Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 22
Frá vinstri: Berglind Sigurðardóttir (sem málaði konumyndirnar á veggjunum), Ingiríður Óðinsdóttir og Hrafn- hildur Sigurðardóttir ásamt eins mánaðar ósklrðum syni slnum. Mynd: Jim Smart. Þrenningin í ráðuneytinu Berglind, Hrafnhildur og Ingiríður draga athyglina frá embættismönnum Ekki hafa allir gert sér grein fyrir þvi að búið er að opna for- vitnilegt sýningarpláss fyrir myndlist í menntamálaráðuneyt- inu við Amarhól, til heimilis í því sem áður nefhdist Sambandshús við Sölvhólsgötu (hvíta bygging- in milli Amarhvols og Seðlabank- ans). Þama er hægt að spranga milli hæða og kíkja til skiptis milli stafs og hurðar inn á skrifstofur ráðu- neytisfólksins og á myndverk sem Hrafnhildur Schram listfræðingur velur til sjö vikna vistar á veggj- um. Nú em þama nýleg verk þriggja ungra myndlistarmanna, flest unnin á síðasta ári. Berglind Sigurðardóttir útskrifaðist frá MHÍ á síðasta ári og sýnir 26 olíu- málverk og pastelmyndir, en hún hefiir að sögn m.a. deilt tíma sín- um jafnt milli saltfiskverkunar og myndlistar. Hrafnhildur Sigurðar- dóttir er í bameignafríi frá flug- freyjustarfinu, en útskrifaðist frá textíldeild MHÍ 1986, sýnir nú 10 textílverk en hélt 1988 einkasýn- ingu á collage- verkum í Gallerí 15 í Reykjavík. Hún var líka með verk á sýningunni „Myndlistar- menn framtíðarinnar“ sem haldin var í tilefni 25 ára afmælis IBM á Islandi 1987 og sömuleiðis með fleiri textíllistamönnum í Hafnar- borg sl. haust. Á þessum tveim síðasttöldu sýningum vom líka verk eftir þriðju listakonuna í ráðuneytinu, hana Ingiríði Óðins- dóttur, sem brautskráðist frá text- íldeild MHÍ 1986 eins og Hrafn- hildur og reka þær saman textíl- vinnustofuna „Fjórar grænar og ein svört í sófa“ í Garðabænum. Ingiríður sinnir ásamt húsmóður- störfum kennslu við MHÍ og sýn- ir nú 10 textílverk, en hún hefur áður m.a. sýnt á Scandinavian Fa- bric Printing Today í American Crafl Museum í New York 1988 og á Nordform 90 í Malmö á síð- asta ári. Sýningin í menntamálaráðu- neytinu (þar sem umhverfisráðu- neyti ofl er líka til húsa) stendur til 27. febrúar og er opin kl. 9-17. ÓHT Arngunnur Ýr á Kjarvalsstööum Valinkonur flytja tónlist við opnun á „Veraldlegum menjum“ Amgunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarmaður er búsett í San Francisco, en opnar á laugardag- inn kl. 16 sýninguna „Veraldlegar menjar" í austursal Kjarvalsstaða. Þetta em um 60 verk, unnin síð- ustu tvö ár í Amsterdam, Reykja- vík og San Francisco. Við opnunina flytja tónlist systir listakonunnar Bryndís Halia Gylfadóttir Áshildur Haralds- dóttir, Bergljót Anna Haraldsdótt- ir og Steinunn Bima Ragnarsdótt- ir. Myndimar em unnar með blandaðri tækni, hefðbundnum aðferðum í olímálun, en síðan gerðar úr viði, gleri, hári, málm- um og ýmsum öðrum efnum í veggmyndum. Amgunnur Yr stundaði nám við MHI og lauk svo BFA-prófi frá San Francisco Art Institute 1986. Hún hefur haldið einkasýn- ingar hérlendis og vestanhafs og tekið þátt í fjölda samsýninga í Bandaríkjunum, Evrópu og á Is- landi. Sl. vetur starfaði hún í Ad- am (Amstel-redamme: Amster- dam), en hefiir síðan í haust búið í Friskó og áætlar brottför sína þangað hinn sextánda þessa mán- aðar. Sýning á Kjarvalsstöðum er opin daglega 12.-27. janúar kl. 11-18. ÓHT AmgunnurÝr: Vinnur úr margvíslegum efnum. Mynd: Kristinn. Athugasemd frá Kvikmyndaeftirliti ríkisins í Nýju helgarblaði, laugardag- inn 5. janúar 1991, erbirt umQöll- un um Kvikmyndaeftirlit ríkisins, hlutverk þess, starfsemi og þau lög, sem em grundvöllurinn undir starfsinu. Slíkum Qöllun er af hinu góða og sérstök nauðsyn að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál, þegar holskefia erlends myndefhis hellist yfir bömin okkar. Við gætum þess vandlega, að gefa bömunum holla og góða fæðu, og fylgjast með líkamlegri heilbrigði þeirra, en andlega fóðr- inu er ofl minni gaumur gefinn. Samt sýna nýlegar kannanir hér á landi, að við lok skyldunáms hef- ur jafn miklum tíma verið varið við að horfa á sjónvarp, mynd- bönd og bíómyndir, eins og þeim tíma, sem farið hefur í skólanám- ið. Ég held að allir séu sammála um nauðsynd þess, að hafa eftirlit með því myndefni, sem flutt er til Iandsins, og takmarka aðgang bama að því efni, sem ekki er við þeirra hæfi. Samt sem áður eimir lengi eft- ir af gömlum og úreltum fordóm- um í garð eftirlitsins, og í fyrr- nefndri umfjöllun var viðtal við Friðrik Þór Friðriksson, sem er svo uppfullt af rangfærslum og missögnum, að ekki verður hjá því komist að gera athugasemd við nýjar vendingar í málfiutningi hans. Eg læt hins vegar hjá líða að svara öðm, sem áður hefur verið leiðrétt á opinberum vettvangi, þegar Friðrik hefur haldið sig við þetta sama heygarðshom. í fyrsta lagi gerir Friðrik engan greinar- mun á þvi, að hér gilda ákveðin lög um þau mál, sem að starfsvið Kvikmyndaeftirlitsins lúta, og hinu, að skoðunarmenn eftirlitsins em trúnaðarmenn, skipaðir til starfsins af ráðherra, og þeirra hlutverk er aðeins að framfylgja lögunum, eins og þau liggja fyrir á hveijum tíma. Friðrik lætur til dæmis að því liggja að eftirlitið geti veitt ein- stökum aðilum undanþágur frá skoðun að geðþótta, t.d. Kvik- myndaklúbbi Islands. Ákvæði laganna em hins veg- ar afdráttarlaus. Allar kvikmyndir, sem dreift er, seldar em eða sýnd- ar em skoðunarskyldar, og bera þeir, sem flytja þær til landsins, ábyrgð á að þessum ákvæðum sé framfylgt. Þetta vita forráðamenn Kvikmyndaklúbbsins, en sýningar klúbbsins em öllum aðgengilegar eins og aðrar kvikmyndasýningar. Friðrik segir líka í viðtalinu, að „peningaplokk“ ráði því hvaða myndir em skoðaðar og ennfrem- ur að „manni gæti dottið í hug að eftiriitið væri fjárvana til að afla rekstrarfjár". Ef reynt er að rýna í merkingu seinni tilvitnunarinnar, skilst helst út úr henni, að Friðrik haldi að skoðunarmenn séu á handahlaup- um við að afla einhverri stofnun rekstarfjár með því að snapa uppi kvikmyndir og skoða þær. Slíkt er fjarri sanni, og þessum ummælum, sem nálgast atvinnu- róg, er visað beint til sinna foður- húsa. Eins og áður var tekið fram ber ábyrgðarmönnum sýninga að leita til eftirlitsins og fer skoðun kvikmynda og myndbanda fram í góðri samvinnu við þá. Skoðunar- menn fá greitt fyrir sína vinnu, eins og allir aðrir í þessu þjóðfé- lagi, og hafa hingað til ekki þótt ofsælir af þeim launum, sem þeim er gert að þiggja, en ákvörðun um þau er tekin af ráðherra mennta- mála. Kvikmyndaeftirlit ríkisins vinnur gagnmerkt forvamarstarf hvað varðar vemd bama og ung- menna. Lög um þau málefni, sem starfssvið eftirlitsins varða, em komin til ára sinna og löngu tíma- bært að safna þeim ákvæðum, sem varða kvikmyndaeftirlit, saman í eina heildstæða löggjöf. Við end- urskoðun þessara lagaákvæða þarf að sjálfsögðu að taka mið af nú- tímatækni og viðhorfum, og í slíkri umræðu er sjálfsagt að fram komi þær skoðanir, sem menn hafa á þessum málum. Oraunhæft ergelsi og fáránleg- ar hugmyndir um ritskoðun og það að einn góðan veðurdag kynnu allar íslenskar kvikmyndir að verða bannaðar alfarið til sýn- inga hér á landi, sjá allir að em út í hött, og ég læt því vera að fjöl- yrða um slíkar kenningar Friðriks að sinni. F.h. Kvikmyndaeftirlits rikisins Auður Eydal, forstöðumaður Leikaramynd af sýningunni, frá vinstri: Kristfn Anna Þórarinsdóttir, Guð- björg Þorbjarnardóttir og Helga Valtýsdóttir I Þrem systmm eftir Tsjekov, sýningu LR 1956/57. Islenskar leikaramyndir í upphafi var óskin: Sýning um sögu LR opnuð í and- dyri Borgarleikhússins Saga Leikfélags Reykjavíkur er rakin í leikaramyndum og stikl- að á stóm í sögu félagsins frá stofhun 11. janúar 1897 til 1991 á sýningunni „í upphafi var óskin“, þættir úr sögu Leikfélags Reykja- víkur, sem verður opnuð í anddyri Borgarleikhússins á föstudaginn á vegum LR og Borgarskjalasaftis. Við myndimar em upplýsing- ar um leikara, höfunda, leikstjóra og leikár. Ennftemur em til sýnis myndir af starfsmönnum LR við dagleg störf bak við tjöldin núna, myndir teknar baksviðs og í bún- ingsherbergjum Ieikara í Iðnó á ámm áður. Þama verða líka bún- ingar, ýmisleg forvitnileg skjöl Leikfélagsins, svo sem fyrsta fundargerðin, handskrifuð leik- handrit ofi. Sýninguna unnu Lilja Gunn- arsdóttir leikhúsftæðingur, Ragn- hildur Vigfúsdóttir safnfræðingur fyrir hönd Borgarskjalasafns og Steinþór Sigurðsson listmálari og leikmyndahönnuður fyrir hönd 22 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.