Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 23 Mennincr í minningu Páls ísólfssonar Á sunnudagjnn var voru haldnir veglegir orgeltónleikar og viö það tækifæri jafhframt stofnaður sjóður í nafni Páls ísólfssonar. Markmiðið með stofnun þessa sjóðs er að styðja unga og efnilega orgelnemendur til náms erlendis. Páll var, eins og allir vita, mikils metinn Bach-túlkandi og tónskáld gott, en hann var einnig brautryðjandi í tónlistarmálum okkar mörgum og þá ekki síst þeim er varðaði org- Tónlist Áskell Másson elmál. Þannig var hann einn af stofnendum Félags íslenskra org- anleikara, var raunar fyrsti for- maður þess félags og átti hvað stærstan þátt í mótun þess fyrstu árin. Það hlýtur því að teljast vel við hæfi að þegar nú félagið ræðst í stofnun þess sjóðs, að þá sé það gert í minningu brautryðjandanstPáls ísólfssonar. Þrír okkar ágætustu organ- leikara léku á þessum tónleikum, en þeir voru Björn Steinar Sólbergs- son, Hörður Áskelsson og Marteinn H. Friðriksson. Leikin voru verk eft- ir Pál og J.S. Bach. Það var Björn Steinar sem reið á vaðið og lék hann fyrst Ostinato og fúghettu eftir Pál. Einkenndist túlkun hans af sterkum Utum og einkar skýrri framsetningu og var flutningurinnallur hinn ágætasti. Við tóku sálmforleikir eftir Pál, Víst ertií, Jesús, kóngur klár og Bænin má aldrei bresta þig og voru þeir faUega leiknir af Birni Steinari. Síðan lék Björn umritun sína á Burlescu Páls, en hún er upphaflega skrifuð fyrir píanó. Umritunin er skemmtileg og litrík og minnti undirritaðan stundum á raddaval í schersóum Viernes. Að lokum lék Björn Steinar hið undurfallega Máríuvers Páls, í umritun Hauks Guðlaugssonar. Var það einkar smekklega gert. Hörður Áskelsson lék síðan hið mikla verk J.S. Bachs, PassacagUu í c-moll BWV 582. Þetta erfiða og glæsilega verk var frábærlega flutt af Herði og þótt undirrituðum finnist það bjóða upp á meiri andstæður í raddavah, þá er það smekksatriði. Hörður lék síðan Forspil í c-moll eftir Pál og gerði mjög vel. _ Marteinn H. Friðriksson lék að lokum Chaconnu Páls Isólfssonar. Verk- ið lék hann mjög skemmtilega. Framsetningin var frjálsleg, svipað og í fantasíu, bæði hvað varðar raddaval og leikstíl. Þessir ágætu tónleikar voru Félagi íslenskra organleikara til mikils' sóma. Tár úr steini Kvikmyndin Tár úr steini var frumflutt hér í Stjörnubíói í síðasta mán- uði. Myndin, sem byggð er á því æviskeiði Jóns Leifs er hann var búsettur í Þýskalandi, á fjórða og fyrri hluta fimmta áratugarins, hefur vakið umtalsverða athygU og hljómdiski meö tónlistinni úr myndinni, sem inn- kallaður var, hefur nú verið dreift í verslanir. Þrátt fyrir að það sé fyrir tónhstarmann greinilegt að Þröstur Leó hef- ur ekki að baki nám í hljómsveitarstjórn og að Annie Leifs hlýtur að hafa fengjst við stórbrotnari verkefni og á fagmannlegri hátt en fram kemur í myndinni, þá er það mannlegi þátturinn, samband þeirra hjóna og fjölskyldunnar allrar sem er aðalstyrkur myndarinnar. Útgefand- inn/umboðsmaðurinn virkar frem- Tónlist Askell Másson ur ósannfærandi, en önnur hlut- - verk eru yfirleitt mjög vel leikin. Þau Þröstur Leó Gunnarsson og Ruth Ólafsdóttir fara sérlega vel með sín hlutverk, ef frá eru taldir ,__ ofangreindir agnúar og ná að snerta mann djúpt á stundum, bæði í dramatískari atriðunum svo og í þeim hversdagslegri. Kvikmynd í dag er óhugsandi án tónUstar. Tónlist þessarar myndar er bæði upphaf og endir hennar. Tónlist Jóns Leifs. Vonandi getur þessi kvikmynd orðið til þess að augu okkar, landa Jóns, svo og umheimsins, opnist fyrir tónhst hans og tónarfi okkar. Kvikmyndatökumennirnir Sigurður Sverrir Pálsson og Slawomir Idziak fara á kostum og eiga stóran þátt í þessu listaverki. Leikstjórinn Hilmar Oddsson, framleiðandinn Jóna Finnsdóttir og tónlistarstjórinn Hjálmar H. Ragnarsson eiga öll hrós og þakkir skitið fyrir þetta merka framtak. Undirritaður.getur ekki stillt sig um að nefna að hljóðið í myndinni er það besta semhann hefur heyrt í íslenskri kvikmynd, en um það sá Kjart- an Kjartansson. Það er skrýtið að hlýða á hljómdisk með svo mörgum og fjölbreyttum brotum úr tónUst Jóns Leifs. Útgáfa hans er þó góöra gjalda verð og gæti ef til vill aukið áhugann á tónhst Jóns, eins og kvikmyndin. Undirritaður hefði þó vfljað hafa þarna með brot úr verki hans, Heklu, eins og reynd- ar gert er í myndinni. Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Tilboö óskast ( GMC 4x4, árg. '77, ferðainnrétting, fallegur þíll í góðu standi, skoðaður *96. Asett verð 550-650 þús., fæst á hálfvirði gegn staðgreiðslu. Upplýsingar í s. 587 4489 og 896 2392. Jeppar Toyota Hilux, árgerö 1990, til sölu, ekinn 82 þúsund km. Bílinn er í góðu standi. Verð kr. 1200 þúsund. Upplýsingar í síma 553 5070. Gyrðir Elíasson. Ljósið í myrkrinu Kápumyndin á nýjustu bók Gyrðis EUassonar, Kvöld í Ijósturninum, er eftir Sigurlaug EUasson. Hún er ekki aðeins faUeg í sínum bláu tónum heldur einnig lýsandi fyrir inrdhald bókarinnar, sýnir mann á gangi í næturhúmi, niðursokkinn í lestur og það eina sem lýsir honum er Util ennislukt sem sendir flöktandi geisla út í myrkrið. Þessi maður er reynd- ar persóna í einni af tuttugu og tveimur smásögum bókarinnar, sést að- eins þegar skyggja tekur og truflar og skeUir vegfarendur sem leið eiga um Moðrudal. Enginn veit hver maðurinn er eða hvaðan hann kemur og enn síður hvert lesefnið er! Er þetta útsendari djöfulsins eða „sendi- boði úr ljósinu handan myrkursins" (25) og hver eru skflaboðin? Við þessu fást engin svör en maðurinn (draugurinn) er þó greinUega tenging nútíðar við löngu Uðna fortíð. SUka annars heims viðurvist er að finna í fleiri sögum Gyrðis þar sem hversdagslegar lýsingar á daglegum athöfn- um manna eru brotnar upp með Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir vísunum í annan eða aöra heima. Andrúmsloftið er dularfuUt og annarlegt og tengingin við dauð- ann er undirstrikuð með sífeUdu samspiU ljóss og skugga. Margar sagnanna gerast að kvöldlagi, stundum á mörkum dags og nætur en stundum er myrkrið skoUið á og það eina sem lýsir persónum í myrkrinu er örlitil ljósglæta, logi af prí- mus, glæta frá lukt eða ljóstíra í glugga. Ljósin eru tákn öryggisins og Ufsins, handan þeirra bíður myrkrið, voldugt og uggvænlegt en um leið hlýtt og lokkandi, eitthvað óumflýjanlegt. í „EUiheimUinu" er myrkrinu (dauðanum) Ukt við voðfellt brekán og það ríkir friður og æðruleysi í eftirfarandi lýsingu á gamla fólkinu sem saman eyðir sínum síðustu dög- um: „Svo kveikjum við á kertum á stólörmum og loginn bærist ekki í logn- inu eftir uppstyttuna, og bjarmi fellur á andUt okkar og aUt í einu fer Jakob að raula, en það er útfararsálmur og við þöggum gætilega niður í honum. Kertin brenna niður í stólarmana meðan við horfum þögul á stjörnur bUka..." (29) Þessi friðsemd og notalegheit eru einkennandi fyrir sögur Gyrðis. Sögu- persónur rísla sér við sitt í ljósinu og láta undarleg teUoi og fyrirboða ekki slá sig óþarflega út af laginu. Þótt nokkrir draugar fari á flakk er það ekkert tiltökumál og í meðfórum Gyrðis ekkert undarlegt þótt dauð- ur maður dundi sér við smíðar í eUífðinni! Hversdagsleiki og furðuhlutir renna saman eins og ekkert sé eðUlegra, andrúmsloftið er afslappað þrátt fyrir kynlegan undirtón í sögum sem á stundum svipa til þjóðsagna þar sem margt býr í þokunrii. Töfrar þessara sagna eru fólgnar í stílnum sem er eins og vel bruggaður seiður, tær og ferskur en stíUinn einn og sér nægir þó ekki til að gæða sögurnar miklu Ufi. Þær eru flestar afar stutt- ar, nokkurs konar svipmyndir eða leiftur úr daglegu Ufi og skUja ekki mikiö eftir utan keiminn af kjarnyrru máU. Á þessu eru þó nokkrar undan- tekningar t.a.m. sagan af Möðrudalsdraugnum sem býður upp á ótal skemmtilega túlkunarmöguleika og er að auki launfyndin. „Vetrarmynd- ir úr endurminningasafninu" er einnig eftirminnUeg, segir af Utlum dreng sem býr í sveitinni hjá afa og ömmu. Á mUU gömlu hjónanna ríkir sama notalega hlýjan og í öðrum sögum en um leið sýnUeg togstreita sem áger- ist undir lok sögunnar. Þó sagan láti Utið yfir sér er hún skemmtilegur vitnisburður um undarleg og óútreiknanleg samskipti mannanna og um leið er hún vitmsburður um góðan sögumann þegar honum tekst best upp. Kvöld i Ijósturninum Mál og menning 1995 Veiðifélag Búðardalsár óskar eftir tilboðum í veiðirétt fyrir veiðiárið 1996. Um er að ræða tveggja stanga veiðiá á Skarðsströnd í Dala- sýslu. Frekari upplýsingar veitir formaður veiðifélagsins, Þor- steinn Karlsson, Búðardal, Skarðsstönd, sími 4341435. Tilboð skulu hafá borist formanni veiðifélagsins eigi síðar en 25. október nk. Veiðiréttareigendur áskilja sér rétt til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna beim öllum. Veiðifélag Búðardalsár &&@xxnD&u& 903 • 5670 Hvernig á aðsvara auglýsingu í svarþjónustu Þú hringir 1 síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. > Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingár, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru ryrir hendi. Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. Þá færö þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur meö skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu r»x*a ^f Þú hringir í sima 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara atvinnuauglýsingu. ^Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. f Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. ^ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ^Þú leggur inn skilaboð að loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. ^Þá færö þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skNaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. ^ Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færö þú uppgefið leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númerið hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. ^Auglýsandinn hefur ákveðinn , tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valiö 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærð inn leyninúmer þitt og færö þá svar auglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfínu meö tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. (XöfXfcQQJJ^TER œei 903 • 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrlr alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.