Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 21
ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 25 Hringiðan r Nóg um að vera í Hinu húsinu Starfsemi Hins hússins, sem hefur aðalbækistöðvar sínar í gamla Geysishús- inu við Aöalstræti, er í fullum gangi. Á laugardaginn var hópur krakka að æfa afríska dansa og tjáningu en krakkarnir taka þátt í norrænu samstarfi og því nauðsynlegt að geta tjáð sig sómasamlega eins og þessar yngismeyjar. Nýr veitingastaöur Atlas heitir nýr veitingastaður í hjarta borgarinnar þar sem Deja vu var áður. Jóhannes Jóhannesson, Sverrir Steingrímsson og Sigurður Þórleifsson voru mættir til að fagna opnuninni á fóstudaginn og skáluðu kátir í kampa- víni. Boxað í sýndarveruleika Um helgina stóð yfir sýningin Tækni og tölvur í Laugardalshöll. Margar nýjungar mátti skoða og meðal þeirra var sýndarveruleiki þar sem hægt er að komast inn í sjálfan tölvuleikinn með þar til gerðum búnaði. Árni Freyr Árnason sigraði andstæðing sinn í boxi og þó hann hafi nú aðallega kýlt út í loftið í rauninni þá mátti sjá á tölvuskjá að höggin rötuðu rétta leið. Sænsk orðuveiting Sendiherra Svíþjóðar á íslandi, Per Kettis, veitti önnu Einarsdóttur, verslun- arsrjóra hjá Máli og menningu, norðurstjörnuna fyrir vel unnin störf í norrænu samstarfi í hófi henni til heiðurs í sænska sendiherrabústaðn- um á laugardaginn. Iionsklúbburinn Eik gerði sér glaðan dág á laugardaginn. Það var farið í ratleik út í bláinn og endað á límmósínuferð á veitingastaðinn A. Hansen í Hafhafirði og snæddur hádegisverður. Þær eru greinilega eldhressar í þessum klúbbi. DV-myndTJ íslendingar . oginnlend 1 störf 1_____Kjallarinn_____ Viðleitni ráðamannatil að halda íslensku 'fólki að fáanlegri vinnu f hér á landi er lofsverð. Opið blað fyrir þig • Fréttaskotið • Kjallarar • Skoðanakannanir • Lesendur • Spurning dagsins • Rödd fólksins •. Með og á móti • Skoðanir annarra - og margt fleira DV er vettvangur fólksins £ landinu til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Frjálst, óháð dagblað fyrir þig Munið nýtt símanúmer 550-5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.