Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 14
Róttækur sósíalisti í dag eins og fyrir 60 árum Ungur piltur, sem óx upp meðal þurrabúðarfólks í íslensku sjávarþorpi á 2. og 3. tug aldarinnar hlaut að finna að þetta þjóðfélag krafðist róttækrar breytingar, segir Lúðvík Jósepsson í helgarviðtali um uppvaxtarár sín á Neskaupstað og þau pólitísku uppgjör sem þau kostuðu. Þetta var einfalt lif. Móðir mín ogfóstri unnu bœði úti meira og minna. Hann var stundum sjó- maður á mótorbátum, en oftast nær vann hann hjá Konráði (Hjálmarssyni verslunar- og út- gerðarmanni á Nesi á Norðfirði; innsk. N. Hbl.) og hún lika. A okkar heimili var nýmjólk næst- um að segja óþekkt. I öllu minu uppeldi drukkum við danska boxamjólk, niðursoðna mjólk sem við blönduðum með vatni. I glasinu var svona 90-95% vatn og bœtt út iþað einni eða tveimur matskeiðum af mjólk. Eg var sendur einstaka sinnum, sjaldnar en einu sinni í viku, til þess að kaupa kúamjólk á flösku... Að öðru leyti var þetta ekta þurra- búð. Fiskur var afskaplega yfir- gnœfandi matur. Kjöt var sáralit- ið, tæplega einu sinni í viku. A haustin reyndu heimilin að safna að sér svolitlum vetrarforða. Oft- ast var reynt að kaupa kjöt, af- sláttarhross eða þess háttar, og salta niður. Margir áttu þvi kjött- unnu undir veturinn og svo tals- vert af súrmeti og öðru slíku...Margir voru mjögduglegir með byssuna, skutu fugla, sel og hnísur... Þannig lýsir Lúðvík Jóseps- son, fyrverandi sjávarútvegsráð- herra, uppvaxtarárum sínum í þorpinu að Nesi í Norðfirði á 2. og 3. áratugi aldarinnar í nýút- kominni bók Helga Guðmunds- sonar, „Þeir máluðu bæinn rauð- an“. Þá voru íbúar í Neshreppi um 800 og Neskaupstaður ekki búinn að fá kaupstaðarréttindi. Þetta var á þeim tima þegar sjávarþorpin voru að myndast á Islandi og sú mikla atvinnubylting sem fólst í vélbáta- og togaraútgerð var að hefjast hér á landi. Við lestur þessarar bókar vaknaði forvitni okkar að spyija Lúðvík Jósepsson þeirrar spum- ingar, hvað hefði orðið til þess að móta hans pólitisku skoðanir á þessum árum, og hvers vegna ungur piltur í íslensku sveitaþorpi hefði á þessum tíma skipað sér í sveit með nýstofhuðum Komm- únistaflokki íslands. Jafnframt lék okkur forvitni á að spyija Lúðvík þeirrar spumingar, í hvaða ljósi hann sæi hina pólit- ísku þróun á Islandi nú, sextíu ár- um síðar, hvað hefði áunnist og hvemig áherslumar í hinni pólit- ísku baráttu hefðu breyst samfara breyttu þjóðfélagi. 13 ára róttæklingur - Það hefur verið í kringum 1927, þegar ég var 13 ára, sem ég fór að mynda mér einhverja pólit- íska skoðun eða taka afstöðu til þeirra pólitísku deilumála, sem vom á dagskrá í því umhverfi, sem ég ólst upp í á Norðfirði. Af- staða mín var í rauninni að mótast á ámnum 1927-30, eða þegar ég var á bilinu 13 til 16 ára, sem er eðlilegur aldur fyrir unglingsstrák sem er að læra að bregðast við umhverfi sínu. En til þess að geta svarað betur, hvers vegna ég skip- aði mér þar í sveit, sem raun varð á, er nauðsynlegt að gera örlitla grein fyrir því mannlífi sem ég ólst upp við í litlu sjávarþorpi úti á landi á þessum tima. Það sem fyrst og fremst ein- kenndi þorpið Nes í Norðfirði ár- ið 1927 og árin þar á undan var, að þama vom tveir vemlega vold- ugir kaupmenn, miklir athafna- menn eins og sagt er, sem skiptu með sér nær allri verslun í þorp- inu til helminga, verðlögðu vam- ing og fisk, gerðu út, keyptu fisk af erlendum skipum og stunduðu útflutning. Þeir vom jafnffamt stærstu atvinnurekendumir og verðlögðu vinnuna. Áhrif þessara manna vom afar mikil, og flestir áttu allt sitt undir þessum mönn- um. Þetta var tími kaupmanna- valdsins svokallaða, þar sem af- skipti ríkisvaldsins af afkomu fólksins vom lítil og allt var „fijálst“ eins og það myndi vera kallað í dag. Kaupmennimir vom ihaldsmenn síns tíma - eða menn hins fijálsa ffamtaks - og má margt um athafnir þeirra segja, bæði til framfara og gífúrlega sterkrar yfirstjómar í öllum mál- efnum þorpsins. Tími Framsóknar- flokksins - Hver voru brýnustu deilu- málin á þessum tíma, og hvemig skiptust stjómmálaflokkamir i afstöðunni tilþeirra? - Þetta er sá timi, þegar Fram- sóknarflokkurinn er mjög að bijótast til valda hér á landi, siðari hluti 3. áratugarins. Á Norðfirði kom hann fram sem róttækur flokkur að því leyti, að hann var í andstöðu við kaupmannavaldið, auk þess sem framsóknarmenn töluðu gjaman illa um Reykjavík- urvaldið og embættismannavald- ið. Þeir boðuðu frjálsari og sann- gjamari verslunarhætti í formi samvinnureksturs, og þetta mælt- ist nokkuð vel fyrir. En Fram- sóknarflokkurinn var fyrst og fremst flokkur bændanna og skilningur hans á ört vaxandi verkalýðshreyfingu var takmark- aður. Á þessum tíma höfðu verka- lýðsfélög verið mynduð i flestum þorpum, og verkamenn og sjó- menn þyrptust í þessi félög og gerðu kröfur um samningsrétt eða birtu kauptaxta. Eitt slíkt félag var orðið nokkuð umsvifamikið á Norðfirði, og var formaður þess Jónas Guðmundsson kennari, sem síðar varð alþingismaður fyr- ir Alþýðuflokkinn. Á þessum tíma voru allir félagar verkalýðs- félagsins sjálfkrafa flokksbundnir Alþýðuflokksmenn, þar sem Al- þýðusamband Islands var jöfnum höndum samband verkalýðsfé- laga og flokksfélaga jafnaðar- manna. Mér er minnisstætt eitt fyrsta verkfallið, sem háð var á Norðfirði 1926, og Alþýðuflokk- urinn stóð fyrir, en þar var verið að mótmæla kauplækkunarkröfú atvinnurekenda og krefjast samn- ingsréttar fyrir verkalýðsfélagið. Sótt gegn íhaldinu Á þessum tíma var því um tvo nokkuð róttæka flokka að ræða, sem sóttu að íhaldinu, - atvinnu- rekenda- og embættismannavald- inu - hvor með sínum hætti. Það athyglisverða var hins vegar að forystumenn Framsóknarflokks- ins voru heldur andvígir verka- lýðsfélaginu og voru í rauninni á móti samningsréttinum og því sem þeir kölluðu óhóflegum kaupkröfúm. Þetta mátti rekja til hagsmuna bænda og smáútgerð- armanna, sem höfðu verkafólk og þjónustufólk í sinni þjónustu og voru almennt andvígir hækkandi kaupi. Andúð Framsóknar á ört vaxandi þorpum og fólkinu á mölinni var líka augljós. Það varð strax ljóst, að ég gat ekki skipað mér í sveit með kaup- manna- og stóratvinnurekenda- valdinu. Og þótt mér fyndist framsóknarmönnum oft mælast vel, þegar þeir hallmæltu embætt- ismanna- og kaupmannavaldinu, þá gat ég ekki skipað mér i flokk með þeim vegna afstöðu þeirra til verkalýðsfélaganna og samnings- réttar þeirra. Alþýöuflokkurinn linur í kjarabaráttunni - Lá þá ekki beinast við að þú gengir til liðs við Alþýðuflokk- inn? - Jú, þetta er eðlileg spuming, og á þessum tíma var í rauninni ekki um annað að ræða fyrir verkafólk en að teljast beint eða óbeint til Alþýðuflokksins. Ég var þó ekki kominn það langt í pólitískum afskiptum, að ég gengi i Alþýðuflokkinn sem pól- itískan flokk. Á þessum tíma náði Alþýðu- flokkurinn á Norðfirði yfirburða- aðstöðu í hreppsnefndarkosning- um undir forystu Jónasar Guð- mundssonar kennara. Hann náði þó aldrei að stjóma hreppnum einn, en gerði það í samvinnu við Framsókn. Mér fannst samstarf Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins strax gefa slæma raun, og einkennast af undanslætti al- þýðuflokksm'anna og býsna mikl- um samningsvilja. Þetta kom líka skýrt fram í landsmálapólitíkinni, þar sem Alþýðuflokkurinn veitti ríkisstjóm Framsóknarflokksins formlegan stuðning á Alþingi árin 1927-31. Ég var einfaldlega í hópi þeirra ungu manna, sem fannst forystumenn Alþýðuflokksins vera slappir í baráttunni fyrir hærra kaupi og bættum kjörum verkamanna. Þeir sömdu sig æði ofl inn á framsóknarleiðina, eða fóra milliveginn. Afstaða mín mótaðist því af óánægju með framgöngu Alþýðuflokksins og forystu hennar fyrir verkalýðs- hreyfingunni. - En hafði Jónas Guðmunds- son leiðtogi Alþýðuflokksins á Norðfirði ekki áhrif á ykkur ungu mennina sem kennari ykkar? - Jú, Jónas var glæsilegur kennari, og hafði mikil áhrif sem slíkur, en það dugði ekki til. - Voru skoðanir þínar orðnar mótaðar þegar þú fórst til náms við Menntaskólann á Akureyri? - Já, afstaða mín var að mótast á áranum 1927-30. Ég fór hins vegar til Akureyrar vorið 1931. Utanaðkomandi áhrif - Þetta hefur verið fyrir tima útvarpsins. En höfðu utanaðkom- andi málefnadeilur, frá höfuð- borginni eða utan úr heimi, ekki áhrif á ykkur unga menn á Norð- firði á þessum árum? - Jú, á þessum tíma bárust til Norðfjarðar blöð eins og Verka- maðurinn og síðan Verklýðsblað- ið, sem urðu til þess að ég fór að íylgjast með því hvað var að ger- ast í verkalýðshreyfingunni ann- ars staðar á landinu. Á þessum tíma var kominn upp mikill ágreiningur innan verkalýðs- hreyfingarinnar og Alþýðu- flokksins, sem hafði þó ekki nema að litlu leyti borist til Norð- fjarðar, og varla svo að hann hefði áhrif á unga menn þar. Þó man ég eftir einu atviki sem skýrði margt fyrir mér betur en ég hafði skilið af fréttablöðum. Það var koma Jóns Rafnssonar í bæinn. Jón Rafnsson var ættaður af Norðfirði og kom æði oft í heimsókn til ætt- ingja sinna þar. Hann var einnig heimilisvinur á mínu heimili. Hann hafði verið fyrsti formaður Verkalýðsfélags Norðfjarðar, sem var stofnað 1921, og hann var upphafsmaður að baráttu þess fýrir réttindum verkafólks. Ég heyrði talsvert ffá honum um deilumar í hreyfmgunni. Þá heyrði ég líka af glæsilegri frammistöðu þeirra manna sem höfðu skipað sér í hinn róttækari arm verkalýðshreyfingarinnar á Akureyri, þeirra Éinars Olgeirs- sonar og félaga. Þessi tíðindi höfðu öll sín Ærif, og um 1930 var það ljóst, að ég vildi skipa mér í hinn róttækari arm verka- lýðshreyfingarinnar, á móti und- ansláttarstefnunni og of nánum tengslum við Framsóknarflokk- inn. Þetta var orðin fúllmótuð skoðun mín þegar ég fór til Akur- eyrar vorið 1931 til þess að t?ka inngöngupróf í Menntaskól; n þar. Á áranum 1931-34 má wo segja að skoðanir mínar hafi fúll- mótast, og þegar ég kom aftur heim til starfa á Neskaupstað 1934 geng ég til flokkslegs sam- starfs við flokksdeild Kommún- istaflokksins sem þar starfaði á þeim tíma. Hugmyndafræði og róttækni - Hugmyndafrœðilegar deilur á milli byltingasinna og hœgfara umbótasinna á alþjóðlegum vett- vangi hafa þá ekki haft mótandi áhríf á afstöðu þina á þessum tíma? - Nei, afstaða mín mótaðist fyrst og fremst af róttækni í launa- og kjaramálum alþýðu- fólks. Það verður ekki fýrr en 14.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.