Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 3
Kraftajötnar
í hár saman
íslenska umboðsskrifstofan hf. sendi í gær frá
sér fréttatilkynningu þar sem veist er mjög
harkalega að Hjalta Ámasyni sem skipulagt
hefur mótið „Kraftur 90“
í íréttatilkynningunni segir að
mótshaldari hafi aldrei boðið Jóni
Páli Sigmarssyni formlega að
taka þátt í keppninni. Svo segir
orðrétt: „Astæðu þessa má einna
helst rekja til þess að Hjalti Ama-
son er sagður þreyttur á því að lifa
i skugga Jóns Páls.“
Þá segir að Hjalti hafi í gegn-
um árin reynt að komast með
tæmar þar sem Jón Páll hafi hæl-
ana, „án sýnilegs árangurs. I
fyrstu var þessi viðleitni Hjalta
eins og íþróttamanni sæmir,
bundin við þær keppnir sem þeir
báðir tóku þátt í. 1 seinni tíð hefur
Hjalti Amason gert sig sekan um
að nota meðöl sem jaðra við at-
vinnuróg og þaðan af verra,“ seg-
ir orðrétt í tilkynningunni.
Seinna í fréttatilkynningunni
er nefnd grein sem birtist í
íþróttablaðinu á síðasta ári, „en
þar mátti skila á Hjalta að hann
væri mun betri að öllu leyti en Jón
og einungis slembilukka hafi fært
Jóni þann árangur, sem hann hef-
ur náð á alþjóðavettvangi".
Barði Valdimarsson hjá Is-
lensku umboðsskrifstofunni sagði
við Þjóðviljann í gær að Jón Páll
Sigmarsson hefði lesið yfir ffétta-
tilkynninguna áður en hún var
send út og ekkert haft við hana að
athuga.
„Þetta er blaðra sem hefur
verið að þenjast út og er að
springa núna,“ sgði Barði.
Hjalti Amason sagði við
Þjóðviljann að hann væri undr-
andi á þessu, því hingað til hefði
hann talið sig og Jón Pál hina
mestu máta.
Hjalti sagðist hafa boðið Jóni
Páli þátttöku, en Jón Páll tekið
dræmt í það, því að hann væri
upptekinn við að koma upp lík-
amsræktarstöð sinni, Klóa.
Barði sagði það rétt hjá Hjalta
að hann hefði orðað þátttöku við
Jón Pál, en sagði jafnframt að
samtímis hefði Hjalti látið í veðri
vaka að best væri fyrir alla aðila
að Jón Páll væri ekki með.
„Jón Páll sagðist ætla að
hugsa málið en síðan var öllum
nema honum sent skriflegt form-
legt boð og boðin þátttaka í
keppninni.“
Keppnin „Kraftur 90“ fer
fram í Reiðhöllinni á morgun, en
þar verður keppt í 25 kg stein-
kasti, lýsistunnuhleðslu, hjól-
böruakstri, rafgeymalyftu, kraft-
hleðslu, sekkjadrætti og hlaupi og
trédmmbalyftu.
Islensku þátttakendumir em
þeir Hjalti Amason og Magnús
Ver Magnússon. Auk þeirra em
fjórir erlendir keppendur, þeir
Bill Kazmaier og O.D. Wilson ffá
Bandaríkjunum og Jamie Reeves
og Adrian Smith frá Bretlandi.
Kraftakeppnin verður með
nýju sniði því keppnin er bæði
liða- og einstaklingskeppni.
-Sáf/hmp
Evrópubandalagið
Skortur á
vinnuafli
fyrirsjá-
anlegur
Þótt flest lönd Evrópubanda-
lagsins búi nú við 10-15% at-
vinnuleysi þá er fyrirsjáanlegt að
skortur verði á vinnuafli í löndum
bandalagsins innan 30 ára. Þetta
segir í skýrslu breskrar rannsókn-
amefhdar, sem nýlega hefur verið
gefm út. Astæðan er minnkandi
bameignir.
Sú mikla fjölgun bameigna
sem varð í kjölfar stríðsins skilaði
þeirri kynslóð sem nú er á besta
aldri. Þessi kynslóð hefúr aukið
framleiðslu og hagvöxt svo urn
munar, en hún hefur ekki endur-
nýjað sig að sama skapi, og skort-
ur á fólki á vinnufærum aldri mun
þegar gera vart við sig árið 2020
segir í skýrslunni.
Þótt fólksfjölgun eigi sér enn
stað innan bandalagsins, þá breyt-
ist aldursskiptingin þannig að
vinnufæm fólki fækkar hlutfalls-
lega. Höfundar skýrslunnar telja
að íbúafjöldinn innan EB-land-
anna muni ná hámarki árið 2005,
en síðan muni verða bein fækkun.
Arið 2020 reikna höfundar skýrsl-
unnar með að vinnufæm íolki
iiman EB hafi fækkað um 8 milj-
ónir frá því sem nú er. Nú em 145
miljónir vinnufærra manna í
bandalagsríkjunum 12. Skýrslu-
höfúndar segja að þeim muni
fjölga um tvær miljónir fram til
ársins 2000, en síðan muni verða
ör fækkun á næstu 20 ámm niður
í 137 miljónir. Heildarmannfjöld-
inn mun á sama tima dragast sam-
an úr 326 í 323 miljónir íbúa.
Arið 2020 er gert ráð fyrir því
að 20% íbúanna verði yfir 65 ára
aldri í stað 14% eins og nú er.
Höfúndar skýrslunnar telja að
innflutt vinnuafl muni ekki geta
fyllt þetta skarð, þrátt fyrir mikið
framboð frá A-Evrópu. Meðal
annars vegna þess að eðlilegt
ástand verði komið á vinnumark-
aði i Austur-Evrópu um það leyti
sem vinnuaflsskortsins tekur að
gæta í vesturálfúnni. Skýrsluhöf-
undar benda jafnframt á að vax-
andi eftirspum eftir hvers konar
þjónustu fyrir aldraða muni setja
svip sinn á atvinnulíf í álfunni á
næstu áratugum. -ólg/Reuter.
Föstudagur 2. nóvember 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 3
TILB0Ð VIKUNNAR