Þjóðviljinn - 31.08.1990, Side 22
Elísabet
Þorgeirsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur
Sjónleikir
af ýmsu tæi
Fjögur ný íslensk verk og tvö sígild leikrit á öðru leikári L.R. í
Borgarleikhúsinu
Af
orkulindum
Brúnt andlit og handleggir hvað maður var í fyrra lífi og
þarf ekki að þýða að viðkom- hvar maður bjó þá. Það getur
andi hafi skroppið til sólar- verið huggun að trúa á dul-
landa. Sólin hefur verið örlát rænapersónusemsegistsjáað
við alla í sumar, skinið jafnt á maður sé ekki svo galinn með
fátæka sem ríka. Fyrst hélt ég því að teikna gula eða rauða
að hver dagur sem hún lét sjá hringi á blað en taka 6000
sig yrði sá síðasti, því reynslan krónur fyrir. Eða að lesa and-
hefur sýnt að ekki er hægt að lega stöðu manns út úr andlit-
treysta því að sumar sé sumar svöðvunum.
á íslandi. Þegar ég var yngri vantaði
Eins og rótarávextirnir ekki að við pældum í gegnum
hljótum við því að hafa safnað bækur um ýmis andleg mál og
okkur góðum vetrarforða. vildum helst sitja endalaust
Fyrir mér er það að minnsta með krosslagða fætur og
kosti orkuuppspretta til langs hlusta á góða tónlist meðan
tíma að drekka í mig landið í við veltum ráðgátunni fyrir
góðu veðri. Mosi og lyng, fjöll okkur. En okkur var vinsam-
sem skera línur við heiðan lega bent á að lífið væri hér og
himin, grös og blóm, fólk í nú og við yrðum að taka til
góðu andlegu jafnvægi, fjara, hendinni.
þang og brim. Allt þetta er Getur verið að sumir jafn-
mun ódýrari orkulind en gins- aldrar sem þá strax skynjuðu
gengið og hvað það nú allt efnisheiminn og gerðu út á
heitir sem við förum að trúa á . hann, séu orðnir leiðir og van-
þegar steinsteypan og grám- ti eitthvað inn á marmaragólf-
inn hafa dregið úr okkur allan in með krómuðu leðurhús-
kraft. gögnunum? Fegin er ég ef efn-
Ég ætlaði ekki að tíma að ishyggjan er á undanhaldi og
fara heim úr ferðalaginu um önnur gildi á uppleið. En mér
landið. Það var gífurlega erf- líst ekki á ef saklaust fólk er
iður akstur um Mýrarnar með haft að féþúfu, með skír-
Snæfellsnesið í baksýnisspegl- skotun til andlegra eða líkam-
inum í glaða sólskini. Sólin legra veikleika. Vissulega er
skein reyndar í höfuðborginni nauðsynlegt að halda líkam-
líka þann dag, en það er ekki anum í þjálfun, ganga, hjóla,
það sama. Lífið í tjaldinu var synda og liðka sig með léttum
orðið svo notalegt. Suðið í æfingum. En það þurfa ekki
grasinu, vesenið við uppvask- allir að vera eins í laginu. Það
ið bara skemmtilegt og matur- er margt mikilvægara en sent-
inn auðvitað mun betri úti imetrar hér eða þar á „röng-
undir berum himni. Þegar sól- um“ stað.
in fór að síga til viðar var svo
margar kynjamyndir að sjá á Sama er að segja um and-
himni. Rökkrið kemur með legu líðanina. Okkur getur
eitthvað undarlegt með sér, liðið bölvanlega yfir bágum
það sér maður betur úr efnahag, vonlausu brauðstriti
tjaldskörinni en út um glugga sem aldrei er virt til réttlátra
undir ljósastaur. launa og miskunnarlausu
Og nú fara haustannirnar af efnahagskerfi sem vonlaust
stað. Uppskerutími með berj- getur reynst að glíma við, til
um og öðrum jarðargróðri þess eins að eignast þak yfir
sem hyggnar húsmæður viða höfuðið. En þessu ástandi
að sér til vetrarins. En haust- verður að breyta á réttu plani.
inu fylgja líka alls kyns tilboð Það þarf að gera á jarðneska
um kennslu í því að halda sér í planinu. Ég veit hins vegar
formi andlega og líkamlega. ekki hverju er hægt að breyta
Ég velti því fyrir mér hvort á astral planinu, ef þarf þá
fólk verði eins ginnkeypt fyrir nokkru að breyta.
slíkum tilboðum eftir svona Ætli sé ekki best að muna
gott sumar. „þetta með náungann“ og
Þegar allt virðist vonlaust í reyna að haga sér sæmilega
þessum heimi, getur verið hérna megin? Það kemur svo
gott að flýja yfir í annan heim seinna í ljós til hvers þetta er
og reyna að komast að því allt saman.
22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ1 Föstudagur 31. ógúst 1990
Leikarar, leikstjórar, dramatúrgar, Ijósamenn, búningahönnuðir, höf-
undar og aðrir þeir sem starfa munu á leikárinu sem nú er að hefjast
hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.
Leikfélag Reykjavíkur kynnti
fjölmiðlum verkefnaskrá leikárs-
ins sem nú fer í hönd á blaða-
mannafundi í Borgarleikhúsinu
fyrir nokkrum dögum. Þegar er
hafnar æfingar á tveimur nýjum
íslenskum verkum og Fló á
skinni, sem naut fádæma vin-
sælda þegar það var sýnt í Iðnó
fyrir tæpum tuttugu árum.
Hallmar Sigurðsson leikhús-
stjóri upplýsti blaðamenn um þau
verk sem Leikfélag býður
leikhúsgestum upp á 94. leikári
félagsins.
Fyrsta frumsýningin er í lok
september á franska farsanum
Fló á skinni, sem marga kann að
reka minni til en það var sýnt í
Iðnó fyrir 17 árum, og er það verk
sem oftast hefur verið sýnt fyrir
fullu húsi hjá Leikfélaginu. Höf-
undur verksins er Georges
Feydeau, en þýðinguna gerði frú
Vigdís Finnbogadóttir forseti ís-
lands. Leikstjóri nú, eins og fyrir
17 árum, er Jón Sigurbjömsson.
Annað verkið sem frumsýnt
verður er frumsmíð Hrafnhildar
Hagalín Guðmundsdóttur Ég er
meistarinn. Leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson. Ég er hættur! Far-
inn! (Ég er ekki með í svona asna-
legu leikriti) kallast óvenjulegt
verk eftir Guðrúnu Kristínu
Magnúsdóttur. Leikritið hlaut
fyrstu verðlaun í samkeppni sem
L.R. hélt í tilefni af opnun Borg-
arleikhússins. Leikstjóri er Guð-
jón Pedersen.
Enn er ekki allt upptalið enn
því að eftir áramót verður frum-
sýndur glænýr og spaugilegur ís-
lenskur söngleikur eftir þá Gunn-
ar Þórðarson og Ólaf Hauk
Símonarson, sem ber heitið:
Réttur dagsins, kók og skata.
Leikstjóri verður Pétur Einars-
son. Ótalið er enn eitt innlent
verk, einnig nýtt af nálinni, og
kallast það 1932. Höfundur er
Guðmundur Ólafsson, sem jafn-
framt mun leikstýra verkinu. Þá
verður sett upp sígilt meistara-
stykki Tennessee Williams:
Köttur á heitu blikkþaki í þýð-
ingu Örnólfs Árnasonar, en leik-
stjóri verður Stefán Baldursson.
Á síðasta leikári voru fá verk
sem hlutu jafnmikla athygli og lof
og Sigrún Ástrós í túlkun Mar-
grétar Helgu Jóhannsdóttur eftir
breska höfundinn Willy Russel í
þýðingu Þrándar Thoroddsen.
Leikstjóri er Hanna María Karls-
dóttir. Þeir sem misstu af Sigrúnu
eða fýsir að sjá hana aftur fá til
þess tækifæri í haust því að þá
verða aftur hafnar sýningar á
verkinu. BE
Hafnarborg
Ný tónleikaröð
Næstkomandi sunnudag hefst
í Hafnarborg ný tónleikaröð á
vegum menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar og Tríós
Reykjavíkur. Fyrirhugaðir eru
fernir tónleikar.
Tríó Reykjavíkur var stofnað
árið 1988. Meðlimir þess eru þau
Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari, Gunnar Kvaran selló-
leikari og Halldór Haraldsson pí-
anóleikari. Tríóið hefur fengið til
liðs við sig nokkra innlenda og
erlenda listamenn til að leika á
tónleikunum.
Á fyrstu tónleikunum á sunnu-
dag koma fram, auk Tríósins,
Ronald Neal fiðluleikari og kons-
ertmeisari í Kammersveit Dallas-
borgar. Gayane Manasjan fyrsti
sellóleikari í sömu sveit og Unnur
Sveinbjamardóttir lágfiðlu-
leikari. Frumfluttur verður
kvartett fyrir tvær fiðlur og tvö
selló eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
Hafnarborgarkvartettinn, sem
saminn var sérstaklega fyrir og
tileinkaður hinni nýju tónleika-
röð. Þá mun Halldór Haraldsson
ásamt erlendu gestunum leika
tríó í d-moll op. 49 eftir Felix
Mendelssohn, og að lokum verð-
ur fluttur kvintett í C-dúr op.163
fyrir strengi eftir Franz Schubert.
Þessir fyrstu tónleikar eru til-
einkaðir minningu dr. Sverris
Magnússonar.
Fílharmónía
C-moll messa og söngnámskeið
Söngsveitin Fílharmónía hefur starfsár sitt í byrjun
september. Messa eftir Mozart, jólatónleikar og
söngnámskeið á dagskrá vetrarins
Söngsveitin Fílharmónía hefur
sitt 31. starfsár þann 3. septemb-
er næstkomandi. Aðalverkefni
vetrarins verður flutningur á C-
moll messu eftir Mozart ásamt
Sinfóníuhljómsveit íslands, jóla-
tónleikar og söngnámskeið til
undirbúnings fyrir þá sem hug
hafa á að ganga í kórinn.
C-moll messan verður flutt í
Háskólabíói 10. janúar á næsta
ári, en jólatónleikar Söngsveitar-
innar verða í Kristskirkju
snemma á jólaföstunni.
Námskeiðið sem sveitin hyggst
gangast fyrir er hugsað til að
hvetja ungt fólk til inngöngu í
kórinn. Kennd verður raddbeit-
ing, nótnalestur og undirstöðu-
atriði í tónfræði. Raddprófun fer
síðan fram í lok námskeiðsins og
gefst þá þátttakendum kostur á
að ganga í Söngsveitina.
Kórstjóri Fflharmóníu er Úlrik
Ólason og verður hann kennari á
námskeiðinu ásamt Margréti
Pálmadóttur aðalraddþjálfara
kórsins og Elísabetu Erlingsdótt-
ur óperusöngkonu.
Námskeiðið hefst nú á mánu-
daginn, 3. september, kl. 20 og
verður kennt í húsi FÍH að
Rauðagerði 27. Kennsla fer fram
mánudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga í tvær vikur kl. 20 til
22.30. Nánari upplýsingar fást
hjá formanni kórsins og gjald-
kera í símum 39119 og 611165 á
kvöldin, skráning á námskeiðið
er í sömu símum.
Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar
Kvaran og Halldór Haraldsson
myndaTríó Reykjavíkur, sem í
samvinnu við Hafnarborg efnirtil
fernra tónleika í safninu.
Nýlistasafnið
Sýning
handa Lang
Sýning á verkum í eigu
safnsins í tilefni af heim-
sókn menningarmála-
ráðherra Frakka opin
um helgina
Jack Lang menningarmálaráð-
herra Frakka var eins og kunnugt
er í för með Mitterrand forseta í
opinberri heimsókn hans síð-
astliðinn miðvikudag. Langsýndi
íslensku listalífi mikinn áhuga og
óskaði eftir að heimsækja Ný-
listasafnið. Af því tilefni var sett
upp fyrir hann sýning á verkum í
eigu safnsins í húsakynnum þess
við Vatnsstíg 3b.
Á sýningunni eru verk eftir
fimmtán íslenska og erlenda lista-
menn. Þar er bæði að sjá eldri
verk sem sýnd hafa verið áður og
ný verk sem ekki hafa komið fyrir
sjónir ahnennings fyrr en nú.
Fólki gefst kostur á að skoða
þessa sýningu um helgina, laug-
ardag og sunnudag milli kl. 14 og
18.