Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 12

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 12
AUK/SlA k9d21-532 Hörpudeildin Baráttan í algleymingi Heil umferð í deildinni á morgun. Þrjúefstuliðinleikaölláútivelli, Fram, KR og ÍBV Á morgun, laugardag, hefst 17. og næstsíðasta umferðin í 1. deildinni í íslandsmótinu í knattspyrnu, Hörpudeild. Samkvæmt móta- skrá byrja allir leikirnir á sama tíma eða klukkan 14. Óhætt er að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi baráttan um (slandsmeistaratitilinn verið jafn spennandi og nú. Tvö lið, Fram og KR eru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar með 32 stig en þó eru þeir blá- klæddu með betra markahlutfall en þeir svarthvítu. Á hæla þeirra koma nýliðirnar frá Eyjum með 31 stig og í fjórða sæti eru ný- krýndir bikarmeistarar Valur með 30 stig. Þór frá Akureyri er þegar fal- linn í aðra deild en Akurnesing- ar, með sín 11 stig, eiga þó enn möguleika á að halda sæti sínu með því að vinna þá leiki sem eftir eru. Það er þó háð því að núverandi íslandsmeistarar KA, með 16 stig, fái ekki stig úr þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir. Þrjú lið eru hinsvegar á lygnum sjó um miðbik deildar- innar. Sigurvegararnir frá því í fyrra í annarri deild, Stjaman úr Garðabæ með 26 stig, Fim- leikafélag Hafnarfjarðar með 20 stig og Víkingur með 19 stig. Leikir morgundagsins eru í raun allt úrslitaleikir og má ekk- ert út af bregða hjá toppliðunum sem og hjá þeim sem berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni. Þrjú efstu liðin leika á útivelli á morgun, Fram, KR og ÍBV en Valur heima gegn FH. Stjarnan-Fram Framarar sækja Stjömumenn heim í Garðabæinn og eiga harma að hefna frá því í fyrri viðureign liðanna í áttundu um- ferð. Þá sigraði Stjarnan Fram með þremur mörkum gegn einu á Laugardalsvellinum. Stjörnu- menn hafa verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og hafa fyrir meirí háttar stendur tfl 15. sept. á kílóastykkjum af brauðostinum góða Verð áður: Ki.77T.90 kflóið TUboðsverð: kr. 661.-3 kflóið 15% lækkun! þennan leik sigrað í síðustu fjór- um leikjum og síðast Víkinga með einu marki gegn engu. Þeir eru því til alls vísir og ekki spillir fyrir þeim að einn helsti baráttu- jaxl Framara, Pétur Amþórsson var dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar KSÍ á þriðju- dag, fyrir brottvísun í Ieik á móti FH um síðustu helgi. En maður kemur í manns stað og þennan leik verða Framarar að vinna, ætii þeir sér að vera með í topp- baráttunni. Á sama hátt hlýtur það að vera mikið metnaðarmál fyrir Stjörnuna að vinna leikinn og geta þá státað af því að hafa fullt hús stiga úr viðureign lið- anna. ÍA-KR Vesturbæjarliðið fær það erf- iða hlutverk að sækja Skagamenn heim á morgun, sem em í þeirri miður skemmtilegri stöðu að vera í næstneðsta sæti deildarinn- ar. Þessi lið hafa í gegnum tíðina háð marga hildi sín í milli en á morgun þýðir víst lítið fyrir Skagamenn að oma sér við minn- ingarar og glæsta sigra í fortíð- inni. Falldraugurinn er fyrir nokkm farinn að glefsa í liðið og þarf nánast kraftaverk til að forða því frá því að spila í annarri deild að ári. Þeir náðu að vísu að sigra Þór frá Akureyri í síðasta leik og má vera að það hafi hleypt nýju lífi í liðið. Lið KR náði að hefiia bika- rófaranna gegn Val í síðasta deildarleik þegar þeim rauð- klæddu var rúllað upp í Frosta- skjólinu. í fyrsta skipti í aldar- fjórðung em þeir svarthvítu að- eins í seilingarfjarlægð frá ís- landsmeistaratitlinum. Hvort það hefur aukið sjálftraustið hjá liðnu skal ósagt látið, en það mun koma í ljós á morgun. í fyrri um- ferðinni sigraði lið KR lið í A með tveimur mörkum gegn engu. Víkingur-ÍBV Ekkert lið í Hörpudeildinni hefur komið eins mikið á óvart í sumar og lið Eyjamanna. í vor þegar deildin byrjaði hafði eng- inn trú á að liðið gæti náð þeim árangri sem það státar af, að vera í þriðja sæti 1. deildar þegar að- eins tvær umferðir em eftir. í fyr- ri leik liðanna úti í Eyjum varð jafntefli, tvö mörk gegn tveimur. Þá náðu Eyjamenn að vinna upp tveggja marka forskot Víkinga í seinni hálfleik. Á morgun verður einn leik- maður úr hvoru liði í leikbanni, þeir Goran Micic Víkingi og Jak- ob Jónharðsson ÍBV. Micic verð- ur þó etfki meir með Víkingum því hann fékk fjögurra leikja bann fyrir gróft brot í síðasta leik á móti Stjörnunni. Hann missir jafnframt af tveimur fyrstu leikjum liðsins næsta sumar. Hvort fjarvera hans í fremstu víglínu Víkinga verður til að taka allt bit úr framlínu liðsins skal ósagt látið. Hinsvegar verða Eyjamenn að knýja fram sigur ef þeir ætla sér að verða með f slagnum um íslandsmeistaratit- ilinn. Þeir munu því mæta grimmir til leiks og ekki spillir það fyrir þeim að þeir eiga stóran og raddsterkan stuðningshóp uppá fastalandinu. Valur-FH Vinningslíkur Valsmanna dvínuðu til muna þegar þeir töp- uðu stórt fyrir liði KR í síðustu umferð og verma nú Tjórða sæti deildarinnar. Þeirra eina von er að eitthvað af efstu liðunum tapi stigum og að þeir nái að vinna FH. Hafnfirðingarnir sýndu það og sönnuðu í síðasta leik gegn Fram að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin, þegar þeir náðu þar jafntefli í fjörugum leik. Þá spillir það ekki fyrir FH að varnarmað- urinn sterki úr Val, Sævar Jóns- son verður í leikbanni, enn eina ferðina. Valsmenn unnu fyrri viðureign liðanna með einu marki gegn engu í Kaplakrika og því hafa Hafnfirðingar ekki gleymt. Þeir hafa ennfremur innan sinna vé- banda markakóng deildarinnar, Hörð Magnússon sem stefnir að því að endurtaka leikinn í ár og eignast par af gullskóm. KA-Þór Norður á Akureyri eigast svo við íslandsmeistarar KA og Þór sem þegar er fallið í aðra deild. Þór hefur unnið tvo síðustu leiki gegn KA. í fyrri umferð mótsins með tveimur mörkum gegn einu og í Meistarakeppni Akureyrar með þremur mörkum gegn einu. Liðsmenn KA vita að þeir verða að ná stigi til að halda sér uppi í deildinni og vafalaust verður það til þess að pressan verður öll á þeim. Enda yrði það nú saga til næsta bæjar ef núverandi ís- landsmeistarar féllu niður í aðra deild. Þvflíkt og annað eins hefur trúlega aldrei gerst fyrr í sögu ís- lenskrar knattspyrnu. Þór verður án Hlyns Birgis- sonar sem verður í leikbanni og KA án Halldórs Kristinssonar af sömu ástæðu. -grh Vegna útfarar Geirs Hallgrímssonar fyrrv. borgarstjóra veröa skrifstofur Reykjavíkurborgar og stofn- ana hennar lokaðar frá kl. 13.00 föstudaginn 7. september. Borgarstjórinn í Reykjavík /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.