Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SfMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995. Bruni á Laugavegi: Eldvarnar- veggir komu ívegfyrir „Þarna eru eldvarnarveggir á tvær hliðar og þeir komu í veg fyrir aö úr yrði stórbruni. Þegar við komum á staðinn'stóðu eldtungurnar upp til himins og þetta leit mjög alvarlega út," segir Friðrik Þorsteinsson, varð- stjóri hjá slökkviliðinu í Reykjavík, um/bruna sem varð í nótt í tengi- byggingu við Laugaveg 24b. Miklar skemmdir urðu á tengi- byggingunni og á klæðningu hússins númer 24b laust eftir klukkan tvö í t nótt. Eldurinn náði hins vegar ekki að breiða sig út til næstu húsa og var hann slökktur á rúmum tveimur tímum. Einn maður var í húsinu og vakn- aði hann við hávaða og var þá her- bergi hans á miðhæð hússins að fyll- ast af reyk. Lét íbúinn slökkvUið vita og síðan hringdu margjr aðrir árvök- ulir nágrannar. fbúi hússins vissi ekki hvort fólk var í tengibyggingunni en þar munu útigangsmenn oft leita skjóls um nætur. Reykkafari var sendur inn ~. og reyndist byggingin auð. Rannsóknarlögreglan hefur í nótt grafist fyrir um upptök eldsins en í morgun var engu ljósi hægt að bregða á það mál. Verða rústir tengi- byggingarinnar kannaðar betur í dag. -GK Flóttamenn til ísafjarðar Páll Pétursson félagsmálaráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dag að tekið yrði á móti 25 flótta- mönnum frá Bosníu og var tillagan samþykkt. Páll leggur jafnframt til að þessir flóttamenn fari allir til ísa- fjarðar. Bæjarstjórn ísafjarðar hefur lýst yfir áhuga á að flóttamennirnir setjist að þar vestra enda er skortur á vinnuafli í fiskvinnslu á ísafirði. Lækninga- miðill kærður Kona hefur kært lækningamiðil í Reykjavík fyrir kynferðislega áreitni og fyrir að hafa í frammi kynferðis- lega tilburði á stofu sinni. Rannsóknarlögreglan hefur málið knú til meðferðar. Akvörðunar er að vænta síðar um hvort mælt verður meðákæru. -GK LOKI Þetta kallast víst að miðla reynslusinni! Vantaldi 9,1 miJljónar króna tekjur í pípulagningarekstri á þremur árum: i og sekt fyrir skattsvik - ákærðifær4mmánaðaósknorðsbim(marefsmguog4miUjónirísekt Píp^ulagningameistari í Reykja- 3,6 miUjónir króna i tekjuskatt og kostnað." úrskurði yfirskattanefndar í apríl vík;ÁsraundurHafsteinsson,hefur útsyaro^2^milhónirkrónaívirð- Pípulagningameistarinn játaði síðasfliðnura. Bú Ásmundar var verið dæmdur I 4 mánaða óskil- isaukaskatt. aliarsakargMráhendurséríyör- tekiðtilgjaldþrotaskiptaílokágúst orðsbundiðvaröhaldogtugreiðslu Fyrir dómibar sakborningurinn heyrslu fyrir dómi þann 20. sept- 1994. 4 miiljóna króna sektar til ríkis- þaðfyrirsigaðhinarvantðldutekj- ember.Hahngerðiengantölulegan Dómurinn tók miö af því að sjóðsf^rirskattsvikvegnaútseldr- ur hefðu ekkieinvörðungu runnið ágreining um útreikningaí akæru . ákærðijátaöibrotsínhreinskilnis- ar vinnu sem hann gaf ekki upp i eigin vasa, heldur hefði hann rikissaksóknaraéðaþaugögnsem lega og var þaö fært honum til fyrir árin 1990,1991 og 1992. Verði greittýmsankostnaðvegnalauna hannbýggðiá. ÁðurénmáMðkom refsilækkunar. Hins vegar taldi sektin ekki greiddlnnan fjögurra starfsmanna sem hann geröi ekki fyrir dóm höfðu bæði ríkisskatt- dómurinn brotin stórfelld. vikna kemur 8 mánaða varðhald launamiða fyrir, auk efniskaupa stjóri og ríkisskattanefnd úrskurð- ,,Ákærði hefur í engu bætt fyrir að auki í stað hennar. Aðdragandi og annarra þátta i rekstrinum. í að ura endurákvörðun á „viðbótar- brot sín, sera sköpuðu honum um- þessa máls þykir eindregið benda dómi héraðsdómssegireftirfarandi tekjum" á skattframtölum sak- talsverða auðgun," segir í niður- til þess að yflrvöld séu að taka um þetta atriði: bqrningsins. stööu dómsins. Hin fiógurra millj- harðar en áður á skattsvikiim. „Þessi viðbára ákærða verðúr í máhnu kom fram að pípulagn- óna króná sekt er ótengd þeim tæp- Ásmundur var dæmdur fyrir að ekki metin honum til refsilækkun- ingameistarinn hefur hvorki greitt lega sex milljónum sem sakborn- hafa vantalið rúma 9,1 milljón ar.endabarhonumaðskilalauna- tekjuskatt,útsvarnéálagafhinúm ingnum ber að greiöa vegna hinna króná samkvaemt ótekjufærðum miðum vegna iaunagreiðslna til vantöldu tekjum og ekki heldur vantöldu gjalda. Ingibjörg Bene- reikningura í starfsemi sinni. starfsmana sinna og gera reikn- þann virðisaukaskatt og álag á diktsdóttjr héraðsdómari kvað upp Þannig komst hann hjá að greiða ingsskil varðandi annan rekstrar- hann sem honum bar samkvæmt dóminn. -utt m Flugíélagiö Atlanta hefur keypt Boeing 747 breiðþotu. Vélin kom í fyrsta sinn til landsins í gær og flaug ylir borg- ina. Hér er vélin með Perluna í forgrunni. Hún fer í sitt fyrsta flug með íslendinga á morgun. DV-mynd ÆMK Smugusamningar: Flotvarpa bönn- uð og Barents- hafiðopnað Samningar um Smuguveiðar ís- lendinga eru í sjónmáli. Samkvæmt heimildum DV er sátt um það meðal íslenskra útgerðarmanna að samið verði um kvóta sem er á bilinu 15 til 20 þúsund tonn og flotvarpa verði bönnuð við veiðarnar en Norðmenn hafa lagt mikla áherslu á það þar sem slíkt bann nær til allra skipa sem veiðar stunda í Barentshafi. Á móti banni við veiðum með flotvörpu kemur að íslensku skipin fá að veiða utan Smugunnar þar sem mikil veiði hefur verið undanfarin ár. Útgerðarmenn sem DV ræddi við eru sammála um að gengist verði inn á þessa lausn. Þetta er breytt afstaða frá því sem var fyrir nokkru þar sem krafan var 50 þúsund tonna kvóti. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra átti fundi með norska og rúss- neslca utanríkisráðherranum í gær og í næstu viku verður fundað um þessi mál í Moskvu. „Líkurnar á samningum hafa auk- ist og það er gjörbreyttur tónn í mönnum og það á við um Norðmenn líka. Það er gjörbreytt staða í þessu og líkur á samningi hafa aukist þó auðvitað sé engin niðurstaða fengin enn," segir Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra. -rt Veöriö á morgun: Þuirtog bjart Á morgun verður norðanátt, allhvöss eða hvöss austast á land- inu en mun hægari annars stað- ar. Á Suður- og Vesturlandi verð- ur þurrt og bjart en skúrir eða slydduél annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 28 brother PT300/340/540 Ný kynslóð merkivéla Verð frá kr. 11.021 Ódýrari borðar Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 L#TT# alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.