Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 11
Vígbúist gegn íslenskum
kommúnistum!
Bandarískir sendiráðsmenn ræddu af alvöru stofnun vopnaðra flokksdeilda borgaraflokkanna.
Valdataka kommúnista sögð yfírvofandi
D andarískir sendiráðsmenn
hér á landi lögðu það til við
bandarísk stjórnvöld árið 1948
að þau hvettu forystumenn
borgaraflokkanna, Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks, til að koma á fót
vopnuðum flokksdeildum sem
séð yrði fyrir nauðsynlegum
vopnum til að koma í veg fyrir
yflrvofandi valdarán kommún-
ista eins og það er orðað. Þrátt
fyrir að ekkert hafi orðið af,
sýnir þetta að stofnun voðnaðra
hópa hér á landi var rædd af
sendiráðsmönnum og það af
fyllstu alvöru.
Þessum tillögum komu sendi-
ráðsmennimir á framfæri við þá
deild bandaríska utanríkisráðu-
neytisins sem hafði með máleíni
Evrópu að gera. Leyndarkvöðinni
af þessum skýrslum var aflétt fyr-
ir allnokkrum árum og er þær að
fmna í bandariskum skjalasöfn-
um.
I skýrslunum kemur fram að
sendiráðsmennimir hafa haft
býsna staðgóða þekkingu á ís-
lenskum stjómmálum og jafn-
ffamt má telja næsta víst að þeir
hafi veríð í nánu sambandi við
ýmsa lykilmenn í stjómkerfmu.
Við skulum grípa hér niður í
tvær af þessum skýrslum. í
skýrslu frá Trimble, dagsett 4. ág-
úst 1948, er Qallar um áhrif
kommúnista á Islandi, er tæpi-
tungulaust talað um ýmsar þær
leiðir sem sendiráðsfulltrúinn tel-
ur færar til að draga úr viðgangi
íslenskra „kommúnista". Þar á
meðal útlistar hann þá hugmynd
að hér verði komið á fót vopnuð-
um sveitum.
í lauslegri þýðingu hljóðar
þessi kafli skýrslunnar á þessa
leið:
- Islenskir kommúnistar gœíu
framið valdarán með jafn fá-
mennu liði og 500. Burt séð frá
þvi til hvaða gagnaðgerða við
kynnum að gripa, gœtu þeir hald-
ið velli nógu lengi til þess eyði-
leggja búnað okkar á Keflavíkur-
flugvelli. Enn fremur má gera ráð
fyrir að þeir séu ávallt reiðubúnir
og útbúnir til að láta til skarar
skriða þegar skipun þar að lút-
andi berst frá Moskvu. Til að
koma í veg fyrir ófyrirséðar af-
leiðingar þessa, œttum við að
hvetja leiðtoga borgaraflokkanna
til að koma á fót vopnuðum
flokksdeildum oggera á laun ráð-
stafanir til að láta þeim i té hand-
vopn (s.s. rijfla og skammbyssur;
innsk. blaðsins) og skotfæri.-
Nokkrum mánuðum síðar vík-
ur Byms, er titlar sig sem annan
sendiráðsritara, i skýrslu að þess-
ari tillögu Trimbles og bendir á
að það muni ekki verða þrauta-
laust að koma þessum sveitum á:
- Viðvikjandi þeirri tillögu að
við útvegum vopn fyrir vopnaðar
flokksdeildir á Islandi, gœti það
verið ýmsum annmörkum háð,
þar sem við yrðum einnig að sjá
þeimfyrirþjálfun i notkun þeirra.
(Islendingur kann engu fremur
skil á þvi hvemig á að nota byssu
(Sten gun) en að aka eimreið.).
Komi tilþess að við sjáum Islend-
ingumfyrir vopnum, þá eigum við
einnig að láta þeim i té hand-
sprengjur og hvetja þá til þess að
eyðileggja Þjóðviljaútgáfuna.
Gerum við það, þá skulum við
einnig hvetja þá til að gera for-
ystumenn Kommúnistajlokksins
óvirka. Þetta er allt unnt að rétt-
DtPARTMEN i OF STATE'V ./
oStíiSSoF EUROPEAN APTAiRS
Dlvlalon of BorEharn Europaan AÍXalr«'’;'-V
JSXfSt- 4* X£a .
SUH - llr. Hlckoraon:
Subjoct: Conmnmlst Influenco ln Icolond and Propoaed
Raaedlal Meaauroa
I. Extant of Cdnaaunlat Influonco
s comou"'------o tr asgty. »-•*-• ‘
10. Tho Icelandlc Comaunlsta ccruld brlng about a
ooup d'etat wlth a force aa amall aa 500 men and lr- .
respoctlvo of ouoh counter-meaaurea ae we mlght take,
could malntaln thenaélvea ln power long enough to deatroy
the lnatallationa of.’the Koflavik Alrport. Moreovar, lt
la belleved that thtý are fully prepared and equlppod to
do so whonever dlreoted by Moscow. To safeguard agalns t
such a contlngency, we ahould encourage the non-Coomunist
polltlcal leaders to eatabllah party salitla md arrange-
nenta ahould be made aeorétly to fumlsh them wlth amall
arma and amminltlon. :
•' -■-‘■’TÍ'lV.''Th'é''ausaVatíoo'thát 'Wturnlib'em. for pertr' ' ' I
miUtie ln Iceland 'eouú.te'troublescme' ea we.would el»o tev» —f-
o furnlah aomeon
vw ________________» to' trein'tte loelendi
Icelander would heve no more ldea whet
run then he would knon how to drlve a j
If we supply the. leelender*
hend bonba end have thea dei . _
e do'that, let'ua aloo. .encourege.
i e Stea . .
•ailwer locomotlve).
___________________. let u» elao glve thea
end heve them destror'ThSodviUlnn'a. rresaes. If ...
». _______'let ua elso. .encourege .then to eliainete :the
leading Communist Party aenbere. ; 'It:cen oll'ba•put down es
defense aceinst Coaaunian. lly dlscussion of-this polnt ls, ■
of oouree, exoggereted,'but I'.belleve .we- iheuld not ln.er-. .
fere ln enother nation'» doaeitio effeiri unlen ne *re
prepared to run :e cenjlete OSS..opepatiM.rad go the whole . .-
wev. ' . : ýÞTó-'•'iE'.ýr’'
Klausumar úr skýrslum banda-
rlsku sendiráðsstarfsmannanna
Trimbles og Byrns þar sem hua-
myndir um vopnaðar sveitir ís-
lendinga eru reifaðar.
lœta með þeim rökum að gert sé
til vamar gegn kommúnismanum.
Vitanlega eru þessar uppástung-
ur minar ýktar, en ég er staðfast-
lega á þeirri skoðun að við eigum
ekki að hlutast til um innanrikis-
mál annarra rikja án þess að vera
um leið reiðubúnir að ganga
leiðiuna á enda og láta slag
standa, segir Byms annar sendir-
ráðsritari, i lauslegri þýðingu.
-rk
Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur:
Ógerlegt að segja til um hvað
leynist í utanríkisráðuneytinu
Eg hef enga vitneskju um til-
vist slíkra sveita hér á
landi. Það er þó aiveg ljóst að
bandarísk stjórnvöld hafa verið
með sérstaka sendifulltrúa við
sendiráð þeirra hér sem hafa
haft annað verksvið en getur
með góðu fallið undir hefð-
bundin diplómatastörf, segir
Þorleifur Friðriksson sagn-
fræðingur, en hann hefur kynnt
sér eftir fongum sögu íslenskra
utanríkismála á tíma kalda
stríðsins.
- Þótt ekkert bendi beinlínis
til þess, að hér hafi starfað leyni-
legar sveitir í tengslum við NATO
og bandarísku leyniþjónustuna, er
alls ekki loku fyrir það skotið að
svo kunni að vera. Allavega er
ljóst af skýrslum Bandaríkja-
manna frá 1948, áður en NATO
var sett á fót, að þeir hugðu á ým-
isleg vélráð til að stemma stigu
við frekari viðgangi Sósíalista-
flokksins. Ein þessara hugmynda
er mjög í ættina við þær sveitir og
þau myrkraverk sem að undan-
förnu hafa verið dregin fram í
dagsljósið víða annarsstaðar.
Bandarískir sendiráðsmenn
ræddu af alvöru um nauðsyn þess
og um hvaða möguleikar væru á
að koma hér á fót vopnaðri sveit
vel þjálfaðra manna til að fyrir-
byggja hugsanlega valdatöku
sósíalista.
Þrátt fyrir það að ekkert hafi
orðið úr stofnun slíkrar sveitar er
engu að síður sannað að þetta var
rætt sem hugsanlegur möguleiki,
segir Þorleifur.
- Annars eru heimildamál
með miklum eindæmum þegar ut-
anrikisráðuneytið á í hlut, eins og
nýlegt dæmi um skjalafund í
ruslagámi fyrir skömmu sannar.
Hér er þannig um hnútana bú-
ið varðandi flestöll þau mál sem
lúta að utanríkismálum okkar að
utanríkisráðuneytið ákveður það
upp á sitt eindæmi hvaða skjöl
skulu gerð opinber og hver ekki.
Samkvæmt lögum á ráðuneyt-
ið að afhenda Þjóðskjalasafni sin
gögn að þrjátiu árum liðnum ffá
myndun þeirra. Þessu hlýtir ráðu-
neytið ekki nema því bjóði svo
við að horfa.
Þar með er ekki öll sagan
sögð. Þjóðskjalavörður verður að
leggja það undir dóm ráðuneytis-
ins hveijir megi skoða þau skjöl
sem það hefur séð sóma sinn í að
afhenda safninu. Þetta er þeim
mun furðulegra þegar þess er gætt
að þessir pappírar eru ósamstæður
tíningur um lítilsverða hluti.
Hins vegar er ýmislegt bita-
stætt að finna á skjalasöfnum í
Bandarikjunum er varðar íslensk
utanríkismál. Engu að siður er um
fjórðungi þeiiTa plagga sem þar
eru og varða ísland haldið leynd-
um að beiðni íslenskra stjóm-
valda. Eg hef farið ffam á það við
stjómvöld að þessari meintu
skjalaleynd verði af Iétt, án þess
að hafa fengið svar.
Af þessu má sjá að það er alls
ekki með öllu hægt að útiloka
þann möguleika að ýmislegt
kunni að leynast í óbirtum gögn-
um sem ekki þoii dagsins ljós að
mati sumra, segir Þorleifur.
Hann segir að almenningur og
Alþingi hafi enga tryggingu fýrir
því að stjómvöld segi rétt og satt
ffá í jafh viðkvæmum málum sem
þessum.
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður:
Nauðsynlegt að taka af allan vafa
Eg spyr bara á móti hvort
það hafi verið minnsta
ástæða til að ætla að leynilegar
sveitir á vegum Atlantshafs-
bandalagsins eða bandarísku
leyniþjónustunnar hafi verið
við lýði í öðrum NATO-ríkjum
og hvað þá í hlutlausu ríkjurn
eins og Svíþjóð og Finnlandi
eins og komið hefur á daginn,
segir Hjörleifur Guttormsson,
þingmaður Alþýðubandalags-
ins, er hann er inntur eftir því
hvort hann hafi minnstu ástæðu
til að ætla að sérþjálfaðar leyni-
sveitir hafi verið starfræktar
hér á landi.
-Samkvæmt því sem upplýst
hefur verið um þessar Ieynisveitir
í öðrum aðildarríkjum NATO er
einsýnt að vitneskja um tilvist
þeirra og starfsemi hefur farið
mjög leynt og aðeins verið á vi-
torði örfárra toppmanna í stjóm-
kerfi viðkomandi ríkja og þess
vandlega gætt að viðkomandi
þjóðþing fengju ekki pata af.
Það er því ekki óeðlilegt að
spurst sé fyrir um það á Alþingi
hvort það sama hafi gilt hér á
landi, segir Hjörleifur.
Finnst þér sjálfum liklegt að
slíkum sveitum haji verið komið á
fót hér á landi?
-Eg get ekki svarað því frekar
en þú eða hver annar. Og ég hef
sagt það aðspurður að ég bý ekki
yfir neinni vitneskju sem gefur
beinlínis tilefni til að ætla að hér á
landi hafi slíkar sveitir verið við
lýði, enda mælir því ýmislegt á
móti að svo hafi verið. Hér er ekki
innlendur her og engin íslensk
leynilögregla, svo dæmi séu tek-
in.
En það er athyglisvert að
stjómvöld hafa ekki séð sig til-
knúin fyrir eigið frumkvæði að
kanna málið. Það ýtti á mig að
beina þessari fyrirspum til forsæt-
isráðherra, segir Hjörleifur.
Hefur almenningur og þing
nokkra tryggingu fyrir því að
stjórnvöld segi allt af létta, hafi
leynilegar sveitir á vegum NATO
eða CIA starfað hér á landi?
-Nei, í rauninni ekki. Þótt við
gumum jafnan af því að búa við
opið stjómkerfí er ekki til nein
skilmerkileg löggjöf um upplýs-
ingaskyldu stjómvalda, þótt það
standi vonandi til bóta, segir
Hjörleifur.
-rk
Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur heldur hér á Ijósritum af leyndar-
skjölum bandarlskra sendiráðsmanna frá þvl á fimmta áratugnum. —Eitt
er víst að sendiráðsmennirnir hreyfðu þvl I alvöru að vopnuðum leyni-
sveitum yrði komið á fót hér á landi.
- Það væri skemmtileg ný-
lunda ef stjómvöld segðu allt af
létta, hafi sérsveitir NATO og
CIA verið starfræktar hér á landi.
Annars, segir Þorleifur, að
það kæmi sér á óvart ef það kæmi
á daginn að hér hafi slíkar sveitir
verið.
- Allavega vopnaðar. Ég get
hins vegar hugsað mér að hér hafi
annarskonar undiróðursstarfsemi
verið rekin á vegum NATO og
CIA, líkt og svo víða annarsstað-
ar.Það er svo margt í okkar sam-
tímasögu sem er farið með sem
mannsmorð og enginn fær í að
komast. Ef það er þá ekki allt
komið á haugana, segir Þorleifur.
-rk
-Almenningur og þing hefur enga tryggingu fyrir þvl að stjórnvöld segi
allt af létta um þetta mál eða önnur, á meðan það er ekki til löggjöf um
upplýsingaskyldu stjórnvalda, segir Hjörtefur Guttormsson. Mynd: Krist-
inn.
Föstudagur 11. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11