Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 9
Eff koma á í veg ffyrir aö þjóöin búi innan fánra ára svo til öll á suövestur horni landsins, veröur aö effla stór- um nýsköpun á landsbyggöinni sem byggir á stað- bundinni þekkingu og reynslu, segir Lilja Mósesdóttir meöal annars í Helgarumræðu Einhæft og hnignandi atvinnulíf, stór- aukið atvinnuleysi kvenna, mikill brott- flutningur og ójöfn kyn- og aldursskipting eru vandamál sem horfa við alls staðar á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stöðnun at- vinnulífs landsbyggðarinnar hafi leitt til mikils og langvarandi atvinnuleysis kvenna hafa aðstæður landsbyggðarkvenna litla athygli fengi. Byggðaaðgerðir hafa fram til þessa svo til eingöngu miðað að því að tryggja atvinnu með því að bæta rekstrargrundvöll fyrirtækja og auðvelda fjárfestingar innan hefðbundinna atvinnu- greina landsbyggðarinnar. Lítil áhersla hef- ur verið lögð á eflingu nýsköpunar, upp- byggingu þekkingariðnaðar og nýtingu staðbundinnar þekkingar og reynslu á landsbyggðinni sem er nauðsynlegt ef stöðva á landsbyggðarflóttann. Einhæft og hnign- andi atvinnulíf Á landsbyggðinni voru árið 1988 um 45% ársverka í hefðbundnum atvinnu- greinum þ.e. landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði en ekki nema 19% á höfúðborgar- svæðinu. I ljósi þess að landbúnaður og sjávarútvegur eru of afkastamiklar at- vinnugreinar og hefðbundinn verksmiðju- iðnaður er á undanhaldi vegna harðnandi alþjóðlegrar samkeppni, eru framtíðarhorf- ur í atvinnumálum landsbyggðarinnar ugg- vænlegar. Allan þennan áratug hefúr verið unnið markvisst að því að draga úr fram- leiðslumagni í landbúnaði og veiðum í sjávarútvegi með kvótakerfum. Bændur og atvinnurekendur í sjávarútvegi hafa brugð- ist við með þvi að innleiða nýjungar í fram- leiðsluferlinum til að auka framleiðni og minnka þannig ffamleiðslukostnað á hverja framleidda einingu. 1 landbúnaði og sjávarútvegi fækkaði ársverkum á tímabil- inu 1981-1988 um 500 á höfuðborgar- svæðinu og um 1500 á landsbyggðinni. Kvótakerfin og framleiðsluhagræðingin sem fylgt hefúr í kjölfarið, hafa fyrst og fremst dregið úr atvinnu landsbyggðar- kvenna. Nú er t.d. mun algengara en áður að konur í landbúnaði þurfi að leita eftir vinnu utan bús, þar sem búið ber ekki tvær fýrirvinnur og/eða ekki er þörf fyrir nema einn starfsmann mestan hluta ársins. I sjáv- arútvegi hafa aukin vélvæðing fiskvinnsl- unnar, tilkoma frystitogara og útflutningur óunnins fisks ásamt minnkandi kvóta dreg- ið verulega úr atvinnu fiskvinnslukvenna. Innleiðing flæðilína hefur t.d. aukið ffam- leiðni fiskvinnslukvenna og leitt til fækk- unar starfa. Sá iðnaður sem hvað mest hef- ur verið stundaður á landsbyggðinni er verksmiðjuiðnaður í tengslum við fataiðn- að. Hefðbundinn verksmiðjuiðnaður mun að öllum líkindum heyra sögunni til innan fárra ára, þar sem íslendingar geta ekki keppt við þjóðir Asiu um ódýrt vinnuafl nema sniðganga öll félagsréttindi verka- fólks og tryggja í sessi mjög ójafna tekju- skiptingu á meðal landsmanna. Varavinnuafl Samdráttur í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði ásamt þeirri hagræðingu sem fylgt hefúr í kjölfarið hafa orðið til þess að atvinnuþátttaka landsbyggðarkvenna ein- kennist af þvi að þær eru í æ ríkari mæli varavinnuafl. Sem varavinnuafl vinna kon- ur störf sem njóta lítillar virðingar og ein- kennast af lágum launum og mikilli at- vinnuóvissu. Á landsbyggðinni er atvinnu- leysi kvenna mest fyrstu mánuði ársins en úr því dregur þegar líða fer á árið og eykst aftur í árslok. Skráð atvinnuleysi lands- byggðarkvenna er að meðaltali helmingi meira en karla á landsbyggðinni og mun meira en kynsystra þeirra á höfuðborgar- svæðinu. Mikill vöxtur opinberrar þjónustu og þjónustu á vegum einkageirans á höfuð- borgarsvæðinu undanfarin ár opnaði kon- um nýja atvinnumöguleika og störf þeirra urðu fjölbreyttari en kvenna á landsbyggð- inni. Skráð atvinnuleysi er þvi ekki eins mikið meðal kvenna á höfúðborgarsvæð- inu og atvinnuþátttaka þeirra er stöðugri en landsbyggðarkvenna. Langvarandi atvinnuleysi Vinnumarkaðurinn á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu eiga það sammerkt að vera kynskiptir þ.e. fjöldi karla og kvenna er mismunandi eftir því um hvaða atvinnugrein og störf er að ræða. Sam- kvæmt könnun Félagsvísindastoftumar Há- skóla íslands frá 1988 unnu 80% kvenna við þjónustu og verslun en ekki nema 49% karla. I könnuninni kom jafhffamt fram að u.þ.b. 86% vinnandi kvenna 18 ára og eldri voru ófaglært verkafólk og þjónustufólk í lægstu og mili lögum starfsstétta. Hlutfall karla í þessum starfsstéttum var aðeins um 46%. Flestar konur eru því á botninum eða nálægt botninum á vinnumarkaðinum. At- hyglisvert er að samkvæmt könnuninni unnu 1% fleiri karlar en konur í fisk- vinnslu. I könnun Þjóðhagsstofhunar á fjölda framteljenda í fiskvinnslu árin 1981 og 1986 voru fiskvinnslukonur aftur á móti í meirihluta. Þessar upplýsingar benda til þess að kvótakerfi sjávarútvegsins, vél- væðing fiskvinnslunnar, tilkoma frystitog- ara og útflutingur óunnins fisks hafi fyrst og ffernst dregið úr atvinnu fiskvinnslu- kvenna en ekki fiskvinnslukaria. Erlendar rannsóknir sýna að konur missa ffekar at- vinnuna en karlar þegar ofangreindar form- gerðarbreytingar atvinnugreina eiga sér stað. Auk þess eiga þær konur sem missa vinnuna mjög erfitt með að fá aðra vinnu, þannig að atvinnuleysi þeirra verður lang- varandi. En störf karlanna sem eftir sitja í atvinnugreininni verða aftur á móti mikil- vægari hvað varðar virðingu og laun, þar sem þau krefjast fagþekkingar og reynslu samfara aukinni tæknivæðingu ffamleiðsl- unnar. Brottf lutningur Á áttunda áratugnum dró úr brottflutn- ingi fólks frá landsbyggðinni, þannig að frá 1975 til 1980 fluttu fleiri út á land en brott. Ástæður þessa má m.a. rekja til aukins afla vegna minnkandi sóknar erlendra þjóða á íslandsmið. Tilkoma skuttogara í flest sjáv- arþorp á landinu og uppbygging frystihúsa leiddi til aukinnar afkastagetu í sjávarút- vegi, þannig að eftirspum eftir vinnuafli jókst á landsbyggðinni. Uppgangur í sjáv- arútvegi hafði siðan í for með sér þenslu í byggingaiðnaði, þjónustu og smáiðnaði. Allan þennan áratug hefúr straumur fólks ffá landsbyggðinni aftur á móti aukist ár frá ári og á tímabilinu 1981 til 1989 fluttu 10.500 manns til höfúðborgarsvæðisins. Flestir fluttu á árinu 1988 eða um 1.560 manns og hafa aldrei jafh margir flust bú- ferlum á einu ári síðan skráning hófst. Ástæða þessarar umbreytingar er að á þess- um áratug hafa flest ný störf orðið til á höf- uðborgarsvæðinu. Á tímabilinu 1980-1987 urðu aðeins um 32% allra nýrra starfa til á landsbyggðinni. Á sama tíma og dregið hefúr úr fjölgun nýrra starfa, hefur störfum fækkað stöðugt í landbúnaði og fiskvinnslu auk þess sem mjög fá ný störf hafa orðið til í iðnaði. Ein alvarlegasta afleiðing lands- byggðarflóttans á líðandi áratug er sú, að ójöfh kyn- og aldursskipting hefúr fest í sessi í landinu. Á árinu 1989 bjuggu að meðalatali 3600 fleiri karlar en konur á landsbyggðinni og 2500 fleiri konur en karlar bjuggu á höfúðborgarsvæðinu. Hlut- fallslega fleira fólk er yngra en 25 ára á landsbyggðinni, en eftir 25 ára aldur snýst dæmið við og allir aldurshópar vinnandi einstaklinga em hlutfallslega fjölmennari á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldþrota byggðastefna Aðgerðir til að stöðva landsbyggðar- flóttann hafa ffam til þessa verið of fáar og ómarkvissar. Víðtækar rannsóknir á óæski- legri atvinnu- og byggðaþróun hafa ekki legið til grandvallar byggðaaðgerðum og því hafa þær lítinn árangur borið. Enginn áhugi hefhr verið á að draga úr neikvæðum afleiðingum kvótakerfanna i landbúnaði og sjávarútvegi, þrátt fyrir mikið og langvar- andi atvmnuleysi kvenna auk stöðugs straums landsbyggðarfólks til höfúðborg- arsvæðisins. Alltof litlu ljármagni hefur verið veitt í rannnsóknir og þróunarstarf- semi á landsbyggðinni og era afleiðingar þess nú þegar komnar frarn þ.e. engar vaxt- argreinar era til staðar á landbyggðinni. Ef koma á í veg fyrir að þjóðin búi innan fárra ára svo til öll á suðvestur homi landsins, verður að efla stóram nýsköpun á lands- byggðinni sem byggir á staðbundinni þekkingu og reynslu. Reynsla nágranna- landa okkar sýnir að atvinnuleysi kvenna er afar mikilvæg ástæða flutnings fjöl- skyldna af landsbyggðinni. Það þarf því jafnhliða eflingu nýsköpunar að bæta markvisst stöðu landsbyggðarkvenna með þvi að greiða aðgang þeirra að vaxtargrein- um, þar sem launa- og starfsmöguleikar era miklir. I þessu sambandi er nýmenntun og starfsþjálfun landbyggðarkvenna lykilat- riði. Höfundur er hagfræðingur við Háskólann á Akureyri. Heimildir: Kristófer Oliversson, Den regionala problembilden pá Island, Byggðastofhun, 10. okt. 1990. Lilja Mósesdóttir, Flótíinn af lands- byggðinni - Nýtt sjónarhorn, Vísbending, ll.okt. 1990. Lilja Mósesdóttir, Women in the Ice- landic Labour Market, Háskólinn á Akur- eyri, 1989. Stefán Olafsson, Lifskjör og lífshœtíir á Islandi, Félagsvísindastofnun HI og Hag- stofa íslands, 1990. Lilja Mósesdóttir er hagfræðingur og lektor við Héskóiann á Akureyri Föstudagur 11. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.