Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 2
Þrettándabrenna hjá Æfingaskólanum
Foreldrar, nemendur og kennarar 3. bekkjar í Æfinga- og tilraunaskóla
KHl stóðu fyrir þrettándabrennu á lóð skólans við Háteigsveg f vikunni.
Foreldrar mættu með notuð jólatré, sem voru sett í brennuna, og var
stiginn hringdans og sungið umhverfis eldinn. Nemendur klæddu sig út
sem púka og álfa og síðan voru grillaðar pylsur fyrir alla og logandi pip-
arkökujólatré brotið niður og borðað með bestu lyst. Skemmtunin þótti
takast hið besta og stóð frá kl. 18-20 um kvöldið. - Ljósmyndir: Kristinn.
ÍRÓSA-
GARÐINUM
ORÐINN RÉTT AÐ
EINNI KLESSU...
Guðmundur G. Þórarinsson
alþingismaður: Þrýst á mig um
framboð í öllum kjördæmum.
Fyrirsagnir í DV
ENN LIFIR
TILLITSSEMIN
Pvlsuvagninn: Kassinn
tæmciur fyrir framan starfsmenn.
Fyrirsögn í DV
HARMSÖGULEG
BYGGÐASTEFNA
Að því gefnu að karlar og
konur parist má segja að 5%
karla á landsbyggðinni séu
kvenmannslausir meðan 6%
kvenna í Reykjavík eru karl-
mannslausar.
DV
VÍKINGABLÓÐIÐ
KRAUMAR
Staðreynd er það samt, að
mesta hættan við Persaflóa er að
ekki verði strið.
Leióari í DV
TÍMABÆR FYNDNI
Eitt sinn var sagt um drykkju-
mann í Eyjum að hættulegt gæti
verið að bera að honum eld-
spýtu. Þetta kom í hugann þegar
fréttist að, kviknað hefði í skrif-
stofu SÁÁ við Síðumúlann.
Tíminn
SÆLIR ERU HÓG-
VÆRIR
Ásgeir Hannes Eiríksson,
þingmaður Borgaraflokks, hefur
beðist undan því að verða settur
á framboðslista borgara í
Reykjavík.
Alþýöublaöiö
HEFUR HVER
SÉR TIL AGÆTIS
NOKKUÐ
Við íslendingar erum hæstir
Norðurlanda í launamismun
kynjanna.
Tíminn
SÖNGURINN ER í
FRAMSÓKNAR-
BRJÓSTINU
Aftur á móti hefur Ámi
Johnsen komist í annað sætið á
lista Sjálfstæðismanna á Suður-
landi. Hann er kunnur söngvari
en líklega laglausari en Þor-
steinn Palsson og Eggert Hauk-
dal til samans.
Tíminn
2.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991