Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 6

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 6
Áfram meður sveinum geisar sínum Næstum allur heimur virðist lútaforustu Bush Bandaríkjaforseta og stjórnar hans íaðgerðum gegn smástórveldinu írak. Niðurstaðanaf öllusaman gœtiþó orðið aukinnhraðiívaldatilfærslunnifráBandaríkjunum til Japans og Evrópu Frá því í ágústbyrjun hefur heimurinn haft við að glíma al- varlegasta deilumál í milliríkja- samskiptum frá lokum kalda stríðsins, þar sem Persaflóadeilan er. Gangur mála í þeirri deilu hef- ur vakið athygli á því, hvflíkar 'gerbreytingar hafa orðið á heildarstöðunni í alþjóðastjórn- málum á undraskömmum tíma. Gegn írak hefur risið slík eining ríkja heims að annars eins eru ekki dæmi í sögunni. Kaldastríðstafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er úr sögunni í Austurlöndum nær sem annars- staðar og afstaða stórvelda þess- ara í deilunni er í stórum dráttum sú sama, þótt Sovétríkin fari hæg- ar í sakirnar. Kína, sem lengi leitaðist við að verða forusturíki þriðja heimsins í andstöðu við Bandaríkin og Sovétríkin, skerst heldur ekki úr leik í alþjóðasam- stöðunni. írak hefur enga með sér nema nokkur arabaríki, sem sum a.m.k. draga þar að auki taum þeirra meira eða minna nauðug. Jen og mörk í stað kjarnaflauga Deila þessi hefur að vissu leyti orðið uppsláttur fyrir Bandarik- in. Þar í landi hefur gætt von- brigða út af því að „sigur“ vestur- blakkarinnar á sovétblökkinni í kalda stríðinu hefur ekki orðið Bandaríkjunum til teljandi dýrð- arauka. í staðinn hefur heimsat- hyglin beinst að Japan, sem er á hraðri leið með að fara fram úr Bandaríkjunum sem mesta efna- hagsveldi heims og Evrópu sem er að renna saman undir forustu Þýskalands. Þessir aðilar eru risa- veldi í krafti efnahagsmáttar, en aðeins að fremur litlu leyti í krafti herafla. Undanfarin allra síðustu ár hefur því oft verið sagt sem svo, að þau tímamót séu orðin að efnahags- en ekki herstyrkur ráði ferðinni í alþjóðamálum. Mörk og jen og hátæknivæddur iðnaður hafí nú drjúgum meira vægi en risaherir með kjarnavopn og eiturgas í fórum sínum. í því sambandi hefur legið beint við að benda á Sovétríkin, sem neyðst hafa til að draga stór- lega saman seglin í alþjóðamál- um þrátt fyrir sinn risaher, vegna þess að efnahagur þeirra er í lam- asessi. En hjá Bandaríkjunum gætir einnig þesskonar hnignun- ar, þótt hvergi nærri eins mikil sé og hjá höfuðandstæðingnum sem Bandaríkin halda áfram flutningum iiðs og vopna tU SaúdMrabki flg 4wm«&aifr»ðingar teija að í lok mánaðaríns muni þau hafa þar rtægitegan Uðondyrtc ti ffcMnrainNgqMirfaÍNr t.irak. AÐUTAN Bandaríkin hafa meira að segja ástæðu til vissrar þórðargleði út af þeim efnahagslegu vand- ræðum, sem líkur benda til að geti orðið hlutskipti Evrópu og Japans af völdum hugsanlegs minnkandi olíuaðstreymis og olí- uverðbólgu. Þessháttar er líklegt til að veikja stöðu Evrópu og Jap- ans gagnvart Bandaríkjunum á sviði fjár- og efnahagsmála. Stórveldismetnaður átti hér hlut að máli, eins og svo ótal sinn- um fyrr í sögunni. Sem forustu- stórveldi heimsins hafa Banda- ríkin undanfarið verið á unda- nhaldi, en með frumhlaupi sínu gegn Kúvæt gaf Saddam þeim tækifæri til að rétta við hlut sinn í þeim efnum með því að taka for- ustuna í aðgerðum gegn írak. Meira að segja var svo að sjá, að engu öðru ríki eða ríkjasam- steypu heims væri fært að takast á hendur það forustuhlutverk. Þetta var á sinn hátt dýrleg uppá- koma fyrir forustumenn Banda- ríkjanna; nú gengu ekki aðeins í sporaslóð þeirra bandamenn þeirra í Vestur-Evrópu, heldur og höfuðandstæðingurinn þang- að til í gær, Sovétríkin. Stríðs- og friðar- líkur vega salt Sagn-, stjórnmála- og hernað- arfræðingar þeir, sem heims- pressan hefur leitað til síðustu vikumar eru eins og gengur mis- jafnlega bjart- og svartsýnir og lætur kannski nærri að iíkumar á því að stríð skelli á í „vöggu heimsmenningarinnar“ séu eitt- hvað álíka miklar og horfurnar á að takist að afstýra því, miðað við niðurstöður fræðinganna í heild. En það álit er nokkuð áberandi að sú skoðun sé ofarlega hjá bandarísku fomstunni að fyrst Saddam hljóp svona á sig nái ekki nokkurri átt að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara. Ekki sé nóg að semja upp á það að íraksher fari frá mestum hluta Kúvæts og að gíslunum verði sleppt, eins og vissar líkur benda til að vaki fyrir Saddam, dauðskelfdum í úlfa- kreppu, heldur skuli ekki af látið fyrr en Saddam sé úr sögunni, sem og her hans og eiturgas og kjarnorkuvígbúnaður. írak yrði þá ekki um fyrirsjáanlega framtíð fært um að bera höfuð og herðar yfir granna sína, ógna þeim og Varar Jóhannes Páll páfí annar, sem nú er á ferðalagi um AÍríku, ráðlagði kaþólskum álfubúum í ræðu fyrr í vikunni að forðast galdra og gerninga og kvað slíkt leiða til andlegrar þrælkunar og falskrar trúariðkunar. Mælti páfi svo er hann ávarpaði mannfjölda í Mwanzahéraði í Tansaníu, en það hérað er við Viktoríuvatn. Prestar þar í landi segja ein- hver brögð að því að Afríku- menn, sem látið hafi skírast, hneigist aftur til galdra og ann- arra trúarsiða úr heiðni þegar tímamir eru erfiðir, eins og þeir eru oft og víða þar í álfu. einu sinni var. í augum heimsins eru Bandaríkin í síauknum mæli að verða risaveldi fyrst og fremst í krafti hers síns, fremur en valda á sviðum fjár- og efnahagsmála. Smáríki í röð mestu hervelda Upp frá þessum þenkingum hrökk heimurinn 2. ágúst við innrásina í Kúvæt. Þá sýndi það sig sem ýmsa hafði kannski gmn- að, að hernaðarafl skipti enn miklu máli í heimsstjómmálum. frak með aðeins um 17 miljónir íbúa hefur þrátt fyrir það einn af stærstu herjum heims og þar með fírn af eiturgasi og verður að sumra áliti búið að koma sér upp kjarnavopnum eftir fáein ár. í krafti hers síns og gereyðingar- vígbúnaðar er írak orðið eins- konar stórveldi, a.m.k. í saman- burði við önnur arabaríki og á þriðjaheimsmælikvarða. Saúdi- Arabfa, miklu auðugri að fé og olíu en írak en með miklu minni her, stóð ráðafá gagnvart háskan- um. Líkur bentu til að næsta skref Saddams íraksforingja yrði að hertaka hin olíuauðugu Persafló- ahémð Saúdi-Arabíu ásamt með Sameinuðu arabafurstadæmun- um og verða með því langolíu- auðugasti valdhafí heims. Evrópa og Japan, með sína sjóði af gallhörðum mörkum og jenum en tiltölulega lítinn her- styrk, urðu líka ráðafá. Auk þess sem nú kom áþreifanlega í ljós hvað sameining Evrópu í stjóm- óg hermálum er skammt á veg komin. Stórveldis- metnaður Bandaríkin hófu hinsvegar í skjótri svipan að draga saman mikinn afla liðs og vopna á Pers- aflóa og í Saúdi-Arabíu, og er það mesti liðssafnaður þeirra með ákveðnar aðgerðir fyrir augum frá því í Víetnamstríðinu. Eru Bandaríkin jjó miklu minna upp á Persaflóaolíuna komin en Evrópa og sérstaklega Japan. Afríkuför páfa við göldnim Að beiðni tansanskra presta gagnrýndi páfi í ræðunni þann sið að Iáta brúðir ganga kaupum og sölum, en þetta er enn talið gott og gilt víða í Tansaníu og annars- staðar í Afríku. Er þetta á þá leið að maður gefur fjölskyldu unn- ustu sinnar peningaupphæð nokkra eða húsdýr, einkum nautpening, til að fá samþykki fjölskyldunnar til hjónabands. Reynist brúðurin vera hrein jóm- frú er siður að fjölskylda hennar fái aukagreiðslu að liðinni brúð- kaupsnótt. Dagur Þorleifsson Prestar í Mwanza segja þessa fornu hefð mjög tekna að spillast, þar eð feður hafi nú hækkað brúðarverðið svo mjög, að hjón- avígslur dragist á langinn úr hófi, með þeim afleiðingum að kæru- stupör lifi saman ógift. Varaði páfi í ræðunni við að láta brúðar- verðshefðina ganga út í öfgar, þar eð þessháttar leiddi til þess að fólk yrði niðurlægt og metið ein- ungis eftir eignum. Páfí, sem fengið hefur hinar ágætustu viðtökur hvar sem hann hefur komið í ferðinni, mælti einnig í ræðunni gegn getnaðar- vörnum og kvað notkun þeirra geta leitt til virðingarleysis fyrir mannslífinu. Fólksfjölgun er meiri í Afríku sunnan Sahara en í nokkrum öðrum heimshluta og er illa fyrir álfunni spáð ef ekki takist að draga úr honum að mikl- um mun. skelfa heiminn allan með líkum á því að meirihlutinn af olíuforða jarðar kæmist undir yfirráð þess. Þar að auki yrðu þesskonar örlög íraks viðvörun hinum og þessum þriðjaheimsríkjum, sem sýna lit á að raska valdajafnvægi - eins og vaninn er að kalla það - með því að búa til úr sjálfum sér svæðis- bundin stórveldi. Freisting hnignandi stórveldis Bandaríska herforustan (í dag- legu tali kölluð Pentagon), sem undanfarið hefur döprum augum séð fram á niðurskurð herút- gjalda og uppsagnir herforingja, eygir nú möguleika á að snúa þeirri þróun við með því að halda því fram að Persaflóadeilan hafi sýnt að hátæknivæddur banda- rískur risaher, reiðubúinn með litlum fyrirvara til stórfelldra að- gerða hvar sem er á hnettinum, sé nauðsynlegur öryggi alls heimsins. Undir það taka áreið- anlega fyrirtæki þau stór og mörg, sem framleiða fyrir herinn, og þeir fjölmörgu Bandaríkja- menn sem eiga atvinnu sína undir því að sú framleiðsla dragist ekki saman að miklum mun. Helstu haukarnir gegn írak í bandarísku forustunni eru sagðir vera Dick Cheney, varnarmála- ráðherra, og Colin Powell yfir- hershöfðingi. í forustu fyrir dúf- unum kváðu vera James Baker, utanríkisráðherra, og Brent Scowcroft, þjóðaröryggisráðu- nautur. Um afstöðu Bush forseta ber fræðingunum ekki saman, og er einna trúlegast að hún sé beggja blands. Bretinn Paul Kennedy, einn þeirra merkari í röð yngri sagn- fræðinga, segir stórveldi á niður- leið oft hafa verið veik fyrir freistingum, sem buðu upp á tæk- ifæri til að sýna með hernaðar- mætti fram á að enn væru þau mest í heimi. Hann bendir á í því sambandi að keppnisandi íþróttamanns sé Bandaríkja- mönnum í blóð borinn. Borga fyrri fjendur brúsann? En Kennedy bendir einnig á, að þrátt fyrir hrunið hjá kalda- stríðsandstæðingnum komist Bandaríkin ekki hjá því að viður- kenna að þau séu ekki lengur for- ustuheimsveldi á við það, sem þau voru fyrstu áratugina eftir heimsstyrjöldina síðari. í Kóre- ustríðinu höfðu Bandaríkin Sam- einuðu þjóðirnar í vasanum, en í Persaflóadeilunni er öllu meiri sjálfstæðissvipur á S.þ. Mestu um þetta veldur afturför Bandaríkj- anna í fjármálum og hátækniiðn- aði miðað við Japan og Þýska- land. Fjárlagahallinn mikli er Bandaríkjastjórn fjötur um fót og kaup Japana á bandarískum verðbréfum eru orðinn stórlega mikilvægur liður í bandaríska efnahagslífínu. Bandaríkin geta því ekki farið sínu fram á sama hátt og á ríkisárum þeirra Tru- mans og Eisenhowers. Þau leggja því hart að Evrópuríkjum og Jap- an að styðja bandaríska vígbún- aðinn gegn Saddam, einkum með fjárframlögum. Ef til stríðs kæmi gæti svo farið að Bandaríkin yrðu að heyja það að talsverðu leyti með efnahagshjálp fjenda sinna úr síðari heimsstyrjöld, Japana og Þjóðverja. Ekki er ólíklegt að það leiddi til aukins hraða í vald- atilfærslunni frá Bandaríkjunum til Japans og Evrópu. Bretar lentu í því að heyja heimsstyrj- aldirnar báðar að miklu leyti með bandarískri efnahagsaðstoð. Sá gangur mála leiddi til þess að Bandaríkin tóku við af Bretlandi sem forustuveldi heimsins. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. september 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.