Þjóðviljinn - 07.09.1990, Síða 14
:
María, 23 ára kerskálamaður.
Allt í lagi að vera héma í sumarafleysingu,
en ég vildi ekki vinna héma allt árið
Áþreifanleg og
sýnileg mengun
Mestur hluti efnanna sem
stíga upp úr keijunum á að fara
um stóra stokka og inn í hreinsi-
búnað. Hreinsibúnaðurinn á að
taka hluta mengunarinnar áður en
hún kemst út í andrúmsloftið. En
verulegur hluti efnanna fer beint í
andrúmsloftið í kerskálunum og
það dylst ekki þeim sem stígur
þangað inn fæti. Mengunin í skál-
anum er áþreifanleg og sýnileg.
Hún er líka vel sýnileg í nið-
urstöðum rannsókna sem sýna að
kerskálamenn kvarta meira en
aðrir undan alls kyns meinum í
öndunarfærum.
Sú kerskálamengun sem ekki
fer niður í lungu starfsmanna fer
óhreinsuð um öflugar viflur í
rjáfri skálanna og út í andrúms-
loflið. Flúor, súrálsryk og brenni-
steinsdíoxíð.
Baldur Baldursson, trúnaðar-
maður og fylgdarmaður blaða-
manns um álverið, segir að menn
fái þyngsli fyrir brjóstið og verði
slappir af því að vinna tvær til
þijár vaktir í senn í kerskála,
einkum þegar ástandið í skálun-
um er slæmt eins og nú.
Baldur Baldursson, tmnaðarmaður
Mér léttir alltaf þegar ég kemst aftur
út (hreint loft.
Karlavígi
Rétt sem snöggvast fínnst
blaðamanninum eins og hann sé
staddur í kvikmynd um verk-
smiðjukarla í upphafi iðnbylting-
ar. Viðhaldsmenn koma í skálana
á reiðhjólum, enda eru fjarlægðir
í skálunum meiri en gengur og
gerist á vinnustöðum á Islandi.
Viðhaldsmennimir reyna að
stoppa stutt i skálunum.
Starfsmenn í kerskálum eru
um 130 talsins. Þetta er karlavígi,
en konur hafa ekki látið það alveg
afskiptalaust. María er 23 ára
gömul og hefúr verið í kcrskála í
sumar. Hún þarf ekki að hugsa sig
um þegar hún er spurð um ffam-
tíðaráformin í þessu starfi:
- Það er allt í lagi að vera í
sumarafleysingu héma. En ég
myndi ekki vilja vinna héma allt
árið. Það er allt of mikil drulla og
mengun héma.
Hún vinnur við áltöku ásamt
reyndum starfsbróður, grímulaus-
um. Hann segist ekki geta notað
grímu vegna hitans.
- Ef það er 20 stiga hiti úti fer
hitinn hér upp í fimmtíu gráður,
segir hann.
Lítiö álver
Kerskálamir í Straumsvík em
hvor um sig nær kílómetri að
lengd og em merktir með tölu-
stöfúnum einn og tveir. Þeir liggja
meðfram Reykjanesbrautinni frá
suðvestri til norðausturs. Þama
fer fram mannfrekasta og um-
fangsmesta starfsemin í því ferli
sem þarf til þess að framleiða hrá-
ál. Sem fyrr segir em 160 ker í
hvorum skála um sig, 320 alls.
Alverið í Straumsvík er lítið
álver. Þar em ffamleidd 80,000 til
90,000 tonn af hrááli á ári. Það er
lítið ef miðað er við það álver sem
fyrirhugað er að reisa á íslandi
innan fárra ára. Það er líka lítið
miðað við að árið 1984 vom
ffamleiddar nær 19 miljónir tonna
af áli í heiminum.
En Straumsvíkurverið er
dótturfyrirtæki svissneska fjöl-
þjóðafyrirtækisins Alusuisse og
það er stórfyrirtæki. Auðhringur,
myndi einhver segja. Starfsmenn
álversins í Straumsvik em um
600 talsins, en Alusuisse hefur
um það bil 25 þúsund starfsmenn
á sínum snæmm. Fyrirtækið hef-
ur umsvif í Ameríku, Affíku, Evr-
ópu og Ástralíu. Fyrir tíu ámm
ffamleiddi Alusuisse um 800 þús-
und tonn af hrááli á ári, en hefur
nú dregið vemlega úr þeirri ffam-
leiðslu. Þess í stað hefur fyrirtæk-
ið einbeitt sér að úrvinnslu áls.
Stund milli
stríöa
Súrálið sem notað er í
Straumsvík kemur frá Ástralíu
þar sem auðugar báxítnámur er að
finna. Úr báxíti er unnið súrál og
það er meginhráefni álversins.
Súrálið kemur sem duft í
Straumsvíkurhöfn og er dælt í
þijá súrálsgeyma. Þaðan er það
flutt í smærri geyma, svokallaða
súrálsdaggeyma. Þeir em fjórir,
staðsettir á milli kerskálanna. Úr
daggeymunum fer súrálið ásamt
öðm sem til þarf í kerin í skálun-
um.
Það er mikill léttir að koma
inn í aðsetur viðhaldsdeildar á
milli kerskálanna. Öndunarfærin
starfa eðlilega að nýju og líkam-
inn slakar á. Mengunin kemur
heldur ekki eins mikið á óvart
þegar farið er yfir í kerskála eitt.
Þar er allt á sama veg og í skála
tvö. Áltakar fara um, stinga rana í
botn kerjanna og sjúga ál upp í
deiglur. Hver deigla tekur fimm
tonn af áli og það þarf þijú ker til
þess að fylla hana.
Deiglunum er ekið úr ker-
skálum yfir í steypuskála. Sýni
em samviskusamlega tekin úr
hverri deiglu, en að því loknu
liggur leið álsins í mót af ýmsum
stærðum og gerðum.
Vinnuslys
Andrúmsloftið er allt annað
og hreinna í steypuskála en í ker-
skálum, en móttakan er nokkurs
konar millisvæði. Þar kvarta
menn yfir óþægindum vegna loft-
mengunar. Steypuskálinn er næst
stærsta einingin í álverinu í starfs-
mönnum taiið. Þar vinna 90
manns. Á neðra gólfi liggja stæð-
ur með álbörmm (állengjum),
þeir stærstu em 12 tonn að þyngd.
Þessir silfurlitu, verðmætu áls-
tautar em enn ylvolgir þar sem
þeir liggja á gólfinu.
- Þú ættir að setja upp gler-
augun, segir gamalreyndur verka-
maður við blaðamann. Blaða-
maðurinn minnist hitans á álinu
þegar það rennur niður í mótin,
setur hlífðargleraugun upp í flýti
og brosir vandræðalega framan í
þennan miðaldra verkamann sem
hefur starfað við álverið í sautján
ár.
- Vinnuslys em tíð hér í
steypuskálanum, flest smávægi-
leg, en það er mun minna um að
menn fái álslettur á sig nú en áð-
ur, segir Birgir Jónsson, verk-
stjóri í steypuskála.
Ábyrgö hvers
og eins
14 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ
Manni em afhent hlífðargler-
augu og hjálmur áður en lagt er
upp í skoðunarferð um álverið.
Það er gengið eftir því að maður
hafi hjálminn á höfðinu. Menn
em líka hvattir til þess að hafa
grímur fyrir andlitinu í kerskál-
um, en það er þó á ábyrgð hvers
og eins. AIl nokkrir láta grímum-
ar eiga sig.
- Þetta er spuming um hvað
menn venja sig á, segir Baldur
Baldursson.
Hann heldur að starfsmenn í
kerskála viti nokkum veginn
hvað þeir em að láta oní sig í
vinnunni. Þeir gera sér að minnsta
kosti grein fyrir því að þeir em að
innbyrða efni sem hafa skaðleg
áhrif á öndunarfærin.
Rannsóknir sýna að kerskála-
mönnum er hættara en almennum
borgurum við ýmsum kvillum og
sjúkdómum. Rannsókn á 20001
kerskálamönnum í níu álverum á
íslandi, í Noregi og í Svíþjóð sýn-
ir að kerskálamenn kvarta meira
en aðrir yflr hósta og surg í
bijósti. Munurinn á þeim og við-
Súrálsgeymamir. Þama er að finna
helsta hráefni álversins, en tvö tonn
af súráli þarf til þess að framleiða eitt
tonn afáli.
miðunarhópi er vemlegur og
munurinn eykst eftir því sem þeir
vinna lengur í kerskála. En enn
sem komið er liggja aðeins fyrir
bráðabirgðaniðurstöður úr þessari
rannsókn. Lokaniðurstöður eiga
að birtast í haust.
Langur
starfsaldur
Niðurstöður norskrar rann-
sóknar benda til þess að starfs-
mönnum álvera sé hættara en öðr-
um við lungnakrabba. Rannsókn-
in náði til starfsmanna álvera í
Noregi og sýndi að krabbameins-
tilfelli í þeim hópi vom fleiri en
búast mátti við. Munurinn var
sérstaklega mikill hvað lungna-
krabba snertir.
Þrátt fyrir þetta ílengjast
menn í kerskála eins og í álverinu
vfirleitt. Fyrsta heila starfsár ál-
versins var 1970, en margir nú-
verandi starfsmanna hafa verið
með frá upphafi. Sumir allt frá
byggingartímanum.
Jakob R. Möller starfsmanna-
Álver og flúormengun
Fmmefníð flúor er ekki talið hættulegl þcgar það er innbyrt í mjög
litlu magni, enda er ílúor meðal annars notaður í drykkjarvatni og íil
tannhirðu. Þessi notkun er þó umdeild. Flúor er eiturefni og getur verið
mjög skaðlegur mönnum, dýrum og jurtum í tiltölulega litlu magni. Flú-
ormengun hefur alltaf verið vandamál f álverinu í Straumsvr'k.
Upphaflega var enginn hreinsibúnaður í álverinu í Straumsvík. En
árið 1973 gerðu heilbrigðisyfirvöld verksmiðjunni að setja upp búnað til
þess að hreinsa flúor úr lofti frá kerskálunum. Uppsetningu búnaðarins
var lokið árið 1982, en hann hefur samkvanní heimildum Þjóðviljans
aldrei starfað sem skyldí.
í framhaldi af kröfunni um hreinsibúnað komu fram tillögur um
mörk sem gerðu ráð fyrir að eitt kilógramm af flúor mætti fara út í and-
rúmsloftið fyrir hvert tonn sem framleitt er af áli.
Um þetta er fjallað í skýrslu Hollustuvemdar rfkisins frá 1988. Þar
segir að ISAL hafi ekki talið að verksmiðjan geti staðið við þessi mörk,
en hafi samþykkt að miða við tvö kiló af flúor fyrir hvert tonn af áli.
Miðað við
88 þúsund tonna ársframleiðslu fara þá 176 tonn af flúor út um rcyk-
háfa verksmiðjunnar árlega. Flúormagnið fyrir hvert tonn hefur hins
vegar iðulega verið mun meira. Þegar Hollustuvemd mældi flúormagn-
ið firá verksmiðjunni árið 1986 mældust allt að 5,8 kiló af flúor fyrir
hvert áltonn.
Rætt er um að hámarkslosun á flúor eigi að vera um eitt kiló fyrir
hvert áltonn sem firamleitt verður í nýju álveri, verði það reist hér á landi.
Það þýðir að um 200 tonn af flúor fara út i andrúmsíoftið árlcga.
Auk lofhnengunarvanda vegna flúomotkunar álvera má ncfna að
kerbrot frá álverum eru flúormenguð. Kerbrot frá vcrinu í Straumsvík
hafa vcrið grafin i flæðarmálínu. Ekki er enn vitað hvemig kerbrotum
frá hugsanlegu álverí nýju verður fargað.
Meint eituráhrif áls
Léttmálmurinn ál er mikið notaður í samfélagi nútímans. Á1 er
notað í alls kyns samgöngutæki, matvælaumbúðir, klæðningar um
hús og til ótal hluta annarra. Á síðari ámm hafa komið fram upp-
lýsingar sem benda til þess að ál hafi skaðleg áhrif á menn, dýr og
jurtir. Til dæmis hefur verið bent á samband milli áls og hrömun-
arsjúkdóma.
Á1 er þriðja algengasta frumefnið í jarðskorpunni en er yfirleitt
bundið öðrum efnum. Talið er að um 8,5 af hundraði jarð-
skorpunnar sé ál.
Sýring vatns vegna mengimar, meðal annars vegna brenni-
steinsmengunar frá áliðnaði, er sögð valda því að ál losnar frá öðr-
um efnum svo það kemst í drykkjarvatn og þannig í líkama manna
og dýra. Fiskadauði í súrum vötnum er talinn orsakast meðal ann-
ars af áli sem leggst á tálkn fiskanna.
I breska læknatimaritinu Lancet 14. janúar í fyrra var sagt frá
rannsóknum vísindamanna á fylgni álmagns I drykkjarvami og
tíðni Alzheimersjúkdómsins. Rannsóknin náði til svæða í Englandi
og Wales og miðað var við tíðni Alzheimer hjá fólki undir 70 ára
aldri. Upplýsingar um álinnihald vatns á tíu ára tímabili voru
fengnar frá yfirvöldum og vatnsveitum. Niðurstöðumar sýna að
haetta á Alzheimer var 50 prósent meiri þar sem álmagn náði 0,11
milligrömmum á hvem litra vatns en þar sem það náði 0,01 milli-
grammi á hvem lítra. Hins vegar em menn beðnir að túlka niður-
stöðumar með varúð eins og gjama er gert þegar niðurstöður sem
þessar em birtar.
I Lancet-greininni er jafnframt vimað í norska rannsókn sem
bendir til samhengis á milli áls í drykkjarvatni og andlegrar hröm-
unar.
I tímaritinu New Scientist 18. ágúst siðast liðinn er svo enn
fjallað um meint eituráhrif áls. Þar segir frá niðurstöðum rannsókn-
ar sem fór fram á vegum háskólans í Toronto í Kanada. Þannig er
mál með vexti að á árunum 1944-1979 létu námufyrirtæki í Ont-
ario í Kanada verkamenn sína anda að sér álryki til þess að draga
úr hættu á steinlungum. Niðurstöður rannsólaiarinnar em sagðar
enn ein sönnun þess að ál hafi eituráhrif á heilann.
Það kom í ljós að námuverkamenn sem höfðu andað að sér ál-
ryki bám í meiri mæli en eðlilegt getur talist einkenni andlegrar
hrömunar. Svo virðist sem álrykið hafi haft slæm áhrif á skamm-
tímaminni þeirra og aðra andlega getu. Þess ber þó að geta að nið-
urstöðumar fela ekki í sér læknisffæðilega greiningu.
Búast má við að á næstu ámm verði sífellt meiri áhersla lögð á
að rannsaka meint eituráhrif áls, ekki síst þar sem ál er stór hluti af
daglegu lífí fólks. Til dæmis er talið að drykkir með lágt sýmstig
leysi ál úr umbúðum, til dæmis dósum.