Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 13
Lögleg en Ijósfælin viöskipti
BB
FJOLBREYTT
VETRARSTARF
HEFST
9. JANÚAR!
Verslar með fallna víxla og skuldabréf.
Fullkomlega lögleg starfsemi, segir
víxlarinn
Föstudagur 11. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13
VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI
rvvi ih'unti[.rr wghcuiaot fcmiL.jiVi.tooR — Mvtif
vegna þess að skuldaviðurkenn-
ingamar eru fymdar. Fólk er ekki
nógu passasamt með að gera eitt-
hvað i málunum áður en það er
orðið of seint.
Máli sínu til staðfestingar
sýnir Úlfar blaðamanni ljósrit af
löngu follnum víxli sem honum
var boðinn til kaups.
- Þessi víxill féll 1988. Eig-
andinn hefur síðan geymt hann í
skúlfunni þar til hann hefur
brunnið inni. Þá á fyrst að fara að
gera eitthvað í málunum. Það
þýðir ekkert að innheimta þennan
víxil. Útgefandinn er ónýtur eftir
að meira en ár er liðið frá því að
víxill féll, og í þessu tilfelli er til-
gangslaust að ganga að sam-
þykkjanda þar sem hann er eigna-
laus.
Hvemig metið þið það?
- Það er ekki auðhlaupið að því
að kanna eignastöðu fólks, nema þa
hvað varðar bílaeign og fasteignir.
Fyrsta skrefið, segir Úlfar, er
að kanna hvort menn hafi lent á
vanskilaskránni sem Reiknistofa
Flafnarfjarðar heldur og fræg varð
af fréttum sl. haust.
- Reynist menn ekki standa
undir neinum eignum og em á
vanskilaskrá er nokkuð víst að
það þýðir ekkert að reyna að
krefja þá um skil á greiðslu.
Úlfar segir að hugmyndin sé
sú að kaupa víxlana og skulda-
bréfin með 10 prósent affollum.
- Við greiðum því fólki sem
við komum til með að kaupa víxl-
ana og skuldabréfm af út í hönd.
Allavega þegar um lægri upphæð-
ir er að ræða.
En hvemig fara svo inn-
heimtuaðgerðimar fram?
- Við byrjum á því að hringja
í viðkomandi og gefa þeim kost á
því að greiða án alls innheimtu-
kostnaðar. Jú, vissulega reiknum
við dráttarvexti, en það er bara
eðlileg raunávöxtun.
Ef þetta ekki gengur þá kom-
um við til með að setja bréfin til
innheimtu hjá lögfræðingi, segir
Úlfar. - Það hefúr ekki hvarflað
að mér að hafa menn á okkar
snærum og ganga hart ftarn við
innheimtuna.
- Nei, við erum ekki með
neinn ákveðinn lögfræðing á okk-
ar snærum. Þetta er ekki komið
svo langt ennþá.
Hann segir að þær skuldavið-
urkenningar sem fólk hafi boðið
sér til kaups hafi mestmegnis ver-
ið víxlar vegna bílaviðskipta og
að ungt fólk sé í meirihluta.
Ekki á vísan aö róa
- Það eru engir stórkostlegir
peningar í hitunni.
En þið teljið þó að þetta sé
Jyrirhafnarinnar virði?
- Já, eins og ég sagði þá
ákváðum við að reyna þetta. Við-
skipti eru nú einu sinni þannig að
það er sjaldnast hægt að reikna út
ágóðann fyrirfram.
En kemur þetta ekkert við
kaunin á samviskunni i mönnum
að standa islíkum viðskiptum?
- Þetta er ekkert samvisku-
spursmál hjá mér frekar en hjá
bönkum, verðbréfafyrirtækjum
og lögfræðingum sem kaupa
svona pappíra með affollum.
Þetta er ekki á neinn hátt ólögleg
starfsemi.
Úlfar segir að í rauninni sé hér
um þjónustu að ræða sem komi
báðum aðilum vel.
- Með því að selja okkur fær
fólk peningana strax, reyndar
með eðlilegum affollum, en með
því að fá lögffæðing í innheimt-
Á póstkössum og töflu 1 anddyri Slðumúla 27 er engar upplýsingar að fá um viöskipti með vlxla og skulda-
bréfaviðskipti. Mynd: Kristinn.
una getur fólk þurft að bíða allt að
tvö ár effir því að fá skuldina
greidda.
Að vísu hagnast ég meira eflir
því sem víxlamir og bréfín greið-
ast fyrr. En þetta er engu að síður
áhætta. Taki ég rangar ákvarðanir
um kaup á víxlum og bréfúm sem
ekki tekst að innheimta, ber ég
einn þau affoll, segir hann.
Myrkfælin starfsemi
Það vekur athygli blaðamanns
að Úlfar talar ýmist um sig einan í
tengslum við þessi viðskipti eða
fleiri.
- Mér og nokkrum vinum datt
í hug að reyna þetta, segir Úlfar.
Simanúmerið sem gefið er
upp í auglýsingunni er skráð á
Bílaleiguna Höfða, sem stofhuð
var sl. haust.
Hvemig tengist Bílaleigan
þessum viðskiptum?
- Hún tengist þessu ekkert. Ég
fékk bara leyfi hjá kunningja að fá
að gefa upp númerið og svara í
síma tvo tíma á dag.
Á sama stað og á sömu skrif-
stofú og bílaleigan er skráð, að
Síðumúla 27, er einnig fyrirtækið
Innheimtur og ráðgjöf hf. Sam-
kvæmt upplýsingum Hlutafélaga-
skrár eru meira og minna sömu
eignaraðilar að báðum fyrirtækj-
unum og þar af nokkrir ættingjar
og venslamenn Úlfars.
Að sögn Jóhannesar Halldórs-
sonar, sem fer fyrir Innheimtum
og ráðgjöf og er einnig eigandi að
Bílaleigunni Höfða, tengjast þessi
víxlaviðskipti ekki á neitt hátt
nefndum fyrirtækjunum.
1 Pressunni i gær er staðhæft
að kaupandi hinna follnu bréfa sé
Halldór nokkur Magnússon versl-
unarmaður. Þrátt fyrir tilraunir
Nýs Helgarblaðs til að ná tali af
Halldóri á skrifstofúnni í gær var
það að fara í geitarhús að leita ull-
ar. Hvorki Úlfar né Jóhannes
vildu gefa blaðamanni upp síma-
númer Halldórs eða veita neinar
upplýsingar um það hvar hann
væri að fmna.
-rk
1 Dansleikfimi. Sannkölluð upplyfting og heilsubót.
Kennarar: Hafdís Ámadóttir, Elísabet GuÖmundsdóttir.
2 Afró / Carabian. Tímar fyrir dansglaða. Kennari: Clay Douglas.
3 Jass / Funk. Fyrsta flokks fjör. Kennari: Clay Douglas.
4 Nútímadans. Kraftur, tœkni, kröfur. Kennari: Hany Hadaya.
5 Leiksmiðja Kramhússins. Unnið með form, rými, spuna, texta,
raddbeitingu. Kennarar: Silvia von Kospoth og Ámi Pétur.
6 Argentínskur tangó. Kennari: David Höner.
LISTASMIÐJA BARNA:
7 Tónlist / Leiklist. 6-9 ára. Söngur, kór, blokkflauta,
nótnalestur, leikspuni. Kennarar: Margrét Pálmad.
Jóhanna Þórhallsdóttir og Harpa Amardóttir.
8 Leiklist. 7-9 ára og 10-13 ára.
Kennari: Harpa Amardóttir.
9 Leikir.Dans.Spuni. 4-6 ára.
Kennarar: Harpa og Ásta Amardætur.
10 Jass / Dansspuni. 7-9 ára og 10-12 ára.
Kennarar: Silvia von Kospoth og Clay Douglas.
Tímabókanir standa yfir
í símum 15103 og 17860.
Höfum það virkilega gott í vetur.
HÚSI&
„Kaupi fallna víxla og
skuldabréf. Upplýsingar í síma
91-678858 milli kl. 14 og 16 á
virkum dögum“, segir í auglýs-
ingu sem síðustu daga hefur
birst í smáauglýsingadálkum
DV. Fram til þessa hafa velflest-
ir sem sýsla með víxla og
skuldabréf, s.s. bankar og verð-
bréfafyrirtæki, látið sér nægja
að víxia með ógjaldfallnar
skuldaviðurkenningar. En hér
er sem sagt farið inn á nýjar
brautir í víxla- og skuldabréfa-
viðskiptum. Þrátt fyrir það að
talsmaður þessara viðskipta
fullyrði að þau brjóti ekki í
bága við lög, var engu að síður
Ijóst af öllum viðbrögðum að
hér er um ijósfælin viðskipti að
ræða.
Það reyndist ekki þrautalaust
að fá talsmann þessara viðskipta,
Úlfar Nathanaelsson, i viðtal.
Eftir nokkrar fortölur féllst
hann á að ræða við blaðamann, en
ekki á skrifstofunni, heldur á
kaffihúsi. Hann féllst ekki á það
að tekin væri af sér mynd, þetta
væri ekkert blaðamál.
- Þetta er ekki mitt lifibrauð.
Ég er verslunarmaður að atvinnu.
Þetta er svona tilraun til að prófa
eitthvað nýtt. Á þessum fáu dög-
um síðan þetta byrjaði get ég
ómögulega metið hve mikið
framboðið er af víxlum og
skuldabréfúm sem fólk er með og
eru fallin í gjalddaga. Ég veit ekki
til þess að svona viðskipti hafi
verið reynd áður. Þetta er því
brautryðjandastarf, sagði Úlfar.
Einskis veröir
pappírar
- Mikið framboð virðist vera
af follnum víxlum og skuldabréf-
um. En við höfum ekki keypt eitt
einasta bréf eða víxil ennþá. Þess-
ir pappírar sem fólk hefur boðið
okkur hafa verið ónýtplögg þegar
að hefur verið gáð. Ymist vegna
þess að samþykkjandi og útgef-
endur reynast eignalausir eða
Löglegt
en siölaust
Viðskipti á dökkgráu
svæði. Jónann Albertsson,
Bankaeftirliti: Að óathug-
uðu máli sýnist mér þetta
ekki stangast á við lög.
Harla óvenjuleg viðskipti
engu að síður
- Að óathugðu máli sýnist mér
að þessi viðskipti bijóti ekki í bága
við lög, sagði Jóhann Albertsson,
lögfræðingur hjá Bankaeftirlitinu
þegar Nýtt Helgarblað bar undir
hann lögmæti viðskipta með fallna
víxla og skuldabréf. - Þetta eru þó
harla óvenjuleg viðskipti.
- Mér sýnist að þetta standist
lög, þótt þetta hljóti að teljast sið-
laust, sagði annar lögfræðingur
sem blaðið bar þessi viðskipti und-
ir. Hann sagði að oft væri talað um
grá og dökk svæði í peningavið-
skiptum. - Ég held að þessi við-
skipti hljóti að teljast vera á dökk-
gráa svæðinu, sagði sami aðili.
Jóhann Albertsson sagði að
samkvæmt löggjöf um verðbréfa-
viðskipti þyrfti löggildingu frá
ráðherra ef menn ætluðu að hafa
milligöngu með verðbréf. - Hins
vegar er hveijum manni heimilt að
kaupa víxla og skuldabréf svo
fremi þau séu ekki framseld þriðja
aðila, sagði Jóhann. -rk