Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 21

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 21
HELGARMENNINGIN Iþröngri skrifstofukompu uppi á lofti einhversstaðar í iðandi stórborginni hitti blaðamaður Nýs Helgar- blaðs tvo ljóðaunnendur. Þeir hafa undanfamar vikur og mán- uði einbeitt sér að djúppælingum og þýðingum á tveimur velþekkt- um dönskum skáldum: Michael Strunge og Sören Ulrik Thomsen. Þýðendumir em skáldin Magnúx Gezzon og Þórhallur Þórhallsson. Magnúx snaraði Thomsen, en Þórhallur Strunge. Ljóðin em ný- komin út á einni bók sem ber heit- ið Líkami borgarinnar. Hverjir em Thomsen og Strnnge? Magnúx: Þeir em báðir ætt- aðir frá Kaupmannahöfn, fæddir 1956 og 1958. Af þeim göfugu árgöngum, sem em að gera það sem mest vit er í á bókmennta- sviðinu bæði í Danmörku og á Is- landi. Fólk fætt í kringum miðjan sjötta áratuginn og fram yfir 1960 lifði sína menningarbyltingu í gegnum pönkið og nýbylgjuna. Það sagði skilið við allt þetta meðvitaða brölt sem hippakyn- slóðin stóð fyrir, t.d. jámingabók- menntimar og „knækprósann". Nú stjómar þessi 68-kynslóð þjóðfélaginu, og auglýsir sjálfa sig stíft, hefúr líka bestu aðstæð- umar til þess. Forsendur nýskáld- anna em allt aðrar en þeirra sem þau beina spjótum sínum helst gegn. Hvaða forsendur áttu við? Magnúx: Það er leitað aftur í tímann, í rómatíkina og inn á við. Þórhallur: Það er rómantísk- ur blær á Ijóðum beggja ljóð- skáldanna sem kemur á óvart. Svið Ijóðanna er Kaupmannahöfn eins og þeir þekkja hana í dag. Magnúx: Þeir hleypa tilfinn- ingunum miskunnarlaust að, þeir em ekki svalir gæjar. Þórhallur: Ég er viss um að þessi ljóð höfða fyrst og fremst til ungs fólks. Magnúx: 1 þessu sambandi er rétt að taka fram að kynslóð játn- ingahöfúndanna var fjandsamleg í garð þessara skálda sem ekki leystu þjóðfélagsvandamál. Þau vom sökuð um einangmnar- stefnu, og kölluð hægrisinnar. A þau vom notuð öll skammaryrði sem hægt var að finna, en þau vom þó meira eða minna tengd vinstri hreyfingunni. Hjá ný- skáldunum snúast ljóðin meira um mannslíkamann og beina skynjun. Þórhallur: Ljóðin fjaHa um upplifún á malbikinu, og um það hvaða áhrif neon og plast hefúr á þetta einmana taugabrak. Ljóðin em ákall til náttúmnnar og krafa um mannlega reisn. Magnúx: Mér finnst bera meira á þessari náttúmþrá hjá Stmnge en hjá Thomsen. Þýðingar á Ijóðum dönsku skáld- anna Michaels Strunges og Sörens Ulriks Thomsens gefnar út Þórhallur: En þeir em svo tengdir í tíma og rúmi. Því oftar sem ég les þá þeim mun líkari þykja mér þeir. Ljóðin em alþjóð- leg, þau fjalla um borgina. Magnúx: Stmnge er meiri predikari, og guð birtist okkur í tveimur ljóðum; Sjónvarpinu, þar sem hann er í fjandsamlegu tæknigervi, og Dínamíti og brjóstsykri, sem er ákall til guðs um að ljóðmælandinn fái að vera maður, en deyja að öðmm kosti. Þórhallur: Það er merkilegt við tómhyggjuna í kveðskap Stmnges að hún er svipuð og maður las í Steini Steinarri hér áður fyrr. Þeir yrkja báðir um tómleikann. En krafa Stmnges er um fegurra mannlíf, lausn frá sót- svörtu malbiki, neoni og eiturlyfj- um. Ljóðin stilla manni upp við vegg og krefjast svara. Það er annað hvort allt eða ekkert. Magnúx: Ég hef oft hugsað um það að dauði Stmnges er alger fúllkomnun á þessu rómantíska æði. (Innskot: Hann svipti sig lífi árið 1986.) Þórhallur: Eins og óhjá- kvæmilegur endir. Lesi maður ljóðin fær maður á tilfinninguna að ástæðan sé sú að Stmnge finn- ist að hann hafi ekki fengið að vera maður. Spumingin sem hann beinir til lesenda er sú hvort hægt sé að vera maður í þessu borgars- ukki. Reykjavík er að þróast í stórborg. Hún er nú allt önnur en hún var á okkar uppvaxtarámm. Magnúx: Þótt íslensk stór- borg verði alltáf öðmvísi en út- lend borg. Magnúx: Athyglisvert, og mikilvægt, í þessu er vitundin um mannslíkamann. Skáldin nota mannslíkamann mikið, og vím- una. Eitur! Meira eitur! Ör vil ég dansa og heitur. Eitur! Eitur! Eit- ur! orti Sveinn ffamtíðarskáld. Þórhallur: Eins og titill bók- arinnar visar til: Líkami borgar- innar. Líkami er efnisheild lifandi vem. Borgin er persónugerð í titli bókarinnar. Snertiflöturinn er lík- ami vor, sem upplifir og skynjar borgarsamfélagið. Líkaminn i tækhivæddu þjóðfélagi. Em þessir höfundar undir áhrifúm frá einhveijum höfúnd- um, og stefnu annarri en þeirri rómantík sem þið hafið þegar minnst á? Þórhallur: Auðvitað er ein- hver arfúr í þessu, þetta er ekki allt saman flunkunýtt. Magnúx: Það er fleira sem hefúr áhrif á kveðskap þeirra en rómantík; skrif módemista fyrir og upp úr seinni heimsstyijöld- inni, David Bowie, Sex Pistols, symbólistamir, Rimbaud, súrrea- listar og fleiri. Þeir líta þó ekki á sig sem súrrealista. Þessar stefnur em eins og móðurmjólkin, fúllar af fjörefnum sem menn innbyrða ósjálfrátt. Þórhallur: Það er ekki gott að greina þátt einnar steftiu ffem- ur en annarrar. Hvemig kynntust þið ljóðum Stmnges og Thomsens? Magnúx: Ég kynntist ljóðum þessara pilta úti í Kaupmanna- höfn þegar ég var ungur drengur. Þeir em báðir mikið lesnir, og þekktir í Danmörku og víðar um Evrópu. Þórhallur: Magnúx kynnti mér ljóð Stmnges og annarra öndvegisskálda, sem borið hefur á í Danmörku. Ég féll gjörsam- lega fyrir Strunge. Mér þótti fúll þörf á því að koma ljóðum þess- ara skálda yfir á íslensku. Ljóðin eiga alveg eins við reynsluheim- inn í Reykjavík og í Kaupmanna- höfn. Þið hafið rætt um það sem skáldunum er sameiginlegt; grimmt samfélag borgarinnar og fegurðarþrána, en hvað aðgreinir þá? Þórhallur: Strange er predik- ari, eins og Magnúx sagði. Thom- sen er aftur á móti meira flæðandi og persónulegri. Stmnge er harð- ari gagnrýnandi. Magnúx: Það em hreinlega ekki jafnmikil læti í Thomsen. Hann er ekki eins stóryrtur, held- ur er hann smáyrtur og við- kvæmnislegur. Þórhallur: Kjeld Gall Jörgensen sendikennari þekkti Strnnge, og sagði að hann væri sterkt skáld en veikburða manneskja. Við lestur á kvæðum Strunges datt mér oft Kristján fjallaskáld í hug. Hann segir í einu ljóða sinna: Lífið allt er blóðrás og logandi und sem lækn- ast ekki fyrr en á aldurtilastund. Þeir yrkja báðir um sama svart- nættið. Þarf þá ekki stórborgina til? Magnúx: Hverri nýrri kyn- slóð fylgir ný einsemd. Hún flyst úr sveit í borg og á milli hverfa. Finnið þið ekki skyldleika með Thomsen og Stmnge og ein- hveijum íslenskum ljóðskáldum? Magnúx: Sjálfúr get ég ekki tengt Thomsen við þekkt íslensk skáld. Hann er einstakur og hefúr haft mikil áhrif á mig. Báðir: Nei, Ijóðmálið er ann- að, en engu að síður koma þau ís- lenskum vemleika til skila á sinn hátt. Ætlið þið að þýða fleiri dönsk ljóðskáld? Báðir: Við ætlum að halda áfram að gefa út dönsk ljóð. Strunge og Thomsen em án efa ijóminn af dönskum ljóðskáldum, en þeir em bara byijunin. Það er kominn tími til að íslendingar uppgötvi að dönsk tunga er meira en misjafnlega skemmtilegir dönskukennarar. Sögusnældan gefúr bókina út, en þýðendur hlutu styrk frá Nor- ræna þýðingasjóðnum til útgáf- unnar. BE Skáld með rætur í pönki og ný- bylgju Skáldin Magnúx Gezzon og Þórhallur Þórhallsson snöruðu nýlega Ijóðum dönsku höfundanna Sörens Ulriks Thomsens og Michaels Strunges yfir á (slensku, og gáfu út á bók undir heitinu Llkami borgarinnar. Þeir segja Ijóöin gagnrýni á miskunnarleysi stórgborgarinnar. Skáldin fjalla um tómleika og vonleysi, en I gegnum ádeil- una og svartnættið skín fegurðarþráin. Mynd: Kristinn. Föstudagur 2. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.