Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Merming Geiser. Verk eltir Antonio Hervás Amezcua. Draumveru- leiki í Ijósa- skiptum - Antonio Hervás Amezcua í Listhúsinu Laugardal Það er fremur óalgengt að sjá sýningu hér á landi þar sem sannfær- andi dýpt er í túlkun hins óræða svæðis á mörkum landslags og af- strakts, þess draumkennda og þess jarðbundna. Á sínum tíma vöktusúr- realistar máls á því að tilgangur hstamannsins hlyti að vera sá að af- hjúpa þetta leyndardómsfulla svæði í tíma og rúmi þar sem hinar miklu andstæður renna saman í eitt og skapa eins konar draumveruleika. Þann- ig gæti listamaðurinn starfað á svipuðum forsendum og gullgerðarmaður miðalda sem breytti óæðri málmum í gull og leitaði andlegra sanninda í heimi efnisins. Spænski listamaðurinn Antonio Hervás Amezcua, sem á laugardag opnaði sýningu í Listhúsinu í Laugardal og sýnir jafnframt verk í Loftkastalanum í Héðinshúsinu, vinnur að mörgu leyti út frá þess- um forsendum i málverkum sínum og höggmyndum. Handan yfir mörk tíma og rúms í málverkunum blasir við órætt landslag og draumkennt og höggmynd- irnar eru bræðingur þekktra myndbrota og ókennilegs flaums sem vísar í sénn á óhamda náttúru og ólgandi tilfiriningar. Það er e.tv. einmitt vegna þess hve tilfinningar eru áberandi í verkum Hervás sem þær virka framandlegar í hérlendu samhengi þar sem rökvís einfaldleiki og fyrir- fram skipulögð vinnubrögð eru jafnan í fyrirrúmi. Mörg verkanna hafa tilvísanir tíl íslenskrar náttúru, jafnt í titlum sem formi og lit. Hins veg- ar hefur Ustamaðurinn sjálfur upplýst að hann var farinn að mála „ís- lenska" náttúru áður en hann kom til landsins í fyrsta sinn fyrir um það bil tveimur árum. Slík vinnubrögð, þar sem saman fara næmi og trú á mátt ímyndunaraflsins handan yfir mörk tíma og rúms, eru sjaldséð og í því liggur styrkur sýningarinnar. Hulduheimar og óhamin orka Á sýningunni eru alls 45 verk. Þar af eru 26 málverk, 15 skúlptúrar og 4 grafíkverk. Sum málverkanna sýndi Antonio á liðnu ári í Portinu í Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Hafnarfirði, en hann dvaldi þá um hríð í Straumi og vann þar verk inn- blásin af íslensku landslagi og hulduheimum þess. Málverk riúmer 18, Náttúruöfl tímans, var t.a.m. unnin hér á landi á síðasta ári. Þar birtist hvað skýrast hæfileiki Hervás til að túlka mörk draums og veruleika þar sem ljósaskiptin draga fram óræðar myndir. Tvö ljós að nóttu (nr. 8) er einnig glögt dæmi um þess konar ljósaskiptabirtu og er auk þess athyglis- verð fyrir það hvernig Ustamaðurinn nær að sætta hrópandi andstæður í verkum sínum, grófa og óhamda náttúruorku og finlega mýkt sem minnir um margt á vinnubrögð samlanda hans, Dalís, þrátt fyrir að út- koman sé til muna sjálfsprottnari hjá Hervás. Sktíggi af bláu (nr. 13) er svo vísbending um að hstamaðurinn er síður en svo fastur í því að jarð- binda myndir sínar og leyfir sér að vera á ókennilegu fljótandi róh. Skúlp- túrarnir eru fjölbreytilegir að gerð. Flug (nr. 33) vekur athygh fyrir fal- lusarformið og ímyndir tengdar lífi og dauða. Samsettar afsteypur smá- gerðra fundinna höggmynda í flæðandi flaumi spanskgræns eirsins gerir skúlptúrana í senn margræða og einfalda, aðgengilega og þó ekki. Hér er Hervás í mun táknsæislegri stellingum en í málverkunum. Graflkverk- in fjógur eru svo.enn einn meiðurinn í fjölbreyttri Ustgerð Spánverjans. Þar fá hið meðvitaða og hlutbundna teikning og hin sjálfsprottna ámóta vægi. Óður til Machado (nr. 4) er ta.m. athyglisvert verk fyrir litaspil og dýpt í einfaldri útfærslu þar sem teikningin er í meginhlutverki. Sýn- ingin í Listhúsinu stendur til 30. október. Leikhús » 4 u ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Slmi 551 1200 Stórasviðiökl. 20.00. ÞREK OG TÁR eftir Ólal Hauk Simonarson 9. sýn. fid. 19/10, uppsoll, f öd. 20/10, upp- selt, fimmlud. 26/10, aukasýn., laus sœtl, Id. 28/10, uppselt, fid. 2/11, nokkur sæti laus, Id. 4/11, nokkur sæti laus, sud. 5/11. STAKKASKIPTI eflir Guðmund Steinsson Ld. 21/10, löd. 27/10. KARDEMOMMUBÆRINN eflir Thorbjörn Egner Frumsýning Id. 21/10 kl. 13.00, sud. 22/1 Okl. 14.00, sud. 29/10 kl. 14.00, sud. 29/10 kl. 17.00, Id. 4/11 kl. 14.00, sud. 5/11 kl. 14.00. Litla sviöið kl. 20.30. SANNUR KARLMAÐUR eftir Tankred Dorst 5. sýn. mvd. 18/10, nokkur sœtl laus, 6. sýn. Id. 21/10,7. sýn. sud. 22/10,8. sýn. 26/10,9. sýn.sud. 29/10. Smíöaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Fld. 19/10, nokkur sæti laus, föd. 20/10, upp- selt, mvd. 25/10, Id. 28/10, mvd. 1)11, ld. 4/11, sud.5/11. Listaklúbbur leikhúskjallarans Mánd. 16/10 kl. 21.00. Miðasalan er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-18 og fram aö sýnlngu sýn- ingardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10 vlrka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 5611200 Sími miðasölu: S511200 Simi skrifstolu: 5511204 VELKOMINÍÞJÓDLEIKHÚSIÐ! Safnaðarstarf Árbæjarkirkja: Opiö hús.öldrunarstarfs. á mánudag kl. 13.30-16.00. Fótsnyrting: Tímapantanir hjá Fjólu í síma 5574521. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu þriðjudaga kl. 10-12. Fundur fyrir stelpur og stráka 9-10 ára á m'ánudögum kl. 17-18. Hjónaband Þann 13. maí voru gefin saman í hjónaband í Ytri-Njarðvíkurkirkju af séra Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Vala Heiða Guðbjartsdóttir og Einar Friðriksson. Þau eru til heimilis að Þórustíg 4, Njarðvík. Ljósm. Nýmynd, Keflavík. Þann 3. júní voru gefin saman í hjónaband í Grindavíkurkirkju af séra Jónu Kristínu Þorv&ldsdóttur Sólný Ingibjörg Pálsdóttir og Sveinn Ari Guðjónsson. Þau eru tíl heimilis í Pálshúsi, Grindavík. Ljósm. Nýmynd, Keflavík. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Stórasviðkl. 20.30. Í0 Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew LloydVVebber Mlðvikud. 18/10,40. sýn. sunnud. 22/10, kl. 21. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau. 21/10 kl. 14, fáeln sæti laus, sunnud. 22/10 kl. 14, f áein sætl laus, og kl. 17, táein sæti laus. Litiasvlðkl.20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Fim. 19/10, uppselt, föstud. 20/10, uppseit, laud. 21/10, uppselt. Stórasviðkl.20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson 4. sýn. fim. 19/10, blá kort gilda, 5. sýn. lau. 21/10, gulkortgllda. Stórasviðkl.20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fös. 20/10. Samstarfsverkefni: Barflugurnarsýna f veitingastofu ikjallarakl. 20.30. BAR PAR eftJr Jim Cart wright Forsýnlng fim. 19/10 kl. 21, uppselt, forsýn. föstud. 21/10 kl. 21, uppseit, frumsýning lau. 21/10 kl. 20.30, uppselt, fös. 27/10, lau. 28/10. Tónleikaröð LR: Alltaf á þriðjudögum kl. 20.30. Þri. 17/10, Sniglabandið, af mœl- Istónleikar, miðav. 800 kr. Þri. 24/10, Rannvelg Frfða Braga- dóttir, Pétur Grétarsson og Chal- umeaux-trfóið. Miðaverð 800. Tónleikar Jónas Árnason og Keltar Mán. 16/10 kl. 20. Mlðaverð 1.000. Miðasalan er opin aila daga frá kl. 13-20 nema mánudaga fra kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjaíakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Lelkfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Þann 22. júlí voru gefin saman í hjónaband í Minjasafnskirkjunni á Akureyri af séra Þórhalli Höskulds- syni Hólmfríður Þóroddsdóttir og Darran Stonham. Þau eru tíl heimil- is að Neshaga 12, Reykjavík. Ljósmst. Páls, Akureyri. CÍVAaJ-p^JIS 9 0 4-1700 Verö aðeins 39,90 mín. 1] Fótbolti 2 Handbolti _3j Körfubolti 4 Enski boltinn 113 ítalski boltinn UJ Þýski boltinn g| Önnur úrslit 8'NBA-deiidin Vikutilboð stórmarkaðanna Uppskriftir jjj Læknavaktin 2\ Apótek 3 Gengi VMi Ipj Dagskrá Sjónvarps 21 Dagskrá Stöðvar 2 31 Dagskrá rásar 1 4 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 [5] Myndbandagagnrýni •JB| ísl. listinn -topp40 [f| Tónlistargagnrýni 8{ Nýjustumyndböndin smmtmwmf m Krár ' 53 Dansstaðir |p Leikhús 4 Leikhúsgagnrýni ^Bíó 6 Kvikmyndagagnrýni vmmGg&rmmer 1 >-ottó 3 Víkingalottó '3| Getraunir nímnn FSm 9 0 4-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.