Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 Fréttir Búvömsamningurtnn: Mikil óánægja meðal sjálfstæðismanna „Menn sjá ekki að bændur geti brotist út úr þeim vítahring sem þeir eru í með áframhaldandi beingreiðsl- um og miðstýringu í framleiðslu landbúnaðarvara," segir Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, um nýgerðan búvöru- samning við sauðfjárbændur. Veruleg óánægja er með nýgerðan landbúnaðarsamning við sauðfjár- bændur innan þingflokks Sjálfstæð- isflokksins og ljóst að einstaka þing- menn muni ekki treysta sér til að leggja blessun sína yfir samninginn í núverandi mynd. Samningurinn þykir ganga of skammt í hagræðing- arátt og jafnvel gegn því markmiði að aðlaga framleiðsluna að innan- landsmarkaði og auka frelsið í við- skiptum. Markús Möller, hagfræðingur í Seðlabankanum og ritari landbúnað- arnefndar Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir samninginn harðlega í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Þar kemur meðal annars fram að í samn- ingnum séu forskrúfaðir útflutnings- og framleiðsluhvatar. Fyrir bændur mum' það borga sig að framleiða sem mest. Þá fari fjarri að í samningnum felist frjáls verðlagning eins og hald- ið hefur verið fram. „Þingmenn og bændur eiga eftir að fara yfir samninginn og staðfesta hann eða hafna honum. Nú ríður á að menn gæti að sér og geri sitt besta til að leysa vandann fremur en auka á hann til að bæta afkomu íslenskrar þjóðar fremur en rýra hana," segir Markús. - AðsögnKristjánsmunsamningur- inn ekki bæta hag bænda eða koma til móts við neytendur. í raun sé ver- ið að viðhalda því kerfi sem sett hef- ur meirihluta bændastéttarinnar á opihbert framfæri. Kerfið hafi ekki leitt til aukinnar hagkvæmni. í því sambandi bendir Krisrján á að úti um allt land séu lítil býli sem fram- leiði allt of dýrar vörur sem ekki seljist. Þannig njóti neytendur að engu leyti þeirra miklu fjármuna sem ríkið veiji til greinarinnar. -kaa Bændur hætta búskap vegna búvörusamningsins: Möguleiki á að hætta útf lutn- ingsvitleysunni - segir Stefán Skaftason, ráðunautur í Þingeyjarsýslu Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Að mínu mati er eitt það jákvæð- asta við búvörusamninginn hvaða möguleikar eru settir upp til að menn geti annaðhvort komist alveg út úr þessari framleiðslu eða minnkað hana verulega. Sérstaklega er þarna góð leíö fyrir þá sem hafa verið með allt of mikla framleiðslu og jafnvel verið með helmingi meira fé en þeir hafa'haft greiðslumark fyrir og þeir geta nú hætt þessari útflutningsvit- leysu," segir Stefán Skaftason, ráðu- nautur í S-Þingeyjarsýslu. Stefán segist þegar vita um þó- nokkra bændur á sínu svæði sem ætla að hætta búskap alfarið og not- færa sér það ákvæði í samningnum að fá greiddar fbrgunarbætur sem eru 5.500 krónur fyrir hverja kind. „Ég gætd trúað því að hér um slóðir væru a.m.k. 10 bændur sem mundu draga sig út úr þessari framleiðslu. Það jákvæða við samninginn er að menn fá möguleika til aö hætta og eins það að menn geta með sæmileg- um hætti losað sig við þá framleiðslu sem þeir hafa verið að borga með undanfarin ár og hefur farið í út- flutning," segir Stefán. Frelsi til framieiðslu kindakjöts: Leiðir til kapp- hlaups þar sem lögmálfrum- skógargilda - segir Jón Guðjónsson, bóndi að Laugabóli „Ég lít það mjög al varlegum aug- um ef það á að gefa þetta aEt frjálst eftír tvö ár, Það mun koma fyrst og fremst niður á blnum dreifðari bygéðum sem eru fjarri markaðn- um. Það veröur aðeins til þess að etia bændum og sláturleyfishöfum samari," segir Jón Guðjónsson, bóndi að Laugabóli við ísafjarðar- djúp, um nýjan búvörusamning. Jön segir að enginn vafi leiki á því að frelsi til framleiöslu rauni eingöngu leiða illí af sér. „Það þarf aö vera á þessu styrk framleiðslustiórn. Þetta mun leiða til kapphlaups þar sem lögmál fruraskógarins gódir," segir hann. Jón gefur Ktið fyrir þarm þátt búvörusamningsins sem snýr að urahverfisvernd. Hann segir um- ræöu ute ofbeit vera komna langt út fyrir velsæmismörk. „Vitanlega er engin ofbeit hér á Vestfjörðum og engin landeyöing af¦'yöldum veðráttu eða bufénaöar. Það er í tísku nóna að ræða um ofbeit, Umræöan umþaumál hefur ekki verið hlutiaus og það er verið að gera sauðfiárbúskapinn tor- tryggilegan)'f segir Jón. -rt Japónsk skip hafa stundað túnfiskveiðar með sæmilegum árangri djúpt suðvestur af Reykjanesi. Skipin sækja þjónustu í íslenskar hafnir en landa afla sínum í skip eða í höfnum erlendis. Hér má sjá Hisak Kubo fiskiskipstjóra á japanska skipinu Kinsho Maru. Hann er með þurrkaða ugga og sporða af túnfiski sem hann segir munaðarvöru og mjög dýra. Japanir nota þetta í kínverskan mat og súpur og telja sumir að uggarnir og sporðarnir auki kyn- hvötmanna. DV-myndBG Skipalyftan í Vestmannaeyjum: Kap VE á f lot efftir breytingar Ómar Garöarsson, DV, Vestmanraeyjum: í síðustu viku fór Kap VE á flot efrir gagngerar endurbætur sem far- ið hafa fram í SMpalyftunni. Nú er verið að leggja lokahönd á verkið og er gert ráð fyrir að Kap verði afhent um næstu helgi. Ólafur Friðriksson, framkvæmda- srjóri Skipalyftunnar, segir aö skipið hafi verið lengt um sex metra. „Þá voru lestarnar klæddar og ein- angraöar, settur var á nýr krani, ný hUðarskrúfuvél frammí og ný kraft- blökk," sagði Ólafur. Um 40 manns úr Skipalyftunni, auk rafvirkja og trésmiða, hafa unnið að breytingunum á Kap, eða hátt í 50 manns. „Kap kom til okkar í lok júlí en þá var búið aö smíða bútinn í skipið. Síðan höfum við einbeitt okkur að þessu verkefni og er stefnt að því að afhenda skipið um næstu helgi," sagði hann. Næsta stóra verkefni Skipalyft- unnar er Lóðsinn sem verið er að smíða fyrir Vestmannaeyjahöfh. 1 Kap VE eftir gagngerar endurbætur i Skipalyftunni í Vestmannaeyjum. DV-mynd Omar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.