Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 14
Bamahiálp S.Þ.
ísland borgar minnst
Verkefni íslands í þróunar
aðstoð hafa íyrst og fremst
verið á sviði fiskveiða,
einkum á Grænhöfðaeyjum.
Peningar hafa þó
alltaf verið af skomum
skammti og nú er
rannsóknarskipið
Fengur bundið
við bryggju
í Reykjvík.
íslendingar greiða minnst
allra Norðurlandaþjóða til Bama-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF). Á meðan hver íslend-
ingur greiðir 11 krónur til stofn-
unarinnar, greiðir hver Norðmað-
ur 640 krónur. Sviar, Finnar og
Danir greiða minna en Norð-
menn, en hlutfallslega margfalt
meira en íslendingar.
Þessar upplýsingar komu
fram hjá framkvæmdastjóra fjár-
öflunardeildar UNICEF sem var á
ferð hér á landi í vikunni. Hann
hvetur íslensk stjómvöld til þess
að leggja meira af mörkum en nú
er gert.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra hefur lýst yfír
vilja til þess að auka framlag Is-
lands til UNICEF, en þess má
geta að samkvæmt fjárlagafmm-
varpi á framlagið að minnka frá
því sem nú er.
Þess_ má geta að í fyrra
greiddu Islendingar rúmlega tvö-
falt meira til Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar S.Þ. (FAO) en
til bamahjálparinnar, en eins og
kemur fram í viðtali við Bjöm
Dagbjartsson fara tvær krónur af
hverjum þremur sem renna til
FAO í skrifstofuhald. -gg
14 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. nóvember 1990