Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 7 dv Sandkom Fréttir Skrýtnar nafn- gittir Segjamáað nærhverblett- uráíslandieigi sérnafn.Þess |xl-. ^ -| biií| vegnaeruls- lendingarað vonumvið- sSn þvíefrangter fariömeðstað- arnöfnsem þeimerukær. ^ Maöuraöaust- an hafði satoband við Sandkom og sagöi Vegagerðinafarna aö skira ár uppá nýtt Þar eystra er bær sera heitir Gljúfurárhojt. Þar skammt frá rennur Gljúfurá. Nú hefur Vegagerð- in sett upp skiM við brúna yfir ána sem á stendur Gljúfurárholtsá. Ann- ar bær heítir Bakkaholt og þar hj á rennur Bakká. Vegageröin skirir hanaBakkaholtsá! Vestfirskur skipstjóriog bátseigandi fluttifyrir nokkruaðvest- antilÞorláks- hafnar. Þar i sem hann var ;; ásamtfiöl- skyldusinniað berainnbú- slóöina í Þor- lákshöfnkom maöur gangandi yfir götuna og kona f humátt á eftir honura. Maöurinn hélt á pakka sera líktist blómaskreyt- ingu. Hann spuröi Vestfiröininginn hvort hann væri Jón Jónsson skip- sfjóri að vestan. Hinn sagði svo vera. * JEg er héma með pakka tíi þín,“ sagði heimamaöur. V estfirðingurinn hélt aö þama væri verið að taka á móti nýjum nágrönnum með bióm- um, haföi uppi mörg orð um slíkan hlýleik. Þaö kom skrýtinn svipur á heimamann sem spurði hvort Vest- firöingurinn ætti ekki tiitekinn bát? Það reyndíst rétt og þá sagði heima- maöur. „Égrek flutningaþjónustu og þetta em nýju síuraar í bátinn þinn." Stór hópur Róbert Schmidt, fréttaritariDV áSuðureyri,áí handraöímum margargaman- sögur. Hann heiursent Sandkomi nokkrar. Ein segirfratveim urrinumsem fórutilgæsa- veiöa. Þeir vora í góöu gæsatúni og höfðu komið sér fyrir á köidum haustmorgni í djúpum og blautum skurði. Annar mannanna haföi með sér brjóstbirtu og saup ótt á pelanum. Loks þegar birti var hann orðinn vel kenndur. Þá kom allt í einu stðk gæs fijúgandi og var í góðu færi. Sá alls- gáði h vislaði að vini sinum aö skjóta nú gæsina. Hann lyfd byssunni, skaut og hitt gæsina. Sá allsgáði var alveg bit, hann átti ekki von áþessu og hældi þeim ölvaði óspart. Hann sneri sér að vini sínum og sagöi: , ,Þetta var svo sem ágætt en venju- leganæégþremur eðafiórum úr svonastórurohóp." 12þúsundstörf Pramsóknar- mennlofuðu fyrirsíðustu þingkosningar aðefþeirkæm- usttilvalda ætluðuþeiraö sjátilþessað sköpuöyrðu 12 þúsundnýstörf fyriraldamót. Þeirkomusttii valdaensamt vex atvinnuleysiö. Menn voru að striða sanntrúuðum framsóknar- mamú i kjördæmi Páls Póturssonar félagsmálaráöherra á þessu. Sá brást til varnar flokknum og sagði að þaö væri rétt að flokkurinnhefði lofað að 12 þúsund ný störf yrðu til fyrir aldamót. „En það var ekki tekið fram að það þyrfti endilega aö vera hér á landi," sagði Norölendingurinn. Umsjón: Sigurdór Slgurdórsson. Bakarísmálið á Siglufirði: Þrotabúið gjaldþrota eftir hæstaréttardóm Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Þrotabú fyrirtækjanna Búts og Tréverks á Siglufirði hefur tapað máli gegn Siglufjarðarbæ fyrir Hæstarétti en málinu var áfrýjað þangað eftir að þrotabúið tapaði málinu fyrir héraðsdómi. Forsaga þessa máls er að fyrirtæk- in Bútur og Tréverk sem unnu við breytingar á „gamla bakariinu" á Siglufirði samkvæmt samningi við Sigluíjarðarbæ urðu gjaldþrota. Eftir að sýslumaður hafði skipað bústjóra krafðist bústjórinn þess að fá að halda áfram við verkið og var samn- ingur um það undirritaður. Verkið reyndist hins vegar mun dýrara en gert hafði verið ráð fyrir og krafði bústjórinn Siglufjarðarbæ um viðbótargreiðslur þess vegna. Um var að ræða upphæð á bilinu 10-15 milljónir samkvæmt heimild- um DV. Stjórnendur Siglufiarðar- bæjar töldu hiris vegar að bænum bæri ekki að greiða neinn viðbótar- kostnað og það hefur nú verið staö- fest 1 dómskerfinu. Þetta þýðir í raun að þrotabúið er gjaldþrota og er stórskuldugt við iðn- aðarmenn í bænum. Tabð er líklegt að iðnaðarmennirnir muni þurfa aö höfða mál gegn ríkissjóöi til að fá sínar greiðslur enda starfaði bústjór- inn í umboði sýslumannsins á Siglu- flrði er hann keypti vinnu þeirra sem ekki hefur verið greidd. Áslóðum hvalfangara Róbeit Schmidt, DV, Suðureyri: Um og eftir aldamótin síðustu létu Norðmenn reisa hvalveiðistöö á Suð- ureyri, sem er vestasti bær sunnan Tálknafjarðar, um 7 km fyrir innan Tálknatá. Eyrin er nú í eyði enda var þar afskekkt og ekki um nútímasam- göngur á landi að ræða. Stöðin var aftur rekin á árunum 1930 og 1940 en þá voru það innlend- ir aðilar sem keypt höfðu mannvirki Norðmanna er lengi höfðu legið ónotuð. Útbeit er góð við Suðureyri og jörðin hggur vel við sjósókn. Var hún fyrrum talin ein besta útveg- sjörð við Tálknafjörð. í dag eru rú- stimar einu merkin um að þarna hafi verið rekin hvalstöð. Húnavallaskóli: Égverðhéráfram - segir kennarinn umdeildi „Það hefur í raun og veru ekki á það reynt að ég hætti hér við skólann og ekki komið fram krafa um það. Ég verð því hér áfram meöan ekkert annað verður ákveðið," segir Jón Pálsson, kennari við Húnavalla- skóla, í samtali við DV. Foreldrar bama við skólann hafa krafist þess að Jón veröi látinn vílqa vegna þess að hann bar þjófnað á nemendur. Sá áburður mun ekki hafa verið á rökum reistur. Hafa nemendur verið teknir úr skólanum vegna þessa máls eins og komið hef- ur fram í DV. Jón vildi ekkert segja um undirrót deilnanna við skólann og vísaði á lögfræðing sinn í því efni. Mennta- málaráöuneytiö vinnur að lausn deilnanna en hefur ekki lagt fram tillögur. Áður hafði skólastjórinn reyntsættirenmistekist. -GK Leiðrétting í áliti Margrétar Heinreksdóttur lögfræðings í dálknum Með og á móti í gær féll niður málsgrein vegna mistaka í vinnslu. Málsgreinin er svona: „Að vísu hef ég fulla samúð með þeim sem þurfa að fást við ástandið í miðborgmni, sem er hreint með ólík- indum. Það ber hins vegar að mínri mati vitni alvarlegrar meinsemdar í þjóðfélaginu og er þá spuming hvort ekki væri ráðlegra að grafast fyrir um rætur hennar og reyna að vinna gegn henni meö einhverjum öðrum hætti. En það er hægara um að tala en í að komast í þessu sem öðru." Þá ber þess að geta að Margrét hafði fyrirfram tekið það fram að hún talaði í eigin nafni í umræddum dálki en ekki sem stjómaríormaður í Mannréttindasamtökum íslands en þess láðist að geta í blaðinu í gær. Margrét er beðin velvirðingar á þess- um mistökum. Fra gomlu hvalstoðinni á Suðureyri i Tálknafirði. DV-mynd Róbert Schmidt Nettoú.,, FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI Hæð: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 50 cm 8.550,- 60 cm 9.140,- 80 cm 11.630,- 100 cm 13.140,- Aukalega fæst milliþil og 3 hillur á 3.580,- FYRSTA FLOKKS FRÁ /rOniX HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 GÓÐKAUP Til sölu nokkrir lítiö eknir Fiat Uno Arctic árgerö 1993 Verð frá aðeins kr. 490.000 aana ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17 - sími 588-7620 Góð greibslukjör til allt ab 36 mánaða rabgreibslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.