Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 9
í FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 UÚönd Jeltsín Rússlandsforseti kemur umheiminum enn á óvart: Kleip tvo einka- ritara sína í bakið - ætlar að láta Kozyrev utanríkisráðherra víkja Borís Jeltsín Rússlandsforseti lét það ekkert á sig fá þótt sjónvarpsvél- ar umheimsins beindust að honum í Kreml í gærmorgun og kleip tvo rit- ara sína í bakið þegar hann var á leið á fund með fréttamönnum. Forsetinn heilsaði konunum þegar hann gekk framhjá þeim og kleip þær milli herðablaðanna. Önnur þeirra hrökk í kút við þessa óvæntu snert- ingu forsetans en hin sat grafkyrr og starði á eftir Jeltín. Hún tuldraði eitthvað fyrir munni sér en ekki heyrðist hvað hún sagði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jelts- ín hagar sér einkennilega á almanna- færi en aðstoðarmenn hans þóttust ekkert um málið vita. „Enginn hér sá þetta svo við vitum ekki hvað gerðist," sagði talsmaður Jeltsíns þegar hann var spurður um þreifing- ar forsetans. Embættismenn í Kreml hafa hvað eftir annað þurft að verjast ásökun- um um að forsetinn hafi fengið sér Borís Jeltsín Rússlandsforseti er þekktur fyrir undarlega hegöun á almannafæri. Símamynd Reuter einum of mikið neðan í því. Sjálfur segist Jeltsín ekki eiga í neinum vandræðum með áfengisneyslu, þótt mikið sé um það fjallað bæði í rúss- neskum og erlendum fjölmiðlum. Á fundinum með fréttamönnum í gær sagði Jeltsín að hann væri að leita að manni í stað Andrejs Koz- yrevs í embætti utanrikisráðherra. Þar með staðfesti hann vangaveltur manna upp á síðkastið um að þessi dyggi stuðningsmaður hans yrði lát- inn víkja^ Kozyrev hefur sætt mikiUi gagnrýni og verið ásakaður um að láta það viðgangast að Rússar væru ekki hafðir með í ráðum í friðarum- leitununum í fyrrum Júgóslavíu. Rússneska þingið krafðist þess í síð- asta mánuði að hann yrði rekinn. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Kozyrev væri enn utanríkisráðherra Rússlands og nýjustu upplýsingar sínar bentu til að hann yrði áfram í því embætti. „Ég er að undirbúa fund með hon- um í New York á laugardagskvöld," sagðiChristopher. Reuter Hundur reynir að sieppa frá flóðum á götu i Caracas í Venezúela. Mikil flóð urðu eftir tveggja daga úrhelli og misstu160fjölskyldurheimilisin. Símamynd Reuter + Norðiirlandaráð: Notræna húsið ogeldfjallasttöd- invarlaíhættu Gagnsemi Norræna hússins er míkil eða í meöallagí og gagnsemi Norrænu eldfjaUastöðvarinnar er i meðallagi samkvæmt skýrslu sem samstarfsráðherrar Norður- Iandaráðs hafa fjallað um. Sam- kvæmt skýrslunni eru 19 af 47; stofnunum Norðurlandaráðs; gangsMar og kemur tö greinaí; að leggja þær niður nema aukaI megi þjónustutekjur þdrra venKí; lega. Meðal stofnana sem taldar eru gagnslitlar eru norræna;: byggmgahefndin, rannsóknar- stofnun í alþýðukveðskap, tungu- .málaskrifstofa, norræna töl- fræðiskrifstofan, sem gefur út Noi#skstatist^,norrænalsta-; naðstöðin, horræna blaðamann- amiðstöðin, nefnd um málefhi: fatlaðra, norræna hagrann- sókrianefndin, lýðskóli um hús- sfjórnarfræði og samvinnuneihd um fflcniefnamál. Norræn nefríd um alkóhól- og filoiiefnarann-: sóJknir er þó talin mjög gagnleg. Smuguviðræður í Moskvu: Samkomulag vart í augsýn „Okkur ber mikið í milU og það eru mörg ljón í veginum. Við höfum af- greitt marga hluti en rekumst sífellt á vandamál varðandi grundvallar- atriði og eins atriði tæknilegs eðlis. Það er engin ástæða til að vera of bjartsýnn varðandi samninga í þess- um viðræðum. Við erum nú á spori í viðræðunum sem ekki leiðir okkur áfram," sagði Káre Bryn, formaður norsku sendinefndarinnar í Smugu- viðræðum íslendinga, Norðmanna og Rússa sem fram fara í Moskvu. „Við höfum átt uppbyggilegar viö- ræður og höldum áfram á fóstudag," var það eina sem haft var eftir Guð- mundi Eiríkssyni, formanni íslensku viðræðunefndarinnar. Enginn nefndarmanna vildi gefa upplýsingar um efni viðræðnanna en víst þykir að stærð kvóta til handa Islendingum í Smuguimi hafi verið uppi á borðinu. Einnig spurningar um hvar í Barentshafi íslendingar gætu veitt en gefið hefur verið í skyn að þeir fái að veiða á norsku og rúss- nesku væði. Káre Bryn vildi ekki tjá sig sérstak- lega um kröfur íslendinga en NTB fréttastofan sagði hann hafa verið sposkan á svip og sagt að þær væru „ekki verri en menn væru vanir á þessum árstíma". Á fundinum í gær voru menn sam- mála um að halda viðræðunum áfram og sagði Bryn að ef grundvöll- ur yrði fyrir frekari fundum yrði jafnvel fundað um helgina. Utanrík- isráðherrar landanna hafa látið í b'ós vonir um að samningar náist fyrir áramót. NTB ÍELEFUNKGIJ r m SJONVARPSTÆKIj! (VAXTAM(lsriA/t\ )j ... 00/ e,nýinn aa£a-£ðeúf(aða.fc / 'l § ! TELEFUNKEN S-8400 M NIC 33" sjónvarpstæki • Black Matrix FST-skjár 4 hátalarar, þar af 2 snúanlegir • Nicam Stereo HiFi-hljómur me& 40 W Surround magnara Isl. textavarp • Upplýstfjarstýring sem er au&veld í notkun, bamalæsing, tímarofi o.m.fl. Verð: 177.600,- TELEFUNKEN S 540 C NIC 29" sjónvarpstæki • Nýr Black D.I.V.A.-skjár 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur með 40 W Surround-magnara • 2 þrepa Zoom Isl. textavarp • Upplýst fjarstýring sem er aubveld í notkun, bamalæsing, tímarofi o.m.fl. Verb: 131.400,- TELEFUNKEN S 531 NIC 28" sjónvarpstæki • Black Matrix FST-skjár 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur meb 40 W Surround magnara • ísl. textavarp Fjarstýring sem er au&veld í notkun, barnaíæsing, tímarofi o.m.fl. Verð: 107.700,- UL TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA — I WSA RAÐGREIÐSLUR II | TIL. S4 MÁMAOA Skipholli 19 Sími: 552 9800 3 ' 5 ! I ! /^<ccc<4avv^>>>x^yiiiig>y>^MiiL«*~^uv\g!>cri J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.