Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. OKTOBER 1995 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plðtugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Uppsveifla íiðnaði Greinileg batamerki eru nú í íslenskum iðnaði. Upp- sveifla í þessari atvinnugrein hefur staðið í þrjú ár. Stöðugleiki íslensks efhahagslifs undanfarin ár hefur skapað iðnaðinum fjölmörg sóknarfæri. Verði stöðug- leikanum viðhaldið bendir allt til þess að íslenskur iðnaður haldi áfram að styrkja sig í sessi. Þessi þróun er í senn ánægjuleg og uppörvandi. Það kom fram hjá iðnaðarráðherra í síðustu viku að iðnaður hérlendis væri á vissan hátt að koma í stað sjávarútvegs til að halda uppi lífskjörum hér á landi. Nær 25 þúsund íslendingar vinna við iðnað og er hlut- fall heildarvinnuafls 19 prósent. Veltan í íslenskum iðnaði er 113 milljarðar og nemur útflutningur iðnað- arvöru 21 milljarði króna á ári. Það er ekki víst að al- menningur geri sér grein fyrir hver stakkaskipti hafa orðið í þessari grein. íslensk iðnfyrirtæki opnuðu hús sín í gær um land allt og kynntu starfsemi sína undir kjörorðinu: „ís- lensk sókn með stöðugleikann sem sterkasta vopnið." Höfuðborgarbúar fjölmenntu í mörg fyrirtæki sem rek- in eru af miklum myndarskap og sama er að segja um fyrirtæki á Akureyri, ísafirði, Hofsósi, Egilsstöðum, Eyrarbakka, Reykjanesi og Grundartanga. Þá voru bakarar um allt land með sýningar á handverki sínu auk þess sem hárgreiðslu- og hárskerameistarar á Norðurlandi veittu upplýsingar um iðngreinina. Það sem er gleðilegast í iðnþróuninni er hve víða er tekið til hendinni. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja þróa hugmyndir sínar og framleiðslu og þegar þetta leggst allt á eitt verður útkoman góð. Allt of lengi sátu menn eftir og settu allt sitt traust á stóriðju. Þær von- ir hafa að mestu brugðist. Við höfum því setið uppi með ónýtta orku og miklar erlendar skuldir. í gær, á degi iðnaðarins, sást að vaxtarbroddurinn er víða. Hann er í byggingar- og innréttingariðnaði, veiðar- færagerð, málningariðnaði, tölvubúnaði, fatnaðarfram- leiðslu, plastgerð, prentiðnaði og matvælaframleiðslu, svo að dæmi séu nefhd. Haldist stöðugleikinn hérlendis, gengisþróun verði áfram hagstæð og raunvextir lækki er bjart framund- an hjá iðnfyrirtækjunum. Það ætti aftur að leiða til þess að hægt verði að bæta hag launþega. Um það snýst mál það sem heitast brennur á fólki þessa dag- ana, bætt kjör alþýðu og aukið launajafnrétti. Öllu máli skiptir að fyrirtækin eigi fyrir bættum kjörum. Þarna reynir ekki síst á þær atvinnugreinar sem hafa verið í vexti eins og iðnað og ferðaþjónustu. Það er hlutverk stjórnvalda að stuðla að jafnvægi og hagstæðum skilyrðum svo að þessar atvinnugreinar nái að blómstra áfram. Ekki veitir af vegna erfiðleika í ýmsum greinum sjávarútvegs, svo að ekki sé nú minnst á stöðuna í landbúnaði. Þar var enn verið að binda bændur fasta á rikisjötuna með tilheyrandi milljarðaaustri frá skattgreiðendum. Iðnaðarráðherra nefhdi í síðustu viku möguleika á nýju 60 þúsund tonna álveri við Grundartangá. í DV á laugardag sagði þróunar- og markaðsstjóri álfyrirtæk- isins Columbia Aluminium Corporation í Bandaríkj- unum að ísland ætti'jafh mikla möguleika og Venesú- ela og Quebec. Auk þess væri fyrirtækið að huga að staðsetningu álversins víðar í heiminum. íslendingar hafa áður brennt sig á miklum stóriðjudraumum. Því er betra að fara með gát í þetta sinn. Fáist stóriðja til landsins er það vissulega gott en sú þróun sem átt hefur sér stað í iðnaði hér að undan- förnu er þó öruggari. Þar gerir margt smátt eitt stórt. Jónas Haraldsson Eins og þinghald hefur þróast á síðari áratugum er þingmennska fullt ársstarf, segir Ingvar m.a. í grein sinni. Nauðsyn virkrar samráðsstefnu Ég vísa til greinar eftir Einar Kárason rithöfund í DV 29. f.m. um launamál. Grein þessi er rituð af meiri hæversku í garð alþingis- manna en títt er um þessar mund- ir. Það er þakkarvert í æsilegri umræðu þegar greinahöfundar ætla þjóðkjörnum fulltrúum ekki alla hina verstu mannsparta. Þingfararkaup Menn hljóta að vera sammála Einari í því að þingfararkaup og önnur starfskjör alþingismanna er ekki einangrað fyrirhæri í rekstri þjóðarbúsins. Ef rennt er sjónum yfir heildarsvið launa og kjara í landinu hygg ég að það sé rétt, sem Einar Kárason bendir á, að alþing- ismenn eru ekki í hópi þeirra landsmanna sem tekjuhæstir eru. Þar fyrir eru þeir engir láglauna- menn, enda mætti fyrr vera! En hvernig háttar verklagi, starfsum- hverfi og vinnutíma alþingis- manna? Vinna þeir fyrir þingfar- arkaupinu? Eins og þinghald hefur þróast á síðari árarugum getur engum heil- skyggnum manni dulist að þing- mennska er fullt ársstarf, ekki hlutastarf eins og það var áður fyrr. Þingmennska hefur auk þess sérstöðu meðal starfa. Hún lýtur ekki skipulagsreglum vinnumark- aðarins. Hún er ekki þess háttar vinna sem unnin verður sem dags- verk eða ákvæðisvinna í verk- smiðju, sölubúð eða skrifstofu. Vaktavinnufyrirkomulag hentar ekki þingmennsku, jafnvel frídaga- ákvæði eiga í meðallagi vel við um þingmannsstörf. Vinnustaður alþingismanna er ekki nema að hálfu leyti í húsa- Kjallarinn Ingvár Gíslason fyrrv. menntamálaráðherra Þó gerist það þráfaldlega í frétt- um og fréttaskýringum að þessi út- gjöld eru reiknuð alþingismönnum til tekna. Slíka rangfærslu láta fjöl- miðlar sig henda æ ofan í æ. Hitt er annað að starfskostnað ber að skilgreina svo að ótvírætt sé. Samráð og heildarhyggja En svo ég taki aftur miö af grein Einars Kárasonar ætla ég að leggja áherslu á þá skoðun mína að nú er tímabært, eins og var fyrir 5-6 árum, að ráðandi öfi þjóðfélagsins með ríkisvaldið í broddi fylkingar endurveki samráðsstefnuna, sem réð á sinni tið öllu um það (og eng- ar aðrar hagstjórnarkúnstir) að heildarhyggja um þróun efhahags- og kjaramála náði að festa rætur eftir andvaraleysi verðbólguhug- „. . . ætla ég að leggja áherslu á þá skoðun mina að nú er tímabært, eins og var fyrir 5—6 áruni, að ráðandi öfl þjóðfélagsins með rikisvaldið í broddi fylkingar endurveki samráðsstefnuna kynnum Alþingis. Fráleitt væri að útiloka nærur- og helgidagavinnu ¦alþingismanna í sparnaðarskyni. Allt sýnir þetta sérstöðu þing- starfa. Þar við bætist að þing- mennsku fylgja ýmis óhjákvæmi- leg útgjöld sem færa ber á ahnenn- an alþingiskostnað, enda á engan hátt launagreiðslur. arfarsins sem grasséraði eins og truflun í þjóðarsálinni í hálfa öld. Samráð valdaaflanna ein geta komið í veg fyrir aö „verðbólgu- draugurinn" verði vakinn upp á ný. En þá er þess að minnast að fleiri eru valdaöflin í þjóðfélaginu en ríkisstjórn og Alþingi. Ingvar Gíslason Skoðanir annarra Undiraldan magnast „Um skeið hefur þyngst mjög sú undiralda sem bersýnilega magnaðist þegar æðstu stjórnendum lands og þjóðar, kjörnum sem æviráðnum, voru af- hentar umtalsverðar kjarabætur á silfurbakka. Þjóð- arsáttarstéttimar eiga erfitt með að sætta sig við þá mismunun... Það viðhorf sem Halldór Ásgrímsson viðraði á Alþingi, að skapa þurfi nýjan siðferðis- grundvöll við gerð kjarasamninga, eru orð í tíma töluö og nú er ekki annað að gera en að fylgja þeim eftir af krafti og heilindum." Úr forystugrein Tímans 6. okt. Heimsnafn í forsetastól „Þaö er skynsamlegt af Vigdísi Finnbogadóttur að láta af embætti næsta vor eftir 16 farsæl ár á forseta- stóli meðan yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vildi helst hafa hana áfram sem forseta... Fyrir ís- lendinga hefði það verið ákjósanlegt ef forsetinn hefði boðist til að gegna embætti fjögur ár til viðbót- ar. Á tímum þegar stöðugleikinn er ákallaður sem æðstur dyggða þá hefði slík langseta verið við hæfi. Og hvenær fáum við aftur heimsnafn 1 forsetastól, hvenær forseta sem sóst er eftir í opinber verk á vegum alþjóðastofnana og hvenær manneskju í æðsta embætti sem komið getur boðskap á framfæri við aila heimsbyggðina?" Úr forystgrein í Vikublaðinu 6. okt. Búvörusamningur „Hvernig er það verjandi, á tímum samdráttar og niðurskurðar, að verja ellefu milljörðum til þessa málaflokks á næstu fimm árum. Gera þessir háu herrar sér grein fyrir því, aö með þessu móti hafa þeir ráðstafað verðmætum sem jafngilda því að all- ur þorskveiðikvóti eins af þessum fimm árum renni til landbúnaðarmála? Þessi vinnubrögð hljóta að kallast hagfræði andskotans." Úr forystugrein Alþýðubl. 6. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.