Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 33 Fréttir Leikhús Sauöárkrókur: Stór viðbygging að rísa hjá rækju verksmiðjunni Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Hafnar eru framkvæmdir við 583 m2 viðbyggingu hjá rækjuverksmiðj- unni Dögun á Sauðárkróki. Með henni fær fyrirtækið loksins eigin frystiklefa. Isklefinn verður endur- bættur og í nýbyggingunni verður og hráefnismóttaka. Stefnt er á að húsið verði fokhelt í lok nóvember. Eftir það verður lögð áhersla á að koma frystiklefanum í notkun. Bygg- ingin var boðin út. Lægsta tilboð var frá Djúpós sf. Hljóðaði það upp á 25,9 milljónir; 95% af kostnaðaráætlun. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Dögunar, er að- alástæðan fyrir því aö fyrirtækið fór út í framkvæmdirnar vöntun á frystiklefa. Dögun hefur ætíð þurft að leigja sér frystipláss og nú er framleiðslan geymd í frystigámi. Vinnslan og reksturinn hefur geng- ið vel í ár. Verð hefur haldist ágæt- lega á érlendum mörkuðum og hrá- efnisöflun verið jöfn og góð. Haförn, skip Dögunar, aflað hráefnis auk 2ja aðkomubáta. Síðan fara innfjarðar- rækjuveiöar í hönd og er gott útlit þar. Mikiö var af rækju í fyrra í smærri kantinum. Hjá Dögun eru tæplega 30 manns á launaskrá, skipshöfn Hafarnar er þar meðtalin. Hjá vinnslunni sjálfri starfa 15-20 manns. Félagsmálaráðuneytið: Naf nið fteykjai.es> bær staðf est im WuDLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Litlasviðiðkl. 20.30. SANNUR KARLMAÐUR eftir Tankred Dorst Frumsýning löstud. 6. okt. kl. 20.30, uppselt, 2. sýn. Id. 7/10,3. sýn. tld. 12/10,4. sýn. föd. 13/10,5. sýn.mvd. 18/10. Stóra sviðið kl. 20. ÞREKOGTÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. föd. 6/10, uppseit, 7. sýn. Id. 14/10, uppselt, 8. sýn. 15/10, uppselt, 9. sýn. fid. 19/10, uppsoli, iöd. 20/10, örfá sætl laus, Id. 28/10, örfásætilaus. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Ld. 7/10.föd. 13/10. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Md. 4/10, sd. 8/10, uppselt, mvd. 11/10, nokk- ur ssti laus, Id. 14/10, uppsett, sud. 15/10, nokkur sæti laus, fid. 19/10, iöd. 20/10. Mlöasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga og fram að sýningu sýnlngardaga. Einnlg sfmaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 5611200 Sími mioasölu: 5511200 Sími skrifstofu: 5511204 VELKOMINÍMÓÐLEIKHÚSIÐl Ægir Mar Karason, DV, Suðumesjum: Félagsmálaráðuneytið hefur stað- fest nafnið Reykjanesbær sem varð til með sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. „Nafnið Reykjanesbær er gilt frá og með 26. september. Nöfnin Kefla- vík, Njarðvík og Hafnir lifa áfram hér eftir sem hingað til. Þá verða póstnúmer þau sömu," sagði Jónína Sanders, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, í samtali við DV. Eftir að félagsmálaráðunéytið stað- festi nafnið var strax farið í aö breyta fundargögnum og fleiru vegna nafn- breytingarinnar. Jónína telur aö í vetur verði farið í að hanna merki fyrir sveitarfélagið. auglýsingar m*a skila árangrí ****** Menning Vasaútgáf an af Carmina Burana Á næstunni, nánar tiltekiö þann 7. október, mun íslenska óperan flytja sívinsælt kór- og hljómsveitar- verk Carls Orff, Carmina Burana. Fyrir marga, meira að segja kvikmyndastjörnuna Kevin Costner (sem notar þekktan hljómsveitarkafla sem undirspil í nýj- ustu mynd sinni, Vatnaveröld), hggur aðdráttarafl þessa verks ekki síst í stórbrotnum og hrynmiklum þætti stórhljómsveitarinnar, sem drífur áfram hina margvíslegu söngva. Ég meina, Carmina án stórhljóm- sveitar væri tæplega svipur hjá sjón. Eða hvað? Það kom því á undirritaðan að fá upp í hendurnar kammer- útgáfu á Carmina Burana, þar sem tvö píanó og nokk- ur ásláttarhljóðfæri koma í staðinn fyrir stórhljóm- sveitina. Þessi« kammerútgáfa mun upphafiega hafa verið gerð með blessun Orffs sjálfs, en legið í þagnar- gildi í áraraðir, nánast þar til BlS-útgáfufyrirtækið lét taka hana upp nú í sumar. Berskjaldáðir tónlistarmenn Kammerútgáfan af Carminu er leikmanni talsverð opinberun. Sjálfur söngurinn, samspil barítóns, sópr- ans, tenórs og kóranna tveggja, svo og einsöngvaranna innbyrðis, verður dramatísk hrygglengja verksins. Auk þess opinberar þessi útgáfa ýmsar víddir í söngn- um sem iðulega verða undir í tröllaukinni hljómsveit- arskipaninni, einkum ljóðræn blæbrigði og angurværð hans. Merkilegt nokk kemur fjarvera hljómsveitar ekki niður á hrynjandinni sem innbyggð er í verkið, sem er kannski helst að þakka snilld Kroumata-áslátt- argengisins, sem sér um þá hhð mála á disknum frá BIS. Óneitanlega eru bæði einsöngvarar og hljóðfæra- leikarar berskjaldaðri í þessari útgáfu en þar sem stór- hljómsveitin ræður ferðinni. BIS hefur dregið saman úrvalshð sænskt, sem stendur fyllilega undir þeim auknu kröfum sem kammerútgáfan vissulega gerir til tónlistarmanna, áöurnefndan Kroumata-hóp, stjörnu- píanóleikarana Roland Pöntinen og Love Derwinger, sem keyra verkið áfram af krafti, Uppsalakórarnir tveir eru fágaðir, en ef til vill einum of hófstilltir, og einsöngvararnir komast frábærlega vel frá sínu. Þar vil ég sérstaklega minnast á barítónsöngvarann Peter Mattei, kornungan mann, sem nú er í þann mund að leggja breska óperuheiminn að fótum sér. Þetta er sem sagt útgáfa sem eykur verulega á skilning áheyrand- ans á því tónverki sem um ræðir. Og það er ekki hægt að segja um ýkja margar geislaplötuútgáfur í Frá flutningi Carminu á íslandi árió 1990. Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson dag. Áheyrendur skyldu hins vegar hafa á sér andvara vegna hljóðblöndunar á þessari upptöku frá BIS, því upptökumenn eru með allan hljóðskalann undir, allt frá hvísli og upp í feiknarleg „crescendo" sem setja allt á stað í námunda við hljómtækin. í tilefni af þeirri ófrjóu umræðu um höfundarétt í tónhst sem hér hefur átt sér stað að undanförnu má geta þess að sönglagatextar Carminu eru ekki prentað- ir í bækhngi plötunnar. Ástæðan er sú, eins og útgáfu- stjóri BIS, Robert von Bahr, getur um í sérstakri yfir- lýsingu með plötunni, að þeir sem fara með höfunda- rétt Orffs vilja ekki einasta fá greitt fyrir notkun tón- listarinnar, sem er auðvitaö sjálfsagt og eðlilegt, held- ur einnig fyrir birtingu söngtextanna, sem eru, eins og flestum er kunnugt, frá miðöldum! Von Bahr segjst ekki sjá neitt réttlæti í að greiða fólki fyrir texta sem þaðeigiekki.Enþettavarútúrdúr. AI Carl Orff - Carmina Burana, kammerútgáfa BIS - CD-734 Umboö á íslandi: JAPIS LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Sj2 Stórasviðiðkl. 20.30 LINA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sunnud. 8/10 kl. 14, uppselt, laud. 14/10 kl. 14, sunnud. 15/10 kl. 14, örfá sætl laus, sunnd.kl. 17. Stóra sviðið kl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew LloydWebber Fimmtud. 5/10, uppselt, föstud. 6/10, upp- selt,flm. 12/10.fáelnsœtilaus.laud. 14/10, miðnœtursýnlng kl. 23.30, miðvd. 18/10. TAKMARKADUR SÝNINQAFJÖLDI. Stórasviðiðkl.20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guómundsson. Frumsýnlng laugard. 7/10. Litla svið HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Á morgun 3/10, uppselt, á morgun mlöv. 4/10, uppselt, sun. 8/10, uppselt, mvd. 11/10. ' Tónleikaröð LR: hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þriójud. 10/10,3-5 hópurinn Kvintettar og trió.Miðav.800,- Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá ki. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjalakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÍSLENSKA ÓPERAN Jllll Sími 551-1475 Frumsýnlng laugard. 7. október. Sýning föstud. 13/10, laugard. 14/10. Sýningar hef jast kl. 21.00. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardagtilkl.21. STYRKTARFÉLAGAR! Muniö forkaupsréttinn frá 25. til 30. september. Almenn miðasala hefst 30. september. SÍMI551-1475, bréfasimi 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Tilkynningar Vetrarstarf Kvenfélagsins Hringsins Um þessar mundir er Kvenfélagið Hring- urinn að hefla vetrarstaríið og eins og áður rennur öll fjáröflun félagsins til byggingar nýs barnaspítala Hringsins á Landspítalalóö og eru Hringskonur bjart- sýnar á framgang þeirrar byggingar. Síð- asta starfsár var 90 ára afmælisár og á aðalfundi félagsins í apríl sl. kom fram að félaginu bárust margar veglegar gjaf- ir, alls kr. 12.808.097. Félagið styrktí nokkra aðila þar sem börn eiga hlut að máli, samtals kr. 889.524. Félagið þakkar öilum velunnurum góðar gjafir. Gleraugu töpuðust Gleraugu töpuðust í rauðum fólksbíl sem tók upp fjögur ungmenni rétt fyrir utan Hafnarfjörð og keyrði þau í Seljahverfl. Upplýsingar í s. 567 1088, Villi. •fiíifln mr»i 9 0 4-1700 Verð aöeins 39,90 mín. f^OTílf 13 Fótbolti 2 Handbolti _3j Körfubolti 118 Enski boltinn 5 ítalski boltinn ¦ Þýski boltinn EB Önnur úrslit B NBA-deildin Vikutilboð stórmarkaðanna 2 Uppskriftir Dagskrá Sjónvarps j|| Dagskrá Stöðvar 2 3 Dagskrá rásar 1 4 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 III Myndbandagagnrýni 6J ísl. listinn -topp 40 7 Tónlistargagnrýni 8! Nýjustu myndböndin !*J It v.'TS bIíIIB 'ff* 11£ 11 fil JLjKrár B Dansstaðir 3 Leikhús 4 Leikhúsgagnrýni ^JBÍÓ JSJ Kvikmyndagagnrýni m msjmmgsmmmr 1 Lottó 'Í\ Víkingalottó 3 Getraunir AÍiM 9 0 4-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.