Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 12
I fimleikum sem (öðrum (þróttum getur stundum verið gaman að bregða á leik eins og að hanga í þeim eldri I hringjunum. Það þarf mikla einbeitingu og ögun til að geta gert góða hluti á jafnvægisslánni, eins og þessi skemmtilega mynd ber með sér. Myndir: Kristinn. Fimleikar Þarf mikla sjálfs- ögun til ná langt Fimleikaþjálfunin byrjar á gólfi áður en fariö er (áhöldin, og ekki er ann- að að sjá en litlu stelpurnar leggi sig allar fram við æfinguna. sem náð hafa einhveijum árang- ari, fái fleiri tækifæri til keppni. Þvi það segir sig sjálft að áhuginn dofhar smám saman þegar sífellt er aðeins verið að keppa innbyrð- is. Bestum árangri til þessa í fim- leikum náði Fjóla Ólafsdóttir Ár- manni, fyrir nokkrum árum þegar hún varð Norðurlandameistari unglinga á tvíslá, og á síðasta Norðurlandamóti náði Linda Steinunn Pétursdóttirþriðja sæti á tvíslá og varð framarlega í sínum flokki þegar á heildina er litið. Fimleikamenn hafa einnig tekið þátt í Evrópumótum og Heimsmeistaramótum og fram- undan er önnur HM-keppni sem fram fer í Ameríku í haust. Berg- lind segir að það sé afar ólíku saman að jafna, aðstöðunni hér heima og þeim tíma sem varið er til æfmga, við það sem gerist og gengur hjá þeim þjóðum sem fremstar eru í fimleikum. Þrátt fyrir aðstöðumuninn eru íslenskir fimleikamenn ekkert á þeim bux- unum að leggja árar í bát og eru staðráðnir í að gera betur í dag en þeir gerðu í gær. -grh Mikill áhugi er á fímleikum og hjá Ármanni stunda um 400 manns þessa íþrótt. Keppnisgreinar hjá stúlkum eru fjórar, en sex hjá strákum Þá er það ekki sama hvernig maður ber sig að (upphafi sem í lok æfing- ar á jafnvægisslánni, og á myndinni er Berglind Pétursdóttir að leiðbeina einni af meistaraflokksstúlkunum (fimleikadeild Ármanns. Mikill áhugi virðist vera á iðk- un fimleika meðal ungra krakka og unglinga og í vetur lætur nærrri að um fjögur hundruð manns stundi þessa íþrótt hjá Fimleikadeild Ár- manns einni saman. Ef eitt- hvað er virðist sem skortur á þjálfurum standi þessari íþrótt fýrir þrifum fremur en áhugaleysi. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans litu á dögunum inn hjá Fimleikadeild Ármanns í Sig- túni þar sem meistaraflokkur stúlkna var við æfingar undir stjóm Berglindar Pétursdóttur, en þar voru einnig að æfa 7 ára stelp- ur. í Ármannsheimilinu hefur verið gerð fimleikagryfja, fúll af svampi og þar standa fimleika- áhöldin allan daginn, þó svo að þau séu aðeins notuð að mestu frá klukkan 16-20. Stúlkur æfa og keppa á fjór- um áhöldum sem eru: Tvíslá, jafnvægisslá, stökk yfir hest og gólfæfingar. Strákamir hinsvegar á tvíslá, jafnvægisslá, bogahest, gólf, stökk, hringi og sviffá. Eigum efnilega krakka Berglind Pétursdóttir segir að hjá fimleikadeildinni séu við æf- ingar efhilegir krakkar sem þurfi að halda vel við efnið ef einhver árangur eigi að nást. Hún segir að því miður virðist sem agaleysi meðal unglinga hafi farið vaxandi miðað við það sem var hér á árum áður. Þá fmnist Berglindi sem nú- tímakrakkamir séu bæði feitari, latari og væmkærari en áður var og ástæðunnar fyrir þessu sé að leita í þeim breytingum sem orðið hafi á íslensku þjóðfélagi, fremur en að upplag krakkanna sé eitt- hvað verra. En ef viðkomandi ætlar sér að ná langt í iþróttinni þarf hann að beita sjálfan sig miklum aga, auk þess að verja miklum tíma við æfingar. Hins- vegar sé það ekki nóg, því þessu til viðbótar er nauðsynlegt að þeir 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.