ekki félagslegt réttlæti.
Vinstriflokkar og verklýðshreyf-
ing reyna að bæta úr því með
jafnaðarhugsjónum og félagslegri
pólitik og tekjujöfnun og sköttun
á stóreignir og mörgum öðmm
ráðum. Hægrimenn hafa maldað í
móinn - eða kveðið slíka viðleitni
niður með ofbeldi. I nafhi þess að
misskipting heimsins gæða sé
óhjákvæmileg afleiðing sam-
keppni, markaðslögmála og ým-
issa þeirra eðlisþátta mannsins og
samfélags hans sem ekkert verði í
rauninni við gert. Fréttimar um
það hvemig kommúnistaforingjar
í Austur-Evrópu hafa á laun líkt
eftir lífsháttum lénsherra og ríkis-
manna fyrir vestan em ágæt stað-
festing á slíkum hugmyndum:
forréttindin eins og hverfa af dag-
skrá, það verður ekki meiri á-
stæða til að deila um þau en veð-
urfarið.
Honecker, segja menn, þóttist
vera kommúnisti og sjáið bara
hvemig hann lét í raun! Við höf-
um aldrei þóst vera neitt annað en
djöfúls kapítalistar, því höfúm
við vissa siðferðilega yfirburði,
við erum þó hreinskiptnir!
Mikill er andskotinn, stendur
þar.
Þeir verstu
sleppa
viö ámæli
Og nú stöndum við uppi með
mikla þversögn. Hún er á þessa
leið:
í meirihluta ríkja heims er
miklu meira djúp staðfest milli
yfirstéttar og almennings en var
t.d. í Austur-Þýskalandi Ho-
neckers. Þar vantar almenning
það öryggisnet, það tiltölulega
lága matvælaverð, þá félagslegu
þjónustu og þann ellilífeyri, sem
Honecker og hans menn komu þó
á. Og þar em hallimar stærri og
frekari og glæsilegri en veiðihús
og sumarhús hinna austurevr-
ópsku. Og hallarbúar geyma enn
stærri illa fengnar innistæður í er-
lendum bönkum. Með öðmm
orðum: andstæður örbirgðar og
auðs em þar miklu stærri og
hrikalegri: þar er svo sannarlega
ástæða til að rifja upp söguna af
ríka manninum og Lazamsi, sem
felur í sér mjög harða kenningu
um það að auðlegð sé glæpur - og
stórglæpur ef hún lætur allsleysi
hins snauða afskiptalaust.
Hverffa forréttindi
af dagskrá?
Þverstæðan er svo sú, að um
leið og menn hneykslast á komm-
únistaforingjunum bersyndugu,
þá er ríkismönnum hins fijálsa
heims (sem er þó í ótal ríkjum
bara markaðsfrjáls) eins og gefin
allsheijar syndakvittun. Það er
allt í lagi með þá. Þeir era barasta
til eins og það hafa alltaf verið til
yfirstéttir: svona var það og er
það enn. Það er búið að lama stór-
lega allar spumingar um það,
hvaða forréttindi það em, sem við
gætum sætt okkur við (enginn
treystir sér lengur til að halda til
streitu þeirri allsheijar jafúaðar-
kröfú sem hefúr um aldir lifað hjá
ýmsum kommúnískum trúflokk-
um, bæði í kristni og utan henn-
ar). Sá sem hefúr hátt um þá hluti
á okkar tímum, hann fær orð í
eyra fyrir að vera gott ef ekki
laumustalínisti. (Það er til dæmis
mikið skammaryrði hjá Rússum
núna að menn hafi tilhneigingar
til „úravnílovku”, til jafnaðar-
hyggju.)
Og í þeim hluta heimsins, þar
sem verklýðsflokkar hafa getað
komið á allöflugu velferðarkerfi,
þar breytist andsrúmsloftið líka.
Þeir riku vom alltaf til, einnig í
slíkum höfúðbólum sósíalde-
mókratismans sem Svíþjóð er, en
þeir vissu að það vom pólitísk
hyggindi að láta ekki mikið fyrir
auð sínum fara. Maður á að vera
til en sjást ekki, sagði Marcus
gamli Wallenberg á sínum tíma,
höfðingi einna þeirrar ætta sem
„átt” hafa Svíþjóð. Nú mun slík
feimni sjálfsagt renna af mönn-
um, auður er ekkert til að skamm-
ast sín fyrir, hvað sem Kristi líður
og hans Lazamsi eða þá ókristi-
legu Alþýðusambandi. Nú er
komin tíð stjómmálaforingja eins
og Margétar Thatcher, sem fær
lof hjá vinum sínum í fræði-
mannastétt fyrir það að hún hafi
enga sektarkennd. Kunni með
öðmm orðum ekki að skammast
sín fyrir það, að stefna hennar
(rétt eins og skattastefna Reagans
í Bandarikjunum) gerir hina riku
rikari og hina fátæku fátækari.
Það var mikil nauðsyn að
losna við pótintátana í Austur-
Evropu. En fall þeirra heíúr ýms-
ar alvarlegar hliðarverkanir, eins
og hér hefur verið reynt að rekja.
Vonandi að menn láti þær hliðar-
verkanir ekki drepa niður alla
réttlætiskröfú í bráð og lengd.
Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19