Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 5
r AB Vestfíörðum Engin íhlutun að sunnan Yfirlýsing frá stjórn kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Vest- jjörðum Vegna fréttar RÚV-hljóð- varps í hádegisfréttum 8. janúar sl. um að forystumenn Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum hafi kannað fyrir nokkru hvort Ás- mundur Stefánsson foreti ASÍ væri tilbúinn að taka þátt í síðari hluta forvalsins þar, - viil stjórn kjördæmisráðs taka fram að hún hefur hvorki farið þess á leit við Ásmund Stefánsson, Ólaf Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra né Svavar Gestsson menntamála- ráðherra, að þeir fari fram fyrir fiokkinn í kjördæminu í næstu Alþingiskosningum. Þaðan af síðir hafa þeir verið beðnir um að hlutast til um hvaða frambjóð- endur skipi væntanlegan lista. Hvorki stjóm kjördæmisráðs né uppstillingamefnd hefiir „kannað“ eða gert þeim Ásmundi, Ólafi og Svavari tilboð um efstu sæti listans á Vestíjörðum. í frétt RÚV er fyrst fullyrt að forystumenn flokksins fyrir vestan hafi kannað Ásmund og síðast í fréttinni er í framhaldi af því vísað til einhverra óskil- greindra tilboða um framboð sem þeir Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson eiga að hafa fengið og þeir síðan hafnað. Forystuhlutverki í málefhum Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum sinnir stjóm kjördæmisráðsins í heild sinni. Hún fylgir m.a. eftir samþykktum aðalfundar kjördæm- isráðsins. Aðalfundurinn sam- þykkti í haust sem leið að viðhafa tveggja umferða forval á firamboðs- listann. í því forvali, sem nú er hálfnað, velur hluti Vestfírðinga sér þingfulltrúaefni sitt á lýðræðisleg- an hátt. Sá lýðræðislegi rétmr verð- ur ekki af atkvæðisbærum félögum tekinn með uppdiktuðum tilboðum og gylliboðum til atvinnupólitik- usa, - hvorki hærri né lægri. Sovétríkin/Eystrasalt Jón Baldvin ræddi við sendiherrann Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra boðaði sendi- herra Sovétríkjanna á sinn fund í gærmorgun og lýsti yfir áhyggj- um vegna þróunar mála í Lithá- en undanfarið. Jón Baldvin lagði á það áherslu að hervaldi yrði ekki beitt í deilum stjórnvalda í Sovétríkjunum og Eystrasalts- ríkjunum. Samkvæmt ffétt frá utanríkis- ráðuneytinu tjáði Jón Baldvin sendiherranum, Igor N. Krasavin, að ríkisstjóm Islands legði á það mikla áherslu að fundin yrði fiið- samleg lausn á deilum Sovétríkj- anna og ríkjanna við Eystrasalt. Ut- anríkisráðherra lýsti einnig því við- horfi ríkisstjómarinnar að hvers konar beiting hervalds í deilum þessara ríkja kynni að hafa alvar- legar afleiðingar fyrir hin vinsam- legu samskipti Sovétríkjanna og vestrænna ríkja, eins og segir í fféttatilkynningu frá ráðuneytinu. Peningamarkaðurinn Samtök skuldara f bígerð Guðbjörn Jónsson: Menn eru orðnir langþreyttir á ástandinu á peningamarkaðinum Okkur finnst orðið tímabært að lántakendur eignist málsvara gagnvart bönkunum og að einokun þeirra á upplýs- ingum verði afnumin, segir Guðbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjórí G-samtakanna, við Þjóðviljann. Hann vinnur nú að því ásamt hópi manna að undirbúa stofnun hagsmuna- samtaka lántakenda. - Við erum að kanna hvort áhugi er fyrir stofnun slíkra sam- taka til mótvægis við bankana. Hlutverk slíkra samtaka yrði að vera málsvari þeirra sem skulda, reka áróður og beita þrýstingi. Til dæmis þarf að gera útreikninga svo menn hafi beinhörð rök gegn upplýsingum fjármagnseigenda, segir Guðbjöm. Hann telur víðs fjarri að pen- ingamarkaðurinn íslenski sé í eðlilegu horfi. - Vextir eru of háir og það er ekki til í dæminu að lánsfé fáist á því verði sem lántakandinn þolir. Þetta geríst allt á skilmálum bankanna. Menn eru orðnir lang- þreyttir á því ástandi sem ríkir og telja að það þurfi öflugra andóf gegn háum vöxtum, segir Guð- bjöm. Síðast liðið ár var metár hvað gjaldþrot snertir, en Guðbjöm tel- ur að svipað ástand muni vara næstu tvö ár ef ekki verður að gert. Hann álítur að svo mikið sé eftir af vanskilum sem safnast hafi upp á árunum 1985-1988 að ekki verði lát á gjaldþrotum næstu árín. - Og ekki hjálpar kjaraskerð- ing síðustu ára upp á sakimar. Að mínu mati verður að ganga í það að breyta samningum fólks sem er í vanskilum og það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi, segir Guðbjöm Jónsson við Þjóðvilj- ann. -gg Verið er að setja upp um það bil 20 fermetra tölvuskilti á þaki hússins númer tvö við Lækjargötu. Bjami Friðriksson júdókappi fékk leyfi fyrir uppsetn- ingu skiltisins áður en reglur um auglýsingaskilti voru settar.Skiltið er af svipaðri gerð og Kringluskiltið sem vakti mikiö umtal á sfnum tfma. Að sögn Kristins Antonssonar hjá byggingarfulltrúa liggja ekki fyrir fleirí umsóknir um uppsetningu skilta af svipaði tegund. Mynd: Kristinn. Sölumiðstöðin Aukning verðmæta mest í EB-ríkjum í krónum talið hækkuðu sölutekjur í Bretlandi um 100,8%. Heildarverðmæti útflutnings 1990 voru 19 miljarðar króna sem er 25% verðmœtaaukning. Evrópumarkaðurinn stærstur Heildarverðmæti útflutnings Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í fyrra voru 19 mil- jarðar króna, cif, eða 25% meira í krónum talið en 1989. Hinsvegar minnkaði heildarút- flutningurinn í tonnum talið um tvö prósent frá árinu 1989 og nam iiðlega 94 þúsund tonnum. Hlutfallslega mesta aukningin í magni á nýliðnu ári reyndist vera á sölusvæði IFPL, dótturfyrirtæk- is SH í Bretlandi eða 33,7%. Sala í tonnum jókst úr 9,5 þúsund tonnum í tæp 13 þúsund tonn, en sölutekjur hækkuðu á milli ára um 100,8%. Hinsvegar var sam- dráttur í sölu til Bandarikjanna, Sovétríkjanna og Asíulanda. Að mati Sölumiðstöðvarinnar er þessi mikla verðmætaaukning ekki aðeins afleiðing af miklu magni, heldur og einnig vegna mikilla verðhækkana á fiski og hækkuðu gengi pundsins. Alls seldust sjávarafúrðir til Bretlands fyrir rúmlega 2,6 miljarða króna, fob verðmæti, á árinu. í Frakk- landi seldust 17,3 þúsund tonn fyrir rúmlega 3,2 miljarða króna fob, en 13,9 þúsund tonn fyrir rúmlega 1,6 miljarð króna 1989. Verðmætaaukningin í Þýskalandi reyndist vera um 68% á milli ár- anna 1989 til 1990, fór úr 1,8 miL jörðum í 3 miljarða króna, fob. í tonnum talið voru seld 16,4 þús- und tonn í fyrra á móti 12,7 þús- und tonnum 1989. Vestur-evrópski markaðurinn er nú orðinn stærsti útflutnings- markaður samtakanna með yfir 50% af heildarútflutningnum, þó svo að Bandaríkin séu enn stærsta einstaka viðskiptalandið. Þangað seldust tæplega 21 þúsund tonn á móti um 27 þúsund tonnum árið áður sem er samdráttur um 24%. Verðmæti útflutningsins, fob, nam 5,1 miljarði króna á móti 5,9 miljörðum 1989 sem er samdrátt- ur um 14%. Þar munar mestu um að gengi dollarans lækkaði veru- lega gagnvart helstu gjaldmiðlum Fríðrik Pálsson forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna segir að á sama tíma sem helstu kaupendur íslenskra sjávarafurða í Evrópu séu að steypa sér í miklu stærri heildir, sé eina raunhæfa svar íslend- inga að vera með sterk sölusam- tök og það sé ekki hægt nema þvi aðeins að menn standi sam- an. Eins og fram hefúr komið hef- ur Kaldbakur hf. á Grenivík og Bergur-Huginn í Vestmannaeyj- um sem gerir út frystitogarann Evrópu, en engu síður urðu mikl- ar verðhækkanir þar vestra. Óvissuástand og versnandi efnahagur Sovétríkjanna varð til þess að útflutningur þangað dróst saman milli ára um 31%. Sam- dráttur í veiðum og þar með sölu á loðnu og grálúðu er helsta ástæð- an fyrir því að sala til Asíulanda dróst saman um 5,6% í verðmæt- um og 24% í tonnum á síðasta ári. Hinsvegar jókst útflutningur á ferskum laxi hjá SH sem seldi um 1200 tonn fyrir 350 miljónir króna, fob, á móti 225 tonnum Forstjóri SH Vestmannaey, sagt skilið við Sölumiðstöðina og kosið að standa sjálfir í sölu sinna afúrða. Áður höfðu tvö stór fiskvinnslu- fyrirtæki í Eyjum sagt sig úr sölu- samtökunum, en drógu það til baka eftir viðræður við stjómend- ur SH. Friðrik neitar þvi, að einhver óráðsía og ólga sé innan SH, eins og ýjað hefur verið að og segir að þau hafi ekkert að fela í þeim efn- um. Hann segir að alltaf sé ein- hver hreyfing, bæði inn og út hjá SH og til marks um það hafi þeim fyrir 80 miljónir króna, fob, árið 1989. Gylfi Þór Magnússon ffarn- kvæmdastjóri SH segir að mikil eftirspum sé enn eftir fiski í Evr- ópu og hátt verð, en það sé síðan spuming hvað markaðurinn þolir það lengi. Hrein biðstaða sé í sölumálum til A-Evrópu og til- hneiging sé til að vinnslu í dýrari pakkningar á Ameríkumarkað til að nýta mannskapinn í fiskvinnsl- unni, þegar lítið er um hráefni. -grh bæst nýr liðsauki á síðasta ári með inngöngu Odda hf. á Patreks- firði. Forstjóri SH segir að tísku- orðið í fyrirtækjabransanum sé það sem kallað er „fyrirtækjanet“, þar sem fyrirtæki taka höndum saman, og í Evrópu hvetji Evr- ópubandalagið til þess. Hinsvegar sé þetta fyrirkomulag ekkert nýtt hvað varðar SH sem hefúr byggt sína starfsemi þannig upp í tæpa hálfa öld, eða i þau 48 ár sem þau hafa starfað. -grh Föstudagur 11. janúar 1991 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5 Sterkastir sameinaðir Neitar því að einhver óráðsía og ólga sé innan samtakanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.