Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 13

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 13
 :.ll mmm Texti: Garöar Guöjónsson Myndir: Jim Smart átta tíma á dag Það er heitt í kerskálanum, enda kraumar 960 gráðu heitt ál í botni 160 kerja innanhúss. Andrúmsloftið er mettað flúor, súrálsryki og brennisteinsdíoxíði. Veggir, loft og vélar í geysistórum kerskálanum eru þakin ryki, en þó grillir í gula málningu á áltökum og skautskipt- um. Hinn dæmigerði kerskálamað- ur er farinn að nálgast fimmtugt og hefur unnið hjá ísal í um fjórtán ár. Vinnan hefur sett mark sitt á öndun- arfæri hans og hann kvartar yfir hósta og surg í brjósti. Því meira sem hann hefur unnið lengur í kerskála. Öndunarfæri gestsins í skálanum hrökkva í vamarstöðu þegar komið er inn í dimman skálann. Lungun reyna ósjálffátt að verjast andrúms- loftinu með því að taka sem minnst inn. Tortryggilegar gufur stíga upp úr opnum keijum og á milli gapandi þekja yfir þeim. Tjakkar í kerjunum hvæsa á mann svo maður hrekkur við. Maður ímyndar sér að 960 gráðu heitar ál- slettur muni þá og þegar skella á manni og brenna sér leið inn í hold- ið, en það er róandi að sjá æðru- leysið í andlitum karlanna í skálanum. Föstudagur 7. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13 \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.