Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 17
4- FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 25 Iþróttir Kínverskar landsliðskonur á leiðinni til Breiðabliks Miklar líkur eru á því aö tvær kín- verskar landsliöskonur í knatt- spyrnu gangi til liðs við íslands- meistara Breiðabliks fyrir næsta keppnistímabil. Þær heita Yinge Zhun, 29 ára göm- ul, og Jienen Gua, sem er þrítug að aldri. Koma þeirra til Breiðabliks er félaginu að kostnaðarlausu en þær verða á eigin vegum. Þær ætla að ferðast um heiminn á næsta ári og þótti tilvalið að dvelja á íslandi hluta af þeim tíma og leika knattspyrnu. Kína er mjög framarlega í kvenna- knattspyrnunni þannig að hér ætti að vera um frambærilega leikmenn að ræða. Staðfestingar á afrekum og ferli stúlknanna liggja ekki fyrir en þær ættu að öllu eðlilegu aö verða Kópavogshðinu góður styrkur. jwkringdur ynjar Gauti Guðmundur skrif aði undir tveggja ára samning við KR Guðmundur Benediktsson, sókn- armaðurinn snjalli, skrifaði í gær- kvöldi undir nýjan samning við bik- armeistara KR, tveggja ára ramma- samning. Þar með eru getgátur um Guðmund úr sögunni en hann hafði verið orðaður við ýmis félög að und- anförnu. Að sögn Jónasar Kristinssonar, stjórnarmanns í knattspyrnudeild KR, er búið að ganga frá samningum við alla leikmennina frá því í fyrra nema Daða Dervic, Heimi Porca og Mihajlo Bibercic, sem allir eru farnir frá félaginu, og Steinar Adolfsson, sem hefur verið sterklega orðaður við Skagamenn. Þorsteinn Guðjónsson hefur gengið frá samningi Þorsteinn Guðjónsson, sem hefur spilað með Grindavík undanfarin ár, er ennfremur búinn að ganga frá samningi við vesturbæjarliðið en hann lék með því í yngri flokkunum og fyrstu árin í meistaraflokki. Jurgen Klinsmann gagngrýnir þýska knattspyrnu: Einstaklingshyggja í fyrirrúmi Þýski knattspyrnumaðurinn Jiirgen Klinsmann, sem leikur með Bayern Miinchen, er ómyrkur í máli þessa dagana um þýska knattspyrnu og ekki síst þá sem ráða ferðinni hjá þýsku liðunum. Klinsmann segir að einstaklings- hyggja ráði ferðinni hjá forráða- mönnum liða og erlendir leikmenn eigi ekki upp á pallborðið hjá liðun- um. Á meðan svo sé geti menn ekki gert sér vonir um góðan árangur þýskra liða í Evrópukeppnum. Snjallir erlendir leikmenn á borð við Jean-Pierre Papin hjá Bayern hafa alls ekki fengið tækifæri á að „Erum ekki auðunnir ef vörnin er góð" - góður sigur Gróttu á Víkingum Þórdur Gislason skrifax: „Það var mjög gott aö vinna þennan leik. Við höfðum meiri áhuga'á að spila vörn en Vikingarnir og ég held að það hafi gert útslagið. Við erum ekki auð- unnir ef við náum að spila góða vörn, það sýndum við gegn Val á dögunum en við vorum óheppnir að tapa þeim leik," sagði Sigtryggur Albertsson, markvörð- ur Gróttu, eftir góðan sigur á Víkingum, 25-23, á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið og hann bar þess glöggt merki í upphafi, jafnt var á öllum tölum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá fór í hönd góður kafli Gróttumanna þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og leiddu með þremur mörkum í hálfleik. Víkingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark í upp- hafi síðari hálfleiks en Gróttumenn börðust vel og með frábærri markvörslu Sigtryggs náðu þeir aftur góðu forskoti og unnu verðskuldaðan sigur. Sigtryggur og Sadovski voru góðir í liði Gróttu. Róbert Rafnsson átti ágætan dag og Jón Þórðarson gerði mikilvæg mörk í fyrri hálfleik. Víkingarnir áttu í erfiðleikum í sóknarleiknum í síðari hálfleik og enduðu.sóknir þeirra oft á erfiðum skotum. Leikmönnum tókst illa að nýta sér Birgi á línunni og Árni Frið-' leifsson lék u.þ.b. hálfan leikinn en náði sér aldrei á strik enda varla skriðinn uppúr meiðslum. Kristján Ágústssori lék best Víkinga og Guðmundur Pálsson sýndi góða takta í fyrri hálfieik. spreyta sig: „Það er tilhneiging til einstaklings- hyggju í Þýskalandi. Erlendis er liðið sett í öridvegi. Hér í Þýskalandi er mestum verðmætum varið í einstakl- inga. Þetta er hættuleg þróun," segir Klinsmann. Örebro í sjötta sæti Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð: Örebro gerði markalaust jafntefli við Djurgárden í sænsku knattspyrn- unni í gærkvöldi. Arnór Guðjohnsen átti góðan leik hjá Örebro sem hefur 35 stig í sjötta sæti. Gautaborg og Helsingborg hafa 42 stig í efsta sæt- inu og Djurgárden 38. Tveir aörir leikir fóru fram í gær- kvöldi. Trelleborg og Öster gerðu jafntefli, 1-1, og sömu úrslit urðu í leik Norrköping og Degerfors. • Ómar Torfason. Ómar næsf i þjálfari Grindvíkinga? - Ólafur gaf afs var Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Ómar Torfason, fyrrum landsliðs- maður í knattspyrnu, er nú talinn líklegastur til að taka við þjálfun 1. deildar liðs Grindvíkinga. Ólafur Þórðarson, fyririiði Skagamanna, gaf Grindvíkingum afsvar í gær en þeir höfðu verið í viðræðum við hann, eins og áður hefur komið fram í DV. Ómar er öllum hnútum kunnugur í Grindavík því hann lék með liðinu í 2. deild árin 1991 og 1993 og lauk ferlinum þar en í millitíðinni var hann aðstoðarþjálfari hjá Fram. Ómar þjálfaði Leiftur á Olafsfirði í 2. deildinni árið 1990. Fleiri nöfn hafa þó verið nefnd og samkvæmt heimildum DV hafa Grindvíkingar meðal annars haft augastað á Sigurði Halldórssyni, þjálfara Skallagríms, sem ekki er búinn að ganga frá áframhaídandi samningi við Borgarnesliðið. Grindvíkingar í sambandi við Terry Neill Þá hafa Grindvíkingar verið í sam- bandi við Terry Neill, fyrrum fram- kvæmdasrjóra Arsenal, en þeir hafa veriö í góðum tengslum við hann um árabil. Neill er að svipast um eftir mögulegum þjálfara fyrir þá í Eng- landi og Grindvíkingar eiga von á fréttum frá honum á næstu dögum. Grótta- Víkingur (16-13)25-23 2-0,5-3,9-9,13-9,14-12, (16-13), 17-13,18-17, 21-17, 24-19, 25-23. Mörk Gróttu: Júri Sadovski 8/4, Róbert Rafnsson 5, Jón Þórðarson 4, Dayíð Gíslason 2, Jens Gunnarsson 2, Þórður Ágústsson 2, Ólafur Sveinsson 1, Jón Örvar Kristinsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 17/1, Sig- tryggur Dagbjartsson 1. Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 7/3, Guð- mundur Pálsson 6/2, Krisrján Ágústsson 4, Birgir Sigurðsson 2, Hjörtur Arnarson 2, Þröstur Helgason 2. Varin skot: Reynir Reynisson 13, Hlynur Morthens 1. Brottvísanir: Grótta 10 mín., Víkingur 8 mín. Árni Indriöason, þjálfari Víkings, rautt spjald. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson, þokkalegir. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Sigtryggur Albertsson, Gróttu. ± Staðan KA...............4 Srjarnan......4 FH................4 Valur...........4 Haukar.......4 ÍR.................4 Selfoss.........4 Grótta.........4 0 0 124-107 8 0 1 102-94 6 1 1 109-95 1 1 86-83 1 1 90-S9 1 1 80-82 0 2 102-97 0 2 Víkingur.....4 10 3 92-94 2 ÍBV..............4 1 0 3 89-93 2 Aftureld......4 10 3 98-108 2 KR..,............4 0 0 4 92-123 0 Markahæstir: Julian Duranona, KA.............40/13 Valdimar Grímsson, Selfossi. 36/13 Juri Sadovski, Gróttu.............35/17 Knútur Sigurðsson, Víkingi... 32/14 Arnar Pétursson, ÍBV.............30/5 Sigurjón Sigurðsson, FH........29/8 Drnitri Filippov, Srjörnunni... 29/12 Hilmar Þórlmdsson, KR.........27/6 Patrekur Jóhannnesson, KA. 24/3 Halldór Ingólfsson, Haukum. 24/9 Magnús Sigurðsson, Stjörnu. 23/0 Evrópumótin í knattspyrnu Úrslit á Ewóþumotunum í gærkvöldi, 2. umferö, fyrri leikin Evrópukeppni bikarhafa: DynamoMoskva(Rússlandi)-HradecKralove(Tékklandi)........................1-0 Trabzonspor{Tyrklan(Íi)-DeportivoLaCoruna(Si>ánl)...............................o-i ParisSG(Frakklandi)-Celtic(Skotlandi).......................................................1-0 Mönchengladbach(Þýskalandi)-AEK,Aþenu(Grikklandi)........................4-1 Everton(Englanm)-PSVEmdhoveri(Hollandí)............................................0-0 Halmstad(Svíþjóð)-Parma(ítalíu)..................................................................3-0 SrwrtíngLissabon(Portúgal)-RapidWien(Austurríki)...............................2-0 -RealZaragoza(Spáni)-ClubBrugge(BelgSu)..................................................2-1 Þýskulidinhafa litilum árangri náð Undanfarin ár héfur árangur þýskrá liða í Evrópukeppnum verið afar slakur. tþví sambandi má nefha að liö Bayern Munchen varö síðast Evrópumeistari árið 1976 eða fyr- ir tæpuriv tveimur áratugum. Bayern er ríkasta félag Þýska- lands. Borussia Dortœund vann fyrsta sigur sinn í meistaradeiIdEvrópu í fyrrakvöld og hefur liðinu geng- ið mjögilla. Þá mánefna lið KÖlri- ar sem ékkert hefur getað und- anfarin ár. Varrekinneftir adeins19daga Forráðamenn franska knatt- spyrnuliðsíns Cannes ákváðu í gær að reka þjálfara liðsins en Cannes er á fallsvæði í frönsku 1. deildinni. Brottreksturinn væri ekki $ frá- sögur færandi nema vegna þess að þjálfarinn, William Ayache, hafði aðeins verið í vinnu í 19 daga bjá félaginu. Hafa ekki bor- ist fréttir lengi af skenunristarfs- tíma þjálfara hjá 1. deildar Jiði í knattspyrnu. Krðfuharka þjálfar- ans varð honum að faili. Guy Lacombe, fyrrum leikmað- ur Cannes eins og Ayache, tekur viö liðinu og nú er að sjá hvort hann heldur starfinu fram yfir helgina. Golf: Norman neitar ásökunumum peningagrseðgi Greg Norman frá Ástralíu, besti golfleikari heims i dag, neitar alf- arið að hann taki stórfé fyrir það eitt að mæta á stórmót atvinnu- manna í golfi. Hann neitar því einnig að peningagræðgi hjjái hann meira en aðra kylSnga. Pjölmiðlar hafa sakað Norman um aö hafa krafist um 25 milljóna króna fyrir það eitt að mæta á stórmót á dögunum. Er Norman var spurður hvort umboðsmaður hans hefði getað komið þessum kröfum áleiðis svaraðihann: „Hann rayndi ekki géra það. Ekki án þess að tala viö migfyrst Ef hann gerði það væri hann án vinnu í dag." Syórnandi umrædds móts, Pet- er German, fullyrðir hins vegar að umboðsmaður Normans hafi krafist um 16 milljóna króna fyrir mætingu Normans á irióöð. Greg Norman segir: „Ég keppi á um 24 mótum á ári og fæ mæt- ingafé á" ¦ 8 mótum. Greiösiur vegna tveggja þessara átta^móta gaf ég til góðgerðarmála. Ég gef árlega um 65 milljónir til góð- gerðarmála. Er ég gráðugur? Það held ég ekki. Fólk sem segir mig gráðugan hefur ekki hugraynd um hvað það er að tala." Stórsigur Real Evrópuméistarar Real Madrid^ unnu enska liðið Sheffield Sharks, 99-71, i opnunarleik McDonaldsmótsins í körfuknatt- leik í London í gærkvöldi. Bo- logna frá ftalíu vann Maccabi Tel Aviv ffá ísrael, 112-103. NBA- meistararnir Houston Rockets mæta Perth Wildcats frá Ástralíu í kvöld og Real leikur við Bo- logna. Dicksíbann Julian Dicks, knattspyrriumað- ur hjá West Ham, var í gær dæmdur i þriggja leikja bann fyr- ir að stíga viljandi á höfuð mót- herja í leik gegn Chelsea á dögun- uin. Islandsmót í innanhússknattspyrnu 1996 Skráning í íslandsmótin í innanhússknattspymu er hafin. Skráningarfrestur er til 27. október nk. Skráningareyöublöö hafa þegar veriö send félögum en fást einnig á skrifstofu KSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.