Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 Eiga þeir skilið að vera á lágum launum? Eðlilegt að þeir hafi lág laun „Mér finnst ósköp eðlilegt að ráðherrar og ýmsir embættis- menn séu á lágum launum því þetta eru með öllu ábyrgðarlaus- ir menn.“ Hrönn Bergþórsdóttir, í DV. Fékk Guð í heimsókn „Það sem gerðist var að ég fékk heimsókn. Guð kom til mín. Það þykir ágætt þegar Móses seg- ir frá þessu eða Múhammed, en ekki þegar ég segi frá því.“ Benjamín Eiriksson, í Alþýðublaðinu. Ummæli Misrétti sem hrópar í himininn „Þetta misrétti hrópar í himin- inn og særir réttlætiskennd fólks. Menn eru fullir af reiði og sárindum." Guðmundur J. Guðmundsson, í Al- þýðublaðinu. Engir alvöruveiðimenn „Ég hélt að menn sem teldu sig alvöruveiðimenn bæru meiri virðingu fyrir náttúrunni og um- hverfinu en svo að skilja hræin eftir rotnandi í vegköntum. Guðmundur Björgvinsson, í DV. Mars er sú reikistjarna sem er næst jörðu en líf er þar ekki til staðar. Líf á reikistjörnum Forvitni um hvað það er sem er hulið augum okkar í himn- ingeimnum hefur fylgt mannin- um frá örófi alda. Allar stjömur sem vitað er um og sést hafa fyr- ir utan sólkerfi okkar eru fasta- stjömur og á þeim er ekkert líf. Líf er aðeins finna á reikistjöm- um þeim sem svífa í kringum fastastjömur. Enn sem komið er hefur ekki tekist að sanna að líf sé annars staðar í heiminum en á jörðunni. Til að þægt sé að fara að rannsaka lífsmunstur þarf fyrst að finna reikistjömur. Þau tímamót gætu hafa litið dagsins ljós en nýjar fréttir herma að vísindamenn hafi upp- götvað sólkerfi svipað okkar sem er í 48 ljósára fjarlægð. Stjama sem stýrir þessu sólkerfi nefnist 51Peg og sést frá jörðu. Blessuð veröldin Sterk rök fyrir lífi í himingeimnum Vísindamenn hafa fært mjög sterk rök fyrir því að það hljóti að vera líf fyrir utan jörðina í himingeimnum en miðað við þá tækni sem við búum við nú gæti verið mannsaldur þar til eitt- hvað svar finnst. Það tók tímana tvo að finna allar reikisfjömumar í sólkerf- inu okkar. það var ekki fyrr en á þessari öld, 18. febrúar 1930, að Clyde William Tombaugh fann Plútó, sem er ysta reikistjaman í sólkerfi okkar. Vaxandi suðlæg átt Um vestanvert landið verður vax- andi suðlæg átt i dag með slyddu eða rigningu á stöku stað en rign- ingu eða súld undir kvöldið en síð- an suðvestan stinningskalda og súld. Um austanvert landið verður hæg breytileg átt og þurrt í dag en Veðrið í dag sunnan gola eða kaldi og rigning eða slydda seint í kvöld og nótt. Hægt hlýnandi veður. Á höfuðborg- arsvæðinu verður hæg suðlæg átt, skýjað og smáskúrir eða slydda um tíma í dag en sunnankaldi og rign- ing síðdegis. Suðvestankaldi eða stinningskaldi og súld í kvöld og nótt. Hiti 2 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.53 Sólarupprás á morgun: 8.34 Síðdegisflóð í Reykjavik: 15.50 Árdegisflóð á morgun: 4.18 Heimild: Almanak Háskólans Veöpö kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö -2 Akurnes snjókoma 1 Bergsstaöir léttskýjaö -1 Bolungarvík léttskýjaö 1 Egilsstaöir skýjaö -2 Grímsey léttskýjaö -2 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 2 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 0 Raufarhöfn hálfskýjaö -3 Reykjavík alskýjaö 2 Stórhöföi rign.á síö.klst. 4 Helsinki skúr á síö.klst. 5 Kaupmannahöfn rigning 9 Ósló skýjaö 9 Stokkhólmur hálfskýjaö 7 Þórshöfn léttskýjað 4 Amsterdam skýjaó 15 Barcelona þokumóða 14 Chicago rigning 9 Frankfurt skýjaö 7 Glasgow heiöskírt 4 Hamborg rigning 13 London þokumóða 11 Los Angeles þokumóóa 17 Lúxemborg skýjaó 8 Madríd heiöskírt 9 Mallorca þokumóða 9 New York skýjað 16 Nice heiöskírt 15 Nuuk snjókoma -1 Orlando þokumóöa 24 Valencia léttskýjað 13 Vín léttskýjaö 14 Winnipeg snókoma 2 Kári Ingólfsson, verslunarmaður: Er ekki á leiðinni í verðstríð Þetta verð á kartöflunum hjá mér kom eingöngu til vegna þess að ég náði mjög góðum samningi við Mata hf. Ég er nýbúinn að kaupa þessa verslun, eða fyrir þremur mánuðum, og er bæði að bjóða neytendum gott verð og um leið er þetta kjörið tækifæri til að vekja athygli á versluninni en ég ætlaði aldrei og mun ekki fara í neitt verðstríð við stóru risana," segir Kári Ingólfsson, verslunar- maður í Álfheimabúðinni, en þeg- ar hann auglýsti kílóverð á kartöfl- um á 49 kr. í hádeginu í fyrradag komu Hagkaup og Bónus með betra tilboð tveimur klukkutimum Maður dagsins siðar. Kári segir að það hafi komið honum verulega á óvart hvað Hag- kaup og Bónus brugðust skjótt við: „Ég var ekki fyrr búinn að verð- merkja vöruna og auglýsa í hádeg- inu í gær þegar stóru risamir tóku við sér og lækkuðu sínar kartöflur. Ég ætla samt ekki að lækka meira. Viðbrögðin hafa verið góð og strax Kárí Ingólfsson. í morgun, þegar ég opnaði fyrir níu var fólk komið að versla þannig að ég get ekki annað enn verið ánægður. Ég ætla að halda þessu verði og er alls ekki í neinni samkeppni við stóru verslanimar. Það hefur sýnt sig að það þýðir ekki. Vegna stærða sinna ná risamir alltaf betri samningum. Við þessir smáu kaupmenn getum elt að einhverju leyti en ekki veitt neina samkeppni að heitið geti.“ Kári var búinn að vera í tíu ár með söluturn, fyrst Snæland í Kópavogi, síðan Hornið í Álf- heimunum: „Ég lokaði Horninu þegar ég keypti Álfheimabúðina og sameinaði verslun og söluturn á sama stað. Ég hef opið til 11.30 á kvöldin og tel að það sé hægt að reka þetta með þessu fyrirkomu- lagi. Þetta er meiri vinna en ég hélt en þetta hefur allt gengið hing- að tU.“ Kári segir að það hafi margir verið vantrúaöir á kaupin hjá hon- um. „Fólk hneykslaðist á mér sem skUjanlegt er en ég er sæmUega staðsettur og það kemur hér nokk- uð af fólki, sérstaklega eldra fólk sem gengur út í búð.“ Áhugmál Kára tengjast útivem. Hann hefur gaman af ferðalögum og göngu. Eiginkona hans er Guð- ný Ólafla Pálsdóttir og eiga þau tvö böm.“ Póstfang Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Körfubolti og hlaup Það er frekar rólegt í íþrótta- lifinu í dag og fram undan er frekar róleg helgi. í dag verða þó tveir leikir í körfuboltanum. í 1. deUd kvenna leikur ÍR gegn ÍS í Seljaskóla og hefst leikurinn kl. 20.00. Þá er einn leikur í 1. deUd karla og er hann í Sandgerði, þar taka heimamenn í Reyni á móti Hetti og hefst leikurinn kl. 20.00. Á morgun kl. 14.00 fer fram hið árlega Öskjuhlíðarhlaup ÍR. íþróttir Hlaup þetta átti að fara fram 30. september en var frestað. Keppt er í aldursflokkum í tveimur vegalengdum, 4 km og 7,6 km. Skráning er í Perlunni frá kl. 12.30. Skák Brasilíski stórmeistarinn Milos hlaut 10 vinninga af 11 möguleum á skákþingi BrasUíu — varð að bíta í það súra epli að tapa skák sinni í síðustu umferð en fram að því hafði hann verið með hreint borð. Grípum niður í skák hans á mót- inu gegn Sunye Neto. Milos, sem hefur hvítt og á leik, hefur tvo hróka gegn hrók og biskup en ef svörtum gefst tími tU að leika e6-e5 væri ekki útséð um úrslit. Hvað leikur hvitur? 8 7 6 5 4 3 2 1 42. c4+! dxc3 (framhjáhlaup) Eftir 42. - Kc5 43. Hxe6 vinnur hvitur létt. 43. He3! og eftir þennan snjaUa leik sá svartur ekkert betra en að gefast upp. Hvítur hótar 44. Hd3+ og vinna biskupinn; ef 43. - Kd4 44. Hxe6, eða 43. - Kc5 44. Hxc3+ Kd5 45. Hd3+ og vinnur. Jón L. Árnason Bridge Sömu spUin voru spUuð i öUum leikjum undanúrslitanna á HM í Pek- ing, bæði í opnum flokki og kvenna- flokki. í þessu spUi var algengasti samningurinn 1 hjarta í vestur, do- blað og niðurstaðan 1-3 niður. Sagn- ir hafa þá gengið eins á öUum borð- um, pass hjá norðri og austri, suður opnað á einum tígli og vestur komið inn á einu hjarta. Norður hefur pass; að og fengið úttektardobl frá suðri. í leik Kína og Bandaríkjanna I í kvennaflokki var niðurstaðan sú á öðru borðinu að bandarísku konurn- ar spUuðu eitt hjarta, doblað og einn niður, 200 til NS. Það virtist ekki sér- staklega góð niðurstaða fyrir Kín- verja, því tveir niður líta út fyrir að vera eölilegri niðurstaða. Kín- verjarnir græddu samt á spilinu vegna þess að þróun sagna var aUt önnur á hinu borðinu. Norður gjafari og aUir á hættu: * 932 V DG972 * 4 ' * D432 * D1085 4* 64 * K953 * 875 * ÁG4 K * DG1076 * Á1096 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1G dobl redobl pass 2* pass 2» pass pass dobl p/h Rozanne Pollack í bandarisku sveitinni valdi óheppUegt tækifæri tU að opna á einu grandi (14-16 punktar) með kónginn blankan í hjarta. Vestur doblaði tU refsingar og norður redoblaði tU að sýna flótta í einn lit. Vestur var ánægður með að flóttaliturinn skyldi vera hjarta, do- blaði tU refsingar og spUið fór 2 nið- ur. Gróði Kínveijanna var því 12 impar i spUinu, en það dugði þeim þó ekki, því bandarísku konurnar unnu leikinn og komust í úrslitaleikinn. ísak Örn Sigurðsson 4 K76 4» Á10853 + Á82 * KG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.