Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 8

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 8
NÝTI Útgefandi: Dtgáfufélag Þjóðvfljans Framkvœtndasfjóri: Hailur Páll Jónsson Ritstjóran Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason Afgreiðsla: « 68 13 33 Auglýsirtgadeild: ® 681310 - 68 13 31 Símfax: 68 19 36 Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson Verð: 150 knónur f lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. ÚtJit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Prentun: Oddl hf. Aðsetur: Slðumúla 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Utáland Þótt flaumur fólks utan af landsbyggðinni hafi streymt til höfuðborgarsvæðisins undanfarin ár og fyrirtæki í dreifbýli átt í feiknariegum erfiðleik- um, þá hafa á þessu ári óvenju margar fregnir borist af nýjungum í atvinnulífi og nýsköpun úti á landsbyggðinni. Nú síðast beitti Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sérfyrir þeim óvenju- legu umskiptum og samningagerð, að öflugt sjávarútvegsfyrirtæki syðra, Ingimundurhf., hefur flutt starfsemi sína til út á land, norður til Siglu- fjarðar og haft makaskipti við Sigló hf. á húsnæði. Kolbeinn Friðbjamarson hjá Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði lýsti ánægju sinni með þessa þróun í viðtali við Þjóðviljann á þriðjudaginn. Koma svo stórs fyrirtækis inn í bæjarfélagið eyk- ur þar að mun stöðugleika og fjölbreytni, auk þess að vera gott fordæmi um þá möguleika sem víða kunna að liggja, sé viljinn fyrir hendi að stuðla að eflingu byggðanna. Núverandi ríkisstjóm hefur markað sér sér- stöðu í málefnum landsbyggðarinnar. Skrefin hafa verið tekin eitt af öðru og vísa vonandi veg- inn í þá átt sem halda skal. Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra flutti aðsetur Skóg- ræktar ríkisins frá Reykjavík til Egilsstaða um áramót. Á Hvammstanga er tekin til starfa Fjar- vinnslustofan Órðtak, sem tekur að sér margs konar tplvuverkefni. Nú hefur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra undirritað samning við hana um gerð hlutafélagaskrár frá upphafi. Hann hef- urfalið öllum stofnunum sem falla undir ráðuneyti hans að kanna möguleika á að láta vinna verk- efni úti á landi. Og fleiri dæmi mætti taka úr öðr- um ráðuneytum þar sem byggðasjónarmiðin em höfð að leiðarljósi þessa stundina. En aðrir aðilar hafa líka tekið frumkvæði í þessum efnum. Bændasamtökin staðsettu ný- lega Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvanneyri, þar sem hún tekur m. a. við verkefnum Búreikn- ingastofunnar sem starfaði í Reykjavík. Á Kópaskeri, fámennu byggðarlagi á ystu mörkum dreifbýlisins, er sprottin upp alþjóðleg tölvumiðstöð fyrir forgöngu öflugs skólamanns, Péturs Þorsteinssonar, skólastjóra, sem gerði sér grein fyrir því að nútíminn hefur skapað önn- ur starfsskilyrði og möguleika en þá sem byggð- ust á tækni og hefð fyrri áratuga. Það er yfirlýst stefna Alþýðubandalagsins að komi til nýrra stóriðjuframkvæmda hériendis eins og álvers þá eigi að reisa það utan höfuðborgar- svæðisins. Réttilega hefur þó verið bent á, að með því að einangra umræðuna um of við stað- setningu stóriðjunnar, vilja gleymast gmndvallar- atriðin sem beint snerta hag þjóðarinnar mest, þ.e. orkuverðið, skattamálin, forræði fyrirtækj- anna og umhverfisþátturinn. Allt hnígur í þá átt að orkuverð fari hækkandi á alþjóðavettvangi og öllum Ijóst að fljótræðisákvarðánir um orkuverð koma ekki til greina við þessi skilyrði. Samningsaðstaða íslendinga varðandi orku- verðið hefur styrkst og vandi að sjá hvaða nauð- syn rekur íslendinga til að ganga frá samningum við erlenda aðila í meginatriðum á allra næstu vikum. Allt bendir til, eins og þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa bent á, að raunhæfara sé að búa sig undir nokkurra mánaða athugun og við- ræður. Ný gögn hafa vemlega breytt þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í byggðamálum, fyrst spáð er að álver sem reist yrði á Keilisnesi kæmi Suð- umesjamönnum að litlu haldi varðandi atvinnu- þátttöku og uppbyggingu á Reykjanesi. Megin- hluti starfsmanna yrði samkvæmt athugun Byggðastofnunar fólk af höfuðborgarsvæðinu, úr Reykjavík og næsta nágrenni. Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem leggja ríka áherslu á að hugsanlegt álver rísi úti á landsbyggðinni og segist í blaða- viðtali telja það áfall, ef fyrirtækið hafni á Keilis- nesi. Trúlega mælir hann þar fyrir munn margra alþingismanna, ekki síst eftir þær nýju upplýsing- ar sem borist hafa um lítinn hag Suðumesja- manna sjálfra af þeirri staðsetningu. MÁLIT 8 S(ÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. september 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.