Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 9

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 9
En hverjar eru skyldur blaðsins, efekki við þenn- an þríeina og heilaga málstað^ sósíalisma, þjóð- frelsi og verkalýðshreyfingu? I stuttu máli þá eru skyldur blaðsins við lesendur þess og enga aðra. Þjóðviljinn stendur á tímamótum um þessar mundir. Verið er að vinna að ákveð- inni lausn á fjárhagsvanda blaðsins, sem í stórum dráttum felst í því að jafnframt því sem húseignir blaðsins hafa verið seldar hefur útgáfústyrk næstu 12 ára verið ráð- stafað til þess að greiða upp skuldahalann. Jafnframt verður stofnað hlutafélag til að fá nýtt fé inn í reksturinn og mun það bera ábyrgð á rekstrinum ásamt útgáfúfélaginu. Þetta þýðir jafnframt að blaðið verður framvegis að standa á eigin fótum fjárhagslega. Þessar breytingar eru til hins betra, en gefa jafnframt tilefni til þess að staldra við og endurskoða útgáfúna í heild miðað við breyttar aðstæður. Fámennisvald í fjölmiðlun í yfír hálfa öld hefur Þjóðviljinn verið ómissandi og sérstæð rödd í heimi íslenskr- ar Qölmiðlunar. Sérstaða blaðsins hefur framar öðru falist í tvennu: Það hefúr hald- ið uppi vakandi gagnrýni á ríkjandi þjóðfé- lagshætti út frá hugsjón um samstöðu og félagslega samábyrgð verkalýðs og allrar alþýðu manna. Jafnframt hefur blaðið oft getað státað sig af þvi að hafa á að skipa blaðamönnum, sem hafa skarað frammúr í íslenskri blaðamannastétt. Þetta tvennt hef- ur gert blaðið áhrifameiri rödd í íslenskri þjóðfélagsumræðu en upplag þess og (jár- hagslegt veldi hafa sagt til um. Það er hins vegar ekkert sem segir að slíkt gerist sjálf- krafa í framtíðinni, og blaðið býr nú að mörgu leyti við erfiðari ytri skilyrði en oft áður. I fyrsta lagi eiga prentmiðlamir í vax- andi samkeppni við ljósvakamiðlana um athygli almennings og auglýsingar. I öðru lagi hefur þróunin hér á landi orðið í átt til fámennisvalds eða einokunar á prentmiðla- markaðnum. Morgunblaðið og DV hirða nú yfír 90% af þeim auglýsingatekjum sem til falla á auglýsingamarkaði dagblaðanna, og þar af er hlutur Morgunblaðsins vænt- anlcga um eða yfír 70%. Hér verða svo gagnverkandi áhrif til þess að magna upp vandann, þannig að út frá hreinu viðskipta- legu sjónarmiði virðist staða litlu dagblað- anna vera fyrirfram glötuð. Hornsteinar lýöræðisins En fjölmiðlamarkaðurinn byggir ekki bara á lögmálum fjármagnsins. Að minnsta kosti viljum við sem vinnum hér á blaðinu ekki trúa því. Lýðræðið hefur aðrar þarfir en fjármagnið og getur aldrei látið stjómast af lögmálum þess. Fjölræði í fjölmiðlum er einn af homsteinum hvers lýðræðisríkis, og sú þróun sem átt hefur sér stað í átt til miðstýringar og fámennisveldis í íslenskri upplýsingamiðlun ætti að vera áhyggjuefni allra þeirra, sem bera lýðræðið fyrir brjósti i alvöru. Afhelgun stjórnmálanna Saga íslenskra dagblaða hefur verið ná- tengd sögu stjómmálaflokkanna, og þau em þannig beint afsprengi þess þingræðis- kerfis, sem hér mótaðist á fyrri hluta aldar- innar. Á sama hátt og stjómmálaflokkamir stóðu fyrir ákveðinn sannleika, sem nálg- aðist trúarbrögð, þá höfðu blöðin slíkan sannleikastimpil, og oft vom stjómmála- mennimir sjálfir á kafi í blaðamennsku og gættu þess að upplýsingamiðlunin væri að öllu leyti í anda hins rétta trúboðs, þar sem andstæðingnum var engin miskunn sýnd eða sanngimi. Á þessu hafa nú orðið miklar breyting- ar sem eiga sér augljósar skýringar í breyttri þjóðfélagsgerð. Sú hreina stéttar- lega skipting, sem stjómmálafiokkamir byggðu á á sínum tíma sem flokkar verka- lýðs, bænda og þjóðemissinnaðrar borg- arastéttar, hefur máðst út og hagsmuna- árekstramir í þjóðfélaginu hafa tekið á sig nýjar myndir, sem oftar en ekki ganga þvert á hefðbundna flokkaskipan. Flokk- amir em ekki lengur sá kirkjulegi trúboðs- söfnuður, sem hafði allan sannleikann á sinni könnu og notaði flokksmálgagnið til að hella honum yfir lesendur með góðu eða illu. Og dagblöðin hafa bmgðist við þessu með auknum faglegum metnaði, þar sem upplýsingamiðlun er teflt fram gegn hinu gamla trúboðshlutverki. Djöfullinn í kirkj- unni Þessi þróun hefúr ekki gengið sárs- aukalaust fyrir sig. Skammsýnir stjóm- málamenn hafa ekki viljað sleppa því tang- arhaldi sem þeir höfðu á fjölmiðlunum, og gamlir lesendur af eldri kynslóðinni hafa bmgðist ókvæða við þegar andstæðingnum var sýnd sanngimi i „flokksmálgagninu", rétt eins og djöflinum hefði verið hleypt lausum í kirkjunni. Og „málgagninu“ er sagt upp. Vegna þess að áskriftin var i raun af trúarlegum hvötum eða hreinum eigin- hagsmunahvötum, en ekki af upplýsinga- þörf. Heilög þrenning Þjóðviljinn er eina dagblaðið á Islandi sem hefur í undirtitli sínum ákveðna pólit- íska yfirlýsingu: „málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar". Þessi yfirlýsing hljómar nokkuð vel, svo langt sem hún nær. En þegar betur er að gáð rist- ir hún býsna gmnnt. Fátt hefúr á undan- fomum ámm verið umdeildara í röðum vinstri manna en einmitt spumingin um hvað beri að kenna við sósíalisma. Og sú hugmynd um þjóðfrelsi, sem vinstrimenn hér á landi hafa byggt meðal annars á kröf- unni um hlutleysi í vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna, kemur óhjákvæmilega til nokkurrar endurskoðunar miðað við þá þróun sem nú á sér stað í heiminum, og ekki síst innan evrópskrar vinstrihreyfing- ar. Vandi blaðsins við að standa undir þriðja málstaðnum verður þó sýnu erfiðast- ur. Verkalýðshreyfingin á Islandi er að minnsta kosti þrískipt, og átök á vinnu- markaði undanfarin ár hafa frekar ein- kennst af átökum milli þessara fylkinga en átökum á milli launafólks og launagreið- enda. Hafi Þjóðviljinn tekið sérstaklega undir málstað ASÍ eða BSRB eða BHMR á undanfomum ámm hefur það undantekn- Þjóðviljinn tímamótum ingarlaust valdið fjöldauppsögnum og „banni" á blaðið úr hinum fýlkingunum. Af þessu öllu má ráða, að yfirlýsingin í undirtitli blaðsins hefúr í raun litla þýðingu og er leif frá gömlum tíma. Skyldur blaðsins En hverjar em þá skyldur blaðsins, ef ekki við þennan þríeina og heilaga mál- stað? í stuttu máli, þá em skyldur blaðsins við lesendur þess, og enga aðra. Hverjir em lesendur Þjóðviljans? Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Hagvangs sjá 14,7% þjóðarinnar Þjóðvilj- ann nær daglega og 9,6% þjóðarinnar les hann svo til alltaf. Ef við horfumst svo í augu við það að auka þarf áskrifendafjöld- ann um a.m.k. 2000 frá því sem nú er til þess að reksturinn gangi eðlilega, þá getum við haldið þvi fram að mögulegur og nauð- synlegur lesendahópur blaðsins - eigi það að standa undir sér fjárhagslega- sé um þeim hætti að opna fyrir fjölbreyttari skoð- anaskipti. Svo vill til, að ritstjórar Þjóðviljans hafa verið og em vel skrifandi menn. Og þeir skrifa líka undir upphafsstöfum. En það em ofúrmannlegar kröfúr að ætlast til þess að þeir geti skrifað af full- komnu viti um öll þau mál sem koma þurfa til umfjöllunar í ritstjómargreinum. Auk þess sem það getur verið leiðigjamt fyrir lesendur að lesa alltaf skrif sömu mann- anna, hversu ritfærir sem þeir annars em. Sú hugmynd, að það sé meginverkefni ritstjóra að skrifa leiðara og sjá til að þar komi ekki fram nema ein rétt skoðun, er einfaldlega ekki í takt við þarfir lesenda. Hún er arfleifð frá gamla lénstímanum, þar sem stjómmálamennimir litu á málgagnið sem sitt lén og ritstjórana sem umboðs- menn hins pólitíska lénsveldis. Ein leið til þess að gera blaðið að lýð- ræðislegum vettvangi fyrir lesendur þess væri að hafa leiðaraskrif undir fúllu nafni og að auk þess að skrifa leiðara sjálfir, þá 20% þjóðarinnar. Þessi fimmtungur þjóð- arinnar er ekki einlitur hreintrúarsöfhuður. Hann lætur ekki boða sér endanlegan sann- leika í hverju máli. Hann er gagnrýninn, bæði á þjóðfélagið og á blaðið, og hann hungrar í opna og gagnrýna þjóðfélagsum- ræðu, sem Þjóðviljinn á að vera betur í stakk búinn til að sinna en aðrir fjölmiðlar. Þessi fimmtungur þjóðarinnar er ekki bundinn einum stjómmálaflokki og ekki tilbúinn að skrifa upp á ævilanga tryggð við flokk eða blað. Til þess að blaðið lifi þarf það að uppfylla þörf hjá lesendum. Við þurfum að standa saman um að gera þetta blað nauðsynlegt fyrir alla þá sem vilja taka þátt í lifandi þjóðfélagsumræðu á íslandi, einkum þennan fimmtung þjóðar- innar. Um leið þurfum við að taka af skarið um það að blaðið er ekki málgagn einstakra stjómmálamanna eða afmarkaðra hags- munahópa. Það er upplýsingamiðill sem á að endurspegla sinn lesendahóp og skapa um leið valkost og andsvar við því fámenn- isveldi sem einkennir íslenska blaðaútgáfu. Fámennisveldiö Morgunblaðið skrifar sínar fréttir, leið- ara og Reykjavíkurbréf nafnlaust. Á bak við blaðið stendur nafnlaus valdahópur sem hefur leitast við að gera blaðið að valdastofnun í þjóðfélaginu. Stofnun, sem ekki lætur sér nægja þá yfirburðaaðstöðu sem hún hefur náð í upplýsingamiðlun í landinu, heldur er nú farin að senda sína fúlltrúa inn á þing. Þjóðviljinn á ekki að vera slík stofnun. Hann á ekki að vera upp- eldisstöð fýrir stjómmálamenn. I stað þess að vera hagsmunavígi á hann að vera lýð- ræðislegur vettvangur. Eigendur blaðsins eiga að vera lesendur þess, og hið nýja hlutafélag um útgáfu blaðsins ætti ásamt ritstjóminni að sýna þetta með afgerandi hætti á þeim tímamótum í sögu blaðsins sem nú fara í hönd. Breytt stefna Ein aðferðin til þess að losa blaðið úr kreppu hinnar þröngsýnu hagsmunavörslu „málgagnsins“ væri fólgin í því að breyta leiðaraskrifum og ritstjómargreinum með veldu ritstjórar menn til slíkra skrifa, sem þeir treystu. Ekki endilega vegna skoðana, heldur vegna þekkingar á málunum. Það væri þjónusta við lesendur að fá að lesa leiðara um jafnréttismál kvenna sem skrif- aður væri af konu með reynslu á því sviði. Það væri ekki verra að hún hefði komið ná- lægt stjómmálastarfi Kvennalistans. Það væri áhugavert að lesa leiðara um verka- lýðsmál, til dæmis eftir formann BSRB eða forseta ASI. Það væri fróðlegt að lesa leið- ara um heilbrigðismál eftir mann sem hefði sérþekkingu á því sviði. Og svo framvegis. Alþingismenn (úr ólíkum flokkum) gætu líka tekið að sér slík skrif í vissum tilvik- um, án þess að lesendum væri þar með misboðið. Einfaldlega vegna þess að með þessu móti markaði blaðið sér stefnu sem lýðræðislegur vettvangur og upplýsinga- miðill, en ekki sem þröngt hagsmunamál- gagn. Styrkjum lýöræöiö Hlutverk ritstjómarinnar á ekki að vera að verja heilög vigi, sem eru löngu fallin í huga lesenda blaðsins, heldur að gera það að lýðræðislegum vettvangi fýrir skoðana- skipti. Stjómmálaflokkamir eiga líka að skilja, að það stuðlar að bættri upplýsingu og traustara lýðræði að breyta samskiptum á milli flokkanna og fjölmiðlanna. Ekki síst á þetta að verða augljóst þegar Morgun- blaðið er orðið að stjómmálaflokki og full- trúar þess em á fúllu á báðum vígstöðvum: að tryggja sjálfúm sér brautargengi í próf- kosningum og stýra öflugasta upplýsinga- miðli þjóðarinnar. Sú staðreynd sýnir okk- ur að islensk upplýsingamiðlun er enn ófullburða sem sjálfstæð stoð undir því lýðræðiskerfi sem við búum við. Þar þarf úrbóta við og þar hefúr Þjóðviljinn mikil- vægu hlutverki að gegna. Ólafur Gíslason skrifar Föstudagur 2. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.