Þjóðviljinn - 07.09.1990, Side 21
h elgarivi enningin
Uppdiktaður
veruleiki
Sigurður Þórir opnar sýningu í Listasafni alþýðu
og ætlar svo að stökkva til Englands
Maðurinn og konan em eilíf viðfangsefni. Mynd: Kristinn.
Sigurður Þórir Sigurðsson hef-
ur verið að puða í málverki um
tveggja áratuga skeið og verið
afar viljugur að sýna okkur af-
raksturinn. Hann hefur haldið
sýningar á 1-2 ára fresti undan-
farin ár og nú er hann að opna
sýningu í Listasafni alþýðu við
Grensásveg, nánar tiltekið á
morgun, laugardag.
Þeir sem fylgst hafa með list
Sigurðar tóku eftir því fyrir
nokkrum árum að umtalsverðar
breytingar urðu á myndum hans.
Hann fór að nota glaða liti og
mála fólk í náttúrunni en ekki í
daglegri önn. Enn er hann að þróa
þessa stefnu sína og til viðbótar
við málverkin eru komnar pastel-
myndir og svarthvítar penna-
teikningar. Blaðamaður telur sig
greina landslag í myndunum sem
er að mörgu leyti „íslenskara” en
áður. Það eru engir pálmar heldur
fossar, og fjöil sem gætu verið
Esjan.
Aö snerta streng
„Jú, það gæti verið eitthvað til
í þvísvarar listamaðurinn þegar
þessi kenning er borin undir hann.
„Annars hef ég verið að fjalla um
íslenskan veruleika í myndum
mínum undanfarin ár. Aður var ég
meira í alþjóðlegum veruleika en
nú er það sá íslenski sem mótar
mig. Þess vegna er íslenskt um-
hverfi orðið sterkara í myndun-
um. _
Ég hef tekið upp þann sið að
Guðbjörg Lind listmálari:
Fossar bæði heilla mig og
hrella í senn. Á morgun verður
opnuð sýning á verkum henn-
ar í Nýhöfn, sem unnin eru á
síðustutveimurárum. Mynd:
Kristinn.
Myndlist
Fossniður
Guðbjörg Lind opnar málverkasýningu í Nýhöfn á morgun
Þegar komið er inn í vinnustofu Guðbjargar Lindar listmálara blasa
hvarvetna við fossar, fossar af öllum stæroum og gerðum. Langir og
mjóir, stuttir og breiðir. Verkin eru stór og lítil, en öll í mjög sérstökum
bláum litum, fossarnir eru hvítir.
- Ég er að berjast við formin,
litina og flötinn. Á síðustu sýn-
ingu var myndefnið dálítið ann-
að. í myndunum féllu fossar fram
á borð og dýr, eða borð með dýrs-
haus. Nýjustu myndirnar mínar
eru einfaldari, borðin eru hætt að
birtast, og ég nota fossinn frjáls-
legar en fyrr. Áður en ég málaði
fossa málaði ég dýr. Dýrin þróuð-
ust síðan yfir í ferfætlinga, borð
sem stundum voru með dýrshaus.
- Þetta eru allt myndir af foss-
um, séðum frá ýmsum skrítnum
sjónarhornum. Ég set saman
tvær andstæður í myndunum,
fossinn og auðnina, segir Guð-
björg Lind, sem á morgun opnar
sína aðra einkasýningu í Nýhöfn
við Hafnarstræti 18. Hún hefur
einnig haldið einkasýningar í
Slúnkaríki á ísafirði, og tekið
þátt í nokkrum samsýningum síð-
an hún útskrifaðist frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands fyrir
nokkrum árum.
Hvers vegna eru fossar þér svo
hugleiknir?
- Ástæðan fyrir því hversu
mikið ég mála fossa er sjálfsagt
flókin. Mér finnst þeir heillandi
og hrellandi í senn. Þeir hafa síast
inn í mig á ferðum mínum um
landið. Kannski hefur vatns-
hræðsla mín einhver áhrif á þetta
val mitt á myndefni. Ég hef ekk-
ert á móti því að fólk túlki fossa
mína á sinn hátt, eða segi þá hafa
erótíska tilvísun, eins og algengt
er. Oft eru þær hugsanir sem
móta verkið ekki meðvitaðar fyrr
en eftir á. Ég er ekki meðvitað að
mála einhvern sérstakan boð-
skap, áhorfendur mega túlka
myndir mínar eins og þá sjálfa
lystir. %
Ertu ánœgð með myndir þínar?
— Þetta er erfið spurning.
Stundum fer ég sæl heim að
kvöldi, en þegar ég sé myndina,
sem ég er að vinna að, aftur næsta
morgun skil ég ekki hvað hefur
glatt mig kvöldinu áður. Það er
erfitt að útskýra hvemig tilfinn-
ingar maður ber til eigin verka,
þetta er ekki beinlínis sæluá-
stand, heldur verður maður ró-
legur þegar best lætur. Mér fellur
best að mála nokkrar myndir í
einu, þá get ég ýtt einni til hliðar
ef ekkert gengur og tekið til við
aðra. Stundum hendir það að ég
byrja á mynd sem gengur strax
upp, en það er sjaldan. Oftast
liggur nokkurra mánaða vinna að
baki hverju verki.
Áttu þér eftirlœtismálara?
- Sá listamaður sem hefur haft
hvað mest áhrif á mig er Kristján
Davíðsson, sem kenndi mér í
Myndlista- og handíðaskólanum.
Ég hef alltaf verið hrifin af Jú-
líönu Sveinsdóttur og Ágústi Pet-
ersen. Allir verða fyrir áhrifum
af öðmm listamönnum, hvort
sem það er sjáanlegt eða ekki.
Ég hlakka til að opna sýning-
una og fá viðbrögð fólks við verk-
unum. Mér þykir gaman að því
þegar fólk þorir að segja hvað því
finnst. íslendingar em ófeimnir
að hafa sínar skoðanir á málun-
um. Það er leiðinlegur misskiln-
ingur að menn þurfi að skilja list-
averk á einhvern sérstakan hátt.
Fólk þarf ekki að læra neitt til að
geta notið listverka.
Sýning Guðbjargar Lindar er
opnuð á morgun, laugardag, kl.
14-16. Listasalurinn Nýhöfti er
opinn um helgar kl. 14-18, en alla
virka daga nema mánudaga kl.
10-18. Sýningunni lýkur 26. sept-
ember.
BE
ferðast töluvert um landið og gera
skissur. Þá verða teikningamar og
pastelmyndimar til, en svo vinn
ég úr bestu hugmyndunum á
vinnustofunni. Ég verð fyrir ýms-
um áhrifum á þessum ferðum, en
vemleikinn sem birtist í myndun-
um er þó uppdiktaður. Ég er að
fást við manneskjuna sem þarf að
finna sér samræmi í náttúrunni.
Myndimar mínar em andsvar við
firringunni, menguninni og ljót-
leikanum, gegn því set ég eins-
konar upphafna fegurð og reyni
þannig að skerpa andstæðumar.
Það vantar eitthvað til að hrista
upp í fólki og það gerist ekki með
því að sýna því það sama og sést í
fféttunum. Það verður að snerta
streng í bijósti fólks með fegurð-
inni vegna þess að einungis mað-
urinn getur bjargað mannlífinu.”
- Og þú heldur að okkur sé
viðbjargandi?
„Eg er raunsæismaður í eðli
mínu en jafhffamt bjartsýnn á að
hægt sé að snúa þróuninni við.
Þetta er spuming um vilja og
skynsemi, að gróðaöflin fái ekki
að sigla öllu í kaf. Ábyrgðin á því
er hjá hinum almenna borgara,
hann verður að spoma við. Það er
að renna upp fyrir okkur hér á ís-
landi að mengun sem verður úti í
hinum stóra heimi getur borist
hingað, hún gerir það fyrr eða síð-
ar. Við emm ekki vön að hugsa í
stóru samhengi, en þegar fólk
skilur að jörðin er ein heild breyt-
ist hugsunin, hún verður heild-
stæðari.”
Vinnan er frjósöm
- Þú ert hcettur að mála hafh-
arverkamenn.
„Ég veit það nú ekki, kannski
em þeir bara komnir í veiðitúr úti
í náttúmnni. Áður fyrr einskorð-
aði ég mig við að lýsa ytri vem-
leika í myndum mínum, en nú
reyni ég að túlka einhvem innri
veraleika. Og svo er það maður-
inn og konan, eilíft viðfangsefni.”
Sigurður hefur eingöngu
fengist við myndlist ffá árinu
1984 þegar hann hætti að kenna.
Hann hefiir verið duglegur að
sýna, enda segir hann að á sýn-
ingum selji hann flestar myndir.
„Maður verður að taka þetta
alvarlega eins og hveija aðra
vinnu. Þetta er spuming um aga,
að halda sig við efnið. Og vinnan
er fijósöm því hún kveikir hug-
myndir, ein mynd kallar á aðra.
Og nú er ég á leiðinni til Eng-
lands þegar sýningunni lýkur. Eg
ætla að hafa vetursetu nærri
Lundúnum, vinna og endumýja
kynnin af heimslistinni. Ég er for-
vitinn að sjá hvaða áhrif það hef-
ur á mig, hvort það koma nýir
hlutir inn í hugann. Það er nauð-
synlegt fyrir listamenn að skipta
um umhverfi, horfa til baka og
gera upp. Og svo er þetta einnig
hugsað sem hvíld frá þessum
hreppapólitíska vemleika hér á
Islandi,” segir hann og brosir sínu
breiðasta.
Sýning Sigurðar Þóris verður
opin til 23. september nk. -ÞH
Föstudagur 7. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 21