Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Afmæli Njáll Halldórsson Njáll Halldórsson sjómaður, Vík Bakkafirði, varð áttræður í gær. Starfsferil Njáll fæddist á Bakkafirði og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós, keypti sirin fyrsta bát 1933 er hann var átján ára og hóf þá útgerð á Bakkafirði. Hann hefur síðan stund- að þar útgerð auk þess að vera með fiskverkun af eigin báti. Njáll var til sjós frá Vestmanna- eyjum á vetrarvertíðum 1941,1942 og 1943. Þá var hann háseti á segl- skipinu Arctic er það rak upp vestan við Mýrar á Snæfellsnesi 17.3.1945. Fjölskylda Kona Njáls er Guðrún Margrét Árnadóttir, f. 17.8.1921, húsmóðir, en þau hófu búskap 1947. Hún er dóttir Árna Friðrikssonar, útvegsb. á Bakkafirði, og Petrínu Pétursdótt- urhúsmóður. Börn Njáls og Guðrúnar Margrét- ar eru Reynir Njálsson, f. 15.4.1947, útibússtjóri Hafrannsóknastofnun- ar á Höfn í Hornafirði, búsettur þar, kvæntur Sigþrúði Rögnvaldsdóttur ogeigaþauþrjúbörn; Halldór Njáls- son, f. 29.3.1953, sjómaður á Bakka- firði; Hilma Hrönn Njálsdóttir, f. 1.5. 1958, húsmóðir á Bakkafirði, en maður hennar er Áki Hermann Guðmundsson og eiga þau tvö börn; Árni Bragi Njálsson, f. 31.1.1967, sjómaður á Bakkafirði. Systkini Njáls: Hilma Fanney Halldórsdóttir, f. 30.5.1909, d. 21.7. 1923; Baldur HaUdórsson, f. 12.3. 1911, d. 5.8.1926; Bragi Halldórsson, f. 24.8.1912, fyrrv. sparisjóðsstjóri, búsettur í Keflavík; Jón G. Halldórs- son, f. 13.2.1914, d. 1993, viðskipta- fræðingur í Reykjavík; Flosi Hall- dórsson, f. 5.10.1916, d. 1984, bifvéla- virki; Bergþóra, f. 17.11.1917, hús- móðiríReykjavík. Foreldrar Njáls voru Halldór Run- ólfsson, f. 1.10.1870, d. 27.8.1920, kaupmaður á Bakkafirði, og Sólveig Kristjana Björnsdóttir, f. 18.5.1883, d. 14.11.1964, húsmóðir. Ætt Halldór var sonur Runólfs, b. í Böðvarsdal, Magnússonar, b. þar, Hannessonar, b. þar, Magnússonar en sama ættin bjó í Böðvarsdal í margar ættliði. Móðir Magnúsar var Guðný Björnsdóttir, stúdents úr Böðvarsdal. Móðir Guðnýjar var Guðrún Skaftadóttir, prests á Hofi í Vopnafirði, Árnasonar. Móðir Halldórs var Stefanía, dótt- ir Þorsteins sterka, b. í Krossavík í Vopnafirði, Guðmundssonar, sýslu- manns í Krossavík, Péturssonar, sýslumanns á Ketilsstöðum á Völl- um, Þorsteinssonar, sýslumanns á Víðivöllum eystri. Móðir Stefaníu var Guðríður Sigurðardóttir, prests á Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar, og k.h., Bjargar, systur Reynistaða- bræðra, dóttur Halldórs Vídalíns, klausturhaldara á Reynistað Bjarnasonar, sýslumanns á Þing- eyrum. Halldórssonar. Móðir Hall- dórs Vídalín var Hólmfriður Páls- dóttir, lögmanns Vídalín, þess er tók saman Jarðabókina með Arna Magnússyni. Sólveig var dóttir Björns, b. á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, Gíslason- ar, b. þar, Eyjólfssonar, ættföður Kröggólfsstaðaættarinnar Jónsson- ar. Móðir Björns var Sólveig Snor- radóttir, ríka í Engey, Sigurðssonar. Móðir Snorra var Guðlaug Þor- björnsdóttir, b. í Engey, Halldórs- sonar. Móðir Guðlaugar var Guð- rún Erlendsdóttir, ættföður Engeyj- Njáll Halldórsson. arættarinnar, Þórðarsonar. Móðir Sólveigar var Ólöf Guðmundsdóttir. Til hamingju með afmælið3. október 85 ára RósaÓlafsdóttir, Valsmýri 4, Neskaupstað. Jón Jónsson, Smáraflöt42, Garöabæ. Heiga BaWur sdóttir, Þórunúpi, Hvolhreppi. Stei u u nn Jónsdú ttir, Akurgeröi 15, Akranesi. 50 ára 80 ára Sigríður Bjarnadóttir, Látraströnd 48, Seltíarnarnesi. Þórunn Klínsdóttir, Ásgarðsvegill, Húsavík. Joel Eifar Jóeisson, Eyrarbraut 16, Stokkseyri. Þórarinn Sigurbjörnsson, Hringbraut 55, Hafnarfirði. Jóna Valdís Árnadóttir, Ólafsbraut 42, Snæfellsbæ. 40ára 75 ára Albert Jónsson Kristjánsson, Álfaskeiði 64, HafnarfirðL Hann er að heiman. Þorgerður Hauksdóttir, Hólabraut20, AkúreyrL 70ára Karlotta Einarsdóttir, Lækjargötu 10, Hafharfirði. EigJnmaður hennarvarGuð- jónHaUuórsson skipstiórisem • Iéstl991. Karlottatekurá mótiættingjum ogvinumiAlfa- feUi,íþróttahús- inuviðStrand götuí HafnarfirðLkl. 20.00Í kvöld. Hildur Jóbannsdóttir, Daibæ.Dalvík. Eiríkur Sæmundsson, Stórholti 12, Reykjávík. 60ára_________ Kristrún Eiriksdóttir, Sólvöllum, SkeggjastaðahreppL Víkingur Trausti Traustason, Hátúni 35^ Reykjavík. Þóra Hafdí s Kristiansen, Búlandi 20, Reykjavik. Gísli Haraldsson, Suðurgötu90, HafnarfirðL Margrét Oddsdóttir, Ásvaíiagötu 24, Reykjávík. Bryndís Þorsteinsdóttir, Þingási 32, Reykjavík. Jón Kristinn Jensson, Stekkjarhvammi 17, Hafnarfirði. Vignír Jónsson, Auðsholti m, Hrunamannahreppi. MariaH. Siguriaugsdóttir, Hpltagerði 18, Kopavogi. Elsa Þuriður Þorisdóttir, Austurbrún 4, Reykaj vík. Maria Rebekka Kristjánsdóttir, Hálsvegi8, Þorshöfti. Þorgerður Þormóðsdóttir, Miklubraut 48, Reykjavík. Þorsteinn Magnússon, Miklubraut 70, Reykjavík. Jóvin Bjarni Sveinbjörnsson, Fjarðargötu51,Þingeyri. Elín Petra Guðbrandsdóttír, Hvalriesi, Skefilsstaðahreppi. ólafur Sigurbjörn Magnússon, Bréiðagerði 2, Reykjavík. Nýr umboðsmaður Kristín Gunnarsdóttir Stöðli Sími: 478 1573 lilja Guðmundsdóttir Lálja Guðmundsdóttir verkakona, Vaílargötu 9, Flateyri við Önundar- fjörð, verður áttræð á morgun. Hún er nú stödd að Holtsgötu 18, Hafnar- firði. Starfsferill Liha fæddist í Hafnarfirði en flutti með foreldrum sínum til Flateyrar er hún var fimm ára og hefur átt heima þar síðan. Hún lauk barna- skólanámi á Flateyri. Liha hefur alla tíð unnið við fisk- yinnslu á Flateyri. Hún starfaði hjá Ásgeiri Guðnasyni, kaupmanni og útgerðarmanni, á árunum 1930-38 og síðan samfellt í sama frystihús- inu á Flateyri á árunum 1938-89, en hjá nokkrum fyrirtækjum. Fyrst í nýbyggðu Hraðfrystihúsi Flateyrar hf. 1938-43, hjá ísfelh hf. 1943-60, hjá Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-67, Hrímfaxa hf. 1968 og hjá Hjálmi hf. 1968-«9. Eftir fimmtíu ára starf í sama frystihúsinu 1988 verðlaunaði Hjálmur hf. Lilju með þriggja mán- aða ferð til Kanada. Sjómannadags- ráð á Flateyri sæmdi Lilju heiðurs- merki sjómannadagsins 1983 og er hún eina konan sem þar hefur hlot- ið slíka viðurkenningu. Fjölskylda SystkiniLilju: Sigurlaugur, f. 1.10. 1911, d. 21.10.1988, iðnaðarmaður í Reykjavík; Ingileif, f. 29.9.1913, hús- móðir í Hafnarfirði. Foreldrar Lilju voru Guðmundur Guðmundsson, f. 1.12.1882, d. 2.10. 1982, skósmiður í Hafnarfirði og á' Flateyri, og k.h., Guðrún Þórunn Jónsdóttir, f. 13.9.1872, d. 5.6.1957, húsmóðir frá Litlu-Tungu í Miöfirði. Ætt Guðmundur, faðir Lilju, var bróð- ir Kristjáns, föður þeirra Kirkju- bólssystkina, Halldórs rithöfundar, Guðmunda Inga skálds, Ólafs skóla- stjóra pg Jóhönnu Guðríðar hús- freyju. Systir Guðmundar var Guð- rún, amma Gests Ólafssonar arki- tekts. Guðmundur var sonur Guð- mundar, b. á Kirkjubóli, Pálssonar, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar, fyrrv. borgarfulltrúa. Systir Guðmundar eldri var Solveig, amma Gils Guðmundssonar rithöf- undar. Móðir Guðmundar var Kristín Hákonardóttir, b. í Grafar- gih, Hákonarsonar, bróður Brynj- Lilja Guðmundsdóttir. ólfs, á tvo vegu langafa Guðnýjar, móður Guðmundar G. Hagalíns rit- höfundar. Brynjólfur var einnig langafi Gísla, föður Guðmundar G. Hagalíns. Lilja tekur á móti gestum í Álfa- felli, samkomusal íþróttahússins við Strandgötu í Hafnarfirði, á morgun, miðvikudaginn 4.10., kl. 16.00-20.00. Mermiiig Hugleiðsla í tónum Nýlunda telst í íslensku tónlistarlífi að haldnir séu tónleikar í Tjarnarbíói. Því var nokkur tilbreyting að hlýða þar á tónleika með Caput-hópnum sl. sunnu- dagskvöld. Hópurinn lék eingöngu verk eftir Leif Þór- arinsson og var efnisskráin nokkurs konar þverskurð- ur af tónsmíðaferli hans. Verkin spanna 35 ára tíma- bil; það elsta er skrifað árið 1960 en hið yngsta nú í ár. Elsta verk Leifs ber nafnið „Afstæður". Það var sam- ið þegar fæstir nenntu að hlústa á nútímatónhst enda þótti hún þá afspyrnu leiðinleg. Fyrir kom að frægir hljóðfæraleikarar lýstu því yfir á opinberum vettvangi að tónsköpun væri á blindgötum; tónskáldin semdu nefnilega tónhst eftir formúlum sem enginn venjuleg- ur áheyrandi skildi. „Afstæður" - sem er píanótríó - er að einhverju leyti í þessum flokki. Það er þurrt, akademískt og greinilega barn síns tíma. Sem betur fer hefur Leifur þroskast í rétta átt. Hann virðist í æ ríkari mæli gefa sér það frelsi sem andi hans krefst. Verkið „Per Voi" frá árinu 1975 er líflegt og fallegt, en það er fyrir fiautu og píanó. Tónskáldið hefur náð að nýta sér möguleika píanósins og látið það hljóma á mjög sérstæðan hátt með flautunni. „Smátríó" er frá sama tímabih - þaö er fyrir flautu, seUó og píanó. Tríóið er afar vel heppnað og kannski besta tónsmíðin á tónleikunum. Ekki er pláss hér til að nefna öU verkin á efnis- skránni. Þó verður ekki hjá því komist að minnast á þau nýjustu, en það eru „Pente X" frá því í fyrrá og „Preludio, Intermezzo, Finale" sem mun hafa verið samið í ár. Hið fyrra er fyrir flautu, seUó, sembal og tvö slagverk; það er Utríkt og skemmtilegt en kom illa út á tónleikunum. Tónlistin krefst nefnilega bergmáls; hin Utla endurómun í Tjarnarbíói gerði það að verkum að sembaUð hljómaði eins og ritvél og slagverkið eins og hvert annað bank. Betri var tónninn aftur á móti í píanóinu enda getur píanóleikarinn skapað réttu Tónlist Jónas Sen stemninguna með hæfilegri pedalnotkun. „Preludio, Intermezzo, Finale" er einmitt skrifað fyrir þetta hljóð- færi - verkið er mjög sérkenrdlegt, þaö er innhverft og eins konar hugleiðsla í tónum. Hljóðfæraleikarar Caput-hópsins stóðu sig vel eins og endranær. Þar er líka vaUnn maður - eða kona - í hverju horni. í heUd voru þessir tónleikar því hinir skemmtilegustu og gáfu góða mynd af merkUegu tón- skáldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.