Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 10
Lögregluþjónar reiöa kylfur til höggs á Austurvelli 30. mars 1949. I átökunum sem uröu fyrir framan Alþingishúsiö þegar tillaga um inngöngu Islands I NATO var til afgreiðslu á þinginu naut lögreglan liöstyrks varaliðs vaskra sveina sem Sjálfstæðismenn höfðu veg og vanda af aö væri kallað saman. Myndræmurnar eru úr kvikmynd Sveins Bjömssonar. Skuggabaldrar NATO og CIA á íslandi? Komið hefur á daginn að leynilegar sveitir NATO og CIA störfiiðu á fjórum Norðurlandanna - en hvað með ísiand? Fyrir nokkru bárust fregnir af því að sérþjálfaðar leyni- sveitir á vegum NATO og bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafí starfað í fjölmörgum aðildarlöndum NATO, sem og í hlutlausum ríkjum, ýmist með eða án vitneskju lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Þrátt fyr- ir tilraunir ráðamanna í mörg- um löndum til að koma í veg fyrir að hulunni yrði svipt af þessum „skuggaböldrum“ hef- ur þegar verið upplýst að liðs- menn þessara hópa hafí á sam- viskunni mörg myrkraverkin sem hingað til hefur þótt við hæfí að kenna við vopnaða hópa vinstrimanna. Þegar hefiir verið upplýst að sérþjálfaðar sveitir í tengslum við NATO og CIA voru starfandi á Norðurlöndum; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til skamms tíma. En hvað með Is- land? Er nema von að spurt sé? Hér á landi hefur farið lítið fyrir vangaveltum um það hvort leynisveitir á vegum NATO, eða bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafi starfað hér á landi líkt og hjá ffændþjóðum okkar. Athygli vekur að íslensk yfír- völd hafa ekki séð ástæðu til þess að ganga úr skugga um það fyrir eigin frumkvæði hvort hér hafi starfað slíkir hópar. Að vísu hefur ekkert það komið fram sem bent gæti til þess að leynisveitir hafi verið starf- ræktar hér á landi. Enda kann að vera margt sem mælir því í mót. Minna má þó á að íslendingar eru ekki alls ókunnugir pukri og leynimakki. Nægir í því sambandi að minna á leynilegt varalið lög- reglunnar sem góðir og gegnir Sjálfstæðismenn komu á fót og beitt var með fulltingi lögregluyf- irvalda í Reykjavík og dómsmála- ráðherra til að veija hið háa Al- þingi atlögu „kommúnista“ eins og það hét, þegar atkvæði voru greidd um aðildina að NATO 30. mars 1949. Þá er einnig vert að vekja at- hygli á þeim tillögum sem banda- rískir sendiþjónustumenn ræddu sin á milli 1948 að koma á fót vopnuðum sveitum til að koma í veg fyrir valdatöku sósíalista, eins og greint er ffá annarsstaðar í opnunni. Þrátt fyrir að ekkert hafl orðið úr má þó ljóst vera sam- kvæmt þessu að hugmyndum um stofnun leynisveita var hreyft. Því er spumingin hvort ekki megi taka viljann fyrir verkið í þessu eins og svo mörgu öðru? Á þingi, skömmu fyrir jóla- Ieyfi þingmanna, bar Hjörleifúr Guttormsson fram þá tímabæm fyrirspum til forsætisráðherra hvort hér hafi „frá árinu 1951 að telja starfað sérþjálfaðir hópar eða leynisveitir með tengsl við íslensk stjómvöld, NATO eða CIA til að bregðast við hugsanlegu hemámi landsins af hálfti Sovétrikjanna" eins og það er orðað í fyrirspum- inni. Forsætisráðuneytið sendi dómsmála- og utanríkisráðuneyti fyrirspumina til umsagnar. Að sögn Þorsteins Ingólfsson- ar, ráðuneytisstjóra í utanríkis- ráðuneytinu, hefúr ráðuneytið þegar sent frsætisráðuneytinu sína umsögn. -Nei, ég hef engan pata haft af því að hér hafi verið einhveijar leynisveitir, segir Þorsteinn. -Ég get ómögulega séð að slíkar sveit- ir hafi yfir höfúð getað starfað hér á landi, segir hann og bætir við að ótrúlegt verði að teljast að slíkt hafi getað gerst án vitundar stjómvalda. Þrátt fyrir að svars ffá forsæt- isráðherra við fyrirspuminni sé ekki að vænta fyrr en þing kemur saman á ný á mánudaginn, tók Nýtt Helgarblað smá forskot á sæluna og innti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, fyrirspyijandann Hjörleif Gutt- ormsson og Þorleif Friðriksson sagnfræðing eftir þeirra áliti á hvaða líkur væm á því að hér hefðu starfað leynisveitir á vegum CIA og NATO, hvort heldur væri með eða án vitundar íslenskra stjómvalda. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Ótrúlegt ef satt reynist Eg hef ekki haft neitt tilefni til þess að kalla eftir að ut- anríkisráðuneytiö gerði að eigin frumkvæði gangskör að því að kanna hvort hér á landi hafi verið starfræktir leynihópar á vegum NATO eða í tengslum við bandarísku leyniþjónust- una, CIA, segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. En er einhver ástæða til að efast um að slíkar sveitir hafi ver- ið settar á fót hér á landi fremur en i fjölmörgum örðum ríkjum, jafnt aðildarríkjum NATO og löndum sem standa utan hemað- arbandalaga? -Sá er munur á að við búum í vopnlausu landi og allar hefðir em í samræmi við það. Þar sem uppvíst hefur orðið um að leyni- sveitir hafi starfað, s.s._ í Frakk- landi, Þýskalandi og á Ítalíu, em allt aðrar hefðir en hér og því er ólíku saman að jafna. Ert þú þá þar með að segja að loku sé fyrir það skotið að slíkir hópar hafi starfað hér á landi án vitundar stjómvalda? -Ég vil ekki útiloka neitt og því síður að svara fyrir forsætis- ráðherra. Það er þó í hæsta máta ótrúlegt í jafn galopnu þjóðfélagi og því íslenska að slíkar sveitir hafi verið hér til án vitundar al- mennings og stjómvalda, sagði Jón Baldvin. -rk Jón Baldvin Hannibalsson: Ekki frjósamur jarövegur fyrir starfsemi leynihópa ( (slensku samfélagi. Mynd: Jim Smart. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.