Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 i 3 Fréttir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi um ríkisgreiðslukortin: Við erum alfarið á móti þessum greiðslukortum - forstöðumenn nokkurra ríkisstofnana hafa slík kort en bara tveir ráðherrar „Ég vil ekki gefa þaö upp hverjir eru meö þessi ríkisgreiðslukort, enda er það ekki í mínum verkahring. Ef menn vilja vita um handhafa kort- anna þarf bara að tala við viðkom- andi ráðuneyti. Þau eru teljandi á fingrum beggja handa, það hef ég sagt áður. En ég vil taka það skýrt fram að við erum alfarið á móti þess- um kortum," sagði Sigurður Þórðar- son ríkisendurskoðandi í samtali við DV í gær. Það munu bara tveir ráðherrar hafa ríkisgreiðslukort en það eru þeir Friðrik Sophusson og Guð- mundur Bjarnason. Aðrir núverandi ráðherrar nota þau ekki. Samkvæmt upplýsingum sem DV telur öruggar notuðu fleiri ráðherrar í síðustu rík- isstjórn greiðslukort en í þeirri sem nú situr. Samkvæmt sömu upplýs- ingum eru það fyrst og fremst for- stöðumenn nokkurra ríkisstofnana sem hafa ríkisgreiðslukort undir höndum og greiða með þeim fyrir ýmis erlend viðskipti. Sigurður Þórðarson staðfesti að engar sérstakar reglur væru til uirf' notkun kortanna. Hann sagði það sitt álit að ef menn vildu nota þessi ríkisgreiðslukort ætti að setja reglur um hvaða kostnað mætti greiða með þeim. „Þessar greiðslur berast auðvitað fyrst inn á borð ráðuneytanna eins og aðrar greiðslur sem ráðuneytin standa undir. Síðan er það Ríkisend- urskoðun sem hefur eftirlit með út- gjöldunum," sagði Sigurður. Ríkisskattstjóri tekur ekki greiðslukortanótur gildar sem fylgi- skjöl. Sagði Sigurður að Ríkisendur- skoðun væri einmitt á móti kortun- um vegna þess að með notkun þeirra fengjust ekki nógu góö fylgiskjöl. Menn greiddu til að mynda með svona korti erlendis og tækju ekki kvittanir en litu á greiðslukortanót- una sem kvittun, sem hún ekki er. „Það væri miklu betra að menn greiddu bara með sínu einka greiðslukorti og fengju svo endur- greitt gegn framvísun kostnaðar- kvittunar," sagði Sigurður Þórðar- son ríkisendurskoðandi. Forseti bæjarstjórnar Olafsfjarðar um sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð:. Sameining kemur ekki til greina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að það líði nokkur tími þangað til það getur gerst að þessi sveitarfélög sameinist. Hins vegar finnst okkur sjálfsagt að það fari fram einhver umræða um það milh sveitarstjórnarmanna á svæðinu hvernig þeir sjái þessi mál í framtíð- inni," segir Trausti Þorsteinsson, bæjarfulltrúi á Dalvík, um hugsan- lega sameiningu sveitarfélaganna við utanverðan Eyjafjörð. Trausti lagði fram í bæjarstjórn Dalvíkur ásamt tveimur öðrum bæj- arfulltrúum tillögu um að skipuð yrði nefnd til að ræða frekari sam- vinnu sveitarfélaganna eða hugsan- lega sameiningu og var hún sam- þykkt. Um er að ræða Ólafsfjörð, Dalvík, Svarfaðardalshrepp, Ár- skógshrepp og Dalvík. „Sameining kemur ekki til greina að mínu mati, en við erum tilbúnir að skipa í nefnd til að ræða um frek- ari samvinnu sveitarfélaganna," seg- ir Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæj- arstjórnar Ólafsfjarðar. Þorsteinn segir að yfir 90% Ólafs- firðinga hafi hafnað sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð á sínum tíma og þótt þá hafi verið kosið um heildarsameiningu allra sveitarfé- laga yið Eyjafjörð segi það allt um hug Ólafsfirðinga til sameiningar. „Við erum með góða samvinnu um ýmis mál, s.s. sorphirðu og hafnar- mál, og frekari samvinna, t.d. á sviði skólamála, kemur vel til greina. Þá spilar það þarna inn í hvort embætti bæjarfógeta verður tekið af okkur og við þurfum að sækja þá þjónustu til embættis sýslumannsins á Akur- eyri til Dalvíkur. Þetta fná ekki vera allt á einn veg," segir Þorsteinn. uILMd. =r1lh=> I Siltal KB-2039-2 Heildar-rúmmál: 360 lítar Kæliskápur: 240 lítrar Frystiskápur: 120 lítrar Breidd: 59.5 cm Dýpt: 60 cm Hæð: 187,5 cm ¦ 2 pressur 2 hitastillar Snúahlegar hurðir Siltal KB-2036-1 Heildar-rúmmál: 320 lítar Kæliskápur: 240 lítrar Frystiskápur: 80 lítrar Breidd: 59.5 cm Dýpt: 60 cm Hæö: 167,5 cm 1 pressa Snúanlegar hurðir Siltal F-25 Heildar-rúmmál: 240 lítar Kæliskápur: 184 lítrar Frystiskápur: 56 lítrar Breidd: 54 cm Dýpt: 55 cm Hæö: 139,5 cm Snúanlegar hurðir SiltalF-14 Heildar-rúmmál: 132 lítar Þriggja stjörnu frystihólf: 18 lítrar Breidd: 54 cm Dýpt: 58 cm Hæö: 85 cm Snúanlég hurÖ finniggottúrval affrystikistum ! Sjón er sögu ríkarL, EUROCARD raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA VISA RAÐGREIQSLUR TIL. 24 MÁNAÐA INNKAUPATRYGCINC - FRAMLENCDIIR ÁBYRCDARTÍMI Skipholti 19 Sírni: 552 9800 %)jww^HHrowmwwfflwwHwwH^^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.