Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 14
14 Gveran ÞRIDJUDAGUR 3. OKTOBER 1995 Keyptu ósamþykkta íbúð: Fannst fáránlegt aö leigja „Við vorum búin aö leigja í nokkra mánuði, hálft ár eða svo, og einn góðan veðiu-dag fannst okkur alveg fáránlegt að vera að leigja. Við fundum okkur ágæta íbúð, borguðum út þann litla pening sem við áttum og síðan eina milljón á árinu. Það var mjög erfitt en gekk með því að við vorum rosalega dugleg að vinna," sagði Tómas Her- mannsson í samtali við DV en hann og Ingunn Gylfadóttir, sambýliskona hans, fengu bjartsýniskast einn daginn og keyptu sér íbúð. Tómas sagði þau ekkert hafa velt fyr- ir sér þeim valkostum sem markaður- inn hafi haft upp á að bjóða. Tómas seg- ir þau ekki eiga kost á húsbréfum þar sem íbúðin fáist ekki samþykkt vegna þess að 20 sentímetra vanti upp á loft- hæðina. Engu að síður þurfi þau að borga öll þau gjöld sem aðrir húseig- endur þurfi að borga. „Við erum búin að leggja töluverða vinnu í íbúðina og erum mjög ánægð með hana. Við leituð- um bara eftir dæmi sem okkur sýndist fyrirfram að við gætum ráðið við. Ég hef ekkert vit á kerfinu sem slíku. Fyrri eigandi útbjó fyrir okkur skuldabréf til 10 ára og það borgum við núna. Við erum að fara að eignast erfmgja, verð- um því örugglega í þessari íbúð eitt- hvað áfram. Þess vegna höfum við ekk- ert hugsað um hver næstu skref verða í húsnæðismálum hjá okkur," sagði Tómas. -sv segir Tómas Hermannsson Búseturéttur hagkvæmari en félagslega kerfið - Stefán Ingólfsson verkfræðingur „Ég fæ ekki annað séð en félags- legi búseturétturinn sé mun hag- kvæmari en félagslega kerfið sem þó átti að vera það hagkvæmasta. Venjuleg fjölskylda, sem býr í fé- lagslega íbúðakerfinu, þarf að borga 2,4% í vexti af láni í 40 ár. í félags- lega búseturéttarkerfinu borgar fólk hins vegar eitt prósent í vexti og fær lán í 50 ár," segir Stefán Ingólfsson verkfræðingur en DV bað hann að segja álit sitt á útreikningum sem Búseti hefur sent frá sér um mun- inn á þeim húsnæðiskerfum sem í boði eru. Um útreikninga Reynis Ingi- bjartssonar hjá Búseta (sjá graf á síðunni) segir Stefán að þar þurfi að taka inn í reikninginn eignarmynd- un og fjármagnskostnað. „Sá sem býr í eignaríbúð er að eignast hana. Með því að greiða hátt^ verð á mánuði er hann ekki bara að" greiða húsaleigu, eins og í Búseta- kerfinu, heldur að greiða niður lán- in og eignast íbúðina. Eignarmynd- unin, þ.e. hvernig maður greiðir niður lánið, er breytileg eftir þvf hvað maður á eignina lengi. Lánin greiðast langminnst niður fyrst. Eignarmyndunin í húsbréfakerfinu er um 120 þúsund krónur fyrsta árið og talan fyrir tíu ára timabil er um 150 þúsund krónur á ári, um 12 þús- und kr. á mánuði. Þetta ætti að sjálf- sögðu að taka inn í reikninginn. Tíu þúsund króna eignarmyndun upp- hefur muninn á kerfunum og ef hún er tólf þúsund þá er húsbréfakerfið orðið hagkvæmara," segir Stefán. Stefán segir þetta vera það sama og sé að í húsnæðismálunum al- mennt. Menn hafi aldreið litið á dæmið í heild sinni og aðeins tekið mið af gegnumstreymi peninganna. A.hitt beri þó að líta að fjármagns- kostnaðurinn, við að borga ein- hverjar milljónir inn á íbúð, sé tölu- verður og það sé búseturéttarkerf- inu í hag. „Til samanburðar eru vextirnir í almenna búseturéttarkerfinu 4,5%; þar er lánað allt að 90% á meðan þeir sem kaupa á almennum mark- aði fá ekki lánuð nema 65-70% og eru að byggja þurfa að borga 6% þurfa að borga 5,1% vexti. Þeir sem vexti," segir Stefán. -sv Húsnæðismál: Búseti einn kosturinn Byggingarkostnaður 7 milljónir kr. - félagslegar búseturéttaríbúðir/félagslegar eignaríbúðir - ¦ Félagslegar búseturéttaríbúðir P Félagslegar eignaríbúöir CZTZD Árstekjur 35.000- E ><u 30.000- 25.000 20.000- = 15.000- U) S 10.000- 5.000 2.400 2.200 2.000 1.800 ¦* 1.600 >§ 1.400 - 1.200 2" - 1.000 | 800 '< - 600 400 - 200 - 0 ^gJ „Þeir hópar sem mest hafa sótt til okkar eru unga fólkið sem er að byrja og eldra fólkið sem vill losa sig úr stórum eignum. Þriðji hópur- inn gæti síðan verið sá sem hefur misst allt sitt og er að byrja upp á nýtt. Ég myndi segja að Búseti væri kerfi sem nýtti sér kosti hinna kerf- anna, húsbréfakerfisins og félags- lega kerfisins," segir Reynir Ingi- bergsson, starfsmaður Búseta lands- sambands. Reynir hefur sent frá sér dæmi þar sem hann sýnir fram á að Bú- seti sé ódýrasti kosturinn (sbr. graf hér á síðunni). Með því að bera sam- an félagslegan búseturétt og félags- legan eignarrétt kemst hann að því að húsnæðiskostnaður hjóna með tvö börn í 7 milljón króna íbúð sé 20 til 50 próserit lægri hjá Búseta. Sam- anburður á almennum búseturétti og húsbréfakerfinu, miðað við sömu fjölskyldu í 9 milljón króna íbúð leiðir Reyni að þeirri niðurstöðu að húsnæðiskosfnaðurinn sé 10 til 25 prósentum lægri í Búseta. Aðspurður um eignarmyndunina viðurkennir Reynir að í húsbréfa- kerfinu sé fólk að eignast þær tíu þúsund krónur sem eru umfram í mánaðargreiðslur í húsbréfakerf- inu. „Spurningin sem við þurfum þó að svara er hvort við viljum leggja þessa peninga í eigið húsnæði eða eitthvað allt annað, t.d. verðbréf af einhverju tagi," segir Reynir. Hann segir fólk hjá Búseta þurfa að eiga fyrir búseturéttinum, um 700 þús- und kr. af tveggja herbergja ibúð, en félagið hafi haft milligöngu um lán fyrir helmingnum. Ungt fólk eigi vel að geta klofið það að eignast íbúð hjá Búseta. -sv Byggingarkostnaöur 9 milljónir kr. - almennur búseturéttur/húsbréfakerfiö - Arstekjur § 20.000- * 15.000- 10.000 - 5.000- 0- ¦ Almennur búseturéttur 50.000" 45.000- 40.000- 35.000- 30.000- 25.000- Hús eða nám í tölum sem Húsnæðisstofh- un hefur unnið fyrir Stúdenta- ráð kemur fram að hertar end- urgreiðslureglur námslána frá 1992 gera stórum hópum ómögulegt að standast greiðslu- mat Húsnæðisstofnunar. Fjöl- skylda með hámarks endur- greiðslu þarf nú að hafa 30% hærri tekjur en hún hefði þurft miðað við endurgreiðslur sam- kvæmt fyrri lögum um LÍN. íettm •¦ íljfj»i£ >vsm*s>,.¦ -. Kjioíitta--: 410 þúsund Fjölskylda, sem ætlar sér að kaupa íbúð að verðmæti 6,5 milljónir króna, þarf áð hafa 410 þúsund krónur í tekjur á mánuði til að standa undir greiðslubyrði, samkvæmt út- reikningum Húsnæðisstofnun- ar. Miðað er við að hún eigi eina milljðn í höfuðstól og sé með námslán á bakinu sem end- urgreiðist eftir hertum end- urgreiðslureglum LÍN. Engin samræming „Okkur þykir það afar ein- kennilegt að ekki skuli vera nein samræming á milli tveggja stærstu lánveitenda í landinu, LtN og Húsnæðisstofnunar, og það segir sig sjálft að fólk sem tekur námslán hlýtur að þurfa að geta keypt sér þak yfir höf- uðið. Það er lykilatriði," segir Guðmundur Steingrímsson, for- maður Stúdentaráðs. Engin lausn „Ég hef heyrt því fleygt að menn séu að hugsa um að leysa þetta með því að hætta bara að taka námslánin inn í greiðslu- matið. Allir hugsandi menn sjá að í því felst engin lausn," sagði Guðmundur Steingrímsson. Félaysmálaráðuneyti: Ekki okkar „Þessi vandræði eiga rót sína að rekja til breytinga á lögum um lánasjóðinn og því er þetta í raun ekki okkar mál. Hins veg- ar hefur félagsmálaráðherra lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir málum LÍN og við það stendur hann örúgglega," sagði Árni Gunnarsson, aðstoðarmað- ur Páls Péturssonar. Mikið hefur verið rætt um lengingu lána í húsbréfakerfinu til 40 ára. í dag kostar milljónin tæpar sex þúsund krónur á mánuði, miðað.við 5,1% vexti til 25 ára. Að gefhum sömu vaxtaforsendum til 40 ára kost- ar milljónin tæpar fimm þús- und krónur. Munurinn er um þúsund krónur af miUjóninni, um 60 þúsund krónur á ári mið- að við afborganir af 5 miUjón- um. Afborganir af milljón til fimmtán.ára eru um átta þús- und krónur á mánuði. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.