Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Side 36
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALQREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem þirtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst.óháÖ dagblað MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995. Guðrún Agnarsdóttir: Þakka það traust sem mér er sýnt „Ég þakka það traust sem mér er sýnt en fjölmiðlum virðist liggja allt of mikið á að finna forsetaframbjóð- endur. Fólk þarf aö hugsa sitt ráð og enn er nægur tími til stefnu,“ seg- ir Guðrún Agnarsdóttir læknir um niðurstöður skoðanakönnunar DV sem birt er í blaðinu í dag um fylgi hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Rúm 20 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun DV lýstu yfir stuðningi við Guðrúnu. Aðeins rúmlega eins prósents munur var milli Guðrúnar og séra Pálma Matt- híassonarsem21,6prósentvöldu. -rt Guðmundur J. Guðmundsson: Uppsögn samninga fram undan „Það er sama fram undan hjá okk- ur og ísfirðingum - uppsögn samn- inga. Stjóm Dagsbrúnar mun ákveöa í dag hvenær boðað verður til félags- fundar. Heiftin og gremjan sýður á fólki,“ segir Guðmundur J. Guð- mundsson, formaöur Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. Guðmundur segir að væntanlega verði boðað til fundar í Bíóborginni ánæstunnivegnaþessa. -rt Oddsskarð: Lögreglan í hrakningum - keyrði út af veginum „Þetta voru óskaplegir sviptibyljir og hálka á veginum. Bíllinn lét engan veginn að stjórn og ég varð á endan- um að keyra út af og bíða þess að björgunarsveitin kæmi til hjálpar," segir Þórhallur Ámason, varðstjóri hjá lögreglunni á Eskifirði, viö DV. Þórhallur fór á laugardaginn upp á Oddsskarð að aðstoða bílstjóra sem lent hafði í erfiðleikum þar eins og fleiri á austfirskum heiðum um helg- ina. Leiöangurinn gekk að óskum en á leiðinni niður var veöurofsinn orð- inn slíkur að ekki varð komist lengra á venjulegum bílum. Var lögreglu- bílnum og bílnum sem hjálpað var því ekið út af og kallaö á hjálp. Fyrr um daginn valt bíll á skarðinu en ekkiurðuslysámönnum. -GK LOKI Það er auðvitað ekki hægt að hefja rjúpnaveiðar án þess að týna einni skyttu eða svo! Ekki tilefni til að ætla að við náum betur saman nú segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuílokksins „Að sjálfsögu höfnum við ekki viðræðum um samstarf en það er ekki sérstakt tilefni til að álykta að við náum betur saman nú. Hins vegar er það alltaf svo að nýr for- maður er óbundinn af fortíðinni og hefur þvi tækifæri til að skapa eitt- hvað nýtt. En fyrst er að hefja við- ræöur um samstarf og síðan að álykta um þær. Spumingin er hvort þessir flokkar geti náð sam- stöðu um mál eins og veiðileyfa- gjald í sjávarútvegi, breytta stefnu í landbúnaði og jöfhun atkvæðis- réttar, svo nokkur stórmál séu nefnd,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson við DV. í stjórnmálaályktun landsfundar Alþýðubandalagsins, sem sam- þykkt var undir kvöld í gær, er nýjum formanni og stjóm flokksins falið að hefja viðræður við forustu- menn annarra stjómarandstöðu- flokka í því skyni að undirbúa sam- efginlega og opna umfjöllun um samfylkingu félagshyggjuafla í stjórnmálum. Ekki meö því að sundra núverandi fiokkum eða brjóta þá niður heldur með því að fiima form sem tengir alla saman án þess aö ganga á sjálfstæði hvers og eins. „Viö fógnum öllum skrefum sem stigin eru í átt að sameiningarferli. Það hefur í langan tíma verið reynt að ná einhverjum áfanga að sam- einingu jafnaðarmanna og þar hafa karlmenn alltaf verið í forystu. Nú em konur í forustu þriggja af þess- um fjórum fiokkum og spurning hvort það muni ekki breyta ein- hverju. Það er krafa stuðnings- manna þessara flokka að menn setjist niöur og reyni að ná saman um eitthvert form á samvinnu. Það getur veriö að það þurfi að taka þetta mál í áföngum, og þá með þremur flokkum til aö byrja með,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, fomiaður Þjóðvaka. „Við emm opnar fyrir viðræðum af þessu tagi. Ef eitthvað er þá er það betra að kona skuli vera for- maður Alþýðubandalagsins. En það er ekki nóg heldur verður að fylgja ákveðnum femínískum sjón- armiðum, Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en Margrét hafi áhuga á því. Viö sjáum til hvemig þessi mál æxlast en við ræðum þau væntanlega á landsfundi okkar f nóvember," sagði Guðný Guð- bjömsdóttir, þingkona Kvennalist- ans. * Í í í í í í í í í í í í í í í í í í i i i i á % ttS* Týnd rjúpnaskytta: Rataði sjálfur úr villunni Maður sem saknað var við rjúpna- skyttirí viö Tindfjöll í gærdag komst af eigin rammleik til byggða seint í gærkvöld. Gekk maðurinn fram á gangnamenn sem voru við fjárleit á svæðinu. Amaði ekkert að honum annað en þreyta enda hafði hann þá verið á göngu í meira en 12 tíma. Þoka var á þessum slóðum og skyggni lítið. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út síðdegis en þá hafði maðurinn ekki komið til móts við tvo félaga sína á tilsettum stað og tíma. Þegar mest var vom um 50 manns með í leitinni og höfðu þeir leitar- hund og sjö bíla sér til fulltingis. -GK Varnarliðinu hótað aftur Það var lif og fjör í kringum Tígra, lukkudýr Krakkaklúbbs DV, í gær á afmælishátíð á Akranesi í tilefni af þvi að 20 ár eru liðin frá stofnun Dagblaðsins. Kvenfélagskonur buðu upp á risatertu i DV-litunum, hvitu og rauðu. Hundruð manna, ungir og aldnir, lögðu leið sina í nýja íþróttahúsið á Akranesi. Nánar verður fjallað um hátíðina og Akranes í DV næsta mánudag. í dag verður hliðstæð hátið I Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og á morgun í Ólafs- vík. Báðar þessar hátiðir hefjast klukkan 17. DV-mynd Daníel Ólafsson Rýma varð aðalskrifstofu varnar- hðsins á KeflavíkurflugveUi eftir sprengjuhótun síðdegis í gær. Hótun- in barst á sjötta tímanum og var leit- að í allri byggingunni en ekkert fannst. Á laugardaginn var einnig hótað með sprengju í stóra flugskýlinu. Máhn em bæði í rannsókn og er hótunarmaðurinn eða -mennimir ófundnir. -GK Veðriðámorgun: Víðast gola eða kaldi Á morgun verður norðlæg átt á landinu, víðast gola eða kaldi. Hætta á skúmm eða súld á vest- anverðu landinu, en þurrt verður og víöast léttskýjað á Suðurlandi og á suðvesturhominu. Hitinn verður 2 tíl 6 stig, hlýjast á Suður- landi en kaldast á Vestfjörðum. Veðrið í dag er á bls. 44 Veorio kl. 6 i morgun alltafá Miö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.