Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV vegna komandi forsetakosninga: Þrjú nöf n haf a skotið ¦ rótum í þjóðarsálinni í i - tæplegaflórðungur kjósenda horfír þó enn til Vigdísar Finnbogadóttur Þijú nöfn virðast taka áberandi mest rúm í hugum kjósenda þegar rætt er um eftirmann Vigdísar Finnboga- dóttur í embætti forseta íslands. Þótt enginn hafi enn tilkynnt framboð sitt þá er ljóst að þau séra Pálmi Matthí- asson, Guðrún Agnarsdóttir og Dav- íð Oddsson eiga sér ból í þjóðarsál- inni í sambandi við þetta embætti. Á hinn bóginn er tæplega fjórðungur kjósenda þeirrar skoðunar að Vigdís Finnbogadóttir sé besti kosturinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem DV framkvæmdi fyrir helgina. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og eins milh landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. í fyrri hluta könnunarinnar var spurt: „Hvern vilt þú fá sem næsta forseta ís- lands?" Könnunin fór fram á fimmtudagskvöldið. Alls tilgreindu þátttakendur í könnuninni 48 einstakhnga þegar þeir voru spurðir hvern þeir vildu sem næsta forseta. Af þeim sem tóku afstöðu nefndu 22,3 prósent Vigdísi Finnbogadóttur þrátt fyrir að hún hafi lýst því yfir að hún muni ekki Skoöanakönnun DV: Hvern vilt þú sem næsta forseta? 22,3% i i • 8 vinsælustu forsetaefnin - 14,4% 11,6% 10,2% 3,7% 3,7% l'" 7" 2,8% 2,3% &V WáB t^OK FRABÆRT VERD A Creda þurrkurum 5 lcg. AUTODRY • Tvö hitastig. Veltir tromlunni í aðra óttina. tstl Hæg kæling síðustu 10 mín. tiA H^ , Barkinn fy|9ir meo- 3 kg. COMPACT . Tvð hitastig. Veltir tromlunni í bóðar óttir. |V Hæg kæling síðustu 10 mín. s\«f- Borkinn fylgir með. Rakoskynjari. Verið velkominn í verslun okkar - Opið laugardogo. 10-16. RflFTffÖERZLUN ÍSLflNDS rF Skútuvogi 1b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660 gefa kost á sér. A hæla henni fylgdu séra Pálmi Matthíasson, með stuðn- ing 14,4 prósenta kjósenta, Davíð Oddsson, með stuðning 11,6 prósenta kjósenda, og Guðrún Agnarsdóttir, með stuðning 10,2 prósenta kjósenda. Næst á eftir þremenningunum voru þau Steingrímur Hermannsson og Ingjbjörg Sólrún Gísldóttir, hvórt um sig með 3,7 prósenta fylgj. Þá nýtur Ellert B. Schram fylgis meðal 2,8 prósenta kjósenda og Friðrik Ól- afsson 2,3 prósenta kjósenda. Aðrir sem tilgreindir voru í könnuninni reyndust með minna fylgi. I þessum hluta könnunarinnar tóku 35,8 prósent aðspurðra afstöðu og tilgreindu einhvern í embætti for- seta Islands. Meirihlutinn treysti sér hins vegar ekki til að tilgreina neinn eða neitaði að gefa upp afstöðu sína. Kostur kjósenda þrengdur Til að auðvelda þátttakendunum í skoðanakönnuninni val á hugsanleg- um forsetaframbjóðanda var fyrri spurningunni fylgt eftir. Spurt var: yHvern mundir þú kjósa sem forséta Islands ef eftirtaldir menn væru í framboði: Davíð Oddsson, Ellert B. Schram, Guðrún Agnarsdóttir, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Olafur Ragnarsson, Pálmi Matthíasson, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir, Sig- ríður Á. Snævarr, Sigurður Líndal, Steingrímur Hermannsson?" Þessi 10 nöfn voru lesin upp í staf- rófsröð en öllum hefur þeim skotið upp í umræðunni að undanfórnu um hugsanlegan eftirmann Vigdísar Finnbogadóttur. í ljósi þess að Vigdís hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til endurkjörs var nafn hennar ekki haft með. Niðurstaða þessa hluta könnunar- innar varð á þann veg að séra Pálmi Matthíasson hlaut mest fylgj en á hæla honum fylgdu þau Guðrún Agnarsdóttir og Davíð Oddsson. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 21,6 prósent styðja Pálma í forsetaemb- ættið, 20,3 prósent sögðust styðja Guðrúnu og 15,1 prósent Davíð. Á eftir þremenningunum komu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, með 10,6 prósenta fylgi, Steingrímur Hermannsson, með 9,9 prósent, Sig- ríður Á. Snævarr með 6,3 prósent og Ellert B. Schram með 5,8 prósent. I þrem neðstu sætunum höfnuöu þau Skoöanakönnun DV: 10 hugsanlegir f rambjóðendur • til hvors kynsins sækja þeir fylgi ¦ Konur Karlar Davíö Oddsson Ellert B. Schram Guörún Agnarsd. Inglbjörg Sólrún Ólafur Ragnarss. Pálmi Matthíass. Slgríöur Dúna Slgr. Á. Snævarr Slgurour Líndal Stelngr. Hermannss 42,9% 44,4% 57,1% 55,6% 61,7% 38,3% 61,2% 23,1% 44,0% 50,0% 38,8% 76,9% 56,0% 50,0% 62,1% 37,9% 36,4% 63,6% Sigurður Líndal með 4,7 prósent, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir með 3,0 prósent og Ólafur Ragnarsson með 2,8 prósent. Alls 77,3 prósent aðspurðra tóku afstöðu til einhvers af þessum 10 hugsanlegu frambjóðendum. Óá- kveðnir reyndust 16,3 prósent og 6,3 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Kynferði skiptir máli Nokkur munur kom fram í könn- uninni á afstöðu kynjanna til „fram- bjóðendanna". Meðal karla sem tóku afstöðu reyndist stærsti hópurinn styðja Pálma Matthíasson, eða 23,9 prósent, en hjá konum var hlutfalhð 19.1 prósent. Á hinn bóginn sögðust 25.2 prósent kvenna styðja Guðrúnu Agnarsdóttur en meðal karla var hlutfallið 15,4 prósent. Þá sagðist 17,1 prósent karla styðja Davíð en 13,0 prósent kvenna. Samkvæmt könnuninni á Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sér jafn marga stuðningsmenn meðal karla og kvenna. Aörir frambjóðendur virðast hins vegar einkum sækja stuðning til kynsystkina sinna. Davíð Oddsson, Ellert B. Schram, Pálmi Matthíasson, Sigurður Líndal, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnarsson sækja allir fylgi sitt fremur til karla en kvenna; Ólafur þó sýnu mest því tæplega fjórir af hverjum fimm stuðningsmanna hans eru karlar. Þær'Guðrún Agn- arsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir og Sigríður Á. Snævarr sækja stuðninginn hins vegar einkum til kvenna. Lætur nærri að að tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum þeirraséukonur. -kaa t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.