Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 16

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 16
stofnunar íslands, orðaði þetta þannig í fréttabréfi um þróunar- mál fyrir tveimur árum: „Það sem við höfum sam- þykkt, heitið og lofað hvað eftir annað er að miða okkar þróunar- framlög við fólksfjölda, þjóðar- framleiðslu, þjóðartekjur, annað ekki. Hvers vegna það er tíu sinn- um erfiðara fyrir okkur en aðra Norðurlandabúa er ráðgáta.“ íslendingar þurfa að marg- falda framlag sitt til þess að ná meðaltali OECD ríkja. En það er jaftiframt forvitni- legt að skoða hvemig aðstoðinni er varið. Nær tveir þriðju hlutar norsku aðstoðarinnar fóru til tví- hliða verkefna ýmiss konar, en rúmur þriðjungur til alþjóðlegra stofnana. Þessu er öfugt farið þegar Is- land á í hlut. Aðeins þriðjungur íslensku aðstoðarinnar fór til tví- hliða verkefna á borð við þau sem unnið hefur verið að á Græn- höfðaeyjum og víðar. Samþykkt Alþingis Bjöm Dagbjartsson telur að Islendingar eigi að leggja áherslu á tvíhliða verkefni, enda hafi þeir þannig mest áhrif á hvemig fénu er varið. - Við eigum að nota það litla sem við fáum í tvíhliða verkefni, ekki bara í stofnanir eins og Mat- væla- og landbúnaðarstofnun S.Þ. þar sem tvær krónur af hveijum þremur fara í skrifstofuhald, segir Bjöm. - Alþingi samþykkti árið 1985 að auka framlög til þróunar- aðstoðar jafnt og þétt þar til hún næði 0,7 hundraðshlutum af þjóð- arffamleiðslu árið 1992. Sam- kvæmt því ætti aðstoðin að nema einum og hálfúm miljarði króna á næsta ári. En raunveruleg þróun- araðstoð í frumvarpi að fjárlögum fyrir næsta ár nemur 275 miljón- um króna. Það jafngildir 0,075 hundraðshlutum af þjóðarfram- leiðslu, segir Bjöm í samtali við Þjóðviljann. í fjárlagafmmvarpinu er þró- unaraðstoð reiknuð 345 miljónir, en Bjöm telur eðlilegt að draga 70 miljónir ffá því. Það em peningar sem fara til Austur- Evrópu og Bjöm segir að engin önnur þjóð flokki það sem þróunaraðstoð. Svikin loforð Samkvæmt fjárlagaffumvarpi fær Þróunarsamvinnustofnun 78,5 miljónir króna til umráða á næsta ári. Það er 3,5 miljónum meira en í fyrra. Hins vegar gerir frumvarpið ráð fyrir að íslending- ar greiði rúmlega 104 miljónir króna til þróunarstofnunar Al- þjóðabankans, og sú upphæð mun þá rúmlega tvöfaldast ffá þessu ári. - Ef við fáum bara 78,5 milj- ónir króna á næsta ári getum við ekki staðið við allt sem við höfúm lofað eða skapað væntingar um. Við höfúm til dæmis hálfþartinn lofað að smíða 12-14 tonna bát og senda til Grænhöfðaeyja, en það samrýmist ekki þessari fjárveit- ingu, segir Bjöm Dagbjartsson. -gg Þróunar samvinnu- stofnun Lög um Þróunarsamvinnu- stofnun Islands voru samþykkt árið 1981. Nú starfa tveir menn á skrifstofu stofnunarinnar við Rauðarárstíg, en starfsmenn hennar eru 12 alls. Átta þeirra starfa nú að fiskveiðaverkefni í Namibíu, einn er á Grænhöfða- eyjum og einn í Malawí. Það er í verkahring ÞSSI að sjá um þróunaraðstoð sem miðar að varanlegum breytingum til batnaðar. Neyðarhjálp er ekki á verksviði stofnunarinnar. Verkefni ÞSSÍ hafa öðru fremur beinst að fiskveiðum og athyglin hefúr einkum beinst að aðstoð við Grænhöfðaeyjar. Fyrsti samningurinn um þróunar- aðstoð við Grænhöfðaeyjar var undirritaður í júní 1980. Smíði og útgerð rannsóknaskipsins Fengs hefúr verið veigamesta verkefnið þar, en Fengur er nú við bryggju í Reykjavík, enda kostar 40 miljón- ir króna á ári að reka hann. Verkefnið í Namibíu felst að- allega í aðstoð við fiskirannsókn- ir. -gg 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ 11 INaP Vf Sil I m m Opnub hafa verib ný bílastæbi vib Alþingisreit meb abkomu frá Tjarnargötu. Gjaldskylda alla virka daga frá kl. 07:30 til 18:30. Frítt er á kvöldin og um helgar. Giald fyrir fyrstu klukkustund er 30 krónur og 10 krónur fyrir hverjar byrjaöar 12 mínútur eftir þaö. 1. Komib aö bílastæöi. Ytið á hnapp við innkeyrsluhliðið, takið við miða og geymið. 2. Bílinn sóttur. Gengið að miðaaflesara. Setjið miðann í miðaraufina, uppsett gjald greitt,þú færð miðann aftur. 3. Ekib frá bílastæbi. Akið af stæði að útaksturshliði. Setjið miðann í miðaraufina, hliðið opnast. Þú hefur 10 mínútur til þess að aka út. Ef lengri tími líður frá greiðslu miða, opnast úthlið ekki og borga þarf meira. Sé viðdvöl á stæði skemmri en 5 mínútur þarf ekki að setja miða f miðaaflesara áður en ekið er af stæðinu. Ath. Þó frítt sé á stæðið , á kvöldin og um helgar, þarf samt að setja miða í miðaaflesara og þá birtist "0 kr." á skjá og þú færð miðann aftur, sem gildirfyrir útaksturshlið. Á reitum merktir A eru 60 gjaldskyld bílastæði til almennra nota alla virka daga frá kl. 07:30 til 18:30. Reitur B er sérstaklega merktur Alþingi. Reitir merktir A eru hins vegar opnir almenningi á kvöldin og um helgar og þá er frftt í stæðin. BILASTÆjDASJÓÐUR REYKJAVIKUR SKULATUNI 2. SIMAR: 21242 pG 18720 BILANAVAKT, SIMI 27311, UTAN VINNUTÍMA. C3 £ 55

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.